Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.04.1942, Blaðsíða 4
L 4 F A L K 1 N N Hjá Gurkhunum f Nepal Við rætur Himalayfjalla er lítið konungsríki, sem heitir Nepal, einkennilegt land með risavöxnum fjallgörðum og frumskógum. Þar eru birnir, leopardar, tígrisdýr, nashyrningar og fílar og þar búa bestu hermenn heims- ins, Gurkharnir. En Nepal er afskekt land og þangað koma fáir. "plNHVERNTÍMA á „tertier"- tímabili jarðsögunnar kom stærsta fellingin sem menn -þekkja á jarðskorpuna, því að j)á myndaðist Himalayafjallgarð- urinn, sem er tvo þúsund kíló- metrar á lengd og átta kíló- metra hár.. Mannavegirnir yfir þennan fjallgarð eru torfærir og liggja um brött skörð. Við rætur fjallgarðsins eru breiðir og bugðóttir dalir, sem ný- ir, lægri fjallgarðar greina frá indverska láglendinu. Nált- úran sjálf befir varið þessar dalabygðir svo vel, að við höf- um lítil kynni af þeim og fólk- inu, sem þar byggir. Þarna inni í fjöllunum er hæsti tindur lieimsins, Mount Everest, 8802 metra bár og enn ósigraður af mönnunum, og þar er fjöldi annara tinda, sem enginn hefir stígið fæti sínum á. Fyrir nokkr- um árum bárust fregnir um, að á jiessum slóðum hefðu sjest spor eftir kynjadýr einhver, sem menn vita ekki deili á. Landið fyrir norðan fjallgarð þenna, Tíbet, er viðfrægt, m. a. fyrir það, að Evrópumönnum hefir verið meinað að koma þangað. En í suðui’hlíðum Himalaya er annað land, Nepal, sem einnig hefir verið lokað hvíturn mönnum og er það enn. Jafnvel erindrekar indversku stjórnarinnar fá ekki að koma þangað nema með sjerstöku leyfi og er vörður látinn fylgja þeim er þeir ferðast um land- ið. Þó er ekki svo að slcilja, að Iitið sje hornauga til Erópu- manna þai’na og eigi þarf fylgd- arlið til að verja líf aðkomu- inanna. Hinsvegar er lífshætta að ferðast um í Tíbet. Það er undai-legt andstæðu- land, þetta litla konungsríki. Efri liluti þess er ségilegt fjall- lendi en neðri hlutinn frum- skógur með 3000 millimetra úr- komu á ári og þar herjar mýra- kalda átta mánuði af árinu. Þetta æfagamla konungsríki stendur Indlandi miklu framar í allri menningu og síðustu hundrað árin liefir því verið stjórnað með „nýtísku“ fyrir- komula,gi, þ. e. a. s. meira eða minna einveldi, af allsráðandi forsætisráðherrum. Saga Nepals hverfur í myrk- ur mörg hundrum árum fyrir Krists fæðing. Vera má að land- ið hafi verið bygt tugi þúsunda af áruin, því að þjóðsögur herma, að dalirnir milli fjall- anna, sem nú eru frjósamasti hluti landsins, liafi verið fullir af vatni, og fellur j)etta saman við reynslu vísindanna. I kenn- ingurn prestanna og á vörum al- jjýðunnar er þessum vötnum fljettað inn í helgisagnii-nar og lieita vötnin J)ar „tjörn orms- ins“. Kunnugt er að ýmsir jijóð- flokkar liafa sest að i Nepal, liver eftir annan, húið jiar um hríð og síðan flúið fyrir nýjum og voldugri landnemum. En á- vall hafa orðið eftir einhverjar leyfar af þjóðinni sem fyrir var. Siðasta jjjóðflutningaaldan flæddi yfir Nepal úr norðurátt. Mongólskur þjóðflokkur, sem líktist Japönum mjög í sjón, ruddist inn í Tíbet norðanfrá, en hvaðan hann er kominn i fyrstu vita menn ekki. Með Jæss- um þjóðflokki kemur nefnið Gurkha, sem meðal annars er frægt orðið af sögum Kiplings, fyrst lil sögunnar. Það er mjög að verðleikum, að Kipling hefir vegsamað þennan þjóðflokk J)ví að hann stendur hátt að greind og menningu. Fjallaloft- ið í Tíbet liefir kælt í honum hlóðið forðum daga og forðað honum frá úrættingu Indverj- anna. lijá Gurkhum er athafna- fýsnin ennjiá rik og jieii’ eru dugandi og framtakssamir. Fyrst urðu þeir frægir fyrir Jiátttöku sína í indversku upp- reisnarbaráttunni. Þeir sáu hvað verða vildi og afrjeðu að veita Bretum lið. Komu þeir eins og skriða norðan úr fjöllunum og „sepoyai’nir“ indversku stóðu þeim ekki snúning, en flýðu úr hverri orustu. Eftir það urðu gurkharnir úrvalslið í her Breta í Indlandi. Og hvarvetna liafa þeir getið sjer orðstír, í styrj- öldunum við Kurda, í heims- styrjöldinni síðustu og víðar. f einu tilliti sverja þeir sig Jió í austurlandaættina: Nepal hefir öldum saman verið víg- völlur furstaætta, sem börðust um völdin í landinu. Á fyrra helmingi nítjándu aldar kvað sjerstaklega mikið að Jiessum horgarastyrjöldum, og þá voru það tvær drotningar sem börð- ust um völdin. Loks vai’ð yngri drotningin hlutskarpari — Mah- arani Laksmi Devi lijet liún. Varð liún einvöld í landinu. Við það lækifæri var íbúum eins hæjarins hegnt með Jivi, að skera nefið af þeim öllum og hærinn heitir enn Jiann dag í dag Naskpitur — Nefskor- innabær. Þegar hefndirnar eftir styrj- öldina stóðu sem hæst og Laks- mi drotning stóð í liallarglugg- anum og horfði á lijóna sina hálshöggva ýmsa „föðurlands- svikara“ — atburðurinn er í sögunni kallaður: Blóðbaðið í Kot — har gest að .garði: ætt- ingja forsætisráðherra drotn- ingarinnar. Þessi ættingi, Jung Bahadur — þjóðhetja Nepals og einn af merkilegustu mönn- um Asíu og gurkahermenn lians skutu bráðlega loku fvrii’ allar innanlandserjur. Þetla var um 1845. Jung Bahadur stjórnaði land- inu í þrjátiu ár með likum liætli og siðaðir Evrópukonungar. Að vísu sat konungsmynd í hásæt- inu, duglitill og dáðlaus ræfill, sem bókstaflega varði öllu lífi 'sínu til að láta myrða forsætis- ráðlierra sinn, en enginn tók liann alvarlega. Þó að konung- ur ofsækti í sífellu Jung Balia- dur Jiá varaðist hann að gera nokkuð tí hluta konungsins til hefnda, Jiví að samkvæmt lög- um Nepals er konungurinn frið- helgur og Jung vildi ekki brjóta Jiau lög. Meðan konungurinn var að leggja á ráðin um nýjar morðtilraunir kom Jung á um- bótum í landinu, bætti sam- göngurnar, kom póstferðum á og hreytti ’ gömlum ofbeldislög- um í mannúðar átt. Síðan Nepal misti Jiennan frá- bæra stjórnanda og atorkumann hefir landið að jafnaði átt því láni að fagna að eiga dugandi stjórnarforseta, og liafa þeir all- ir verið af ætt Jungs Bahadurs. í skugga þessara sljórnenda hjarir konungsveldið að vísu ennjiá, en út á við er Jiað aðeins foi’sætisráðherrann, sem kemur fram fyrir Jijóðarinnar hönd, með allri þeirri rausn og prýði, sem Jijóðvenjan krefst. Það leyn- ir sjer ekki Jiegar litið er á ljós- myndir af þessum stjórnarherr- um, að þeir eru greindir menn og þrekmiklir, og alveg lausír við þan værðar- og lostasvip, sem svo oft er á indversku furst- unum. 1 landinu, sem sumpart er fjalllendi og sumpart fen og frumskógar hlýtur að vera erf- itt um samgöngur. Enn í dag eru elcki aðrir vegir i landinu en mjóar götur í gömlum ár- farvegum. Mennirnir eru sjálfir hurðardýr — þeir hera afurð- irnar á markaðinn og innfluttu vöruna heim — jafnvel píanó og dráltarvjelar verður að bera og verður Jiá ekki komist nema nokkur liundruð metra á dag. En livað gerir það til? Ekk- ert liggur á og einliverntima kemst varningurinn leiðar sinn- ar — og eins er um póstbrjefin. Tollskoðunin er jafn frumleg og alt annað og tollverðirnir stimpla kvittunina fyrir greiddum tolli á — handarbakið á viðtakand- anum. Uppi í f jallaskörðunum er lífs- hætta að ferðasl. Sumir Evrópu- menn, sem hefir gefist .færi á að komast þangað, liafa skrifað ægilegar Iýsingar á einsligunum, sem þeir urðu að fara, utan í hengiflugum eftir sleiþu og af- sleppu grjóti. Þeir hafa farið á kláf yfir liengiflug, með bundið fyrir augun, svo að þeir þyrftu ekki að horfa ofan i liyldýpið, og klil'rað upp liamra á járngödd- um, sem reknir voru inn i bergið. í Nepal lifa 24 mismunandi kynstofnar og talar liver sína tungu. Meðal þeirra eru leifarn- ar af þjóðinni, sem rjeðu land- inu áður en gurkharnir komu. Lifir þetta fólk í fenjum frum- skóganiia og það er i frásögur færandi, að Jiað er orðið ónæmt fyrir mýraköldunni (malaria). En þessir óliku þjóðflokkar eru svo dreifðir sitt á hvað um land- ið, að víða skilur enginn mál fólksins, sem ó lieima í næsta þorpi. En þó giftisl Jietta rólk hvað öðru. Það er til saga um gurkha, sem hafði ráðist í ind- verska hersveit. Hann kom með konuna sína á vettvang og þau töluðu sitt málið hvort. Löngu síðar hitti gráhærður enskur liðs- foringi þennan sama mann heima í sveil hans uppi í fjöll- um; liann var nú koinin á eft- irlaun. Þau lijónin hjuggu sam- an enn, en töluðu sitt málið hvort eins og áður, og voru samt hin ánægðustu með til- veruna. Eða kanske einmitt Jiess- vegna, mundi einhver segja. Þó að gurkliarnir sjeu ann- álaðir fyrir grimd sína og áræði í orustum — þeir vilja helst berjast í návígi og nota langa, hogna sveðju, sem þeir kalla khukrin — efu Jieir Iiinr lióg- værustu í framgöngu. Um skap- gerð svipar þeim allmikið til » Evrópumanna. Þeir eru fremur lágvaxnir, jarpir á liörund, glað- lyndir og standa ekki að baki fullþjálfuðum hermönnum hvítu Jijóðanna. Nepal er friðsamt. land en hermenskueðli Jijóðar- innar verður Jió að fá útrás. Þessvegna eru árlega 2000 ungir nýliðar valdir úr og teknir í ind- verska málaherinn, og hefir þelta verið tíðkað æfalengi. Þegar Jieir eru orðnir gamlir komast þeir á eftirlaun og flytjast heim aft- ur og njóta mikillar virðingar í þjóðfélaginu. Þeir liafa með sjer byssuna sína — og regnhlíf, það eru einu evrópisku munirnir, sem þeir kæra sig um að eiga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.