Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1942, Side 14

Fálkinn - 27.02.1942, Side 14
1*1 JP Á L K í N N Það er mikið talað um það að berjasí gegn dgrtíðinni. Ef það er meiningin að heyja baráttuna moð fleiru en orðum einum, þá er hér merki henn- ar, raunverulegt oi> á- þreifanlegt. TIP TOP er óviðjafnan- legt þvottaduft er enn selt sama verði og haustið 1939. I>að kost- ar í búðum 0,75 pk. M Á N A stangasápa í svörtustu blettina. — María Stuart er komin. Bókin kom í bókaverslanir nýlega. Harmsaga Maríu Stuarts er sígilt dæmi um hina ótæmandi og eggjandi dul sögulegra viðfangsefna. Naumast hafa jafn- miklar bókmentir: sorgarleikir, skáldsögur, æfisögur og deilurit, orðið til um nokkra aðra konu i veraldarsög- unni. í meira en þrjú hundruð ár liefir hún stöðugt freist- að skáldanna og fræöimannanna, og enn i dag krefst persónuleiki þessarar konu nýrrar mótunar með sama krafti og áður. í augum sumra er hún morðingi, annara píslarvottur, einn telur hann vélráða, annar dýrling. María Stuart er ein af hinum sjaldgæfu en eggjandi kon- um, sem lifa aðeins skamma stund. Blómgun þeirra er skiimm en ör, þær hlossa upp í ástríðuofsa stuttrar stund- ar. Stefan Zweig hefir skrifað bókina, en Magnús \fa gnússon ritstjóri snúið henni á íslensku. Þetta er skemtileg bók og eiguleg. BÓKAVERSLUN ÍSAFOLDAR. NÝKOMIÐ „Drene“ Shampoo í glösum og' pökkum. Sverrir Bernhöft h.f. Sími 5832. FRÁ SVÍUM. Frh. af bls. 3. leyfi verið tekið á því i mörgum löndum. Firmað Skánska Cement hcfir gefið tekniska háskólanum í Stockholm' 1 Vj miljón króna lil jiess að halda uppi rannsóknum á sem- enli og steypu. Kornuppskera Svíþjóðar. var með minna móti á síðastliðnu sumri. Af liveili og rúgi varð upp- skeran aðeins 7091 al' meðaltali ár- anna 1933—37. Uppskeran varð iíka Ijeleg árið áður. Þessvegna verða Svíar að drýgja mjöl sitt i vetur með því að blanda maísmjöli og kartöflum í mjöl það, sem notað er til brauðgerðar. Svía vantar efni í blendingsmálma. Við herslu stáls og bræðslu ýmsra málma er blandað ýmsum sjaldgæf- um málmefnum til þess að bæta þá. Suma þessa bætimálma eiga Svíar i jörðu en aðra verða þeir að flytja inn, en vegna stríðsins eru nú mikb ir annmarkar á þeim innflutningi. Á vénjulegum tímum nota Svíar t. d. um 8000 tonn af mangan, en framleiða sjálfir aðeins fjórðung þess magns, og erfiðleikum er bund- ið að auka þá framleiðslu. Birgðir eru nokkrar í landinu, en mjög tví- sýnt um að innflutt mangan fáist. —- Al' krómi eru notaðar um 5000 smálcstir. Sá málmur finst varla í Svíþjóð. Siðan styrjöldin bófst hafa Svíar fengið nokkuð af krómi frá Rússlandi, en nú er fyrir það tekið. Nikkel er nú skamtað og notkun þess, sem var um 2000. tonn á ári, hefir verið takmörkuð. Þetta el'ni er til í Sviþjóð og ráðgert að vinna það til bráðustu nauðsynja. Af öðrum efnum má nefna wol- fram, molgbden og iranadium. Al' fyrst nefnda efninu notuðu Svíar fyr um 400 tonn á ári, en nú má ekki nota nema brot af því. En efnið er til í Svíþjóð. Hinsvegar finsl molybden hvergi í sænskri jörð, en talsverðar birgðir voru til af því í stríðsbyrjun og dálítið hefir verið flutt inn síðan. Hafa Svíar notað um 150 tonn á ári af þessu efni. Af vanadium nota Sviar um 40 tonn og verða að flytja það alt inn. Loks nota þeir um 50 tonn af kobolt, en líkur eru til að þeir geti unnið þnð heima fyrir. Svíar auka herflotann. Það er enn í fersku minni, að Svíar mistu þrjá tundurspilla við sprengingu siðastliðið haust. Hefir verið ákveðið að smíða þrjá tundur- spilla í skarðið. Verða þeir af sömu gerð og nýjustu tundurspillar flot- ans, 1100 tonn að stærð og kosta um 12 miljón krónur hver. Þeir verða betnr vopnaðir en núverandi tundurspillar Svia. Er nú verið að bjarga tundurspillunum, sem fórust og einn þeirra, „Göteborg“, hefir þegar náðst upp. Herfloti Svia liefir stækkað veru- lega síðan stríðið hófst, þvi að l'jöldi tundurspilla, kafbáta, tundur- skeytabáta og tundurduflaslæðara hefir verið smíðaður. Skip af þess- um tegundum sem smíðuð hafa ver- ið siðan 1939 eða eru enn í smíð- um, eru milli 80 og 90 talsins. Enn- fremur eru tvö Ijett beitiskip í smiðum. — Þá hafa ýms eldri skip verið endurbætt, svo að orustugildi þeirra er stórum meira en áður var. Tvö þeirra skipa eru tilbúin, strand- varnaskipin „Manligheten“ og beiti- skipið ,,Fylgja“. Stefni og yfirbygg- ing þessara skipa hefir verið breytt, nýjar fallbyssur settar í skipin og varnartæki gegn loftárásum aukin. Einnig hefir sprengjubeitiskipið ,,Clas Fleming" verið yngt upp. Svíar hal’a sennilega í ntarga ára- tugi átt betri flota en nokkur önnur smáþjóð í Evrópu, en nú er hann stcrkari en nokkurntíma fyr. Kjarni sænska flotans eru „vasa-orustuskip- in“ þrjú: „Sverige“, „Gustaf V“. og „Drottning Victoria“ og hafa þau 28 sentimetra fallbyssur að aðalvopni. Þá eru ýms hin eldri strandvarna- skíjj vel vopnuð, þó að orustugildi þeirra sje minna en hinna áður- nefndu. Og við þennan flotastofn bætist í sífellu fjöldi af ljettari skip- um, eins og áður gctur. Og meðan á stríðinu stendur liafa mörg kau]i- lör verið vopnuð og eru notuð sem hjálparbeitiskip. Klukkan, sem gengur hjálparlaust. Á landsetri einu nálægt Örebro i Svíþjóð er klukka, sem aldrei befir verið dregin upp síðan 1916. Orku sína fær hún frá loftþyngdarbreyt- ingum, en þó er svo í haginn búið að þó að engar loftþyngdafbreyting- ar yrðn í tólf mánnði þá gengnr klukkan samt. í klnkkunni eru sjö lofttæmdar blikkdósir og jiegar loft- þyngdin verkar á þær lyfta þær lóðinu, sem knýr verkið áfram. Klukkan hefir gengið hárrjett þessi 25 ár og ekkert þurft að sinna henni nema að bera á hana olíu stöku sinnum. Sá sem smíðað hefir jjetta furðuverk heitir Th. Dieden og er óðalseigandi en hefir gert ýmsar uppgötvanir. SIGURVERKIÐ. Frli. af bls. !). ldukkan tala svo Iiátt, að allir gætu heyrt. „Sjá,“ — öskraði hún. ,£já!“ Rödd hennar var kynlega hlakkandi. Kresten fanst þetta óvarlegt. Þvi að ein- hverntíma mundu allir sjá, og það voru aðeins þau tvö, klukk- an og hann, sem áttu sök á aliri þessari niðurlægingu. Og dagurinn kom. Bændurnir höfðu mist alla virðingu fyrir junkaranum liann var ekki annað en fáráðlingur og argasti fylliraftur. Þeir vanræktu vinn- una á óðalssetrinu og þegar ráðsmaðurinn fann að við þá, glottu þeir framan í liann. Einn daginn þegar liann reiddi keyr- ið til höggs þá rifu þeir það af honum og hörðu hann til óbóta. Og ekki dugði ráðsmanninum að kæra fyrir húsbóndanum. Hann skifti sjer ekkert af hú- skapnum. Sektirnar sem ráðs- maðurinn gerði bændunum, gaf óðalsherrann þeim jafnóð- mn eftir á kránni á kvöldin. En ráðsmaðurinn, sem var hættur að þora að sýna sig á almannafæri, gerði syni junk- árans boð inn i höfuðstaðinn. Og hann kom. Og hann fjekk að heyra alla söguna um óheillaklukkuna. Ilann fór til Krestens og bauð honum 400 ríkisdali fyrir hana. En Kresten var óbifanlegur. „Ilún verður hjer meðan jeg lifi,“ sagði hann. Nifitirlag i mesla blaði.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.