Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1942, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.04.1942, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Anton B. Björnsson. Fimleikameistarl K. R. Fyrir skömmu fór fram innanfje- lags fimleikameistarakeppni í K.R. 7 fjelagar tóku þátt í keppninni. Hlutskarpastur varö Anton B. Björns- son og er hann þvi fimleikameistari K.R. Anton er hinn glæsilegasti i- þrótta- og fimleikamaður. z>r/>//>//>//>//>r/>//>//>//>r/>/r>//»/>//>//>rr>//>//>r/»/>//>r/>//>/i» Leiðrétting. f grein Péturs Sigurðsonar í sið- asta tbl. Fálkans, um bókina „Fegurð lifsins“, hafði orðið allverulegt línu- brengl á tveim stöðum, en rjettur er kafli greinarinnar þannig: Af öllu fögru, sem lifið fæðir af sjer, er liinn auðmjúki, stórhrotni, óeigingjarni og fórnfúsi andi lista- mannanna, en slíkum mönnum lýsir bókin, „Fegurð lífsins", með lipr- um penna og frjóum anda þess manns, sem sjáanlega kann vel við sig í „samfjelagi“ slikra „lieilagra." Er hægt að hugsa sjer skemmti- legri veröld en heim bókarinnar? Að sitja til borðs með konungum og þjóðhöfðingjum, getur ekki jafn- ast á við samfjelag þeirra forystu- anda, sgm bókin kynnir. Þar eru mennirnir, sem gangn ú undan, sjá sýnir og flytja guðmál með „eld- legum tungum“ hinnar spámannlegu orðgnóttar og andagiftar, mennirn- ir, sem yrkja hin ódauðlegu krafta- kvæði, ýmist í orðum, litum eða myndum, þar sem „steinarnir tala“, eða þá hversdagslifi, sem er hið fegursta ljóð allra alda. Setningin, „heimsku og harms“, síðar í greininni, hafði einnig mis- prentast. Takmarkiö er: FÁLKINN inn á hvert heimili. '»'»'»»'»">">/»//>//>//>'/>//>'/>//>//>//>//>//>//>//>//>//>//>//>/ Gjöf Sjerstaklega til unglinga ber gefandanum best vitni. Það er vottur vaxandi menning- ar að bækur eru nú oftast valdar til tækifærisgjafa. TIL FERMINGAGJAFA OG ANNARRA TÆKIFÆRIS- GJAFA: „í verum“ hin gagnmerka saga Theodórs Friðriks- sonar í vönduðu djúpfalls skinnbandi. „Á hverfandi hveli“ stór- fenglegasta skáldverk, sem gefið liefir verið út á ísl. tungu. A sölumet í Amer- íku og Englandi. „Feðgar á ferð“. Glæsileg- asta skáldsaga Færeyinga eftir Herðu Brú. í skinnb. „Ljósið, sem hvarf“. Eftir enska skáldið R. Kipling. Þýdd af Árna frá Múla, í skinnb. „Draumur um Ljósaland“, rómantísk sveitasaga úr nútíma sveilalífi. „Sagan af Þuríði formanrii”. Meiri skóg! Skógrækt ríkisins ljet á siðasta ári safna birkifræi í Bæjarstaðaskógi og nágrenni og hefir það nú til sölu, ásamt Sitka-grenifræi frá Cord- ova í Alaska, við mjög vægu verði. Fæst birkifræið bæði í 500 og 200 gramma pökkum, en sitka-greni- fræið í 200 gramma pökkum. Bæjastaðaskógar liafa allir heyrt getið, því að þar eru ein fegurstu birkitrje á landinu, og munu af- kvæmi þeirra sóma sjer vel hvar sem er. Og um sitkagrenið frá Al- aska er það að segja, að engin barr- trjáategund þykir hafa þrifist bet- ur hjer á landi en það. Hið fyrsta af þessari trjátegund sem kom hing- að til landsins, var flutt hingað frá Noregi og var ættað nokkru sunn- ar úr Alaska en fræ það, sem nú hefir verið fengið hingað, tvö síð- ustu árin. Þykir ástæða til að ætla, að þessi norðlægari stofn hafi enn betri vaxtarskilyrði hjer en sá fyrri, og mun þó verða reynt síðar að fá fræ frá enn norðlægari stöðum en Cordova er. En nokkur reynsla er fengin um vöxt þessarar greniteg- undar hjer, bæði í gróðrarstöðinni í Múlakoti (þar sem eitt trjeð óx um 59 cm. í fyrra!) og í görðum hjer í Reylcjavík, m. a. hjá L. H. Muller kaupmanni og Magnúsi Jóns- syni prófessor. Áhugi færist nú óðum í vöxt fyrir því, að gróðursetja trje kringum heimili, bæði í kaupstöðum og til sveita. Getur ekki heitið, að neinu sje tilkostað, að gera tilraunir í þá ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦- o Breska menningarstofnunin The British Council hefir ákveðið að veita þremur íslenskum kandídötum styrk lil framhaldsnáms við enska háskóla á komandi háskóla-ári. Styrkurinn nemur £350 til hvers styrkþega. o Eyðublöð undir umsóknir fást hjá bresku sendisveitinni o í Þórshamri, Reykjavik. ]] Umsóknir sendist fyrir 1. maí n. k. til annarshvors ]] okkar undirritaðra, sem úthluta stvTknum, samkvæmt o samkomulagi hreskra og íslenskra stjórnarvalda. !; PÁLMI HANNESSON. CYRIL JACKSON. Breska menningarstofnunin The British Council hýður fjóra styrki handa mönnum sem vilja leggja stund á versl- unar- eða iðnaðarnám í Bretlandi. önnur fög geta einnig komið til greina við styrkveitingarnar. Styrkurinn nemur £100 til hvers styrkþega, og er veitt- ur til náms á komandi háskóla-ári. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá bresku sendisveitinni í Þórshamri, Reykjavík. Umsóknir sendist fyrir 1. maí n. k. CYRIL JACKSON. Fulltrúi British Council á íslandi. Fyrir tilstilli British Council geta nokkurir læknakandi- datar fengið stöðu við bresk sjúkrahús, og fá þeir frítt fæði, húsnæði, og auk þess £10 i laun á mánuði. Nánari upplýsingar um stöður þessar má fá hjá landlækni. Kartöflur Að gefnu tilefni er mátvöruverslunum, útgerðarfyrir- tækjum, heimavistarskólum, matsöluhúsum, sjúkraliúsum o. s. frv. svo sem neytendum alment, lijer með hent á það, að kartöflur munu alls ekki verða fluttar inn í vor eða á komandi sumri livað sem líður innlendri uppskeru. Það er því óumflýjanleg riauðsyn, að þessir aðilar kaupi eða tryggi sjer nú þegar þær kartöflur, sem þeir þurfa þangað til von er nýrrar uppskeru. Enginn má treysta því, að framleiðendur, sem emi eiga kartöflur, biði með þær óseldar von úr viti, til þess að greiða fjTÍr neytendum, og án endurgjalds. Ef innlendir kaupendur gefa sig ekki fram von hráð- ar, verður horfið að því ráði að koma kartöflunum í verð á annan bátt. 13. apríl 1942. GRÆNMETISVERSLUN RÍKISINS. átt. Það sem aðallega þarf til er natni og nærgætni við plönturnar fyrstu árin. Fylgir birkifræinu leið- arvísir um meðferð græðireita, ljóst saminn, svo að vorkunnarlaust er að notfæra sjer liann. Faðirinn: — Mjer finst jeg hafa yngst upp um tiu ár við þetta bað! Sonurinn (5 ára): — Mjer finst það á mjer líka. — Hvað segir þú við konuna þína, þegar þú kemur of seint heim a kvöldin? Frúin: — Eigið þjer enga ætt- ingja? Blindi betlarinn: — Jeg á aðeins einn bróður og hann er blindur líka. Við sjáumst ósköp sjaldan. — Jeg segi bara „gott kvöld“ — og svo segir hún alt hitt. D rekkiö Egils-ðl 'I * o

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.