Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1942, Blaðsíða 15

Fálkinn - 01.05.1942, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 HANN KUNNI EIŒI AÐ HRÆÐAST. Nálægt Acroma í Cyrenaica lenti enska flugsveitaforingjanum M. Stephens í orustu við óvinaflugvjel. Særðist hann á báðum fótum og eldur kom í olíugeymi hans, svo að hann afrjeð að forða sjer úi vjelinni í fallhlíf. Þegar hann var kominn hálfur upp úr flugmannssætimi flaug þýsk vjel hjá, svo að hann af- rjeð að granda henni, þó að ástæður væru ekki sem bestar hjá honum, og fór aftur niður í sætið. Honum tókst að skjóta niður vjelina og að þvi loknu fleygði hann sjcr út í fallhlif- inni og lenti aðeins 300 metra frá víglinu Þjóðverja, og log- uðu þá á honum fötin. En honum tókst að slökkva í sjer og komst til bækistöðva sinna á þremur stundarfjórðungum. Fyrir þessi þrekvirki uar hann sæmdur ,,Distinguished Service Order". Á VlGSTÖÐVUNUM í LÍBYU. Þessar litlu fallbyssur eru einkum notaðar gegn skriðdrek- um, og er myndin tekin á vígstöðvunum í Libyu. Þar hejir verið kyrt um sinn og veitir hvorugum betur. ÞÆR KUNNA MARGT ENSKU STÚLKURNAR. Meðal þess, sem stúlkurnar læra í Englandi núna, er að nota logsuðutæki og þrýstiloftstæki. í eimreiðarverksmiðju einni i Norðaustur-Englandi stjórna þær öllum hreyfivjelum verk- smiðjunnar og rafmagnsvjelum. Og stúlkurnar i hjálparliði flughersins vinna að flugvjelaviðgerðum, eins og sjá má á þess- ari mynd þar sem þær eru að taka stykki úr flugvjelarvæng og smíða undirstöðu fyrir hriðskotabyssu, sem á að koma fyrir á flugvjelavængnum. Jeg var fangi á Graf Spee Patrick Dove skipstjóri á oliuskipinu „Africa Shell“ lýsir í bók þessari dvöl sinni og annara breskra fanga um borS í þýska vasaorustuskipinu „Graf Spee“. En höfundur bókarinnar var lengst allra fanganna um borð i herskipinu, eSa á annan mánuS. Lýsir hann skipinu og Langsdorf skiplierra og ber hon- um vel söguna og öllum skipverjum hans. Loks er lýst viSur- eign „Graf iSpee“ viS herskipin „Exeter", „Achilles“ og „Ajax“, er „Graf Spee“ var neyddur til þess aS leita hafnar i Monte- vido. Voru bresku fangarnir heyrnar- og sjónarvottar aS þeim hildarleik. Bókin er með öllu laus við pólitiskan áróður. Hún er vel skrifuS og framúrskarandi spennandi. Nokkrar myndir eru i bókinni. VerS kr. 6.50. Frá Lófóten til London Eftir ungverska blaSamanninn dr. George Mikes. Hjer eru dregnar upp nokkrar átakanlegar myndir úr sögu norsku þjóSarinnar eftir hernámiS. Er stuSst við frásögn norsks prentara og blaSamanns, er var einn þeirra, er undan komst til Bretlands, er Bretar gerSu strandhöggiS í Lofoten í mars 1941. Þetta er ekki áróðursfrit Hjer virðist skýrt satt og rjett frá atburSunum. IíynniS ySur, hvaS NorSmenn liafa orSiS að þola. LesiS þessa bók. —- Nokkrar myndir fylgja. — VerS aSeins kr. 5.50. GUY PEARCE JONES: f prentun „Tveir konmst af“ — ■ f ■ ■ _______________________________ Húsmæðraalmanakið eftir Helgu Sigurðardóttir er nauðsynlegur leiðarvisir fyrir húsmæður við flest störf innan húss og utan. Fæst hjá bóksölum. BÓKAVERSLUN ÍSAFOLDAR.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.