Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1941, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.10.1941, Blaðsíða 2
2 f ÁLKINN - GAMLA BÍÓ - ABE LINCOLN. Þær eru víst orðnar margar mynd- irnar, sem gerðar hafa verið af æfi hins vinsælasta Bandaríkjaforseta, sem uppi hefir verið — Abrahams Lincoln. En þar hefir jafnan verið lögð aðalálierslan á að sýna hetj- una og rjettlætispostulann, sem sá aunuir á öllum sem bágt áttu. Gamla Bíó liefir fengið nýja mynd og sjerstæða’ af lífi Lincolns, sem varpar talsvert öðru ljósi en venja er til á hinn mikla postula. Þarna er að vísu ekki dregið úr rjettlætis- kend hans, en hinsvegar er lundar- fari hans að öðru leyti lýst frá fleiri hliðum en venjulegt er. Til dæmis er ekki dregin fjöður yfir, að hann hafi átt bágt með að taka ákvarðanir, eins og oft .er um samviskusama menn, og að hann hafi stundum brostið hugrekki mjög tilfinnanlega. Það er hinn frægi rithöfundur Bobert E. Slierwoöd, sem var höf- undur að þessari skoðun, eða ljet liana að minsta kosti fyrstur í Ijós í leikriti sem hann nefndi „Abe Lincoln in Illinois“. Þetta leikrit vakti feikna athygli og fjekk Pulitzer- verðlaunin svonefndu, en það eru lrægustu bókmentaverðlaun í Banda- ríkjunum. Var leikur þessi sýndur átta mánuði samfleytt á Broadway- ieikhúsinu í New York og fór sigur- för þaðan víðsvegar um Bandaríkin. Höfundur leiksins samdi sjálfur kvikmyndaleik upp úr leikritinu og er því fylgt svo ítarlega sem kostur er. Og sami maðurinn sem ljek Lincoln í átta mánuði á Broadway, leikur sama hlutverkið i kvikmynd- inni. Er ]>að Raymond Massey. Auk leikhæfileika þykir hann hafa ýmsa nauðsynlega kosti til að bera í þetta hhitverk, t. d. munar ekki nema einum þumlungi á hæð hans og Lincolns (sem var 6 fet og 8 þuml- ungar enskir) og sömuleiðis er and- litsfall þeirra mjög svipað. Sagan hefst með því er Lincoln, tvítugur að aldri, tekst á hendur að l'Iytja svínalióp á pramma eftir Sangamon-ánni og kynnist Ann Ruth- ledge (Mary Howard) og verður ástfanginn af henni. Ann er heitin öðrum manni, en er hún hefir beðið lians tvö ár og allir telja liann týnd- an, lætur liún tilleiðast að játast Lincoln. En hún veikist og deyr áður en þau giftast — sama daginn og Lincoln er kosinn í fyrsta sinn á fylkisþingið í Illinois. Þessi árin er Lincoln að vinna sig upp, hann tekur við ýmsum trúnaðarstörfum og les lögfræði í tómstundum sínum og verður málaflutningsmaður. Og nú segir næst frá kynnum hans og Mary Todd (Ruth Gordon). Þau trúlofast og Mary þykist vita, að. Lincoln " eigi mikla framtíð fyrir höndum og sjálf er hún dugandi driffjöður til að knýa hann áfram. En það er til marks um istöðuleysi Lincolns, að hann fiýr á burt sama daginn og hann á að giftast — liug- ur hans er enn hjá Ann og nú reik- ar hann um mánuðum saman, uns hann loks hverfur heim aftur og biður Mary Todd afsökunar á hringl- inu og fær hana. Og þau giftast og 10 ár Hða og þau eignast fjóra drengi ...... Sagan af manninum Lincoln hefir víst aldrei verið betur sögð en í þessari mynd og hún er hrifandi. Auk leikenda þeirra, sem nefndir liafa verið má nefna Gene Lockhart, Dorothy Tree og Harvey Stephens. RKO-Radio Pictures hefir tekið myndina. Úr nýjasta leik Leikfjelagsins: Lilla mynciin sýnir Charleston viUwörð (Lárus Pálsson) og léeknisdótturina Bjarni Jónsson vigslubiskup og dómkirkjuprestur varð 60 ára þ. 21. þ. m. í tilefni af afmælinu kjöri guðfræðideild Háskólans hann heiðursdoktor í guðfræði. Bókafregn. SÖGUR PERLUVEIÐARANS. Sig. Helgason endursagði. Æskan gaf út. Æfintýri raunverunnar eru stund- um eins skemtileg og hin, sem látin eru gerast í liuga mannsins eða draumórum, og þau eru altaf fróð- legri. Sögur perhiveiðarans eru eitt af æfintýrum raunverunnar, hvort sem þau eru nú skáldskapur eða ekki, því að þau hafa á sjer ósvik- inn blæ raunverunnar. Höfundur þeirra er Henry \V. Lanier en sögu- maðurinn er Svíinn ’Victor Berge. Hvort hann hefir nokkurntíma verið til eða ekki, skiftir minstu máli — saga hans er jafngóð fyrir því. Hann er tíu ára drengur í Gast- rikelandi i Svíþjóð þegar hann byrj- ar að segja frá. Hugur hans stefnir lil hafs, og þegar hann hefir mist föður sinn fer liann í siglingar til framandi landa. Hann strýkur af skipi frá þrælslegum skipstjóra suð- ur í Afríku, kemst þaðan til Ástralíu og stundar þar skógarhögg og dýra- veiðar og næst fer hann til Java og annara suðurhafseyja og gerist perlu- veiðari. Þessar sögur er svo prýðilega sagðar, að þær hafa heillað æskuna, sem komist hefir í kynni við þær. Það ei u þessar sömu sögur, sem Sig. Helgason hefir endursagt og barna- blaðið „Æskan“ hefir gefið út i snoturri bók núna nýlega. Leikur enginn vafi á því, að ungir drengir lesa þessa bók sjer til mikillar á- nægju og fylgjast ýmist með hrifn- (Lótó Jónsdótlur). Stærri mgndin: og piparmeyna (Soffíu Guðtaiigs- Briggs verkamann (Br. Jóhannesson) dóttur). Friðrik Hansson, Bárugötu 5, varð 75 ára 23. þ. m. Frú Ólafía Kristrún Magnús- dóttir frá Brún á Stokksegri, nú til heimilis í Mávahlíð við Kaplaskjólsveg, verður 60 ára á morgun (25. okt.). Fyrst - og síðast - —.__________________________i ingu eða hluttekningu með liinum margvíslegu æfintýrum, sem Victor Berge upplifir í framandi og fjar- lægum löndum, ^ar sem svo margt er frábrugðið því, sem hjer er. MARGRJET EIRÍKSDÓTTIR píanóleikari efnir lil hljómleika í Gamla Bíó næstkomandi sunnudag. Þeir sein hafa haft tækifæri til að hlusta á þessa ágætu, ungu listakonu vita, að þar er góð skemtun í boði. Alt frá því að hún Ijet til sín heyra sem nemandi á Tónlistaskólanum hefir hún verið uþpáhald þess fólks, sem ann góðum píanóleik, og hjá henni hefir farið saman ágæt hljóm- listargáfa og óbilandi ástundun, svo að hæfni hennar fer sívaxandi. Að loknu námi i Tónlistarskölánum stundaði hún nám í tvö ár á Royal Academy of Music í London og vakti það mikla athygli, er hún, slúlkan utan af íslandi vann jiar heiðursverðlaun „Musical Feastivi- ties“ úr stórum hópi keppenda. Kennari hennar í London var próf. Y. Bowen og leikur liún meðal ann- ars Romance i g-moll eftir hann. En fyrsti þáttur skemtiskrár liennar er Preludia og fuga í g-moll eftir Bach-Szanto, næst kemur Kveðju- sónata Beethovens (Op. 81a — Kveðj- an — Fjarveran — Heimkoman), þá Théme et Variations, op. 72 eftir Glazounow og loks þrjú stykki: Conte op. 35 eftir Medtner, Romance eftir Bowen og Polonaise as-dur, op. 53 eftir Cliopin. pyrir tæpum hálfum mánuði hlust- uðu Reykvíkingar á Rögnvald Sigur- jónsson, sem vinnur sjer sem óðastvin- sældir um þessar mundir. Hinn ungi Tónlistaskóli í Reykjavík hefir á- stæðu lil að vera upp með sjer, jiví að þau Margrjet og Rögnvaldur eru bæði með fyrstu nemendunúm, scm liann útskrifaði. fi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.