Fálkinn - 27.02.1942, Síða 12
F Á L K I N N
LUKKULEITIN
ÁSTARSAGA EFTIR LUDWIG BLÚMCKE
FRAMHALDSSAQA
- 17. -
á það framar. .Icg hefi tekið niína ákvörð-
un og hún er órjúfanleg.“
Þau gengu nokkur slcref þegjandi. Svo
muldraði Haraldur, með grátstafina í lcverk-
unum: „Jeg hefi gerspilt líl'i þínu og besla
vinar míns.“
XI. KAPÍTULI.
SÍÐAR um daginn sátu þau hæði við
rúm sjúklingsins, Pjeturs Tönnings.
Þau höfðu komið honum fyrir upp i
gestalierberginu, þar sem Königsberg kap-
leinn hafði verið til skemsta. Og pjönkur
lians voru komnar þangað líka.
Pjetur var með óráði. Hann talaði um
hina fáránlegustu hluti. Haraldur og Ingi-
björg höfðu ekki sinnt órum hans lengi vcl,
en nú fóru þau að taka eftir. Litli ameríski
drengurinn, sem hann var altaf að þvæla
um, og sem hann sagðist hafa bjargað fró
druknun við strandið -— hver gat það verið
annar en Walter Hartwig. En hvaða sam-
hengi var milli björgunar hans og allra
peninganna og gömlu kistunnar, sem Pjetur
var altaf að rausa um annað veifið?
Læknirinn kom. Hann sá, að hitinn var
afarmikill og slagæðin mjög veik. Það var
na?sta lítil von um að Pjetur þyldi þessa
ágjöf, sjerstaklega vegna þess að lvann
hafði lifað svo slæmu lifi. Hann átti ekkert
mólstöðuafl — hjartað var komið að nið-
urlotum.
Haraldur sat einn hjá sjúklingnum um
kvöldið, eftir að húma lók. Alt í einu opn-
aði Pjetur Tönning augun og horfði á hann.
Það var auðsjeð, að Imnn var með fullu
ráði. Hann spurði hann að ýmsu og sagði
svo, liægt og með erfiðismunum: „Þakka
vður fyrir, að þjer björguðuð lífi mínu og
möður minnar, Carsten. Mitt líf er nú að
vísu einskis virði .... það er bölvuðu
hrennivininu að kenna. Guð fyrirgefi mjer
það alt. En jeg þurfti að gera dálitla játn-
ingu áður en jeg dæi .... Þjer eruð vin-
ur Walters Hartwig .... segið honum það
og biðjið liann að fyrirgefa mjer . . . .“
Haraldur laut niður að sjúklingnum, sem
hneig nú máttlaus niður á koddan aftur.
Haraldur þóttist vita, að hjer væri um citl-
hvert leyndarmál að ræða, sem varðaði vin
hans. Bara að Pjetur skildi ekki við áður
en hann gæti sagt frá því.
„Hvað . . . . á Hartwig að fyrirgefa . . ?“
„Að jeg stal frá honum þegar hann var
barn .... þegar jeg bjargaði honum. I vasa
gamla mannsins, sem dó heima hjá okkur,
var hrjef frá móður Hartwigs og tólf hundr-
uð mörk i peningum. Brjefið var til móð-
urföður Hartwigs.“
Nú brást honum röddin.
„Hvar er þetta brjef?“ spurði Haraldur
og tók hendinni undir höfuð sjúklingsins,
eins og til að reyna að fá dauðann til að
doka við, þangað til þessi mikilsverða upp-
lýsing væri gefin.
„í gulum vaxdúkspoka í kistunni þarna.
Jeg faldi það, svo að það skyldi ekki koma
upp um mig. En það hefir kvalið mig i öll
þessi ár. Jeg vjldi óska, að jeg hefði' ekki
gert það.“
Hálftíma siðar var Petur Tönning liðinn.
Haraldur sagði Bertel Amrum frá þessari
játningu Pjeturs og nú fóru þeir að leila
að brjefinu í sameiningu. Ingibjörg lcomst
í ákafa geðshræringu er hún heyrði þetta.
Það var eins og hana grunaði, að þetta
brjef mundi breyta lífsrás WTalters algerlega.
Haraldur fann gula vaxdúkspokann neðst
niður á kistubotni, undir fötum og allskon-
ar undarlegum gripum og minjum frá ýms-
um löndum veraldar. Það var hátíðlegt
augnablik, er hann tók brjefið út úr um-
búðunum og braut það sundur. Pappírinn
var gulnaður og feyskinn og sumstaðar var
skriftin ólæsileg. En nafnið og heimilis-
fangið var hægt að lesa.
?,Hr. Konstantín Sökelund í Bremen.“
Haraldur las brjefið upphátt með hrærð-
um huga, en fólkið hlustaði á með lárvot-
um augum. Öllum var það sama í hug: að
el' Pjetur hefði ekki drýgt þennan glæp þá
hefði W7alter aldrei alist upp hjá þeim og
orðið þeim svo lijartfólginn, að þau sökn-
uðu hans öll og liðu hans vegna.
„Svo að faðir hans heitir Konstantin
Sökelund — maðurinn, sem við auglýstum
árangurslaust eftir,“ sagði Bertel Amrum
hrærður. „Og hann á lieima i Bremen, svo
að ekki var nú langt að leita. Skyldi hann
vera á Jífi ennþá? Hann hefir vist ekki látið
sjei mjög hugarhaldið um, að ná í barn
dóttur sinnar, annars skyldi maður halda,
að hann hefði átt að geta sjeð auglýsinguna
frá okkur, sem stóð með feitu letri í flest-
um blöðum í landinu. Líklega hefir hann
verið harðbrjósta maður, úr því að hann
sló hendinni af dóttur sinni, fyrir það, að
hún gifti sig móti vilja hans.“
„Við verðum að gera alt, sem í okkar valdi
stendur, til að finna Walter, finst þjer það
ekki, pabbi?“ sagði Ingibjörg, sem skalf
ennþá af geðshræringu.
„Hversvegna rak jeg hann burt af heim-
ilinu?“ stundi Amrum. „Jeg kallaði hann
afa, lians harðbrjósta mann. Jeg hefi ekki
verið síður harðbrjósta sjálfur."
„Þú vissir ekki betur en hann hefði gerl
sig sekan i glæpsamlegu athæfi,“ sagði Kar-
en, sem i-eyndi að hugga hann.
„Hvernig gátum við trúað því um hann,
Karen?“
„Já, hvernig gátum við trúað því? Við
hefðum átt að þekkja liann betur en svo
— við sem höfum verið svo gæfusöm að
ganga honum í foreldra stað síðan hann
var fjögra ára barn.“
Haraldur stóð og barðist við grátinn. Loks
var hann oflirliði borinn. Grátandi eins og
barn bað hann enn einu sinni fósturforeldra
Walters og Ingibjörgu fyrirgefningar á öll-
um þeim harmi, sem hann hefði bakað
þeim með ljettúð sinni.
Neðan úr stofunni heyrðist ljett og glað-
leg rödd.
Ingibjörg tók í öxlina á Haraldi.
„Þurkaðu af þjer tárin, góðurinn minn,“
sagði lnm með hluttekningu. „Jeg heyri
rödd Ivirstínar niðri. Hún má ekki hitta þig
grátandi. Því að þetta er gleðidagur hjá
henni."
„Ó, Ingibjörg, hvernig á jeg að sanna
henni, að jeg sje orðinn annar maður en
ljettúðugi væskillinn, sem jeg var þcgar
jeg f.ór?“
„Þú sannaðir það í nótt, HaraJdur.“
Og ])að var ekki erftitt að sjá, að Kirstín
trúði þvi. Hún faðmaði hann og Ijómaði al'
fögnuði. Þetta urðu hrífandi endurfundir
og ennþá áhrifameiri vegna alvörunnar, sem
hvíldi yfir fólkinu á Bólstað.
Hið viðburðaríka ár var nú að enda, en
ekki hafði Haraldi Carsten tekist að finna
Walter, þrátt fyrir allar hugsanlegar til-
raunir.
Og fólkinu á Bólstað varð órórra eftir
því sem á leið. Peningarnir, sein Königs-
berg háfði lofað, komu nefnilega ekki.
Ingibjörg var annars hugar og hugur
hennar fjekk enga hvíld. Ef Königsberg
hjeldi ekki loforð sitt um að senda pening-
ana, gæti hún talið sig óbundna af heiti
sínu. Þá kæmist hún að vísu hjá að giftast
honum, en hinsvegar yrði hún þá að horl'a
upp á þá miklu raun, að foreldrar hennar
yrðu að yfirgefa hús og heimili og komast
á vergang.
Wrentzel okrari taldi sjer víst, að hann
vrði eigandi að Bólstað í janúar. Hann var
þegar farinn að þinga við liúsameistara um
byggingu og fyrirkomulag á stóru sumar-
gistihúsi á Bólstað.
Haraldur Carsten hafði farið til Englands
aftur en kom heim til þess að halda jólin
hjá föður sínum. Hann heimsótti Amrums-
fjölskylduna undir eins fyrsta daginn, sem
hann var heima. Honum fanst þau öll hafa
breyst mikið meðan hann var í burtu. Sorg-
ir og áhyggjur höfðu rist einkenni sín í and-
litin á þeim. Það var mál til komið, að
hann kæmi og reyndi að ljetta áhyggjun-
um af þeim.
, Bertel frændi, jeg þarf að tala svolítið
við þig einslega,“ sagði hann.
„Um Walter?“ sögðu þau öll einum
rómi.
Haraldur hristi höfuðið.
„Ónei, því miður er það ekki. Þrátt fyrir
alla mina leit, þá hefi jeg ekki hugmynd
um, hvar hann er niðurkominn. En það
eru aðrar áhyggjur, sem mig langar til að
ljetta af ykkur. Mjá jeg tala við þig einan,
svolitla slund, Bertel frændi?“
Þær mæðgur stóðu upp og fóru hljóðlega
ú.t úr stofunni.
„Bertel frændi, jeg hefi lengi vitað, að þú
varst í fjárhagsikröggum og að þær stafa
ekki síst af þvi, að þú varst að laka skyndi-
lán til þess að forða Walter frá refsingu.
Líttu nú á, Bertel. Það var ekki hann held-