Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1942, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.05.1942, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 MAX REGER. Frh. af hls 6. þarna „fyrsta flokks“ hljómsveit undir höndum. Eru hljómleika- ferðir lians með þessa hljómsveit frægar orðnar. Hann tók meðal ann- ars upp þann sið, að láta sem allra minst bera á sjálfum sjer, þegar til hljómleika kom, —- alt var svo vel undirbúið á æfingum, að í hljóm- leikum nægðu fyrirferða-litlar hreyf- ingar, sem áheyrendur liöfðu varla hugmynd um. Þannig var athygl- inni allri beint að tónsmíðunum og hljómsveitinni, — en ekkihljóm- sveitarstjóranum. Þetta varð til þess, að tónsmíðar, sem menn höfðu ef til vill lieyrt þrásinnis áður, urðu sem nýjar opinberanir í ineðferð þessarar hijómsveitar Regers. Því ágæta starfi, sem hann vann með Meiningen-hljómsveitinni lauk með dauða hertogans árið 1913. Flutti Reger þá til háskólabæjarins Jena. Þar gat hann gefið sig að hugðarefnum sínum í ró og næði og umgengist þá andansmenn sem hann gat felt skap við. Öðru livoru skrapp hann til stórborganna í hljómleikaerindum og vikulega lil Leipzig, til þess að gegna kenslu- störfum í tónlistaskólanum. Og þar ljest hann í rúmi sinu, að afloknum kensludegi, aðfaranótt hins 11. mai 1916. Hjartabilun varð honum að liana. Reger varð aðeins röskra 43. ára gamall, en það mátti lieita, að lífið væri einn samfeldur vinnudagur, — erfiður framan al', — en bjart yfir, þegar lengra leið á daginn. Hann elskaði fósturjörð sína og undi sjer aðeins þar. Vel var honum þó fagn- að erlendis, svo sem í Rússlandi, Hollandi og Englandi og boðnar glæsilegar stöður. En þeim hafnaði hann. Tónsmiðar hans skifta liundruð- um, þó að ekki sjeu tölusettar nema um 150 (ópus). Meðal hinna glæsi- legustu verka lians má nefna: Til- brigði út af stefju eftir Bach og Beethoven, fyrir píanó, Passagalia og fúga fyrir tvö pianó, fiðlu-sónata í Fis-moll og Símfonetta (hljóm- sveitar-tónsmíð) — öll samin í Miinchen, kórverkin: Die Nonnen, Der Rómische Triumphgesang og Die weilie der Nacht, og „sýmfón- iskur formáli að harmleik", — sam- in í Leipzig. í Jena samdi hann heila flokka tónsmíða, bæði fyrir píanó og orgel, og auk þess „kamm- er“-kór- og hljómsveitar-tónsmiðar, að ógleymdum „Kinderlieder“ og ýmsum sönglögum öðrum, með pí- anó-undirleik. StlörnmðlaviðborHð i Sviþjöð. 99% af sænskum ríkisþingsmönnum styðja þjóðstjórnina. Hinn einlægi samhugur sænskra stjórnmálamanna síðan heimsstyrj- öldin hófst liefir lýst sjer á þann hátt, að þjóðinni er mikill sómi að. Hann hefir m. a. lýst sjer i land- varnamálunum og í því að færa fjárhagslegar fórnir, og einnig þvi, hve þjóðin stendur einhuga bak við ríkisstjórnina. Núverandi sam- steypustjórn Svíþjóðar var mynduð í desember 1939 og hefir þannig setið í meira en tvö ár. Sást það greinilega i rikisþingskosningunum Iiáustið 1940 hve þjóðin bar mikið traust til stjórnar sinnar, því að þá fengu þeir fjórir flokkar, sem full- trúa áttu í ríkisstjórninni, 96% allra greiddra atkvæða. Af 380 þingmönn- um ríkisþingsins fylgja livorki meira Þessi peysa er úr svíþættu Lister „Lavenda“ garni. Ef hún er með löngum ermum þarf í hana 1 búnt af garni, en annars % úrbúnti. Prjónar nr. 11 og einn pr. nr. 6. Bakið Fitjið upp 94 1. á pr. nr'. 11. Svo er prjónaður 6 cm. breiður sniin- ingur: 1 lykkja sljett, 1 1. snúin. Þá kemur utprjónið. 1. pr.: Sljett prjón (pr. nr. 11). 2. pr.: Snúið (pr. nr. 11). 3. pr.: 1 sl„ brugðið upp á pr. Síðasta 1. sl. (pr. nr. 6). 4. pr.: Snúið allan pr. og feldar niður þær lykkjur, sem komu fram þegar brugið var upp á 3. pr. (pr. nr. 11). Þessar fjórar umferðir mynda útprjónið, sem er á allri peysunni. Prjónið áfram, þar til komnir eru 23 cm. Hættið eftir 4. pr. Þá eru handvegirnir myndaðir. Næsti pr.: Feldar af 10 1. sljett pr. á enda. Haldið áfram með út- prjónið þar til komnir eru 36 cm. Hættið eftir 2. pr. i útprjóninu Nú eru axlirnar myndaðar. Næsti pr.: Fellið af 10 1., svo er brugðið upp á pr. 1 sl. og prjónað áfram, þar til eftir eru 9 1., sem eru prjónaðar sljettar. Næsti pr.: Fellið af 10 1., prjónið svo útprjón á enda. Næsti pr.: Fellið af 10 1., sljett pr. á enda. Næsti pr.: Fellið af 10 1., snúið pr. á enda. Fellið af lykkjurnar, sem eftir eru. Framhliðin. Fitjið upp 100 1. á pr. nr. 11 og prjónið 6 cm. breiðan snúning og byrjið siðan á útprjóninu og prjón- ið áfram, þar til komnir eru 23 cm. Hættið eftir 4 pr. i útprjóninu. Þá eru feldar af 13 1. hvorum megin í handvegunum og þaldið áfram með útprjónið þar til komnir eru 30—32 cm. Hætt eftir 4. pr. í útpr. Nú er hálsmálið myndað. Næsti pr.: 20 sl„ næstu 34 feldar laust af, sljett pr. á enda. Nú er haldið áfram með útpr. á síðari 20 1. og prjónað þar til komnir eru 13 cm. frá því handvegurinn var myndaður. Þá felt laust af. Síðan eru 20 1. prjónaðar alveg eins. Stuttar ermar. Fitjið upp 80 1. og prjónið þriggja cm. breiðan snúning. Prjónið síð- an útprjón 5 cm. í viðbót. Hættið eftir 4. pr. í útpr. Næsti pr.: Fellið af, 12 l.sl. pr. á enda. Næstipr.: Fellið af 12 1., sn. pr. á enda. Haldið áfram með útprjónið 12 cm. í viðbót. Fellið af. Langar ermar. Fitjið upp 60 1. á pr. nr. 11 og prjónið 6 cm. breiðan snúning. Prjónið síðan útprjón og aukið í 1 1. hvorum megin á 20. liverjum prjóni þar til komnir eru 35 cm. þá er felt af alveg eins og á stuttu ermunum og haldið eins áfram uns ermin er fullgerð. Þá er -peysan saumuð saman, en ekki pressuð. Fallegt er að hekla litla tungu i hálsmálið. BRADFORD UMBOÐ FYRIR ÍSLAND: 3 nje minna en 375 stjórninni. Af þeim eru 209 jafnaðarmenn, 76 i- haldsmenn, 38 frjálslyndir en 52 í bændaflokknum. Af þeim 5, sem ekki styðja stjórnina, eru 4 kommúnistar og einn utan flokka, en national- sócíalistar eiga engan fulltrúa i þing- inu. í sambandi við þann einingahug, sem rikjandi er hjá sænsku þjóð- inni, væri ekki úr vegi að vitna í eftirfarandi unnnæli í grein eftir rit- ara verkamannaflokksins sænska, Torsten Nielsson ríkisþingsmann: Þó að sænsknr jafnaðarmenn ú fyrri árum væru hálf volgir í land- varnarmálunum, hefir rás viðburð- anna knúð þá til að skifla um skoð- un, skrifar Nilsson. Ný stjórnmála- rjettindi, aukin hagsæld og fjelags- legar framfarir liafa skapað ný sjónarmið. Byltingarandinn og þver- girðingslegt offors meðal sænskra verkainanna í lok síðustu aldar hef- ir orðið að þoka fyrir sannfæring- unni um, að landið sje sameign þjóðarinnar, sem hún hafi fengið af sameiginlegum arfi og sem að þjóðin eigi að stjórna i sameiningu á tímum komandi kynslóða. Stjett hefir með baráttu náð þeirri °ð- stöðu, að hún finnur til ábyrgðar sinnar og skyldu, ekki aðeins gagn- vart sjálfri sjer heldur og — ásamt Frh. af bls. V. ur mega ráða af svip hennar, að hún liefði búist við honum. — Jeg sá yður, Boyd, livíslaði hún þurrum rómi. — Jeg sá yð- ur! — Kinnar hennar voru eldrjóð- ar, en þegar hann greip um liend- ur hennar voru þær kaldar eins og klaki. — Hvað sástu — ástin mín? spurði hann. — Jeg sá flamingóana þína — við sólarlagið — sem þú hafðir sagt mjer frá------- og svo vissi jeg að jeg------ Hún þagði og tárin runnu nið- ur kinnarnar. En þegar Boyd lyfti henni og bar hana í bifreið- ina, heyrði liann sagt með skjálfandi rödd: —■ Flamingóana við kvöld- himininn — manslu eklei, sem þú sagðir mjer frá. Svo andvarpaði hún sæl og hallaði höfðinu upp að öxlinni á honum. Nú vissi hún, að hún hafði orðið að fara alla leið suð- ur til Afríku til að höndla gæf- una.... HREYSTI RÚSSNESKRA HJÚKRUNARKVENNA. í ár eru 90 af hverjum 100 lækna- nemum á rússneskum læknaskólum og háskólum konur, því að lækna- stúdentarnir eru í hernum. En stúlk- urnar vilja ekki láta sitt eftir liggja, og ráðast nú, þúsundum saman til þess að gegna hjúkrunarstörfum við fremstu víglinu, svo og til annara starfa. Sumar þeirra taka t. d. flug- próf og ganea i flugherinn og stýra þar flugvjelum frá Rauða Krossin- um. Eigi alls fyrir löngu var sagt frá því, í útvarpinu í Moskva, að 70 stúlkur komust út fyrir Kiev og börðust þar til sigurs með inni- króaðri rússneskri hersveit. — Hjer er ein af læknanemunum, sem, gerst liefir hjúkrunarkona. Hún heitir Lisa Kozyukova og kann á skíðum, en það getur líka komið sjer vel í hennar stöðu. öðrum flokkum — gagnvar þjóð- inni og landinu sem heild. Með því að brúa bilin milli stjettanna hefir samábyrgðartilfinningin orðið sterk- ari.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.