Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1941, Qupperneq 6

Fálkinn - 19.09.1941, Qupperneq 6
6 F Á L K I N N DAN MARTIN : FuIIkamin íjaruErusönnun. — Okkur tókst aldrei að liafa liend- m í hári Harrisons, sagði Perry yf- irlögregluþjónn ergilegur. — Jeg er viss uni, að það er hann sem hcfir framið morðið, en hann hefir full- komna fjarverusönnun. — Jeg liefi fyr liaft liendiir í hári manna með fullkona fjarverusönnun, sagði lögreglustjórinn rólega. — Pess- ar góðu fjarverusannanir gefa lög- reglunni einmitt undir fótinn að vera vel á verði. Finst yður það ekki óeðlilegt, að nokkur maður skuli geta munað hvað hann gerði ákveðinn þriðjudag fyrir þremur mánuðum, klukkan fimm mínútur yfir tíu? — Maður, sem er sakaður um jafn hræðilegan glæp og morð er, leggur sig auðvitað í framkróka til hins itrasfa, til að sanna sakleysi sitt, svaraði yfirlögregluþjónninn. — Og fjarverusönnunum verður maður að beygja sig fyrir. Lögreglustjórinn fjekk sjer vindil og hauð yfirlögreglnþjóninum. — Munið þjer eftir Mollison-málinu? Fjarverusönnun Mollisons þótti vera i lagi. — Já, jeg hefi aldrei skilið hvern- ig yður tókst að veiða liann. Gat liann ekki sannað, að hann liefði verið á hljómleikum þegar konan hans var myrt? — Mollison var ógæfusamur mað- ur, sagði lögreglustjórinn hægt. — Konan hans var eldri en hann, heilsulitil, geðvond og rík. Ein að- ferðin til að hrella hann var sú, að hún sagði honum frá livað hún ætlaði að gera við peningana sína jþegar hún hrykki uppaf. Hún var af- hrýðisöm líka. Mollison var- vanur tið fara í klúbbinn og spila á kvöldin. Hann var hægur niaður og stiltur og hafði dágóðar tekjur af að skrifa smásögur handa blöðunum, og manni hefði síst af öllu dottið j hug, að liann gerði sig sekan um ofbeldis- verk. Kvöldið sem frú Mollison dó var r igning og þoka. Tliompson lækn- ir, sem var eini vinur Mollisons, hafði komið heim til hans til þess að ná í hann í spil í klúbbnum, en Mollison ætlaði á hljómleika. Þvi að hann hafði afar gaman af tóijlist. Thompson sat og lalaði við frú Molli- son meðan Mollison var að búa sig, og samtalið var siður en svo ánægju- legt því að frú Mollison hafði alt á hornum sjer og jós galli og ónotum yfir veslings Mollison, sem tók öllu með stökustu undirgefni. Thompson varð honum sainferða að hljómleika- salnum. Mollison keypti sjer aðgöngu- miða og lofaði að koma i klúbbinn l>egar hljómleikarnir væri úti. Það gerði liann lika. Svo spiluðu þeir langt fram á nótt og Thompson og Mollison urðti samferða heim. Þegar þeir koinu að lnisi Mollisons vildi hann endilega, að Thompson kæmi með sjer upp og fengi sjer glas. Ein það glas var aldrei drukkið. Því þeg- ar þeir komu inn fundu þeir frú Mollison myrta. Hún lá í svefnher- herginu bundin og kefluð, og gas- haninn stóð opinn. Það var Thompson sem liringdi til mín. Mollison var svo fallinn í stafi, að hann gat ekkert gert. Jeg liefi al- drei sjeð nokkurn mann jafn aum- an. En hann gat þó sagt mjer frá því, að frú Mollison væri altaf vön að hafa peninga liggjandi heima, og að hann hefði sótt fimm hundruð dollara fyrir hana fyrir nokkrum dögum og þá hefði hún haft liggjandi undir koddanum sínum. Vitanlega voru peningarnir horfn- ir. Þetta virtist vera venjulegt rán- morð, ef kringumstæðurnar hefðu ekki verið svo einkennilegar. Fyrst og fremst var jiað gashaninn. Inn- brotsþjófar eru aldrei vanir að nota gas. — Heysmann gerði það, sagði Perry yfirlögregluþjónn. — Hann drap heila fjölskyldu. — En það var und- arlegt, að Mollison skyldi verða svona bágur, úr því áð honum kom illa saman við konuna. — Fjarverusönnun Mollisons virt- ist óbifanleg eins og bjarg, lijelt lögreglustjórinn áfram hugsandi. — Læknirinn komst að Jieirri niður- stöðu, að frú Mollison hefði verið dauð í minsta kosti fimm tíma þeg- ai luin fanst, eða með öðrum orðum, að hún hefði verið myrt klukkan milli átta og hálfníu. Þá sat Mollison á hljómleikunum og hlustaði á Hnotu- brjótsflokkinn eftir Tschaikowsky samkvæmt lónleikaskránni. En J>að var eitt sem ekki kom vel lieim. Það var andlitið á frú Molli- son. Það skein ægilegt hatur út úr augunum. Og það var óeðlilegt. Augnaráðið er ekki þannig þegar maður liorfir á ókunnugan morðingja. Þá skin hræðsla út úr augunum en ekki hatur. Jeg gat ekki gleymt þessu augna- ráði. Daginn eftir fór jeg í hljóm- leikasalinn. Þar var sami dyravörð- urinn og kvöldið áður, ]>egar frú Mollison var myrt. Jeg fór að spyrja hann. Vitanlega hafði Nelson yfir- löregluþjónn, sem rannsakaði málið, verið lijá honum áður, en jeg spurði hann samt. Eins og l>jer vitið J>á get- ur maður setið í frakkanum í saln- um og stungið liattinum undir stól- inn sinn. Dyravörðurinn mundi eftir Mollison, l>ví að liann hafði heðið hann að skifta fyrir sig tíu dollurum lil að gela keypt skrána, og dyra- vörðurinn liafði fengið einn dollar fyrir ómakið. Það eru þesskonar smáatvik, sem styrkja fjarverusönn- imina — í augiím hinna óinnvigðu. En mjer finsl það veikja. Dyravörð- urinn neitaði ákveðið að Mollison hefði farið út fyr en hljómleikunum var lokið, þvi að hann hafði heilsað þegar hann fór. Jeg spurði livort enginn hefði farið út meðan á hljóm- ieikunum stóð? Hann sagði, að eng- irm hefði farið út nema maður með derhúfu og yfirskegg, og hann hefði spui't eftir næsta símaturni. Það er hægt að stinga yfirskeggi í vasann — og derhúfu líka. Svo lætur maður hattinn bíða undir stólnum á meðau. Þegar maður brettir upp frakkakrag- anum og flest Ijós eru slökt, þá eru litlar likur til að dyravörðtirinn þekki mann. Jeg var viðstaddur þegar Mollison gaf skýrslu sina i rjettinum. Hann var rólegur og hægur, og tárfeldi við og við. Það voru tárin sem riðu baggamuninn hjá mjer. Jeg þoli ekki liræsnara. Jeg sagði: — Kanske þjer viljið skýra frá hvað þjer gerðuð morðkvöldið, um klukkan hálfníu! — Jeg var á hljómleikum, sagði l>ann,og það vottaði fyrir brosi í augnakrókunum. Hnotubrjótsflokkur- inn var leikinn um það leyti. Það er uppáhaldslagið mitt, og mjer er engin launung á, að það var þess- vegna sem jeg fór á hljómleikana. — Jæja, sagði jeg hvast. — Ein- mitt það? — Já, sagði hann raunalegur. — Jeg afber aldrei að heyra það fram- íir. Ef þessi flokkur hefði ekki ver- ið á leikskránni þá væri konan mín kanske lifandi ennþá, þvi að þá liefði jeg vist verið heima. — Já, þessi flokkur var á leik- 'kránni, sagði jeg. ■— En hann var ekki leikinn. Hann varð livitur eins og kalkað- ur veggur. — Það er rjett, sagði liann l>ás: -— Því var breytt á síðustu stundu. En nú var úti um hann. — Skrítið að þeir skyldu breyta Allar eyjar eru fallcgar, sjerstak- lega þegar maður sjer þær af sjó. Það er erfitt að liugsa sjer dýrðlegri sýn en Mön i írlandshafi þegar maður nálgast eyjuna að vestan verðu á góðveðurskvöldi. Jeg minnist enn þegar jeg kom í fyrsta skifti til Douglas, höfuðstaðarins á Mön, frá Liverpool. Sólin var að ganga lil riðfli' bak við eyjuna og rauðu fjöll- in, sem stóðu upp úr grænu hldðun- um, voru eins og koparhúðaoir kirkjuturnar. Við nálguðumst land og gátum nú greint lnisin og bryggjurnar i Douglas cg seglbátafjöldann á höfninni. Við sáum hvítklædda sumargesti á göt- ununi og heyrðum hljóðfærasláttinn frá veitingalnisunum. Loftið var lireint og tært. A allri cyjunni var ekki einn eiiíasti verk- smiðjureykháfur til að óhreinka loft- io. Douglas er yngsti og fallegasti bærinn á Mön. Þar eru lúxus-gisti- hús og ódýr matsöluhús; eittlivað við allra hæfi og pyngju, og fyrir utan hæinn cru flatir, þar sem hægt er að Ijalda þrjú þúsund tjöldum. Mön er í miðju Irlandshafi. Fjar- iægðin til Englands og írlands er á- líka löng, eitthvað um fimtíu kíló- metrar. Eyjan er sporöskjulöguð — rúmlega fimtíu kílómeti'a löng en tuttugú á breidd. En þarna eiga 50.000 manns heima. Höfuðstaðurinn Dou- glas stendur auslan á eyjunni. Eyjan Mön er sjerstaklega merki- leg i norrænni sögu, því að á vík- ii'gaöldinni ilentist allmargt af vik- ingum þar. Norskir víkingar lögðu eyjuna undir sig á 9. öld og komst lnin undir norskt yfirráð, en var stjórnað af jörlum, sem voru býsna óliáðir. En á 15. öld ljet-Magnús laga- bætir Mön af liendi við Skotakon- ung og síðar komst hún undir Eng- land. Fjöldi fornleifa af norrænum uppruna eru á eyjui\ni, bæði r.úna- ristur og annað. Mön er ekki algjörlega innlimuð Englandi, heldur liefir hún all víð- tæka heimastjórn. Æðsti maður eyj- arinnar er landshöfðinginn (gover- nor), sem skipaður er af ensku stjórninni og Court of Tynwall — eða Þingvallalögrjettu — í samein- ingu, en i þessari lögrjettu sitja em- bættismenn eyjarinnar. Á Mön er ennfremur þjóðkjörið þing með 24 þingmönnum. Er það kallað House of Keys. Hin ógæta veðrátta á Mön stafar einkum af Iegunni. Golfstraumurinn berst inn í írlandshaf og að jafnaði er hlý gola á suðaustan. Fjöllin á Cumberland hlífa eyjunni við næð- ingum úr þeirri átt. Meðalhitinn á Mön er þannig miklu hærri en á tilsvarandi hreiddarstigi i Englandi. Hvergi er lengra en tíu kilómetra leið til hafs og af því leiðir að aldrei verður óþægilega heitt á sumrum nje verulegá kalt á vetrum. Jurta- gróðurinn er afar fjölskrúðugur og trje og jurtir, sem ekki lifa nema leikskránni einmitt þetta kvöld, sagði yfirlögregluþjónninn hugsandi. — En þjer voruð svei mjer heppinn, lög- reglustjóri. Lögreglustjórinn kveikti sjer i nýj- um vindli. — Leikskránni hafði ekki verið breytt, sagði hann hægt. — Þetta var brella, því að jeg hafði altaf liaft svoddan ótrú á góðuin fjarveru- sönnunum. i vermiluisum í Euglandi þrífast vel undir beru lofti á Mön, sjerstaklega í dölunum. Syðst á eyjunni vaxa fuxiur og eru mikið notaðar til girð- inga. Og pálmar vaxa einnig á Mön, svo að jurtaríkið er ekki ósvipað því sem maður væri suður við Mið- jarðarliaf. En það er þó eitt sem amar að: úrkoman. Hún er afar mikil, eink- um að haustinu og vetrinum. Og á vetrum er líka afar oft þoka; svo að varla sjer frá sjer. Til eru gaml- ar þjóðsagnir um, að þokan sje holl- vættur Manar og hafi oft falið hana fyrir óvinum, forðum daga. Eyjan er nokkuð hálend og skift- ast á dalir, heiðar og fjöll, en víða eru þau grasi vaxin upp úr, nema að vestanverðu. Þar er Mön sæbrött og gróðurlaus. Fjöllin eru ekki há, að- eins 600—1000 fet. í hömrunum á vestanverðri eyjunni er afar mikið af sæfuglum. Eyjan er gróðursælust að norðan og austan og þar er all- mikill landbúnaður. Á Mön eru um 14.000 kýr, 4.000 liestar og um 80.000 fjár og cr það mikill bústofn á ekki stærra landi. Auk landbúnaðar eru fiskveiðar mikið stundaðar, einkum síldveiðar. „No herring — no wedding" segir máltækið á Mön — enginn gifting ef síldin bregst. — En Manarbúar lifa þó aðallega á skemtiferðafólki, einkum sumargest- uin. Það er talið að um hálf iniljón manna dvelji lengur eða skeniur gest- komandi á Mön á hverju ári. Og 25.000—30.000 manns skrcppa lil Manar og heim aftur á hverjúm sunnudegi alt liðlangt sumarið. Frá páskum og til septemberloka eru faslar skipaferðir lil Manar frá Liverpool, Belfasl og Dublin. Skipin eru stór og mjög liraðskreið — fara 20—23 hnúta — og eru mjög iburð- armikil og með öllum hugsanlegum þæginduni. Ennnremur eru áætlunar- flug milli lands og eyjar. Hvar sem farið er um Mön verða fyrir manni rústir af gömlum kirkj- um, frá 12. og 13. öld. En eldri rúst- ir eru þó til, alla leið framan frá 5. öld. Víðast hvar er ekkert eftir nema grunnurinn. Það cr þjóðlrú á Mön að óleyfilegt sje að rifa gamlar kirkjur — þessvegna eru rústirnar svo margar, Kirkjurnar verða að hrörna og falla af sjálfu sjer. Marg- ar af þessum kirkjum eru bygðar af norrænum víkingum og þeir skiftu eyjunni i prestaköll á 13. öld. Það er óljóst hvernig nafnið á eyjunni er til komið. Norrænir menn kölluðu liana Mön en cyjaskeggjar kalla liana Man cða manninn og sjálfa sig Manx-menn. Fyrstu vík- ingarnir gerðu strandhögg á Mön árið 798 og höfðu áður húsvitjað víða um Hjaltland, Orkneyjar, Suð- ureyjar og írland. Það var norskur jarl, sem á 10. öld skifti eyjunni i sex lögsagnarumdæmi og stofnnð'i Frh. ú bls. 11. PERLAN í ÍRLANDSHAFI. EFTIR SVERRE HALSE.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.