Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1941, Blaðsíða 9

Fálkinn - 07.02.1941, Blaðsíða 9
F Á L Ii I N N 9 > hefir liugsað um annað en eyða peningum í óþarfa.“ „Ef þú vildir hara treysta mjer,“ sagði hann. „Þú skalt sanna, að jeg get tekið mig á. Nú stjórna jeg versluninni með- an faðir minn er að heiman. Ef þú vildir bara treysta mjer,“ endurtók hann. „Þú ert eina manneskjan, sem getur gert mig að manni. Þú hefir fengið göf- ugt hlutlverk. Höfum við ekki þekst frá blautu barnsbeini og altaf veiflð vinir? Hversvegna kaust þú þennan alókunna mann? Þú sem vissir, lrve heitt jeg elska þig.“ Elsa átti bágt með að átta sig á frænda sínum í þessu hlut- verki lians. Henni fanst liann eiginlega hlægilegur, en henni var ekki lilátur í hug. „Þetta lilutverk er ekki hent- ugt handa þjer, Pjetur,“ sagði hún. „Við skuluin tala um eitt- livað annað. Þú skilur, að mjer er ómögulegt að taka þig alvar- lega.“ Og ungi Helmer skildi um síð- ir að hann varð að taka upp aðra aðferð. „Jæja, það er þú en ekki jeg, sem átt að binda trúss við hann. Ef þjer þykir vænt um liann þá er það fyrir mestu. En þá er jeg illa svikinn, ef liann er maður, sem hægt er að treysta — en það getur verið að mjer skjátlist. Jeg er ef til vill ekki áreiðanlegur dómari í þessu máli, því að jeg á bágt með að fyrirgefa honum, að hann stal þjer frá mjer. Flestum karl- mönnum er varlega treystandi og mig grunar, að þessi Kvale sje engin undantekning frá því.“ Elsa hló og var örugg. „Hann hefir alls ekki tekið mig frá þjer Pjetur. Þú mátt treysta því, að jeg hefði aldrei viljað •þig. Jeg treysti Aage. Hann er flestum mönnum fremri. Ef þú kemst að annari niðurstöðu, þá verðurðu að skrifa það á reikn- ing afbrýðiseminnar.“ „Það skyldi gleðja mig, að þú hefðir rjett fyrir þjer, og svo tölum við ekki meira um það,“ sagði Helmer brúnaþungur. Hann sá, að hann yrði að finna nýja leið. Sama daginn heimsótti liann eina af vinstúlkum sínum. „Þú verður að fara til Trondheim sem allra fjrrst, lielst í dag,“ sagði hann. „Hvað erindið er? Það er nú ekki nema smáræði, en samt skal jeg borga þjer ríflega fyr- ir vikið og lijartans þakklæti skaltu fá í kaupbæti. Þú hefir fallega og lipra kvenhönd. Að- alerindið er, að skrifa kunn- ingja mínum brjef þaðan. Þetta er náttúrlega í gamni, en jeg blakka til að sjá upplitið á pilt- inum þegar liann fær brjefið. Hjerna er uppkastið. Skrifaðu það fallega og á besta brjefs- efnið sem þú átt til. Hjerna er utanáskriftin. En það verður að setja brjefið á pósthúsið í Trondheim, þessvegna verður þú að fara þangað í dag. Þessu liggur á, skal jeg segja þjer. En mundu! Ekki eitt orð um þetta við nokkurn lifandi mann, hvorki nú eða síðar. Þú skilur?“ Þetta var skynsöm stelpa — jú, hún skildi. „Jeg hefi gert leiðinlega skissu í dag.“ Ungi Helmer leit til Elsu, sem var að skenkja kaffinu í bollana. Elsa hló ertandi. „Það er nú varla nýnæmi — er það?“ „Það er ekki að því hlæj- andi.“ Hann virtist reiðast. „Það er ekki neitt gaman, skal jes^ segja þjer. Það var mikið að gera á skrifstofunni og lieill hlaði af brjefum var á borðinu hjá mjer, þegar jeg kom í morg- un. Og í óðagotinu varð mjer það á, að rífa upp einkabrjef. Og verst var, að það var hvorki til mín eða pabba.“ „Hver átti þá brjefið?“ „Vertu róleg, það var ekki til þín, þó mjer hefði þótt það slcárra að skömminni til. Brjef- ið var til unnusta þíns, Kvale húsameistara.“ „Hvernig datt þjer í hug. . . .“ „Datt í hug. Slíkt gerir ejig- inn lieilvitamaður (vitandi. Þetta var óviljaverk, hrapalegt ó- happ. En þegar maður hefir þessi ósköp að gera, þá getur þesskonar altaf viljað til. Jeg er að brjóta heilann um, livað maður eigi að gera. Jeg gæti sett brjefið i nýtt umslag og sent það áfram til hans. En það lcemur víst of seint þangað, því að þeir koma eftir tvo daga.“ „Var nokkuð merkilegt í brjefinu?“ „Hvernig spyrðu? Heldurðu að jeg hafi gefið mjer tíma til að lesa það? Jeg tók eftir mis- gripunum undir eins, en það var of seint — þyí miður. Jeg hefi ekki tekið brjefið úl úr umslaginu ennþá og liefi ekki liugmynd um hver sendandinn er, en spurningin er, livort Kvale trúir því? Jeg er alls ekki viss um það.“ „Sei, sei, honuin stendur al- veg á sflma. Hann liefir víst engin leyndarmál, sem ekki þola að koma fram i dagsbirt- una.“ „Við skulum vona það,“ svar- aði hann. „En nú verð jeg að flýta mjer — það er orðið fram- orðið. Viltu ná i umslag handa mjer?“ Hann var kominn í frakkann þegar hún kom aftur með um- slagið. „Jeg verð að flýta mjer,“ sagði hann aftur. „Nú hripa jeg nafnið lians á umslagið. Viltu svo gera svo vel, að slinga brjef inu í það og' líma það aftur og leggja brjefið svo inn í herberg- ið hans.“ Hann leit á brjefið i flýti. „Stimplað í Trondheim, sje jeg. Á hann ekki systur í Trond- heim? Jæja, vertu sæl — jeg verð að þjóta.“ Hann brosti íbygginn þegar liann var kominn fram í and- dyrið. IJann þekti frænku sína. Hún var dálítið forvitin, eins og fleiri Evudætur, og Aage Kvale átti enga systur í Trond- lieim, það vissi hún vel. Þegar ungi Helmer var horf- inn stóð Elsa eftir með brjefið i hendinni. Opið brjef. Skriftin var sett og falleg, sjerkennileg kvenrithönd og umslagið var stimplað i Trondheim. Aage hafði gengið á verkfræð- ingaliáskólann þar. Átt þar heima í mörg ár. Auðvitað þekti hann stúlkur þar, en hana hafði ekki grunáð að liann stæði í brjefaskriftum við þær ennþá. Ilún stóð og' vóg brjefið í hendinni. Átti hún — átti hún ekki? Þetta var auðvitað ekki rjett, auðvitað — en þetta fjekk enginn að vita, og innan skams var viðtakandinn orðinn mað- urinn hennar. Og' þá áttu þau ekki að hafa nein levndarmál hvort fyrir öðru. Ilún hafði tekið brjefið og farið að lesa án þess að hún vissi af. Og fyrstu orðin vöktu forvitni hennar betur, svo að hún hjelt áfram. Fyrst roðnaði hún og svo fölnaði hún. Hana sundlaði svo að liún varð að styðja sig. Tárin leituðu fram- rásar en hún liarkaði af sjer. Nei, ekki gráta — engin tár. Þetta hrakmenni var ekki þeirra vert. „Þetta voru þá endalokin! Pjetur hafði rjett fyrir sjer. „Það er fæstum karlmönnum hægt að treysta.“ En þrátt fyrir alt — það var lieppilegt, að hún skyldi komast yfir þetta brjef. Hún las það aðeins einu sinni, svo stakk hún því í umslagið. En efnið hafði brent sig sjvo inn í meðvitund hennar, að hún gat endurtekið brjefið orði til orðs. ,,Kæri Aage: — Gevda sagði mjer, að þú værir trúlofaður stúlku j>ai‘na fyrir sunnan. Segðu mjer að það sje ósatt, ástin min! Þú getur ekki hafa gleymt mjer, eftir alf sem við höfum verið hvort fyrir annað. Þú ert vísl ekki heldur búinn að gleyma j>vi, að þú ilofaðir að giftast mjer uhd- ir eins og þú fengir stöðu. Svaraðu mjer um hæl, ástin mín og segðu mjer að þctta sje alt misskilningur og að Gerða hafi farið með ósannindi. Jeg ■ sendi brjefið á heimilis- fangið, sem jeg fjekk hjá Gerdu, en vona að þetta sje alt vitleysa, og brjefið komi aldrei í þínar hendur. Jeg skrifa líka á gamla heimilisfangið þitt á Heiðmörk. Vona að það brjef komisf til ■ skila og að þú svarir mjer, að Gerda hafi fært mjer rangar fregnir, og að þú elskir mig enn- þá og við giftum okkur bráðum. Þin hrygga fíibi.“ Þegar Helmer kom aftur af skrifstofunni fann hann Elsu hvergi. Á borðinu í stofunni var miði og hripað á hann í flýti: „Verð burtu um tíma. Kem ekki næsta liálfa mánuðinn. Elsa.“ Ungi Helmer var alls ekki mæddur yfir þessu. Hann brosti. Alt gekk að óskum. Elsa liafði lagt brjefið í umslagið. Það lá í herbergi Kvale, en hjá því lá annað brjef — frá henni. Hann lók það upp og brosti aftur. Inni í þessu brjefi lá hringur — eflaust trúlofunarhringurinn. Hann ljet brjef Elsu liggja kyrt — liitt tók hann. Það hafði gert sitt gagn og nú mátti brenna því. Sá sem segði, að Kvale liefði orðið forviða er bann las brjef Elsu, notaði afarvægt orð. Hann var eins og steini lostinn, lam- aður, vonsvikinn. Hann skildi ekkert í þessu. Hún liafoi eklci eytt mörgum orðum að honum: „Loks liefi jeg lært að þekkja þig — og svo er öllu lokið okk- ar á milli. Reyndu ekki að hitta mig, jeg vil ekki sjá þig framar. Reyndu ekki að koma með af- sakanir eða skýringar. Það er árangurslaust. Hringurinn fylgir lijer með. Elsa.“ Kvale leið höymulega. Og Helmerarnir báðir virtust taka sjer þetta ákaflega nærri. Eng- inn gat skilið livað gat gengið að Elsu, enginn vissi hvað af henni var orðið. „Kvenfólkið er dutlungafult,“ sagði ungi IJelmer huggandi. „Elsa er víst ekki betri en kven- fólk yfirleitt. Þær liafa allar sinn veikleika.“ Og' svo lijelt Kvale heim til sín á Heiðmörk. Gamli Helmer óskaði til liam- ingju og ungi Helmer náði ekki upp í nefið á sjer fyrir monti, en hann gladdist þó full fljótt. Hann hafði þótst viss um að björninn væri unninn. Hann þóttist öruggur þegar alt brast. Hann hafði gert eina slcissu í reikningsdæminu — hann liafði metið vinstúllcu sina of lágt. Hún var ekki eins bölvuð og hann hjelt. Emmy litla Olsen var ef til vill dálítið ljettúðug, hafði gert ýms hliðarhopp og liafði sína galla, en undir niðri var hún eiginlega besta skinn. Þegar hún frjetti, að trú- lofun Elsu væri farin í hund- ana, datt lienni í hug brjefið, sem hún hafði skrifað i Trond- heim. Hana fór að gruna hvernig þetta hjengi saman. „Meinlaust spaug“ hafði ungi Helmer sagt. En skyldi það ekki hafa verið þrælahragð? Og góðu taugarnar í henni fengu yfirhöndina og hún afrjeð að taka í taumana. Wi. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.