Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1941, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.10.1941, Blaðsíða 13
F Á L K 1 N N 13 KROSSGÁTA NR. 395 Lárjett. Skýring. 1. smásaga, 7. skjal, 11. gamansemi, 13. áhald, 15. jarðræktarmaður, 17. japl, 18. svalt, 19. danskt blað, 20. skaut, 22. gömul mynt, 24. tónn, 25. sögn f 1., 2G. krydd, 28. liroki, 31. taugar, 32. kveðskapur, 34. nafn, 35. fat, 36. svæfa. 37. ulí, 39. gróður- setja, 40. úrgangur, 41. byggðarlag, 42. dýfing, 45. söngfélag, 46. frum- efni, 47. sakfeld, 49. rekald, 51. djásn, 53. tóskaparáhald l>f., 55. sveit, 56. fylgsni, 58. leyna, 60. spirur, 61. sögn, 62. á fæti, 64. skemmd, 65. líffæri, 66. svik, 68. lítili, 70. þingdeild, 71. höfuSbúnaSur, 72. kann við sig, 74. barefli, 75. endurtekning. Löðrjett. Skýring. 1. fella, 2. gömul mynt, 3. frjó, 4. gremur, 5. skilrúm, 6. löngun, 7. flaska, 8. blæ, 9. forsetning, 10. þraut- ir, 12. til lækninga, 14. ungviSi, 1 (5. gælunafn, 19. bresta, 21. dekkja, 23. bæjarnafn, 25. karlmannsnafn, 27. einkcnnisstafir, 29. friSur, 30. tónn, 31. taug, 33. ferSalag, 35. merki, 38. nafn, ef., 39. taug, 43. frek, 44. í fjósi, 47. liristi, 48. hörgullinn. 50. frum- efni, 51. jarmur, 52. beygingarending, 54. forsetning, 55. pár, 56. þýskur titill, 57. rif, 59. árabil, 61. veita eft- irför, 63. kvenmannsnafn, 66. burt- fararmerki, 67. vissa, 68'. vtnagróSur, 69. bein, 71. tónn, 73. á simskeytum. LAUSN KROSSGÁTU NR. 394 Lárjett. Rá&ning. 1. gítar, 7. gruna, 11. órótt, 13. frúin, 15. au, 17. flot, 18. gils, 19. ss. 20. frú, 22. ar, 24. sl, 25. pía, 26. Agla, 28. frami, 31. núll, 32. Alfa, 34. óma, 35. múll, 36. æra, 37. fl. 39. þú, 40. tað, 41. þrekleysi, 42. ask, 45. ek, 46. si, 47. api, 49. klak, 50. at, 51. gil, 53. nurl, 55. geit, 56. kápan, 58. skar, 60. rif, 61. ee, 62. af, 64. ati, 65. en (>(». árla, 68. aura, 70. ós, 71. ástir, 72. starf, 74. nesta, 75. marka. Láðrjett. Ráðning. 1. grafa, 2. tó, 3. arf, 4. rola, 5. ált, 6. e. f. g., 7. gúll, 8. ris. 9. un, 10. al'- sal, 12. Torf, 14. risi, 16. urgar, 19. silla, 21. Úlla, 23. hamhleypa, 25. púlt, 27. af, 29. ró, 30. ma, 31. nú, 33 afrek, 35. músin, 38. lek, 39. þys, 43. skein, 44. klif, 47. arka, 48. Plató, 50. at, 51. gá, 52. la, 54. us. 55. grein, 56. keli, 57. naut, 59. risna, 61. erta, 63. Fram, 66. ást, 67. arg, 68. asi, 69. Ara, 71. Ás, 73. fr. þú lieldur það vera. Þú ert all of auðtrúa, veslingurinn.“ í fyrsta skifti á æfi hans sló í svarra milli hans og fósturforeldra hans. Hann sagði þeim, talsvert reiður, að liann væri alis ekkert barn léngur og þyrfti ekki að lála leiða sig. Hann væri uppkominn mað- ur og vissi sjálfur betur en þau, hvað mannasiðir væru og hvað ekki. Og að öðru levti findist honum þetta ódrepandi hatur ókristilegt og ljótt. „Sá tími mun koma að hulunni verður svifl frá augunum á þjer,“ svaraði Bertel frændi gramur. „Jeg ætla bara að vona að það verði fyr en það er orðið um seinan.“ Ingibjörg stóð hljóð úti í liorni og sagði ekki orð. Tárin runnu niður kinnar henni. Og henni var afar þungt í hug. Að þetta skyldi eiga að fara svona! Hún þóttist ekki * í neinum vafa um, að Walter væri orðinn ástlanginn af hinni fölsku daðursdrós, sem hafði svo gott lag á, að ginna karlmennina. , Hversvegna gat hún ekki varaði Jiann við þessari ógæfu? Hún elskaði hann meira en alt i veröldinni og mundi aldrei hætla að elska hánn. Aðeins guð á himnum vissi, livað hún tók út lians vegna. Orðasennan hafði verið svo illskeytt, að Walter vildi ekki þiggja, að aka til Wil- helmstad í vagni Bertels gamla. Hann fór fótgangandi heim til sín um kvöldið og það var orðið dimt og hvast. Strengur hafði hrostið í hjarta lians. Heimilisfriðurinn var rofinn. Beiði og gremja og fylgifiskar þeirra var eins og illir andar á kreiki i brjósti hans. Næslu vikuna leið ekki sá dagur, að Walter sæi ekki Edelgard. Hún hafði svo mörgu að sinna í Wilhelmstad, sagði hún. Og þegar sunnudagurinn kom fór hann aftur til Ellernbrú, knúinn af innri þrá. Frú Lund lá í rúminu, og liann gerði sjer til erindis að spyrja eftir líðan hennar. Eins og' seinast stóð stúlkan, sem átti allan huga hans, við garðshliðið þegar liann kom. Greinarnar á álminum voru komnar í fagúrgrænt skart. Loftið var þrungið af vori og vorþrá. Það var unaðslegt eins og í æfintýri i lyslihúsinu við tjörnina. Þar sátu þau og augu Edelgards brendu sig eins og eldur i hjarta lians og hann sat í sæluvímu hinnar fyrstu ástar og fanst hann vera í öðrum heimi. Ilún þrýsti sjer upp að barmi lians .... hún var hans. Þau lofuðu hvort öðru eilífum trygðum. Ekkert á jarðríki skyldi nokkurntíma geta skilið þau. Undir eins og inóðir liennar kæmi á fætur aftur, ætlaði hann að biðja um sam- þvkki hennar, sagði hann. Og þegar hann hefði lokið við uppgötvun sina og væri orð- inn frægur maður lmattanna á milli, ætlaði hann að ganga upp að altarinu með lienrii. Hann sagði henni frá ýmsum gífurlegum fyrirætluumn, sagði henni, að hann ætti í brjefaviðskiftum við firma í Hamburg, við- víkjandi kaupum á einkaleyfinu, sem hann teldi sig vísan að fá. Það var ekki óhugsandi, að hann yrði meðeigandi Eekard & Son, verksmiðjueigendanna. Öll kvöld sat Walter önnum kafinn við útreikninga og teikningar i litlu ibúðinni sinni í Wilhelmstad, sem var í sjálfri verk- smiðjubyggingunni. Það hafði gripið hann einskonar vinnuæði. Fallegustu stúlkuna, sem liann liafði nokkurntíma augum litið, gat hann nú kallaði stúlkuna sína. Þetta tvöfaldaði vinnuþrek lians, svo að alt ljek í höndunum á honum og jafnvel það erfið- asla varð lionum auðvelt. Hefði það bara ekki verið þessi nagandi, pinandi sársauki fyrir hjartanu á honum! Hefði bara allar þessar hugsanir, sem særðu hann og píndu, ekki altaf verið að ónáða hann. Hann gat ekki varisl að hugsa lil fósturforeldra sinna, ásakana Bertels lrænda og' tárvotra augnanna á Ingibjörgu. Hugsum okkur — ef það væri nú satt, að honum skjátlaðist í áliti sínu á Edel- gard? Hugsum okkur, ef hún væri önnur manneskja en hún ljetist vera. í hvert sinn, sem hann reyndi að líta rannsakandi aug- um á þetta mál og hugsaði það út í æsar, varð honum órótt innanbrjósts. Honum var ekki unt lengur, að hafa dómgreind á sín- um eigin tilfinningum. Hanii var ekki í neinum efa um, að fóst- urforeldrar lians vildu honum vel og' revndu að aftra honum frá því, sem þau voru sannfærð um, að gæti orðið honum lil ógæfu. Ætti hann ekki að fara heim við fyrsta tækifæri og biðja þau fyrirgefningar? En setjum nú svo, að full vináttuslit yrði með þeim, þegar hann segði þeim, að liann væri trúlofaður Edelgard? Sá möguleiki fans honum svo hræðilegur, að hann gal ekki til hans hugsað. Það voru þessar hugsanir sem trufluðu hann í starfinu og sviftu gæfu lians öllum Ijóma og gerðu hann órólegan og eirðar- lausan. Það var barið á dyrnar hjá honum. Sennilega þjónninn að spyrja um eitthvað. Walter svaraði önugur: „Kom inn!“ án þess að líta upp frá vinnunni. „Gotl kvöld, gamli vinur!“ var sag't með glaðlegri rödd. Ilann hrökk við, spratt upp úr sætinu og nú stóð hann augliti til auglitis við Harald Carsten. Ilann nnindi það ekki fyr en nú, að Haraldur hafði ákveðið að koma til Willielmstad í dag. Ilaraldur tók í hendina á honum, hallaði undir flatt og sagði, hálf vandræðalega: „Þú ert víst ekki reiður mjer lengur, og getur sjeð af nokkrum mínútum til að tala við mig? Þó jeg væri að leka niður af þreytu þá gat jeg ekki liugsað mjer að fara að hátta án þess að hitta þig fyrst og biðja þig fyrirgefningar.“ „Vertu ckki að eyða svona mörgum orð- um að jafnmiklu smáræði,“ sagði Walter og reyndi að brosa. „Sestu. Hjerna er stóll. En annars skal jeg ekki neita því, að mjer

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.