Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1941, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.04.1941, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N 0 0 Norömenn berjast enn. Þetta eru norskir hermenn við eefinffar í Englandi. Renthe-Finck, sendiherra Þjóðverja í Kaupmannahöfn, sem lagði úrslita- kostina fyrir dönsku stjórnina. þýsku umboSsmenn, sem áttu að taka við völdum í Noregi, og frá því klukkan 3 um nóttina hafði þýski sendiherrann, dr. Braiier staðið niðri á hryggju ásamt starfsfólki sínu og úrvalsliði Qvislings, til þess að taka á móti nýju húsbændunum. Sú bið varð löng, því að skekkja kom á ferðaáætlunina við það, að „Blúcher“ var skotin i kaf. En þó að ekki gengi alt eftir því sem áformað hafði ver- ið með „Blúcher“ skeikaði hertöku- áætluninni samt ekki. Stórar þýskar flugvjelasveitir, bæði herflugvjelar og flutningavjelar, lentu á flugvell- inum á Fornebu, fyrir utan Osló, og tóku völlinn mótstöðulítið. Og innan skannns komu þýskar vjela- liersveitir til Osló, sem settar höfðu verið í land í hafnarbæjunum niður með Oslófirði, og brunuðu síðasta áfangann í bifreiðum sínum. Þarna var sama leiftursóknin og síðar varð í Hollandi, Belgíu og Fraklilandi. Það voru 4000 manns, sem komu þrammandi inn Drammesvejen í Osló fyrir miðjan dag þ. 9. apríl og tóku borgina. Þar var engin mótstaða. Stjórnin var flúin og ætlaði nú að reyna að búast til varnar fyrir norð- an Osló. En sú vörn varð minni en gera hefði mátt ráð fyrir, m. a. af því, að vopnakvaðning stjórnarinn- ar snemma um morguninn var aftur- kölluð með nýrri skipan gegnum útvarpið, sem gefin var út í nafni norsku stjórnarinnar. Sú tilkynning var fölsuð. Líkt því sem nú hefir verið frá skýrt um Osló var innrásin í hina aðra stærri bæi Noregs. í Kristians- sand sigldu herskipin inn undir frönskum fána, til þess að villa á sjer heimildir. Þar var þ& herskipið „Karlsruhe" skotið niður af noííku strandvarnarskipi og önnur skip löskuðust. Virki bæjarins, á Odder- öya sýndi nokkra mótspyrnu, en þar var flugumaður innanborðs, sem gerði virkið inikið til óstarfhæft með^því að skera sundur rafleiðslutaugar, svo að ekki var hægt að nota lyftu þá, sem fluttu fallbyssuskotin neðan úr liergagnahellinum að fallbyssunum. Þetta gerræði komst upp og maður- inn fjekk makleg málagjöld. En virkis höfuðsmaðurinn stytti sjer aldur þennan sama dag, og kvaðst eigi vilja lifa við þá smán, að hafa „alið nöðru (landráðamanninn) við brjóst sjer“. Þýsku skipin skutu á borgina og skemdu eða skutu i rúst 12—15 liús og turninn af hinni veglegu dómkirkju staðarins. Eftir hádegið voru Þjóðverjar búnir að ná bænum á sitt vald. Og þennan sama dag voru þeir orðnir ráðandi i flestum þeim hafnarbæjum, sem þeir höfðu ætlað sjer að taka, hvort sem Norð- mönnum líkaði betur eða ver. Jafn- vel flotalægi Norðmanna, í Horten við Oslófjörð komst á vald Þjóð- verja þennan dag. Nú víkur sögunni til stjórnarinn- ar. Hún flýði þegar um morguninn frá Osló ásamt þingmönnum, sem Þýska flutningaskipið ,,Altmark" liggur strandað i Jössingfirði á Rogalandi. til náðist, ýmist í bifreiðmn eða með sjerstakri járnbrautarlest, og lijelt til Hamar. En undir eins og hún var flúin tilkynnir Vidkun Quisling majór, og fyrverandi hermálaráð- herra, að liann hafi myndað nýja stjórn „nasjonal regjering“, sem skipuð sje nasistmn eingöngu. Sumir af ráðherrum þessarar stjórnar voru „teknir traustataki“, þ. e. gerðir að ráðherrum án þess að minst væri á það við þá, svo sem Jonas Lie, sem neitaði að taka sæti í þessari ^stjórn, en varð þó „politiminister" í stjórn þeirri, sem mynduð var í Noregi 25. september í fyrrahaust, er völdin voru tekin af framkvæmdaráðinu. í Danmörku Ijetu Þjóðverjar stjórn- ina sitja áfram óbreytta, þá sem fyrir voru, en bættu við 3 „consult- ativum" ráðlierrum fyrir andstöðu- flokkana þrjá. En eins og kunnugt er, þurftu þeir að hafa þar ýms mannaskifti og varð hið aldna göf- ugmenni, sagnfræðingurinn P. Munch utanríkisráðherra og Þjóðabandalags- höfðingi fyrsta fórnarlambið á altari nasismans í Danmörku, en annar maður, Erik Scavenius, sem að vísu taldist til sama 'flokks, eftirmaður hans, og gaf út einskonar hyllingar- boðskap til nasistastefnunnar, er liann hafði tekið við embætti. Norska stjórnin, sem eingöngu var skipuð jafnaðarmönnum, gerði einnig lika breytingu, þ. e. að segja hin löglega norska stjórn, en nú voru orðnar tvær stjórnir í Noregi. Stjórn Nygardsvold bætti við sig þremur mönnum: frá hægriflokknum gekk í hana Ivar Lykke, frá vinstrimönn- um J. L. Mowinckel og frá bænda- flokknum Sundby. Þar með voru þjóðstjórnir komnar í bæði löndin. Þetta gerðist 10. apríl. Var norska stjórnin þá stödd í Elverum, en flýði þangað vegna þess, að Þjóðverjar höfðu mjög nálgast þann stað, sein stjórnin hafði í fyrstu ætlað að dvelja á, sem sje Hamar. Þennan dag bárust ýmsar fregnir til Noregs, um sjóorustu, sem stæði á Atlantshafi alla leið frá Narvik og suður að Hjaltlandi. Mjög reyndist þetta orðum aukið, en í Narvik urðu þó mikil vopnaviðskifti milli enskra og norskra lierskipa og þýskra lier- skipa og flugvjela. Ennfremur rjeðst þýsk flugvjelasveit á ensk herskip fyrir utan Bergen og vann þeiin allmikið tjón. í Osló varð uppnám um þetta leyti. Sú frjett hafði borist, að loft- árás væri yfirvofandi, og að fólkinu væri best að flýja borgina sem allra fyrst. Sú loftárás er ekki komin enn- þá, en hinsvegar bar fregnin þann árangur, að fólk hópaðist heiman frá sjer á járnbrautarstöðvar og símastöðvar og bifreiða. Öll sam- göngutæki gerfyltust á svipstundu og skiluðu fólkinu áleiðis eða alla leið á þann stað, sem beðið var um. Margir fóru upp í skógana í Nord- marka fyrir ofan Osló. En flestir þeirra áttu þar ekki i neitt hús að venda, og liöfðu í fátinu gleymt að taka með sjer mat og viðleguútbún- að. Margt af þessu fólki varð að hýrast úti í snjónum í Norðmerkur- skógi alla nóttina, kalt og matar- laust, því að þó að það hefði viljað komast heim aftur, þegar mestur var af því móðurinn, voru engin sam- göngutæki til að flytja það. Daginn eftir gerði svo Rauði Krossinn og öitnur fjelög út leiðangur með mat upp i skógana. Voru þar kynt bál og stórir grautarpottar settir yfir. Þó að grauturinn væri ekki nema venjulegur liafra- og grjónagrautur, með mjólk af skornum skamti, er það áreiðanlegt, að flest fólkið hefir sjaldan á æfi sinni borðað mat, sem það*hefir orðið fegnara. Því að bæði var það, að maginn var orðinn tóm- ur og að sjóðheitur grauturinn tók hrollinn úr fólkinu. Þessi dagur má heita dagur fáts- ins. En 11. apfíl, daginn eftir, her það helst til tiðinda, að fjöldi skipa Frh. á bls. 7.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.