Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.10.1941, Blaðsíða 6
ö F Á L Iv I N N LITLA S AQ AN. — Herbert C. Minter: SVARTI SAUÐURINN. T ÞRJÁR VIKUR haföi Stuart Wood haft nánar gætur á öllu, sem SibyJ Brandon tók sjer fyrir liend- ur, dag eftir dag og klukkutíma eftir klukkutíma. Ilann gætti þess vel að missa ekki af neinu og varðist að láta hann taka eftir sjer. Hvað eftir annað liafði liann tekið upp vasa- bók og sJu-ifað í liana stuttar setn- ingar, nafn, stund og stað. Þetta yrði legleg skýrsla — og ó- makslaunin eftir því! Á morgun stóð til að leggja skýrsluna fyrir Mark Brandon, klukkutima fyrir fundinn á skrifstofunni hjá málaflutnings- manni Brandons, en þangað átti Sibyl Brandon að koma með sinn málaflutningsmann til þess að semja um skilmálana fyrir hjónaskilnað- inum. Þeir mundu verða öðruvísi en hún hafði hugsað sjer. Þvi að vitanlega hafði hún hugsað sjer, að jafn ríkur maður og Brandon var, yrði að borga drjúga fúlgu til að fá frelsið aftur. Ef Sibyl Brandon hefði vitað, livað Stuart AVood vissi, mundi liún ekki -liafa verið svona óvarkár. En hún hafði auðsjáanlega engan grun um, að það var Grace Garvey Jeikkona, sem stóð á bak við óskir Brandons um að losna úr hjónabandinu. Það voru ekki nema blóðsugur, eins og miss Garvey, sem gátu komið manni eins og Brandon til að slá striki yfir allar siðferðilegar grundvallar- reglur, sem þau höfðu liaft í heiðri áður, og verða óvandir að meðulum og samviskulausir. Það nnin líka Jiafa verið miss Garvey, sem átti ]>essa hugmynd að fá einkanjósnara til að liafa gát á, hvað frú Brandon hefðist að. Stuart Wood var ekkert liissa á, þó að yfirgefin eiginkona leitaði samvista við Jaglegan ungan mann, —- liann hafði oft reldst á slikt um æfina. En hann liafði sjaldan vitað konu fara eins óvarlega. Oftast nær reyndi þesskonar fólk að fara í launkofa. En Sibyl Brandon gerði enga tilraun til að dylja sífelda sam- fundi sína með Jim Tract. Eins og nú i kvöld — hann fór með henni inn í ibúðina hennar svo allir sáu. Stuart Wood umlaði af ánægju, er hann skrifaði síðustu minnisgreinina í vasabókina sína, áður en hann fór heim til að skrifa skýrsluna. Morguninn eftir sat hann ásamt Brandon á skrifstofu málaflutnings- mannsins og beið. Kveðjurnar voru formlegar og stuttar, þegar frú Brandon kom inn ásamt málaflutn- ingsmanni sínum. — Jeg hjelt, að það væru ekki aðrir en málsaðilarnir og Jögfræði- legir ráðunautar þeirrar, sem ættu að vera hjer viðstaddir, sagði mála- fJutningsmaður frú Brandon og leit ltornauga til Stuart Wood. — Fáið þjer yður sæti, sagði mála- fiutningsmaður Brandons ærið borg- inmannlega. — Þetta er herra Wood, einkanjósnari. Hann er viðstaddur Theodor Árnason Merkir tónsnillingar lífs og liðnir: lijerna í tilefni af skýrslu, sem liann liefir gefið lir. Brandon, og sem liann ætlar að stáðfesta að ykkur viðstöddum. Þjer liafið verið mikið með ungum manni, sem lieitir Jim Tract, upp á síðkastið, frú Brandon? — Já, svaraði Jiún liiklaust. — Mikið! — Jæja, þjér kannist við það. Þjer Iiafið hitt hann svo að segja daglega á ýmsum stöðum ■— jeg sje lijer nöfn á ýmsum litlum, afsíðis veit- ingaliúsum, sein —- hm — leynilega trúlofað fólk er vant að hittast á. — Alveg rjett. — Þessi ungi maður liefir tvívegis verið hjá yður alla nóttina. — Þrívegis, leiðrjetti luin. — Hann var hjá nijer I nótt líka. Hann héfir verið hjá mjer, þegar mjer hefir liðið illa og jeg hefi verið hrædd við að vera ein. — Frú Brandón -— ])etta veit jeg ekkert um, sagði málaflutningsmað- ur hennar órór og þurkaði sjer um ennið. —■ Jeg —■ jeg sting upp á, að við frestum þessum fundi, þangað til jeg liefi fengið ítarlegri upplýs- ingar í málinu. — Jeg kýs, að við höldum áfram, sagði frú Brandon hátt og skýrt. — Ungi maðurinn, sem skýrslan snýst um, situr hjerna úti í biðstofunni. Hann átti að koma hingað og bíða, ef jeg þyrfti á honum að halda. Viljið þjer biðja hann um að koma inn. — Góðan daginn, herrar mínir, sagði ungi maðurinn og glotti. — Þið vitið allir, hvað jeg heiti, svo að jeg þarf ekki að segja ylckur það. Jeg skal bara bæta þeirri skýringu við, að jeg er svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Komdu sæl aftur, Si- byl! Jeg þykist vita, að þorparinn hafi byrjað atlöguna. — Það er annað, sem þjer þurfið að gefa skýringu á en ])að, að þjer sjeuð svarti sauðtirinn í fjölskyldu yðar, sagði Brandon reiðilega. •— Það keniur mjer ekkert við, en það er ýmislegt annað, sem mjer kemur við. — Jeg hjelt að það væri fullnægj- andi skýring, sagði ungi maðurinn og brosti. — En jeg skal fúslega útskýra þetta nánar. Jeg er svarti sauðurinn i fjölskyldu konunnar yð- ar. Afar ljettúðugur ungur maður, sem gerði svo margt fyrir sjer, að það varð að koma honum á burt og fá hann til að skifta um nafn. Og sjerstaklega mátti jafn siðavand- ur maður og Mark Brandon ekki fá að vita, að hann væri til. Eigi að síður er hann albróðir frú Sibyl Brandon. — E-eruð — þjer — —• bróðir liennar? — Já, bróðir, sem hún gerði orð, þegar maðurinn hennar brást henni verst. Og svarti sauðurinn kom undir eins, því að Sibyl systir lians var cina manneskjan, sem mundi eftir honum eftir að liann var farinn. Svarti sauðurinn hefir lært að hafa augun hjá sjer og hann ■ tók brátt eftir njósnunum, sem herra Brandon liafði úti. Hann sagði systur sinni, að lnin skyldi ekki láta á neinu bera. Þau liittust á stöðum, þar sem auðvelt var að njósna um þau. Það var bara leitt, að njósnarinn skyldi ekki lieyra, hvað þau töluðu saman um — leitt fyrir hann sjálfan og herra Brandon. Jeg gaf henni nefni- lega skýrslur um mínar eigin njósnir. Jeg liefi líka skrifað skýrslur. Þar koma nöfnin Marlc Brandon og Grace Garvey afar oft fyrir. Þegar sú skýrsla hefir verið lesin, herrar mínir, geri jeg ráð fyrir, að rjetti timinn verði kominn IH, að nefna fjárupphæðir. HarnEmann- íeögarnip i. Johan OIc Emil Horneman. Ekki er þessa heiðursmanns getið í þessum þáttum vegna þess, að hann væri stór- brotinn lónshillingur eða víðfrægur. En rjett þykir þó að nefna hann vegna þess að þeir eru æði margir af hinni eldri kynslóð vorri, sem eiga lionuni gott að gjalda frá bernsku- árum sínum og æsku, þó að þeir viti annars engin deili á honum önnur en nafnið og það, að á „píanóskóla" hans lærðu þeir og þær að stauta stafróf hljómlistarinnar fyrst. „Píanó- skóli Hornemans" mun mörgum vera minnisstæð bók, því að lnin var um langt skeið og til skannns tima notuð því nær eingöngu við kenslu í pianó- leik hjer á landi eins og í Danmörku. Og með þessum „skóla“ var svo þeg- ar fram í sótti, notað ýmislegt fleira eftir Horneman við kensluna, eins og „Femtonige Smaastykker“, „Vilde Roser“ og fleira þess háttar, alt prýðilegar tónsmíðar á sínu sviði, og ágætlega frá þeim gengið til kfenslu- nota, þó að nú þyki þær líklega úr- eltar. Nú, — og svo kannast margir við smálögin eftir Horneman, sem einu sinni voru á hvers manns vörum hjer á landi, eins og t. d. „Höjt fra Træets grönne Top“, „Natten breder sine Vinger,“ „Kongernes Kohge“, svo að nokkur sjeu nefnd af lianda- hófi, — og enn má nefna „Den gang jeg drog afsted.“ Og enn er sú ástæða til þess að jeg vil kynna Horeman gamla hjer, að mjer er ekki grunlaust um að þeim sje ruglað saman, feðgunum. En Horneman liinn yngri var miklu stór- brotnara tónskáld en faðir hans og naut alhnikillar virðingar erlendis einkum í Þýskalandi. En það er til- gangurinn með þessum þáttum, að þeir geti orðið mönnum tii nokkurs fróðleiks. Johan Horneman var sonur mikils- virts málara (Christian H. — 1765— 1844) í Kaupmannahöfn, fæddur 1809. Var upphaflega lil þess ætlast að hann yrði listmálari eins og faðir lians, en hann fjekk jafnframt til- sögn í píanóleik hjá föður sín- um og síðar hjá tónskáldinu Kuhl- au og varð brátt all snjall píanó- leikari, enda hneigðist hugurinn fremur að hljómlistinni en málara- listinni og var það ])á látið gott heita, að hann gerðist hljómlistar- maður. Hann hafði ofan af fyrir sjer með kenslu um langt skeið og gat sjer góðan orðstýr sem kennari, enda var liann um nokkurra ára bil liljóm- listarkennari við konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn. Tónsmíð- arnar fjekkst hann við í tómstund- um sínum, rjett eins og þeir Árni Thorsteinsson og Sigvaldi Kaldalóns, enda varð hann aldrei miklu stór- brotnari en þeir, þó að hljómfræði- mentun og leikni hefði hann meiri. En þegar hann var tæplega fertug- ur, hætti hann kenslustörfunum og stofnaði listverslun (málverka- og nótnabúð) í fjelagi við annan mann. Þetta fyrirtæki dafnaði sæmilega, cn á öðru braski tapaði H. stórfje, og gekk þá úr fjelaginu um verslunina. Nokkru síðar stofnaði hann svo nýtt verslunarfyrirtæki, í fjelagi við son sinn, Christian, og stjórnaði því til dauðadags (1870). Nokkru áður en hann byrjaði fyrra verslunar-fyrirtækið, birtust fyrstu tónsmíðar hans á prenti (1842) frá þýskum nótnaútgefanda: Douze Cap- rices pour le Picmo. Þessum tónsmíð- um var svo vel tekið, að Horneman mun hafa hugsað sjer, að búa svo i haginn, að liann gæti gefið sig sem mest að skáldskapnum eftirleiðis, og það verið ástæðan til þess að haiin hætti hinum þreytandi kenslustörf- um og lagði út i verslunarfyrirtækið, þar sem hann hugðist með því fá meiri tíma aflögu til þessara uppá- halds iðkana sinna. Enda var það mál fróðra manna, sem kyntu sjer þessar fyrstu pianó-tónsmíðar lians, a^ þær lofuðu miklu. T. d. hafði Schumann skrifað um þær mjög lofsamleg ummæli. Mun liafa verið ætlan Hornemans að leggja út í stórvirki á þessari braut, — en af því varð þó aldrei. Jeg er ckki svo fróður, að jeg geti um það sagt, liver orsökin var. En eitt sinn hlýddi jeg á tal gamalla tónlistarmanna danskra, á námsárum mínum í Kaupmanna- höfn, sem voru að ryfja upp liitt og þetta um Horneman gamla. Um skáld- gáfu hans voru þeir ósammála. Iljelt annar því ’fram, að hún hefði aldrci mikil verið, — eða ekki stórbrotnari en það sýndi, sem hann hefði eftir sig látið. Hinn var mjög á annari skoðun. Hann hjelt því fram að Horneman liefði í rauninni verið miklu meira tónskáld en nokkurn grunaði, og frábærilega vel að sjer í hljómfræði. En að ])að hefði verið „braskið“ og verslunaráhuginn, sem alt eyðilagði, svo að hann kom aldrei neinu í verk af því, sem honum var þó hugleiknast, og sem hefði verið honum Ieikur einn að verða frægur fyrir, ef liann hefði gefið sjer tíma til þess frá fjármála-„stússinu“ og verslunar-áhyggjum. Hvað sem um þetta er, þá birtist aldrei annað eftir hann en „smá- perlur“, en margt af því eru clýrar perlur þó að þær láti ekki mikið yfir sjer. Einhvefntíma heyrði jeg það um Horneman sagt, að hann væri „dansk- astur“ allra danskra tónskálda. Það er liklega nokkuð til i þessu, og eru þetta góð eftirmæli. ÞAÐ ER HOLT AÐ FASTA. Gerir fastan líkamanum gagn eða ógagn? spyrja menn. Læknarnir svara þessu þannig: Fyrstu klukku- tima föstunnar hætta meltingarfæri likamans að starfa og eðlilegur sult- ur gerir ekki vart við sig. Takist m^nni að vinna bug á sultinum fyrstu 24 tímana langar mann ekk- ert í mat fyrst um sinn. Því að nú er líkaminn byrjaður að eyða forða þeim af næringarefnum, sem í lion- ura býr, fitu og vöðvum. í þessum forða eru geymd öll þau eiturefni, sem safnast hafa fyrir í likamanum. Þau eyðast um leið og eytt er af forðanum. Líkaminn eyð- ir þeim um leið og íiann eyðir nær- ingarefnunum. Þessvegna er heilsu- bót að föstunni, sje hún gerð með skynsamlegum hætti og undir lækn- iseftirliti. Meðan eiturefnin eru að eyðast kemur oft skán á tunguna. En þeg- ar eðlilega liungrið byrjar aftur, þá hverfur skánin. Þá má ekki fasta lengur. Þvi að nú er varasjóður lík- amans tæmdur og eiturefnin horfin úr likamanum. Og sje þá lialdið áfram að fasta, er ekkert fram- undan nema hungurdauðinn. Það cr mjög misjafnt, hvc líkaniinn er auðugur að næringarforða og þess- vegna er það líka mismunandi, hve langar föstur fólk þolir sjer að skaðlausu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.