Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1941, Síða 10

Fálkinn - 31.10.1941, Síða 10
10 F Á L K I N N O VHCt/W LE/£NMIRMtR Prófpaunirnar þrjár. fSP^s® p'lNU SINNI var kongur, sem átti engan son, er gæti tekiS við rikinu, þegar liann dæi. Þessvegna kallaði konungur til sín hirðgaldra- inanninn og sagði við liann: — Þú verður að finna einhver ráð 1il þess, að jeg geti eignast verðugan eftirmannl Hann á að vera ungur og frískur, en liann verður tíka að vera'vitur og hygginn, því að annars er hann ónýtur til þess að stjórna ríkinu. Segðu nijer nú, hvernig þjer finst jeg eigi að snúa mjer í þessu! Galdramaðurinn liugsaði sig um dálitla stund. Hann átti sjálfur son, sem hann langaði mikið til að gæti orðið konungur, og nú datt lionum i hug, að ef hann færi að með klók- indum, þá gæti hann komið þessu til leiðar, úr því að hann fengi sjálfur að leggja á ráðin. Og nú talaði hann fram og aftur við konginn þangað til þeir urðu sammála um, hvernig fara skyldi að. Skönnnu seinna voru boðberar sendir um alt ríkið til þess að tilkynna áform kongsins — eða rjettara sagt galdramannsins. Þeir hoðberarnir auglýstu, að allir ungir menn milli átján ára og þrí- tugs ættu að koma i konungshöllina. Þar yrðu þrjár prófraunir lagðar fyrir þá, og sá sem svaraði þeim hest, skyldi verða konungur eftir gamla konginn. Skömmu síðar fóru ungu mennirn- ir að safnast hundruðum saman í höllina til þess að sækja um kon- ungsembættið. Og i hópnum var ung- ur viðarhöggsmaður, sem allir hinir umsækjendurnir litu til með fyrir- litningu. Hann lijet Jón og var fá- tækur piltur og umkomulaus. Og hann státaði ekki af neinum ln-eysti- verkum, sem hann hefði unnið, eða af jiví, hve stór og sterkur hann væri. En liann notaði augun og eyr- un vel, tók eftir öllu, sem fram fór kringuin hann, og hann hugsaði meira en flestir hinna. Þarna í hópnum var líka sonur galdramannsins. Hann leit fyrirlitn- ingaraugum til flestra hinna, því að hann þóttist viss um, að liann væri allra manna færastur til að ráða þrautirnar, sem fyrir hann yrðu lagðar. Nú fóru þeir inn, hver af öðrum, en komu aftur i sömu röð eftir stutta stund og enginn þeirra hafði ráðið þrautirnar. Loks voru ekki aðrir eft- ir en sonur galdramannsins og Jón. Þeir áttu að fara inn sarnah. Kongurinn sat i hásætinu sinu og var skelfing þreytulegur. En fyrir framan hann stóð galdramaðurinn og sagði: — Nú ríður alt á því, að nota augun vel. Lítið nú vel í kringum ykkur lijerna inni í þessum sal og farið svo inn í stofuna, sem er lijerna til hliðar. Þið komið svo inn þegar konguroinn kallar til ykkar og þá eigið þið að segja, h’vað þið sjáið nýtt hjer inni, sem þið sáuð ekki áðan. Jeg ætla nefnilega að breyta mjer i einhvern hlut, og ef þið sjáið, hvaða hlutur það er, þá hafjð þið leyst fyrstu þrautina! Þeir skimuðu nú liátt og lágt um allan salinn og fóru svo inn í stof- una. Eftir stutta stund kallaði kong- urinn til þeirra og þeir komu báðir inn aftur. En nú hafði galdramaður- inn sagt syni sinum áður, hvernig liann ætlaði að breyta sjer, svo að það var liægur vandi fyrir hann að fara til konungsins og hvisla að honum, livað það væri. En Jón ljet ekki hugfallast; hann athugaði sinn gang og kom auga á svartan demant í kórónunni kongsins, sem hann hafði ekki sjeð áður. Og nú sagði hann upphátt: — Svarti demanturinn þarna var þar ekki áðan — þetta hlýtur að vera galdramaðurinn! Þetta reyndist rjett. Demanturinn breyttist samstundis i galdramann- inn, sem leit byrstur til Jóns viðar- höggsmanns. Enginn þeirra, sem áð- ur höfðu verið þarna inni, höfðu getað leyst þessa þraut. En nú kom sú næsta. Sonur galdramannsins leit enn með lítilsvirðingu til Jóns; hann fór til kongsins og hvíslaði aftur, hvað nú væri orðið úr galdramanninum, en Jón skimaði kringum sig í salnum. Loks sagði liann: Gólfdúkurinn fyrir framan hásæti konungesins var ekki með sama lit áður og hann er nú. Jeg er viss um, að galdramaðurinn hefir breytt sjer i gólfdúk og að gamli dúkurinn liggur undir liinum! í sama bili stóð galdramáðurinn andspænis lionum og var nú enn reiðilegri en áður, því að Jón hafði átt kollgátuna. En samt var galdra- 'maðurinn ekki orðinn vonlaus uni konungstign sonar síns ennþá, þvi að ein þrautin var eftir. Kongurinn liafði ekki verið cins heimskur og galdramaðurinn hjelt. Hann liafði orðið foi’viða á því undir cins eftir fyrstu spurniiiguna, hve —- Unga dóttirin ú heimilinu hef- ir fengið heimsókn. S k r í 11 COWRIGMT PtB BOX 6. COPtNMAGEN. Adamson sem vindlakveikjavi og -slökkvari. fljótur galdramannssonurinn var að ráða fram úr sjónhverfinguin föður sins, en Jón hafði gáð miklu betur kringum sig og þurft tima til að liugsa sig um. Svo að nú vildi kongsi sjálfur taka til sinna ráða. Þegar galdramaðurinn ætlaði að fara að umhverfa sjer í þriðja skift- ið sagði kongurinn: — Nú vil jeg að þú breytir þjer í vínglas. Þarna standa þrjú glös á borðinu og þú getur gert þig að víni > í einu þeirra. Ef þeir geta rjett háðir, þá verðum við að leggja fyrir þá eina þrautina enn. Galdramaðurinn reyndi að malda í , móinn, en kongurinn sat við sinn keip og hinn varð að hlýða. Þegar galdramannssonurinn kom inn hvísl- aði hann þegar í stað að konginum: — Hann faðir minn breytti sjer i fiðrildi, sem.... — . ...sem hvað? tók kongurinn lram í. Hvar er þetta fiðrildi? Sonur galdramannsins skimaði kringum sig, svo kom fát á hann og honum varð orðfall, því að þarna var ekki nokkurt fiðrildi. En nú gekk Jón fram og sagði? — Jeg sá þrjú tóm glös lijerna áð- an, en nú er vín í einu þeirra! Jeg ætla að taka það og drekka skál konungsins! í sama biíi og hann greip glasið stóð galdramaðurinn fyrir framan liann og var hamslaus af reiði. En glasið datt úr hendinni á Jóni. — Jón hefir sigrað! sagði konung- urinn, og þegar galdramaðurinn lieyrði það, þá varð hann svo hrædd- ur og reiður, að hann þaut á burt með son sinn. Hann vildi ekki vera nærri ungum manni, sem var jafn hygginn og Jón, sem altaf hafði sjeð í gegnum það, sem hann gerði. En kongurinn varð guðsfeginn að losna við galdramanninn og gerði Jóji undir eins að prins og eftir- manni sinum. Hann var viss um það, gamli kongurinn, að landið mundi fá góðan konung þegar hann hrykki upp af sjálfur. Skotinn: — Gœtuð þjer að minsta kosti ekki lúlið gjafdmœlirinn liætlu að gnnga? — Hvernig kunnið þjer við mjju rafmagnsþurkuna mína?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.