Fálkinn - 27.02.1942, Page 8
8
F Á L K I M N
TF) JÓÐSÖGUR segja frá göml-
um hringum og öðru erfða-
góssi, sem ávalt flytji eigendum
ógæfu. Ef maður fer að blaða
dálítið í þessháttar'sögum, kemst
maður oft að þeirri niðurstöðu
sem líka má þykja fyrirfram
nærtækust — að kynjarnar í
sambandi við atburðinn sjeu eig-
inlega ekki stórfeldar. Því að
það er eðlilegt mál, að dýrmætir
hlutir gangi i erfðir, og að arf-
ur hljótist í sambandi við dán-
ardægur. Þessvegna sameinist
tvent: dýrmætið og dauðinn í
endurminningu þess, sem arfinn
hlýtur. Auðvitað getur skýringin
verið sú, að hið dýrmæta veki
upp ágirndina, og hún hefir sjer-
staka hæfileika til að vera undir-
rót alls ills. En stundum nægir
þessi skýring ekki — stundum
er það í raun og veru eins og
vondu ástríðurnar geti dregið
einskonar djöfullegt andrúmsloft
að ákveðnum hlut, andrúmsloft,
sem stafar frá sjer lygi og svik-
um, hatri og eitri, svo að þetta
verki eins og hluturinn sjálfur
geymi í sjer spilta sál, sem hugsi
um ]>að eitt að verða öðrum til
bölvunar.
Manni liggur nær að halda,
að þesskonar illvilji hafi búið í
háu klukkunni, sem gestgjafinn
í Eystra Törslev eignaðist fyrir
nærfelt lnindrað árum. Það var
síl'lakkandi prangari, sem kom
með liana á bakinu, hagsandi
og haltrandi, síðla nætur. Þetta
var gainla manninum þung hyrði
og undir eins og liann kom inn
úr dyrunum rjetti hann úr sjer
og Ijet klukkuna nema við gólf-
ið, svo að dynkur heyrðist í.
Það var hlátl áfram óhugnan-
legt að heyra, hvernig undir tók
i klukkunni.
„Get jeg fengið húsaskjól
hjerna?“ spurði gamli maðurinn
og málhreimur hans var urg-
andi og brakandi, eins og það
væri klukkan sjálf, -sem talaði.
Ivresten Madsen var um og ó
að hýsa þesskonar umrenninga.
Hann svaraði þessvegna ekki
heint, að góðum og göinlum
Svend Borberg:
SIGURVERKIÐ
jóskum sið, heldur úli á þelcju:
„Hvaðan kemurðu?“
„Frá Nohiskrog,“ ískraði i
gamla manninum og hann kýtli
sjer niður undir gólf til þess að
ná burðarböndunum af öxlunum
á sjer — böndunum, sem hann
hafði borið klukkuna í.
Kresten Madsen hrökk í keng.
Því að vísu er Nobiskrog bær,
sem liggur suður við Gyllingás,
en það er nú einu sinni svo, að
í Jótlandi er það siður, að kalla
dauðann sjálfan „manninn frá
Nobiskrog“ eða „manninn frá
Nobisse“. Og þessi gamli maður
gat ómögulega verið þaðan, eftir
málfæri hans að dæma, og ekki
gat hann liafa komið þaðan síð-
ast, nema liann hefði komið
fljúgandi.
„Fyr má nú vera óravegur-
inn,“ sagði gestgjafinn eins og
i gamni.
En hinn svaraði engu.
Kresten Madsen gaut augun-
um til hans. Honum fanst gamli
maðurinn hanga svo einkenni-
lega þarna í böndunum án þess
að hreyfa sig.
„Gengur nokkuð að yður?“
sagði Kresten Mladsen upphált,
ekki beinlínis til að fitja upp á
samtali við gestinn, heldur til
þess að reyna að kæfa niðri i
sjer einhvern kynlegan ótta, sem
að honum hafði sótt. En það
kom ekkert svar. Þá vatt gest-
gjafinn sjer, þótt þungur væri
á sjer, fram fyrir afgreiðslu-
borðið og að manninum. Hann
sá þegar, að liann var dauður.
Hann laut niður að líkinu og tók
á augnalokunum: Jú, það var
ekki að efa það. Kresten fjell á
knje og signdi sig.
En um leið og hann stóð upp
var þvi likast, að mannhæðar-
há klukkan rjetti úr sjer bak
við gamla manninn. Hún hafði
farið að ganga um leið og hún
rakst í gólfið og það glampaði
á skífuna á henni í bjarmanum
frá borðlampanum, sem stóð á
afgreiðsludiskinum. — Kresten
fanst eins og hann stæði aug-
liti til auglitis við lifandi veru.
Og þessi vera hafði hart hjarta,
sem brakaði í, og hvislaði í
rykkjum: „Sjá — sjá! sjá — sjá!
Það dró allan mátt úr Kresten
gestgjafa. Það var eins og þessi
stóra klukka hefði kramið þenn-
an litla, gamla mann, sem var
bundinn við hana, og væri nú
að hrósa sigri. Ósjálfrátt hvísl-
aði Kresten orðið, sem vant var
að nota sem heiti um svona
merkilegar klukkur, á hans
gamla sveitamáli: „Sigur-verk!
Sigur-verk!“
Svo hristi hann sig. Hann
fann, að eitthvað varð hann að
gera, svo að á skyldi sjá, að
hann væri liúshóndi í sínu heim-
ili — liann yrði að koma klukk-
unni á sinn stað. Fyrst leysti
liann höndin til þess að losa
klukkuna við það, sem henni
lylgdi, og svo færði hann hana
út að þilinu inn í krók. Svo fór
hann að athuga líkið. Engin skjöl
voru á manninum, en talsvert
af peningum. Iíresten var lieið-
arlegur maður og ljet pening-
ana vera. Svo lyfti liann likinu
upp og setti það við borðið og
tók pinklana, sem gesturinn
hafði verið með og raðaði þeim
á borðið. í þeim var auðsjáan-
lega ekki annað en klútarusl og
pjötlur, eins og pjötluprangarar
eru vanir að hafa með sjer á
flakki sínu.
En úti i horninu stóð klukkan
og hvíslaði sitt eilífa: „Sjá —
sjá! sjá — sjá! Og Kresten gat
omögulega stilt sig um að horfa
þangað. Þetta var ljómandi fal-
leg klukka. Hann gekk að lienni
og grannskoðaði hana í krók og
kring. Kassinn var vandaður og
sterkur, efst á honum voru út-
skornar blómamyndir. Á gul-
bleikri skífunni voru myndir af
öllu himinhvolfinu með sól,
tungli, stjörnum og plánetum og
dýramerkjunum — Birninum,
Hrútnum og Fiskamerkinu. —
Gangurinn var skýr og regluleg-
ur. Hann rjetti varlega upp hend-
ina og flutti vísirinn nærri því
klukkutíma fram með fingrin-
um, svo að klukkan sló. Hann
hörfaði ósjálfrátt eitt skref aft-
ur á bak. Þetla var svo liátíð-
legt. Þetta var hljómur! Og nú
laukst upp hleri og þar kom
út kona, — riddarakona, og
hún virtist vera hrædd við eitt-
hvað. Og svo kom maður með
brugðið sverð, sem var að elta
hana. En þá hvarf hún inn í
myrkrið um aðra lúku og ridd-
arinn á eftir henni og svo skullu
báðir hlerarnir aftur. Kresten
Madsen sá ganginn í þessu út og
inn. Ef flökkuprangarinn hefði
lifað gat það hugsast, að hann
hefði getað gert verslun við
hann. Annað eins liafði nú skeð!
Svona mönnum var að vísu
nauðugt að láta úti beinharða
peninga og Kresten var einn af
þeim, sem átti hágt með að
sjá af þeim kringlóttu. En það
var oft hægt að hafa kgup á
hinu og þessu. Það var stund-
um hægt að láta gesti jeta ým-
islegt út, og það var ekki altaf
sem það vissi hvers virði það
var, sem það hafði handa á
milli. Og Kresten sjálfur var svo
einkennilega ómóttækilegur fyr-
ir tilhoð prangaranna. Hvað
hefi jeg að gera við ruslið ykk-
ar? sagði hann oft. ,Hann safn-
aði ekki þessháttar það var
satt. En óðalsherran á Hanbjerg,
liann Kilericli, var sólginn i
ýmislegt þesskonar og kom oft
á krána, til að vita livort liann
gæti ekki komist yfir eitthvað
gamalt dót.
Kresten klóraði sjer bak við
eyrað. Bölvunin var sú, að eig-
andinn skyldi vera dauður. Það
var of seint að versla við liann.
Hann yrði þá að ákveða verðið
sjálfur! — Það var þungt að
drasla með heila klukku á bak-
inu og eigandinn hefði auðvitað
orðið guðs lifandi feginn að
losna við hana. Hann hafði of-
gert sjer á þvi að burðast með
hana og eflaust hefði honum
fundist það gott og kristilegt
mannkærleikaverk af Kresten
hefði tekið liana upp í nætur-
greiða og mat. En nú hafði
hann hrokkið upp af áður en
hann hafði neitt nokkurs, en
vitanlega gat Kresten eklcert
gert að því. Og ekki komst hann
hjá að liýsa liann um nóttina,
það var auðvitað mál.
Rjett svona fyrir siðasakir
tók Kresten fjórir ölkrúsir, sem
hann liafði verið að þvo þegar
flakkarinn kom inn, og setti
þær á borðið hjá dauða mann-
inum. Svo kallaði hann á son
sinn og vinnumanninn og sagði
þeim frá hvernig maðurinn
hefði komið inn fyrir klukku-
tíma. Hann henti á klukkuna —
það var komið fram yfir háttu-
mál. Þeir liöfðu kaupslagað um
klukkuna og komið sjer sarnan
gesturinn hafði fengið það sem
hann setti upp og þeir höfðu
drukkið kaupskálina. En svo
hafði gesturinn hnigið fram á
horðið og var dauður. — Þeir
báru líkið út í hlöðu.
Fólkið í sveitinni gaf þessum
athurði lítinn gaiim. Það lá
við að það hrærðist yfir því,
að Kresten skyldi ekki semja
stóran reikning á dauða mann-
inn. Nú var liægt að koma hon-
um í gröfina fyrir þessa pen-
inga, sem hann hafði haft á
sjer.
Kresten þóttist viss um, að
enginn mundi draga i efa, að
hann væri vel að klukkunni
kominn. En fyrsta kvöldið var
honum þó eitthvað einkenni-
legt innanbrjósts þegar hann
gekk að klukkunni. Hann stóð
gleitt fyrir framan hana þegar
liún byrjaði að slá, og konan