Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.10.1941, Blaðsíða 11
F A L Ií I N N 11 Jötnar nútímatækninnar. Þægilegri samgöngutæki — öruggari samgöngutæki — en, umfram alt — liraðari samgöngutæki. — I>að er kjörorð nútímans. AÐ er eiginlega skrítið, að við skulum ekki verða mállaus af undrun, ef við rennum huganum nokkra áratugi aftur í timann og berum vjeltæknina þá saman við, hvað liún er nú. Þá var ekk'ert út- varp til og þá þótti sjónvarpið firra. J>á komust menn ekki eins liratt á tíu klukkustundum á landi eins og nú á einum og fyrir 40 árum var fyrsta vjelknúða flugvjelin ekki orðin Jaus við jörðina. Hvergi i Evrópu hefir þó breyt- ingin orðið jafn mikil og iijer á Jandi. Landið var og er járnbrautar- laust og fyrir 35 árum var það síma- laust. Síðan bifreiðafært varð víðast livar um landið, er nú liægt að kom- ast á einum degi milli Akureyrar og lleykjavíkur, sem áður var viku ferð, og i flugvjel verður ieiðin farin á hálfum öðrum tírna. Það er oft komist svo að orði, að jörðin fari minkandi á hverju ári og er þá átt við, að hún minki í dagleiðum vegna ])ess, hve samgöng- unum fleygir fram. I>að hefir verið flogið kringum hnöttinn á 4 dögum. Og skipin, sem halda uppi samgöng- uní yfir lieimshöfin eru altaf að vcrða fljótari og fljótari. Atlants- hafið er jafn breilt og það var fyrir heimsstyrjöldina og England hefir ekki færst nær Ameríku -— bókstaf- lega. En gufuskipin fara leiðina á tveimur dögum skemmri tima en áð- ur var, að maður ekki minnist á loftskipin. Hnötturinn minkar í tíma, þó að hann sje óbreyttur í rúmi. Því er jafnan veitt atliygli, þegar eimskipafjelögin miklu eru að keppa um „bláa bandið“. Þegar franska eimskipafjelagjð Compagnie Génér- ate Atl'anlique Ijet byggja „Norman- die“, sem er 79.200 tonn að stærð, lijeldu flestir að nú væri liámarkinu náð um sinn. Skipið fór leiðina milli Le Havre og New York á fjórum dögum og þrernur tímum, og skipið fór að meðaltali yfir 30 hnúta á klukkustund. En þetta met fjell lika. Þó að skipaeigendurnir tapi stórfje á hverri ferð, sem þessi skip fara, þykir þeim samt borga sig að keppa um hraðametið, vegna auglýsinga- gildisins, sem það liefir fyrir fje- lagið. Og þjóðarheiður þykir liggja við. England, Þýskaland, Frakkland og Ítalía fórna miljördum til þess að ná í bláa bandið. Eins er það i loftinu. Flugvjelarn- ar setja livert metið öðru meira, og livað liraðann snertir, þá eru þær loflskipunum miklu fremri. En sje litið á stærðina og rekstursvissuna, þá standa Zeppelínskipin ofar, jafn- vel þó mörg störslys liafi orðið til þess að hnekkja áliti loftskipanna, ekki síst „Hindenburg“-slysið fyrir nokkrum árum. Á landi eru það liinar nýju diesel- eimreiðar, sem mest atliygli er veitt af nýjum samgöngutækjum. Annars- vegar eru veðhlaupabifreiðarnar, sem koinnar eru fram úr þeim hraðamet- um, sem hugsanleg þóttu fyrir nokkr- um árum. í loftferðunum yfir Atlantsliafið er það gamli „Graf Zeppelin“, sem hefir afrekað mest. Þær eru orðnar á þriðja hundrað ferðirnar, sem hann hefir farið yfir Atlantshafið og hald- ið áætlun furðuvel. Aðeins þegar hann hefir lent í ofviðrum hefir brugðið út af áætluninni, en mjög sjaldan hefir nokkuð orðið að vjelunum. Þeg- ar „Hindenburg“ brann yfir flug- vellinum við Lakeliurst, vegiia þess að rafmagn kveikti í vatnséfninu, sem skipið flaut á, hjeldu margir, að saga loftskipanna væri á enda. En Þjóð- verjar sögðu nei. Þeir voru þá bún- ir að leggja kjölin að nýju loftskipi, sem nú er fullgert, og segjast munu byggja loftskip áfram, ef þeir fái helium til þess að nota i þau í stað vatnsefnisins, sem svo mikil eld- liætta stafar af. En lielium er hvergi fáanlegt nema í Bandaríkjunum og hefir staðið á því að fá leyfi til þess að flytja það úr landi. Breytingarnar, sem orðið liafa á járnbrautunum liin síðari ár, eru eigi síður eftirtektarverðar. Diesel- eimreiðarnar þóttu nýstárlegar, er þær komu fyrst til sögunnar, en nú eru þær notaðar á flestum járnbraut- arleiðum Evrópu, til farþegaflutn- inga. Hagsbótin, sem þær hafa í för með sjer er ekki aðeins sú, að lestirnar fara miklu hraðar en áður, heldur er líka miklu þægilegra að aka i lest, sem dregin er af diesel- reið en eiínreið, jafnvel þó að lirað- inn sje mikhi meiri. Og svo losna farþegarnir við reykjarpláguna. Áð- ur var talið, að 100 kílómétrar á klukkustund væri hámark þess, sem eimreið gæti farið, en nú er altítt, að járnbrautarlestir fari 150 kíló- metra án ]iess að nokkuð verði að. Það er einkehnilegt, að farþeginn finnur næsta lítið, hvort lestin fer með 100 eða 150 kilóinetra liraða. Upp að hundrað kílómetrum finnur maður vel, þegar munur verður á hraðanum, en þegar kemur yfir 100 km. hættir inaður að finna til þess og liefir því síður nokkur óþægindi af því. Bifreiðinni hefir fleygt fram sam- iiliða öðrum samgöngutækjum. Það þarf ekki annað en líta á metaskrá liins fræga enska ökugikks Camp- bells majórs til þess að sjá, hve hif- reiðin hefir fullkomnast með hverju ári. Og að lnin liefir gerbreytt lieim- inum vita allir. Árið 1900 var kappakstur háður í bifreiðum milli London og staðar á suðurströnd Englands. Campbell, sem þá var öllum ókunnur, tók þátt í þessari keppni og vann. Svo keypti liann sjer gamla bifreið og fór að taka þátt í vcðakstrinum á Brook- landsbrautinni við London, en lion- um fór svo fljótt fram, að hann varð að flytja á nýjan stað. Brautin var ófullnægjandi, því að bifreið Camp- bells fór svo liratt, að lienni var ó- mögulegt að fara beygjurnar, sem á brautinni voru. Hann flutti sig til Southport og i fjörunni þar setti liann nýtt met, sem þótti ótrúlegt, árið 1923. Hann fór 217,177 metra á klukkutíma. En aðeins tíu árum síð- ar var liann kominn upp i 418 kíló- metra eða nálega tvöfaldan liraða. Það er svo, að manni liggur við að neita að trúa því. En þó var það ekki fullreyiit, hve liratt er liægt að aka bifreið. Campbell og fleiri kom- ust fasl að 500 km. á klukkustund og nú hefir liann komist yfir 500 km. Og þó er ekki fullreynt cnn. Áætlunarflugvjelarnar fara orðið hel/ningi hraðar en fyrir nokkruin árum, 400 kílómetra í staðinn fyrir 200. Fjarlægðirnar hverfa. Menn segja stundum: hingað og ekki lengra — að nú sje hámarkinu náð. En svo kemur kanske frjetl af nýju meti viku siðar. Nýjustu ítalskar, þýskar og enskar eltiflugvjelar eru sagðar geta flogið, yfir (Í00 km. á klukku- stund — þær fljúga svo liart, að það eru ekki nema einstaka menn, sem geta stýrt þeim. Fæstir flug- menn þola það, því að þrýstingurinn i heygjunum verður svo sterkur og verkar svo mikið á taugarnar og blóðrásina, að blóðið þrýstist frá höfðinu og flugmaðurinn verður mcð- vitundarlaus. Það eru vandfundnii- menn í slík flug. Það sem hefir gert þann geysi- hraða mögulegan, sem nú er farinn að tíðkast, er ekki síst það, að menn tóku upp straumlínulögunina. Hún kom fyrst fram á flugvjelunum. Hug- vitsmennirnir spurðu sjálfa sig: — Hvað er loftið? og svarið við þess- ari einföldu spurningu hafði hyltingu í för með sjer. Áður höfðu menn „gleymt“ loftinu, maður sagði, að það væri „ekkert“ og hagaði sjer eftir þvi. En þegar farið var að mæla og gera tilraunir, kom það á daginn að loftið var ekki „ekki neitt“, en þvert á móti afl, sem varð þvi sterkara því meiri sem liraðinn varð. Þennan kraft, eða mótstöðu- afl, varð að yfirvinna, og það tókst með straumlinulöguninni. Nú var ekki lengur liugsað um að liafa skipsstefnin sem livössust og bifreið- ar og flugvjelar sem rennilegaslar og mjóst, heldur að liafa lögunina þannig, að. loftið veitti sem minst viðná’.n og ætti sem hægast með að sleppa af þeim, en myndaði ekki lolttóm í kjalsoginu. Það eru rann- sóknirnar á dropanuni, sem dettur, er gáfu bestu vísbendinguna, hvernig lögunin ætti að vera, og slraumlínu- lögunin hefir vatnsdropann til fyrir- myndar. En það er unnið að þvi áfram, að finna sem lientugasta slraumlinulögun. Því að enn þarf að auka hraðann. Jarðskjálftinn. Frh. af bls. 9. að við þessu, en gal það ekki. Hún þerraði af augunum á sjer og spurði varlega: -— Hver er þessi unga stúlka, frænka lafði Morley. Hún var lijerna af því að þær langaði lil að gefa þjer eilthvað. - Frænka lafði Morley. Hver þeirra? Þú hafnaðir auðvitað hoðinu? Já, vitanlega. Voru þær margar, frænkurnar? Já, þrjár. Komdu nú, við skulurn halda áfram að horða. Það var sú fallega, sagði liún. Sú fallega kom hingað. Hann setti hana á stólinn og settist svo sjálfur. — Þær eru víst fallegar allar. En ekki á vi'ð þig! - Skál! sagði hún og hló svo hátt að það heyrðist fram i e'dhús. — Hún er með blóm í hár- inu, sagði vinnufólkið. — Og hún er sihlæjandi. Mikið líður heniii víst vel í dag! Framleg sundæfing er það, sem sjest hjer á myndinni. Hápur ungra hermanna fleygir sjer til sunds ofan af háirri brú niður í fljótið í öllum fötunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.