Fálkinn


Fálkinn - 05.09.1941, Side 12

Fálkinn - 05.09.1941, Side 12
12 F Á L K I N N Francis D. Gríerson: Framhaldssaga Tóma hu§íð. Leynilögreglnsaga. um. Gólfin voru mjög góð, eins og í ýms- um gömlum liúsuin í Adelplii, og i stað þess að hafa á þeim dúka, liafði hann látið gljáa þau. Þar voru ekki nema litlar á- hreiður og einn tígrisfeldur, sem Godfrey Elmhurst hafði sent honum. Það var alt i mestu röð og reglu hjá Craggs að vanda, og þegar Barry hafði gengið úr skugga um, að hann hefði nægi- legt af vindlum, gekk hann út að opnum glugganum og heið gestanna með óþreyju. Honum var ljóst, að Dale liafði sýnt hon- um mikla velvild með því að koma þarna, og hann var sannfærður um, að framtíð sín væri undir því komin, hvernig þessari samkomu reiddi af. Hann rifjaði upp í hug- aiium atriðin, sem hann liafði ætlað sjer að leggja áherslu á, vóg þau og mat sönn- unargildi þeirra frá ýmsum hliðum. Hann vissi, að Dale og Marrible mundi ekki leggja mikið upp úr eintómri mælskunni, og rifjaði alt nákvæmlega upp eins og ung- ur málaflutningsmaður, sem hlustar á sjálf- an sig hakla fyrstu ræðuna sína. Svo truflaði Dale hann í þessum hugleið- ingum, og hann flýtti sjer út til að taka á móti vara-Iögreglustjóranum. „Það var afar vinsamlegt af yður að koma, sir,“ sagði hann. „Mjer er sjálfum Ijóst, að heiðni mín var nokkuð djörf, nærri því óskammfeilin. . . . “ „Ef jeg liefði talið hana óskammfeilna,“ tók Dale fram í og hrosti, „þá hefði jeg ekki komið. Jeg hefði gefið yður áminn- ingu í staðinn. Nú erum við ekki í em- hættisverkum, Blyth, og það, sem jeg segi við yður, er ekki sagt í emhættisnafni. Jeg hefi verið áliyggjufullur út af þessu máli og áhyggjufullur út af yður. Og sama er að segja um Merton. Mig langar ekki til að sjá yður hlaupa í strand, eftir alt það, sem yður hefir tekisl svo vel, en jeg verð að standa í stöðu minni og þjer verðið að reynast vaxinn þeirri stöðu, sem yður hefir verið trúað fyrir. Skiljið þjer mig?“ ,„Já, fullkomlega. Og jeg er yður mjög þakklátur.“ „Agætt. Nú er jeg gestur yðar og fel mig algerlega i yðar hendur. Má jeg stela ein- um vindli þarna lijá yður? Ansi eru þetta fallegar myndir. . . .“ Framkoina hans kom Barry einmitt i það skap, sem Dále hafði ætlasl til, og liann hjelt áfram að tala um bækur og myndir, þangað til að Craggs opnaði og tilkynti, að Merton væri kominn. „Halló, Merton,“ sagði Dale. „Komið þjer nú hjerna. Ef þjer haldið, að þjer getið gint mig til að spila við yður fram á kvöld, þá skjátlast yður. Sjáið þjer, Blyth, hann er hættulegur maður — hann gengur með ásana i eyrunum. Jeg man einu sinni, þeg- ar við fórum á fund með Liverpool-lest- inni. .. . “ , Marrible var næsti maðurinn sem kom. Og Dale lieilsaði honum hlæjandi, sem liöl- uðum keppinaut og gaf honum i skyn, að nú væri ágætt tækifæri til að rota hann og ávinna sjer þakklæti allrar lögreglu i heimi. Þegar þetta hjal fjaraði úl varð þögn í stofunni. „Eigið þjer von á fleiri gestum?“ spurði Dale, þegar Barry leit á klukkuna. „Ekki nema Jack Yane.“ „Vane?“ Daie varð auðsjáanlgea eins forviða og liinir. Barry hikaði augnablik, svo sagði hann: „Mjer datt í hug, að það væri gott að hafa hann hjerna það var hann, sem fann lík Cluddams.“ Dr. Marrihle leit á vindilinn sinn. „Það er satt,“ sagði liann hægt og tugði orðin, „og það er í rauninni atliugavert. Maður hugsar sjer. . . .“ Það varð ekki upplýst, livað maður hugs- aði sjer, því að nú opnaði Craggs dyrnar og kynti, að mr. Vane væri kominn. Jack gekk rakleitt til Blyth án þess að gefa liinum gestunum gaum. „Hafið þjer frjett nokkuð af henni?“ spurði hann. Barry hristi höfuðið og það kom ör- væntingarsvipur á Jack. „Þegar jeg fjekk hoð frá yður lijelt jeg....“ h3rrjaði hann, en þagnaði svo. „Þjer hafið ekkert að óttast,“ sagði Barry. „Má jeg kj'ima yður fyrir mr. Dale og Mr. Merton, yfirmönnmn mínnm.“ Jack tautaði eitthvað og settist svo lmugg- inn. Barry lagði frá sjer vindilinn og ræskti sig. „Jeg hefi beðið ,yður um að koma hing- að, sir,“ byrjaði hann og sneri sjer til vara- lögreglustjórans, „af því að mig langaði til að gera yður kunnugt, hvernig sakirnar stáiðu, áður en jeg gef opinbera skýrslu. Þetta er einkennilegt mál„ og þessvegna tel jeg hest að segja alla söguna og láta yð- ur svo um, hvað beri að gera frekar. Jeg hefði auðvitað gelað sanrið skýrslu á yenju- legan hátt, en mig langaði til, að dr. Marr- ible væri viðstaddur, því að jeg veit, að hann getur staðfest ýmislegt af því, sem jeg liefi fram að færa. Jeg vil láta þess getið, að án hans hefði jeg aldrei getað komist nokkuð áleiðis í málinu.“ Marrihle lmeigði sig til að þakka fyrir lofið. „Þetta verður því miður löng saga,“ hjelt Blyth áfram, „en ef jeg rek hana ekki, get jeg ekki útskýrt ýms atriði, sem koma mál- inu við og mig langar til að drepa á.“ „Áfram með smjerið,“ sagði Dale. „Við höfum nógan tíma. En segið þjer mjer, á maður að skilja þetta svo, sem yður hafi orðið nokkuð ágengt í málinu?“ Bari-y andaði djúpt. „Já,“ svaraði liann. „Jeg held að jeg geti sagt með vissu, að jeg viti, hver myrti Samuel Cluddam.“ Merton gamli skríkti. „Bravó, drengur minn,“ sagði hann. „El’ þjer getið það, þá skal jeg taka ofan fyrir yður.“ Marrihle, sem hafði setið með krosslagð- ar fætur, rjetti nú úr þeim. „Og jeg skal slá yður fallegustu gull- hamra.“ Dale sagði ekkert. „Jeg ætla að byrja með deginum, sem lík Cluddams fanst,“ sagði Barry. „Eins og þið vitið var mjer falin rannsóknin og jeg fór undir eins til „Carriscot“. Af skýrslum mínum hafið þið sjeð, að Cluddam var stunginn aftan fró. Þegar Vane og liúsa- miðlarinn opnuðu skápinn datt líkið út.“ „Þetta er alt gamalt,“ tautaði Merton. „Jeg viðurkenni það, sir, en —-“ „Látið hann segja söguna eins og hann vill," tók Dale fram í. „Okkur liggur ekk- ert á.“ Merton þagði og Barry hjelt áfram: „Jeg rak þegar augun í, hve morðinginn hafði varast vel, að láta nokkurt spor eftir sig. Jeg á ekki aðeins við fingraförin. Jeg var húinn við þvi, að liann hefði hafl lianska. En alt var undirbúið með allra mestu nákvæmni. Það var mikið ryk í hús- inu og jeg bjóst við að finna merki, sem gætu komið að gagni, eftir gúmmíhæla, slitna sóla eða því um.líkt. En þar var ekk- ert slíkt. Jeg fann hinsvegar einkennilegt merki út við gluggann. Það var í aðal- dráttunum svipað tveimur 7-uin, eins og þjer munuð sjá.......“ Hann tók fram pappírsörk, sem merkið var teiknað á, og Ijet hana ganga á milli. „Þetta merki mundu reyfarahöfundar telja einkenni levnifjelags eða því um lík.t. TVær dularfullar 7-tölur, sem blöðin mundu nota sem yfirskrift. Það var miklu líklegra, að þetta væri bragð til að leiða mig á villi- götur. En loks sannfærðist jeg um, að þetta merki væri tilviljun ein, og lil að spara tíma skal jeg láta þess getið, að nú er jeg orðinn viss um, að það er rjett.“ „IJversvegna eruð þjer þá að tala um þetta,“ lautaði Merton, en Dale benti hon- um að þegja. „Vegna þess að jeg vil að þið vitið, að jeg hefi liaft augun hjá mjer. Það næsta, sem jeg vil minnast á var að mr. Vane hafði sjeð stúlku í dyrunum, unga stúlku, sem við vitum nú, að var Eva Page.“ „Þjer viljið endilega bendla liana við þetta,“ sagði hann gramur. „Það er nauðsynlegt," svaraði Barry ró- lega. „Gerið svo vel að taka ekki fram í, Vane. Svo sá jeg, að einhver hafði verið nætursakir uppi á kvistinum, og það hefir komið á daginn seinna, að það var Dick Page, bróðir Evu. Jeg reyni að hafa jietta eins stutt og' jeg get,“ sagði liann eins og liann væri að af- saka sig, „og jeg minnist aðeins á þetta til að rifja það upp fyrir ykkur. „Nú virðist málið ætla að fara að skýrast,“ hjelt hann áfram. „Þetta, að Cluddam átti „Carriscot“, að Eva Page starfaði hjá hon-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.