Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.02.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N U ELMER stórkaupmaður A grýtli lieyrnartólinu á gafi- alinn. Hann var sótrauður af reiði og svalaði sjer á fúkyrð- um, sem ekki verða höfð eftir á prenti. Ef einliver hefði heyrt samtalið í símanum, mundi hann hafa furðað sig á ofsanum í stórkaupmanninum. Það var ungur maður, sem hafði hringt til hans. Eftir ölln að dæma hæjverskur, ungur maður. Hann hafði þægilega rödd og talaði fágað mál. Sagð- Smásaga zííir L. JOHNSEN „Þvaður! Ástfangin — hvaða hölvað bull! Nú veistu hvað á spítunni hangir og hvað þú átt að gera.“ Sonurinn stóð upp. „Jeg hefi ekkert út á Elsu að setja — Það er öðru nær. Jeg' hefi ekkert á móti að giftast henni. En jeg ber elcki neina ábyrgð á að það takist. Hversvegna hefir þú ekki sagt mjer frá þessu fyr en núna? — Og hversvegna ljestu hana fara til Larkollen? Reyndu ekki að skella allri skuldinni á ist heita Aage Kvale og vera húsameistari. 1 fáum orðum sagði liann stórkaupmanninum, að hann liafði trúlofast bróður- dóttur hans, Elsu Helmer, sem um þessar mundir var stödd hjá foreldrum piltsins á Heið- mörk. Þetta var alt og sumt og það virtist ekki ástæða til áð ganga af göflunum útaf því. Elsa Helrner hafði mist móð- ur sína kornung og þegar hún var um fermingu misti hún föð- ur sinn líka. Fór hún þá til föð- urbróður síns, Helmers stór- kaupmanns og var hann fjár- haldsmaður hennar. Árin liðu. Nú var hún að verða 18 ára og átti nú sjálf að taka við fjárráðum sínum i . samráði við stórkaupmanninn, sem vax-ð meðráðamaður henn- ar. Elsa treysti frænda sínum. Hann var nánasti ættingi henn- ar. Einkabróðir föður hennar. Hana grunaði elcki, að stór- kaupmannsheitið faldi ýiniskonar brall og athafnir, sem þoldu illa dagsbirtuna, og að eignir hans höfðu tapast eða voru hundnar í allskonar áhættusömu bralli. Þessvegna kom Helmer það illa, ef Elsa giftist á næstunni og fengi mann, sem tæki við fjári’áðum hennar. Ef glöggur . fjesýslunxaður ætti að atliuga ráðsmensku Helmei-s, þá . . . . liann vildi ekki hugsa þá liugs- un til enda. Helmer stórkaupmaður ljet eins og grimmur hundui-. Allir sem urðu á vegi hans urðu að kenna á honum, fi-á sendlinum til skrifstofustjórans. Loks tók hann hatt sinn og fi-akka og rauk út. Hann fann þann sem hann leitaði að, þar sem hann bjóst við að finna liann — i klúbbn- um. Sonur hans varð undrandi, er lxann sá hve gamla manninum var mikið niðri fyrir. „Slæmar frjettir?“ spurði liann. „Fáðu þjer sjúss, — þá birtir yfir til- verunni.“ „Jeg hefi engan tínja í slúð- ur,“ svaraði faðirinn afundinn. „Komdu með mjer undir eins, jeg þarf að tala við þig.“ Sonurinn sá að eitthvað sjer- stakt var á seiði. Þessvegna stóð hann upp orðalaust, tók hattinn og frakkann og fór með föður sínum. Þeir töluðu vaila orð saman í bifi-eiðinni. Sonurinn beið þess að íaðirinn leysti frá skjóðunni, en faðirinn mælti ekki orð. Son- ui’in sá, á rákunum kringum munninn á gamla manninum, að eitthvað alvarlegt var um að vera í dag. Þessvegna áleit hann rjettast að halda sjer saman og ixíða átekta. Þeir settust inn í stofu gamla mannsins. Hann kveikti sjer í vindli en sonurinn í sigarettu. En gamla manninum virtist ekki vera nein fróun í tóbak- inu. „ÓþveiTÍ!" urraði hann og fleygði vindlinum í öskubakk- ann og andlitið var eins og úr- synningsjel. „Hefir eitthvað komið fyrir Þig r Sonurinn leit varlega á föð- ur sinn. Hann var sjálfur eng- inn sakleysisengill, en i dag fanst honum vissara að tala varlega. „Komið fyrir! Sagðirðu — komið fyrir? Fjandinn er laus, skal jeg segja þjer. Þelta fer alt til helvítis! Hvernig átti maður annars við öðru að búast, þegar maður á annað eins erkinaut og þig fyrir son.“ ■ „Jeg skil ekki livað þú ert að fara.“ „Skilur ekki?“ sagði gamli maðurin æstiu’. „Skilur ekki — ]>að er einmitt mergurinn máls- ins. Þú skilur ekki neitt! Jeg liefi látið það gott heita að þú drekkir og Svallir og vinnir ekki æi’leg't handarvik. Jeg hefí sjeð i gegnum fingur við þig, þrátt fyi’ir alt stelpufai’ganið, en einu hefði jeg þó húist við af þjer.“ „Biiist við . . hvað var það?“ „Hvernig er þaö með liana Elsu og þig. Ei’uð þið trúlofuð?“ Syninum ljetti auðsjáanlega. „Nú, Elsu. þessari trúlofun ligg- ur ekkert á. Jeg skal verða fljót- ur að ná í stelpuna, þegar þar að kemur. En það er of snemt að hugsa unx trúlofun og lijóna- band ennþá. Maður verður að fá að skemta sjer meðan maður er ungur.“ • „Jeg heíd þú hafir skemt þjer nóg. Þú hefir skemt þjer þangað til alt var orðið of seint. Það er of seint, piltur. Of seint! Skil- urðu það? Elsa er trúlofuð.“ „Hvað segirðu — ti’úlofuð? Nú jæja. Jeg lield það sje þá hægur vandinn, að ná í ein- hverja aðra.“ „Aðra? Hefi jeg ekki sagt ])jer það aftur og aftur. Þú vei’ð ur að ná í Elsu, þú mátt ekki sleppa af henni. Jeg hefi sagt þjer þetta hvað eftir annað, og þú hefir lofað því. Veistu livaða klípu þú liefir komið mjer í. Undir eins og mað- ur Elsu heimtar af mjer reikn- ingsskilin, og það gerir hann heldur fyr en seinna, þá er jeg gjaldþrota maður og tugthúslim- iir. Og þá getur þú ekki þjórað og legið í leti lengur, þá ferð þú á sveitina og hann faðir þinn í ,svartholið.“ „Hvað ertu að segja? Svart- holið?“ „Já, einmitt. Svai'tholið, lags- maðui'. Þú liefir oi’ðið mjer dýr sonur.“ „Jeg botna ekkert í ....“ „Nei, þú botnar aldrei í neinu. En hlustaðu nú á, hvað þú átt að gera og lxlvað þú verð- ur að gera.“ „Þú vei’ður að ná í Elsu frá þessum strák, hvað sem það kostar. Þú verður að spilla þess- ari trúlofun, hvað sem það kost- ar. Skilur þú mig?“ „Jeg skal reyna.“ „Reyna! Hjer er ekki að tala um að reyna. Þú verður að gera það. Það má ekki mistakast.“ „En ef Elsa er nú ófáanleg? Ef hún er ástfangin af mann- inum?“ mlg, þú berð sjálfur mest á- byrgðina. Jeg skal gera það sem jeg get, en ef það tekst ekki, þá vprður þú sjálfur að taka afleiðingunum.“ Það slumaði dálitið í gainla manninum við þetta. „Jeg hefi sjálfur hagað mjer eins og flón,“ sagði hann. Jeg treysti þjer of vel. En eittlivað ælti okkur að verða ágengt, ef við heitum slægðinni.“ „Hvað eigum við þá að gera?“ „Að koma hjónabandinu fyr- ir kattarnef. Þessi drjóli, þessi Kvale, hefix- sjálfsagt sínar veiku hliðar. Hver hefir ekki veikar hliðar? En jeg læt þig' um, að finna þær. Við verðum að taka vinsamlega á móti hon- um og láta liann ekki gruna neitt. Og svo tölcum við i taum- ana þegar tækifærið gefst.“ Helmer stórkaupmaður ög Kvale húsameistari lxöfðu dval- ið meira en viku í fjallakofa stórkaupixiannsins við Bjóx-vatn. Elsa og Helrner yngri voru inni í borginni. Helmer yngri átti að stjói’na verzluninni með- an gamli maðurinn væri fjar- verandi, og Elsa hafði oi’ðið að lofa frænda sínum, að annast iim liúsið og „hafa gál á drengn- um.“ Ilelmer yngri mundi enn skilnaðaroi’ð föður síns. „Nú lieldur þú vel á spilunum, með- an við erum í burtu. Þessi trú- lofun verður að fara út um þúfur.“ Skýi’slur sonárins gáfu ekki miklar vonir. Faðir lians hafði fengið tvö brjef frá lionum, en innihaldið var sorglegt. Elsa hafði hlegið upp i opið geðið á honum þegar hann reyni að leika hlutverk vonsvikins biðils, og milli liláturkastanna hafði hún liúað honum fyrir því, að hann væri síðasti maðurinn, sem sjer ytti í hug að giftast. „Þú er enginn maður!“ liafði hún vei’ið svo liarðbrjósta að segja. „Þú ert ekkert annað en dáðlaus letimagi, sem aldi’ei

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.