Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1941, Síða 10

Fálkinn - 23.05.1941, Síða 10
10 F Á L K I N N YNCSSVV U/CNMNMIR TOMMI LEIKUR SJER. Eftir I. Kr. Mortensen. Tommi er tœpra þriggja ára. Hann er einkabarn, en dvelur á barnagarði á daginn, „smábarnaskóla“ fyrir börn á aldrinum 1—3 ára. Tommi leikur sjer mest að „lík- amsæfingum" og það á hann hægt með þarna. Þar er svolítil rennibraut úr timbri; handrið með fram og trappa með ofurlitlum þrepum, sem hann gengur eftir upp á pall en renni rsjer svo gólfdúksklædda braut niður á gólfið, með höfuðið ýmist á undan eða eftir. En honum finst enn meira gaman að gera sjer rennibraut sjálfur. Hann nær sjer i kassa og fjöl og leggur annan fjalarendann upp á kassan, en hinn á gólfið og rennir sjer svo. Þverslá er neðan á fjölinni, svo að liún skriki ekki niður af kassanum. Þessa braut er hægt að búa til á hverju 'heimili. Þegar Tommi er orð- inn þreyttur á að renna sjer, býr hann til ný áhöld úr kassanum og fjölinni. Hann nær sjer í annan kassa og býr til bekk — hann getur jafn- vel búið til flugvjel úr kassanum. í dyraumbúnaðinum eru krókar, í þeim hangir kaðalstigi. Það er ógn gaman að róla sjer í þessum stiga. Fyrst í stað komst Tommi ekki einu sinni upp í lægsta þrepið hjálpar- laust, en nú hefir hann lært hvernig hann á að klifra upp allan stigann sjálfur. Það er hægt að sjá á svipn- um á honum, hve gaman hann hefir af að reyna á handleggjavöðvana. En þegar hann er orðinn þreyttur á þessu fer hann inn í hina stofuna, þar sem eldri börnin eru. Þar situr hópur af stærri börnum. Tomrni fer til Jóku, bestu vin- slúlku sinnar. Hún er 2 ára og 3 mánaða og situr á gólfinu með stórt blað af umbúðapappír og kyrnu með rauðum lit, sem hægt er að þvo af. Jóka er að „mála hús“. Tommi horfir á hana með athygli, svo nær liann sjer i leir og fer að búa til armbönd handa sjálfum sjer og Jóku. Þegar þau eru búin að þessu veitir ekki af rækilegum þvotti og þau verða sam- ferða út, að þvottaskálunum. Þar er bandklæði fest á magann á þeim með þvottaklemmu og svo þvo þau sjer um hendurnar og láta freyða vel. Svo hella þau vatninu varlega i fötu; það getur jafnvel Jóka gert, án þess að dropi fari utanhjá. Af því að börn á þessum aldri hafa svo gaman af litum, þá dettur Tomma í hug annað leikfang; litar- vinsli Montessori. Þetta eru 22 trje- vinsli, sem upp á er undið silki í ýmsum litum. Tvö og tvö af vinslun- um eru eins. Tommi tekur öll vinsl- in og ruglar þeim saman á borðinu og fer svo að raða þeim saman, tveimur og tveimur af sama lit. Hann hefir lengi haft gaman af þessu, en nú fer hann að langa að þekkja nöfnin á litunum, en það er nú talsvert erfitt mál. Hann hefir líka gaman af öðru Montessori-leikfangi, „kommóðunni". Hann dregur út eina skúffuna og sest á gólfið. 1 skúffunni eru ýmis- lconar myndir úr flatarmálsfræði, hringur, þríhyrningur, ferhyrningur o. s. frv. Þær falla hver um sig ofan í krossviðarfjöl, sem þeir voru sag- aðar úr. Og nú fer hann að glíma við að koma hverri mynd á rjettau stað. Það er ekki auðvelt, en það telcst smámsaman. Tomma þykir skelfing gaman að klippa. Hann fær oddlaus skæri og allskonar gömul myndablöð. Klippir úr þeim myndir af hestum og kúm og fuglum og bifreiðum. Svo ber hann lím á myndirnar og festir þær upp á vegg, því að það hefir hann sjeð önnur börn gera. Verði honum það á að líma myndina öfuga, þá nær hann henni burt með því að væta hana, og limir hana upp aftur. Og nú er hún rjett. Þegar Tommi er heima leikur hann sjer að öðru. Hann á rauðan brúðu- vagn og þrjár brúður, sem honum þykir ógn vænt um. Þær eru i hólk- viðum kjólum, svo að auðvelt er að hátta þær og láta þær sofa. Um jólin fjekk Tommi naglabretti. Það er sterk fjöl á fjórum gúmmi- löppum og með mörgum smágötum, en i hverju gati er ofurlítill trje- nagli. Trjehamar fylgir með. Nú rek- ur Tommi alla naglana niður með liamrinum, en þá standa þeir allir út úr fjölinni að neðanverðu. Þá snýr Tommi fjölinni við og rekur nú alla naglana til baka. Og þetta getur gengið lengi. Fyrst í stað meiðir hann sig lcanslce á fingrunum með hamrinum, en hann venst von bráð- ar af því. í eldhúsinu er messingslá framan á- eldavjelinni og Tommi fægir hana fyrir mömmu sína. Hann smyr fægi- efninu á og fægir svo með klút þang- að til stöngin verður skínandi. Og það er furðanlega margt, sem hann getur gert í eldhúsinu, þó að ekki sje hann stór, bara ef móðir hans vill leyfa honum það. En mest þykir honum gaman að fá litakassa eða marga Iitblýanta og mála á blað. Blaðið má gjarnan vera prentað, — Tomma finst það ekki gera neitt til — ennþá. Úti i garði á Tommi rólu. Hún hang- ir á fjórum snærum, sinu í hverju horni sætisfjalarinnar, en sætið er getið notað róluna siðan hann var getið notað róluna síðan hann var skelfing lítill. Svo á hann líka stóra fjöl, sem fest er skáhöll á planka- bút. Á þessari fjöl hoppar liann að gamni sínu og þáð er talsverður vandi. Þeir fullorðnu kalla þetta stökkbretti. Skamt frá stendur stór kassi og er önnur liliðin úr rimlum, svo að það er auðvelt að klifra upp í kassann. Tommi notar hann tii ýmsra leikja. Hann getur verið búr eða hús eða jafnvel skip, ef svo ber undir. En svo má líka nota liann til þess að lioppa niður af honum. Og þegar Tommi loksins kemur inn, þreyttur eftir dagsins erfiði, fer hann til mömmu sinnar og biður hana um að segja sjer sögu eða skoða með sjer myndabækurnar. Og þegar búið er að segja honum sögur dálitla stund, fer hann kanske að dotta. Þá háttar mamma hans hann, og að vörmu spori er hann steinsofnaður og sefur vært til morguns. Svona líður dagurinn hans Tomma. — Allir bestu havannavindltirnir minirJ — Já, næsta ár veröur hjerna stór tóbaksalcur. — Hann pabbi sagði sjátfur, að jeg mætti gefa dýrunum! S k r í 11 u r. Mcðan glimukappinn svaf mið- degislúr. — Æ, lijálpl Þjer voruð rjett bú- inn að hitta nýja hattinn minn. — Eruð þjer viss um, að þjer hafið ekki fleiri tegundir af skóm? Það eru um 20 minútur þangað tit jeg get sótt meðalið í lyfjabúðina. — Vitið þið eldci, að það er hœttu- legt að standa undir trje t þrumu- veðri? — Ha, eru þrumur núna? I* Allt með íslenskuii) skipmn! _*] GERIST ÁSKRIFEHDUR FÁL.KANS HRINGIS í 2210

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.