Fálkinn - 27.02.1942, Síða 5
F Á L K I N N
ó
menningur þar nyðra liafi borið liið
fylsta traust til rjettsýni valdsmanns
sins og óhlutdrægni í dómum hans
og úrskurðum. Verður þá ekki held-
ur sjeð, að Þórður ætti alla sina em-
bæltistíð, nokkurn tíma í útistöðum
við nokkurn af sýslubúum og voru
þó meðal þeirra ýmsir hjeraðsríkis
menn og stórbokkar, sem ógjarnan
vildu láta sinn hlut, er því var að
skifta. Hitt er þó enn eftirtektar-
verðara, að af öllum þeim dómum,
sem hann dæmdi á 38 árum, verður
ekki sjeð að áfrýjað hafi verið til
æðra dóms nema 12 máluni alls.
Og af þessum málum hlutu aðeins
tvö ómerkingardóm i yfirrjetti, en i
öðru þeirra staðfesti hæstirjettur
dóm Þórðar! 1 þriðja málinu hefir
dómur Þórðar að vísu verið stað-
festur af yfirrjetti, en þar er honum
þó dæmd 30 dala sekt fyrir, að
hann byggi dóm sinn „mest og best
á eigin meðkenningu hins brotlega
um þýfið, en ekki á gildum vilnum"
og yfirgengur sú sakargift leik-
mannsvit þess er þetta ritar.
Svo sem alkunna er var yfirrjett-
ur framan af mjög natinn við að
leita uppi alt, sem til áfellis mátti
lclja undirdómurum við rannsókn
mála og meðferð alla í hjeraði og er
slíkt síst að lasta, þótt mann furði
á, hve grimmur Magnús konferens-
ráð einat't var sem dómstjóri i garð
undirdómaranna. Því fremur er á-
stæða til að veita því eftirtekt, sem
segir í dómsástæðum yfirrjettar i
einu máli, sem Þórður Björnsson
hafði dæmt, en verið skotið til
yfirrjettar. Orðin eru þessi: „Rjetti-
lega hefir hjeraðsdómurinn með sínu
snjalla og löggrundaða, slcarpvitra
forsvarsskjali fyrir dómi sínum,
skorið úr því efamáli, hvort kgl.
brjef 25. júlí 1808 § 10 hafi hjer
innleitt dönsk og norsk laga-ströff
fyrir lausaleiksbrot, með neitun þess
o. s. frv. Voru þetta meiri „com-
pilment" úr penna Magnúsar kon-
ferensráðs, en undirdómarar höfðu
átt að venjast síðan er yfirrjettur
komst á laggirnar og verður ekki
skýrara vitnis krafist um hvert á-
lit dómstjóri hefir haft á Þórði sem
lagamanni. Annar dómurinn, sem
yfirrjettur ógilti fyrir Þórði var um
eignarrjett Múlakirkju að Þeista-
reykjariámum svonefndum, en sig-
urinn varð Þórðar alt að einu áður
lauk, þvi að hæstrjettur staðfesti
hjeraðsdóminn að öllu leyti, og
Joótti vegur Þórðar vaxa mjög við
þau úrslit. Það, sem Þórði sýslu-
manni var til sjerstaks lofs talið i
nýnefndum loflegum ummælum
sjálfs yfirrjettar-dómstjórans, stóð í
beinu sambandi við þann þátt í
dómarastörfum Þórðar, sem alla tið
einkendi þau, hve óljúff honum var
að heimfæra til fslandi nokkur þau
dönsk lög, sem að hans áliti ga!
vafi leikið á, að hefðu hjer full laga-
gildi! En með því vildi hann forð-
ast það sker, sem mörgum dómur-
um og yfirvöldum hafði hætt til að
rekast í og einatt hafði komið til
leiðar vandkvæðum og ósamhljóðan
í lieimfærslu laga hjer á landi.
Þórði Jónassen (síðar dómstjóra
landsyfirrjettarins) sem um þriggja
ára skeið hafði verið skrifari nafna
síns í Garði, farast um húsbónda
sinn látinn orð á þessa leið (i eft-
irmælum, prentuðum í Viðey 1847):
„Hann skrifaðist á við ýmsa laga-
menn um rjettan skilning á þeim
lagaboðum, sem mikið var i varið
og útgengu fyrir Danmörku. en
einkum Ijet hann sjer ant um að
kynna sjer það, hvernig dómsstól-
arnir skildu og heimfærðu lögin og
hverjar grundvallarreglur, einkum
i sakamálum, ættu sjer jDar stð, og
hjelt liann þessu áfram meðan haun
lifði“. Þess má einnig geta, að sjálfur
amtmaðurinn, Slefán Þórarinsson,
iileit það ekki undir virðingu sinni,
að leita álits þessa undirmanns síns
austur i Aðaldal, um skilning á
ýmsu í lögum, sem amtmanni sjálf-
um þótti tvirætt eða val'asamt.
í uppskrift á dánarbúi Þórðar í
skiftáprótokolli sýslunnar sjer þess
glöggan vott á skránni yfir bækur
sýslumanns, hve góðan bókakost
han hefir búið við að því er snert-
ir þá fræðigrein, sem honum lá
næst sem lögfræðilegum embættis-
manni og hve honum hefir leikið
hugur á að „fylgjast sem best með“,
með því fram á síðasta æfiár, að
útvega sjer það, er merkast birtist á
bókamarkaðinum lögfræðirita. En
hitt er ekki síður eftirtektarvert,
hversu bókaskráin einnig ber það
með! sjer, að hann hefir til dauða-
dags varðveitt dálæti sitl á guð-
vísindalegum ritum og viðað að
sjer ýmsum bókum af því tæi, sem
mest orð fór af. —-
Hvað eftir annað kom það fyrir,
að Þórði sýslumanni voru falin sem
setudóniara mál í öðrum hjeruðum,
bæði í Eyjafirði (prótokollsmálið)
og í Múlasýslum. Þannig átti hann
sumarið 1801 lengi við rannsókn
máls út af ólöglegri fjárupptekt og
kyrsetningu á vörum, tilheyrandi
prestunum Skafta Skaftasyni frá
Skeggjastöðum og Stefáni Einars-
syni á Sauðanesi, sem danskir
assistentar og faktor við verslun á
Vopnafirði höfðu orðið sekir um.
Dæmdi Þórður assistentum og faktor
20 rdl. sekt til hvors prests, 30 rdl.
í málskostnað og 5 rdl. til latækra.
Tveim árum síðar (1803) dæmir
Þórður, staddur að Hólmum i Reyð-
arfirði, í „slagsmála-máli“, sem
Guðmundur sýslumaður Pjetursson
hafði höfðað gegn faktorunum i
Eskifirði, Lever og sjerstaklega G.
A. Rosing „fyrir illyrði, bit, hráka,
löttraðk o. 1'1.“ Kom ýmislegt merki-
legt fram í því máli, einkum varð-
andi Guðm. sýslumann og bar eitt
vitnið þar, „að sýslumaður G. P.
snart altíð þegar hann hafi komið
til þeirra dönsku kaupmanna (í
Vopnafirði, Seyðisfirði og Eskifirði)
hafi leitast við að fornerma þá og
oftast verið mikið drukkinn." Urðn
dómsúrslit þau, að „Rosing dæmd-
ist til að sverja, að hann hafi ekki
bitið sýslum. G. P. í kinnina, að
öðrum kosti greiði hann 30 rdl.
Fyrir 2 högg, sem Rosing hafi
gefið G. P. samt lyrir jarðvarp
greiði hann 3 lóð silfurs eða 27 rdl.,
en 3. höggið falli niður. Fyrir farar-
tálma og sársauka greiði hann 10
rdl., en í málskostnað 20 rdl.“
Árið 1809 braust, sem kunnugt
er, Jörgen Júrgensen, hundadaga-
konungur, til valda úti hjer. Eins
og samgöngum innanlands var hátt-
að í þann tíð, voru frjettir einatt
lengi að berast af Suðurlandi norð-
ur í Þingeyjasýslu, og skotspóna-
frjettum var illa treystandi svo hætt
sem altaf var við, að þær hefðu
aflagast á langri leið. Ræður því að
líkum, að mönnum hafi í fyrstu
veitl örðugt að leggja trúnað á aðr-
ar eins furðufrjettir og þær, að
æðstu valdsmenn landsins — sjáll'-
ur stiftamtmaðurinn, bæjarfógetinn
og einn af dómurum yfirrjettarins
— hefðu verið fangelsaðir suður í
Rvík, og þá ekki siður aðrar eins
uppreisnar-frjettir og þær, að öllun:
dönskum yfirráðum og stjórn í
landinu væri lokið, allir danskir
yfirvaldsmenn reknir úr embættum
og allar danskar verslanir gerðar
upptækar! Þó urðu menn að ganga
úr skugga um, hver alvara væri
hjer á ferðum, er sjálfur valdræn-
inginn, Júrgensen kom norður i júli-
mánuði. þótt síst yrði sagt, að hann
kæmi þar með fríðu föruneyti, þar
sem af 5 er með honum fóru í
ferðina aðeins einn níaður var eftir
af fylgdarliði hans, er hann eftir
þetta tíu daga ferðalag hjelt aftur
innför sína í höfuðstaðinn! í Jör-
undar sögu dr. Jóns Þorkelssonar
(bls. 87) segir, að Þórður sýslumað-
ur „liafi ætlað að taka á móti
Júrgensen með mannafla, ef liann
kæmi norður yfir Vaðlaheiði“. En
Jörundur komst aldrei svo langt,
svo að þeim gat ekki lent saman
þótf Jörundur flæktist norður i
land. Á hverju dr. .1. Þ. annars
byggir þetta, hefir þeim, er þetta
ritar, ekki tekist að grafa upp og
er næst geði að ætla að þetta sje
ekki annað en tilbúningur til orð-
inn löngu eftir að þessir viðburðir
gjörðust.
Hvenær Þórður í Garði hefir feng-
ið fyrstu fregnir af því, er hjer var
að gerast, verður ekki sagt með
neinni vissu. Þó eru allar líkur til.
að fregnin um norðurkomu Júrgen-
sens hafi hafi fljótt borist austur í
Aðaldalinn og þá um leið sú fregn,
að ,Stefán amtmaður hafði færst
pndan að gegna embætti undir hinni
nýju stjórn. En stjórnarvaldatilkynn-
inguna um hið nýja fyrirkomulag
á stjórn landsins hefir Þórður ekki
fengið fyr en 28. eða 29. júlí, og þvi
liefir ekki komið til lians kasta að
lýsa afstöðu sinni til hinnar nýju
landsstjórnar fyrri. En eftir mót-
töku auglýsingarinnar hefir hann
ekki látið löngum togum skifta að
taka þessa afstöðu, því að 2—3
dögum síðar (1. ág.) hefir hann
beðist lausnar frá embætti sínu og
embættisstörfum. Með því nú að
ekki er til neitt uppkast að lausnar-
beiðni Þórðar, er ókunnugt, hvaða
ástæður hann hefir borið fram
fyrir lausnarbeiðninni, en af upp-
kasti Júrgensens að svari hans við
henni, er auðráðið, að hún hefir
verið dagsett 1. ág.; en lausnarveit
ingin er aftur dagsett 10. ág. Sama
dag hafa þeir báðir Stefán amtm.
og Gunnlögur Briem sýslumaður
verið leystir frá embættum og hef-
ir hinn setti nýi amtmaður Guðin.
sýslumaður Scheving flutt öll þrjú
lausnarveitingarbrjefin með sjer
norður, er hann kom þangað ný-
dubbaður, til þess að taka við virðu-
legu amtmannsembættinu. Þegar
Þórður sýslum. þreni vikum eftir
að hann hafði afsalað sjer embætti
sínu, gefur í brjefi til liins setta
amtmanns, kost á sjer til að halda
áfram embættisstörfum til næsta
vors, þá er þetta síst að skoða sem
vott þess, að hann hafi „sjeð sjer
þann kost vænstan að friðmælast
við þá Jörund og G. Scheving“, eða
að honum „hafi verið alveg hætt
að títast á blikuna“, eins og Helgi
Briem að orði kemst í hinni fróð-
legu doktorsritgjörð sinni. Sýslu-
maður tekur það sem sje fram i
brjefi sínu, að hann geri þetta „eft-
ir beiðni umtnumnsins (þ. e. Schev-
ings) sjálfs“. Hefði sýslumaður gert
þetta til þess að friðmælasl við
Guðm. Scheving og Jörund, hefði
hann naumast farið að setja nokkur
skilyrði. En skilyrðin eru þau, að
hann þurfi engan nýjan embættis-
eið að vinna, er skuldbindi liann
til að hylla stjórn erlends ríkis, en
megi fylgja þeim lögum, sem hingað
til hafa gilt, að stjórnin veiti hon-
um lost laun fyrir yfirstandandi ár
(til 1. júlí 1810), er nenri 200 rdl.
og að hann hafi fult frelsi til að
leggja niður embætti frá 1. júlí 1810,
ef honum bjóði svo við að horfa,
þykkjulaust af halfu stjórnarinnar.
En fyrsta skilyrðið er hins vegar
þess eðlis að Jörundi hefði verið
ómögulegt að sinna þvi, ef fram-
hald hefði orðið á hinu nýja stjórn-
arfyrirkomulagi: Hitt má jafnvíst
telja, að Guðm. Schevinc/ hafi verið
hætt að lítast á blikuna, er hann
beiddi Þórð að halda áfram til
vors. Hvort sem það nú er að skoða
sem i vilmælaskyni mælt af Boga
í sýslum.æfnm (II. 143), að Jör-
undur hafi „neytt“ Guðm. til að taka
að sjer amtmannsembættið, eða þar
er um sögulegt rjettliermi að ræða,
þá var Guðm. nógu mikill vitmaður
til þess, að það gæti dulist honum,
hve erfitt mundi reynast að reka
amtmannsstarfið með tvo bónda-
menn í sýslumannssætum í Eyja-
fjarðarsýslu og Þingey.jarsýslu, þar
sem voru jieir Páll Benediktsson á
Munkaþverá og Gísli Jónsson um-
boðsmaður á Breiðumýri. En setn-
ingarbrjef hins siðarnefnda hafði þó
verið sent Þórði sýslumanni, og
var enn ekki komið í hendur Gísla.
Hins vegar kynni það að hafa rek-
ið á eftir Þórði sýslumanni, að hon-
um sjálfum hafi fundist hans kæru
Þingeyingar verða hart úti, ef þeim
yrði settur ekki meiri maður en
Gísli var, til að vinna þar sýslu-
mannsverk, og þetta meðfram orðið
þess valdandi, að hann gaf kost á
sjer, með ákveðnum skilyrðum þó,
til að þjóna embættinu lil næsta
vors, samkv. beiðni Guðmundar.
Umrætt brjef Þórðar sýslumanns
var ritað 23. ág„ en hefir aúðsjáan-
léga ekki verið komið lil amtmanns-
ins 25. s.m„ þvi að þann dag rit-
ar Scheving Þórði sýslumanni og
„ítrekar skipun sína (og Júrgen-
sens) um að sýslumaður bjrt’i aug-
lýsingar Jörgensens og skrásetji og
geri upptækar. altar verslanir (þar
í sýslu) án undantekningar, ásamt
húsum þeirra, verslunaráhöldum og
lausafje öllu, og sendi amtinu jafn-
skjótt skýrslu um, að ]jað hafi fram-
lcvæmt verið. Að amtið hefir þerin-
an dag ekki verið búið að fá brjef
Þórðar frá 23. ág„ er ennfremur
auðsætt af því, að i þessu brjefi
amtmannsins er Þórður beðinn um
að tilnefna einhvern dugandi mann
til að gegna sýslumannsstörfum tii
bráðabirgða, „ef svo fari, að hann
vilji ekki gegna embættinu áfram
(sem amtið óski, að hann geri)“
— en sú klausa staðfestir bersýni-
lega það, sem áður segir, að það
hafi verið eftir beiðni amtmanns,
að Þórður gaf kost á áframhahlandi
þjónustu með nefndum skilyrðum.
Af þessu brjefi hins setta amt-
mánns má loks einnig ráða, að
Þórður sýslumaður hefir látið sjer
hægt um að birta auglýsingu Júr-
gensens um valdatöku hans og þá
eins um að gera upptæka verslun-
ina á Húsavík (þvi að um aðrar
verslanir var ekki að ræða, þótt
amtmaður segi „allar versláriir").
Þvi að öðrum kosti hefði Scheving
ekki farið að ítreka skipun sína
þar að lútandi. Og sennilega hefir
Þórður aldrei framkvæmt þær skip-
anir, því að þar sem hann fjekk
áldrei svar við brjefi sínu til Schev-
ings 23. ág„ hefir hann skoðað sig
lausan allra mála við sýsluna sam-
lcvæmt lausnarveitingunni, þótt ekki
hefði hann afhent embættið; en
þetla kemur aftur heim við brjef
Þórðar til Stefáns amtni. 9. sept.,
þar sem hann tjáir sig fúsan lil að
taka aftnr við embættinu.
Niðurlag þessa þáttar um
Þórð Björnsson sýslu -
mann verður birt f næsta
tölublaði.