Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1941, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.04.1941, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VHCSfftf tt/SNbURHIR Lnbbi. Hvert einasta barn í bænum þekti Lubba. Ekki vegna þess, að hann væri beinlínis fallegur, heldur af því, að hann var skeintilegasti og vitr- asti hundurinn í bænum. Að minsta kosti sögðu börnin það, og hann Árni gamli, maðurinn sem átti Lubba, sagði það líka. Einu sinni fyrir mörgum árum hafði Árni gamli verið ungur og röskur iþróttamaður og farið i sigl- ing og starfað hjá fjölleikaraflokki og ferðast með honum land úr landi. Þar lærði liann að temja ýms dýr og kenna þeim að leika allskonar listir. En svo varð Árni gamall og gigtveikur. Þá fluttist hann heim aft- ur og settist að í fæðingarbæ sinum. Og Lubbi var það eina, sem hann hafði heim með sjer. Nú hafði Árni gamli og Lubhi átt heima i baklmsinu hjá honum Jón- geir slátrara í nokkur ár og börnin í bænum liöfðu kynst Lubba. Mikið var hann vitur, hann Lubbi! — Á jeg að segja þjer nokkuð, mamma, sagði hún Tóta litla, telpan hans Jóngeirs við móður sina. — Hann Lubbi getur gengið á aftur- löppunum, og hann getur staðið á .hausnum og hann getur hlaupið gegnum gjarðir. Og svo getur hann talið — — — — Hvað getur hann, segirðu? tók móðir hennar fram í. — Ekki geta dýrin talað og þá geta þau heldur ekki talið .... — Hann krafsar með löppinni. Þegar hann á að segja, hvað margir sykurmolar sjeu á borðinu, þá krafs- ar hann með löppinni jafnoft og moiarnir eru. Og hann getur sótt og komið með alt, sem hann Árni gamli segir hqnum — þú ættir að vita, hvað hann er vitur! Jú, Lubbi var vitur og ákafiega hændur að liúsbónda sínum, og það sýndi hann best núna, eftir að Árni gamli var lagstur í rúmið. Hann hafði orðið innkulsa og veikindin lögðust þungt á hann; þarna lá liann i ísköldu herberginu, skjálfandi af sóttinni, — gat ekki komist fram úr rúminu, gat ekki náð sjer í neitt að borða og ekki gat hann heldur lagt í ofninn — hann gat ekkert nema að klappa Lubba og segja við hann: — Farðu út og náðu í hjáip, Lubbi minn! Iiúsbóndi þinn er veikur — jeg er alveg ósjálfbjarga. Við erum alveg einir hjerna, við erum svangir og okkur er kalt — farðu út og náðu i eitthvað að borða lianda okkur. Svo dróst hann fram úr rúminu og út að hurðinni og opnaðí, svo að hundgreyið gæti smogið út. Síðan lagðist hann ljemagna upp i rúmið aftur, altof þreyttur til þess að minn- ast þess, að hann hafði gleymt að láta hundinn fara með peninga til að kaupa matinn fyrir, og heldur ekki með seoil, eins og liann var vanur að skrifa, þegar hann sendi Lubba til bakarans eftir brauði eða mjólk, eða hvað það nú var annað, sem hann Ijet hann sækja.------------ Lubbi smaug niður stigann. Hann var glorhungraður og það lá illa á honum. Litla liundshjartað í honum hafði hrærst við að sjá húsbóndann og vininn liggja svona máttvana og hljóðan. Lubbi skildi vel, að þarna var ekki alt með feldu. En hvað átti hann nú að taka til bragðs? Svangur, hafði húsbóndi hans sagt? Já, Lubbi var svangur, og þá var búðin lians Jóngeirs slátr- ara besti staðurinn að fara í. Þar hafði hann oft og mörgum sinnum fengið ketbein og bragðgóðar nögur hjá blessuðum slátraranum — þar hafði húsbóndi hans líka oft keypt ýmislegt handa sjálfum sjer. Þess- vegna rjeð Lubbi af að fara inn í búðina. En nú viidi svo illa til, að Jón- geir hafði ráðið til sín nýjan búðar- þjón fyrir fáeinum dögum. Og hann þekti ekki Lubba. Þvi var það, að þegar hann sá hundinn koma irfh og fara að dansa á afturlöppunum — eins og Lubbi var vanur að gera, þegar hann bað Jóngeir einhvers — þá bandaði búðarþjónninn honum frá með svuntunni sinni og hrópaði ógnandi: — Snáfaðu út hjeðan, óræstið þitt! Lubbi varð alveg hissa — þessu hafði hann aldrei orðið fyrir áður — en úr því að maðurinn vildi ekki gefa honum neitt, þá varð hann að bjarga sjer sjálfur! Og svo hoppaði liann upp og náði sjer i tvo girní- lega steikarbita, sem þjónninn var nýbúinn að skera. Og áður en búðarþjónninn hafði áttað sig, var Lubbi kominn út úr dyrunum, inn um portið og upp stig- ann í bakhúsinu. Hurðin hjá hús- bónda hans fjell ekki að stöfum, hann fiýtti sjer inn — og Árni gamli varð mikið forviða, þegar hann sá ket- stykkin. Árni gamli var ráðvendnin sjálf, og hann þóttist undir eins skilja, að Lubbi hefði ekki komist yfir þenn- an mat með heiðarlegu móti. Þess- vegna varð hann sár yfir þessurn til- tektum hundsins. — Nei, ekki vil jeg fara að skamma þig, greyið, þú liefir ekki skilið mig betur en þetta! tautaði hann og klappaði hundinum, sem stóð við rúmstokkinn og liorfði á hann trygg- lyndum augum. — En við verðum einhvernveginn að bæta úr þessu — bíddu nú svolítið við! Með mestu erfiðismunum náði hann sjer í blað og blýant, og svo skrif- aði hann, að hann væri veikur og ósjálfbjarga. Lubbi níundi hafa gert eitthvað ljótt af sjer, en hjerna fylgdu peningar með, og svo bað hann afsökunar á atferli hundsins. Síðan lagði hann peningana og brjef- ið í umslag og festi það við liáls- bandið á Lubba.----------- Jóngeir slátrari stóð í búðinni og náði ekki upp í nefið á sjer fyrir vonsku. Sveinninn hafði sagt honum frá hundófjetinu, sem hafði slolið ketinu, og Jóngetri slátrara skildist, að úr því að hundurinn hefði dans- að, þá gæti ekki um aðra verið að ræða en Lubba. Þessvegna átti Lubbi nú ekki upp á háborðið, þegar liann skaust inn úr dyrunum rjett á eftir. — Út með þig, þjófhundur! urr- aði Jóngeir slátrari, en í sama bili kallaði Tóta, sem hafði komið inn í búðina líka: — Líttu á, pabbi, það er brjef við hálsbandið á honum Lubba. — Adamson er hjálpfús. S k r í 11 u r. * Stóri bróðir: — Þarna sjerðu hvað þav er Ijótt þegar maður heldur ekki fyrir munninn á sjer meðan maður geisparl Bóndinn: — Hafið þjer frjett að liann bróðir minn er dauður? Presturinn: -— Já liann er nú kom- inn til föðurliúsanna, blessaður. Við vorum góðir vinir, en nú sjáumst við aldrei framar. — Hjerna um dagin skaut jeg 25 rjúpur í skoti. — Þótti engum mikið. Einu sinni' skaut jeg 35. — Skollinn hirði þig. Næst skalt þú segja fyrri frá. Kanske það sje til þín — viltu gá að því? Slátrarinn tók brjefið og las það. Það hýrnaði heldur betur yfir honum við lesturinn. Og nú rjetti hann ljóm- andi fallegt ketbein' að Lubba. — Þú ert duglegur hundur, sagði hann. — Og þú Tóta, farðu til henn- ar mömmu þinnar og beiddu liana um að líta upp til hans Árna gamla. Hann liggur veikur, svo að hún verð- ur að gefa lionum eitthvað að borða Qg hlynna að honum. Það væri dá- laglegt afspurnar, ef við stæðum ver í stöðu okkar en hundurinn þarna! — Mikið ósköp er þetta kál seigl! >— Það er ekki kálið, sem þjer er- uð að skera. Það er skeggið! — Hún elskar mig — hún elskar mig ekki — hún elskar mig — hún elskar mig ekki! — /V(V/V/V/V Móðirin: — Hvernig líst þjer á hann Mumma minn litla? Vinkonan: — Hann er ljómandi fallegt barn, en mjer finst hann liálf krangalegur. Þegar hann Siggi minn var á vöxt við hann var hann miklu stærri. /V-'/Vz'/^'/Vl'/V'

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.