Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1941, Qupperneq 12

Fálkinn - 08.08.1941, Qupperneq 12
12 FÁLKINN r Francis D. Gríerson: Framhaldssaga. Toma hn§ið. Le^nUögreglnsaga. ___-----=,■- 30. -„ -=u.. „Það er gott. Jeg kem undir eins. Þjer verðið að sjá um, að enginn hreyfi við neinu,“ sagði Barry. Svo hringdi hann af og tók innanhússsímann. Lögregluþjónn svaraði og Blyth sagði: „Náið i Martin yfirlögregluþjón og biðjið liann um, að koma með mjer út á Harrow Road. Heyrið þjer það. Hann verður að koma eins fljótt og hann getur. Segið hon- um að það sje viðvíkjandi nýju morði, og við verðum að hafa venjulegu mennina með okkur. En látið þetta nú ganga fljótt! Eruð þjer tilbúinn, Marrible?“ Svo flýtti hann sjer niður í garðinn og ])ar stóð lögreglubifreið, sem liafði vei'ið að koma. Þeir hlupu upp í bifreiðina og óku af slað. Marrihle sagði ekkert fyr en þeir voru komnir út úr West End og runnu eins og elding út Edgw'are Road. „Sögðuð þjer að það hefði verið Eva Bage, sem fann Peters dauðannr4 Barry svaraði aðeins með því, að kinka kolli, og Marrible reykti nú vindilinn hugsandi. Þeir hittu Clark við hús Cluddams og heið hann þar óþolinmóður. „Hvar er ungfrú Page?“ spurði Barrv. „Hún er i einu lierherginu uppi á lofti,“ sagði Clarke. „Hún er afar óstyrk.“ „Er nokkur hjá henni?“ spurði Marrible spakur. „Það er maður frá okkur hjá henni,“ svaraði Clarke drumhslega og Marrihle kinkaði kolli. Þeir fóru inn í stofuna, sem liafði verið Cluddams „allra helgasta". Peters sat í stól við horð, sem var alþakið skjölum. Hann hafði hnigið fram, höfuðið og'annar liandleggurinn lá á horðinu. Blvth litaðist um í stofunni, gekk svo að likinu og lyfti höfðinu á því ofurlítið. Það var ekki falleg sjón. Marrible beygði sig til ]>ess að sjá andlitsdrættina á líkinu. „Hann hefir verið kyrktur," sagði hann og benti á rauða rák á hálsinum. Svo Ijet Barry líkið hallast aftur i stólnum, tók fram stækkunargler og fór að skoða rákina á hálsinum. „Já, kyrktur hefir hann verið en ekki með snöru. Maðurinn hefir notað keðju. Litið þjer á merkin hjerna." svo rjetti liann úr sjer og leit kringum sig. „Hvað er þetta?“ muldraði hann. Á borðinu lá leð- urtaska, eins og bankasendlar nota undir peninga og verðbrjef. Við töskuna var á- föst keðja með lykkju til að festa um úlf- liðinn. „Það sýnisl eitthvað búa undir þessu,“ sagði Marrible. Barry skoðaði töskuna og keðjuna ná- kvæmlega, en hreyfði ekki við því. „Hver veit nema að það sjeu fingraför á því, sagði hann. „Jeg er hræddur um, að það hafi verið ráðist á Peter aftan frá.“ „Það virðist henda á, að hann hafi þekt morðingjann og ekki átt sjer nein's ills von úr þeirri átt,“ sagði Marrible. „Maður snýr ekki baki að þeim manni, sem búast má við morðtilraun frá.“ Barry sagði: „Alveg' rjett. Og þá dettur manni aftur í hug þessi dularfulla persóna, sem hann liefir reynt að neyða fje út úr. Nú,“ hjelt hann áfram. „Þarna kenuir þá Martin.“ Lögregluþjónninn kom með ljósínyndar- ann og fingrafaramanninn og svo byrjaði hann venjulega rannsókn á líkinu og stof- unni, ásamt því, sem í henni var. „Mjer finjst að við ættum að fara upp lil Evu Page meðan þeir eru að þessu,“ sagði Bany. Marrible kinkaði kolli og svo fóru þeir upp á loft. Eva var föl og í lnigaræsingi, en hún heilsaði þeim stillilega. „Jeg get ekkert í þessu skilið,“ svaraði hún þegar Barry bað hana, að segja alla málavexti. „Jeg get ekki liugsað mjer, að Peters hafi átt nokkra óvini. Hann var jeg meina, liann gerði engjum manni mein. Eftir að við höfðum verið hjá hróður mín- um fór jeg út og borðaði með Jack með mr. Vane — og.svo fór jeg hingað —“ „Ein?“ tók Barry fram í. „Já, ein. Mr. Vane þurfti að fara í ein- hverjum erindagerðum. Jeg kom inn —“ „Augnablik! Var hurðin ólæst eða tókuð þjer upp lykilinn?“ „•Hurðin var ólæst. Meðan Cluddam lifði var henni aldrei læst fyr en eftir skrifstöfu- tima, og jeg geri ráð fyrir, að Peters liafi farið að gömlum vana, og látið hána vera ólæsta.“ „Gott, gerið þjer þá svo vel að halda áfram.“ „Jeg kom inn og gekk inn í innri skrif- stofuna. Peters sat þar og hallaðist fram á borðið. Fyrst hjelt jeg að hann svæfi. Jeg ságði eitthvað við hann og kom við öxlina á lionum, og þá fyrst sá jeg, að hami var dauður. Jeg varð víst alveg frá mjer, þó að mjer væri ekki Ijóst þá þegar, a'ð liann hefði verið myrtur. En jeg hefi verið svo veikluð upp á siðkastið, það hefir svo margt á dagana drifið. — Mjer hugkvæmd- ist ekki einu sinni að nota símann. Jeg hljóp út á götuna og í sama bili fór lög- regluþjónn lijá. Jeg kallaði til hans, og hann fór með mjer inn. Þegar hann sá hvernig komið var, hringdi hann á stöðina sína. Þetta er í rauninni alt sem jeg get sagt.“ Barry var hugsi og kinkaði kolli. „Og þjer hafið ekki veitt því athygli, að Peters hafi verið öðruvísi en hann átti að sjer, núna uþp á siðkastið?“ spurði hann. Hún hikaði augnablik, svo sagði liún: „Jú — það er að vísu ekki viðfeldið að tala um það núna, en jeg fann ekki betur en það væri áfengislykt af honum síðustu dagana.“ „Qg það var máske óvenjulegt?" „Já. Hann var ekki vanur að drekka i skrifstofutímanum ■— ekki meðan Clud- dam lifði. Hann sagði mjer líka hjer áður, að liann bragðaði mjög sjaldan -áfengi —- máske eitt ölglas á kvöldin. En þjer megið alls ekki skilja þetta svo, að jeg segi að hann hafi verið ölvaður þegar hann kom á skrifstofuna. Það var hann aldrei. En þetta þótti mjer óvenjulegt, að hann . . . .“ „Jeg skil það vel,“ sagði Blyth. „Fanst yður nokkuð annað einkennilegt í fram- komu hans?“ Hún hrisli höfuðið og var auðsjáanlega hissa. „Jeg get sagt yður þella alveg eins og það er,“ sagði fulltrúinn. „Jeg hefi heyrt sitt livað um Peters, og' jeg var í þann veg- inn að fara hingað til að tala við liann, þegar jeg fjekk tilkynninguna um, að hann væri dauður. Mjer hefir verið sagt, að liann hafi drukkið all-mikið og að hann hafi verið að gorta af, að hann vissi meira en flestir hjeldu, um, hvernig Cluddam hefði látið lífið.“ Eva starði á hann og það var auðsjeð á svip hennar, að hún var forviða. „Hefir Peters sagt þetta?“ sagði hún. „Hvernig gat hann vitað nokkuð, sem við — jeg meina, sem þjer vissuð ekki? Og hvað gaí honum gengið til að þegja yfir því?“ „Hann getur hafa fengið peninga íyrir að þegja eða hafl von um, að honum mundi verða launað ríkulega fyrir að halda sjer saman,“ sagði Blytli. Hún hugsaði málið um stund, svo leit hún upp. Barry horfði fast á hana og hún sótroðnaði. „Hvað eigið þjer við með því?“ spur'ði hún. „Eruð þjer máske að gefa í skyn, að það hafi verið jeg, sem borgaði honum fyrir það?“ „Jeg gef ekkert í skyn, ungfrú Page,“ sagði Barry skarpt og kuldalega. „Jeg er hjer til að bera fram spurningar." „Það er auðvitað mál,“ tók hún fram í og nú var hún reið. „Gott, mr. Blytli, jeg er ekki lögfræðingur, en jeg held jeg liafi heyrt talað um, að engin sje skyldugur til að svara ósvífnum spurningum, jafnvel þó að það sje lögreglan, sem spyr þeirra." Blyth ypti öxlum. „Það er leitt að þjer skuluð halda það,“ svaraði hann. „Þjer komist ef til vill að raun um, að dómarinn er ekki eins þolinmóður og jeg reyni a'ð vera. Mjer gengur ekkert annað til, en að reyna að finna sannleikann í málinu.“ „Guð gæfi að yður tækist það,“ muldraði lnin þreytulega. „Það verður, fyr eða síðar — verið þjer viss um það,“ sagði liann rólega og það var einliver hreimur í röddinni, sem olli þvi, að hún leit á hann. „Þjer megið spyrja mig um alt, sem yður dettur í hug,“ sagði hún í alt öðrum tón, og hann hneigði sig. „Það er í rauninni ekki sjerlega margt, sem jeg þarf að spyrja yður um,“ sagði

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.