Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 05.06.1942, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - „SAFARI“. VeiSimaðurinn mikli, Martin Johnson gerði or'ðiö „Safari“ kunn- ugt í veröldinni með liinni einkar skemtiiegu hók sinni „Safari og Simba.“ En safari kvað þýða l.jóna- veiðiför eða eitlhvað þessháttar. Hvað er því eðlilegra, en Para- mount noti þetta nafn á kvikmynd, sem gerist hjá ijónaveiðurum í innri hluta Afríku, og að vísu segir frá fleiru en ljónum og veiðum, heldur jafnframt er æfintýri um ástir og hatur. Það eru Douglas Fairbanks yngri og Madeleine Carrol, sem leika tvö stærstu hlutverkin í þessari nýstár- legu frumskógamynd, en auk þeirra leika Tullio Garminanti, Muriel Angelus og Lynne Overman stór hlutverk, og ekki má gleyma því, þegar minst er á leikendaskrána, að ljónin eiga lika verulegan þátt í því að gera myndina spennandi. Aðalefni myndarinnar er það, að ríkur barón (Tullio Carminanti) býður tveimur stúlkum i ferðalag til Afríku á skemtisnekkju sinni, þeim Madeleina Carroll og Muriel Angelus, svo að maður haldi sjer við leikendanöfnin. En svo stendur til að halda ferðinni áfram inn í frumskóga Vestur-Afríku og fara þar á ljónaveiðar. Sem fylgdarmann í veiðiferðina hefir hann valið Doug- las Fairbanks yngri. Madeleine er hálft í hvoru að draga sig eftir baróninum, og eru það fremur auð- æfi hans en hann sjálfur sem heilla hana. Þegar kemur til hafnarinnar á Afrikuströnd er fylgdarmaðurinn ekki mættur. Hann hefir verið að halda upp á afmæli sitt með skotsk- um kununingja sínum (Lynne Over- man) og kemur of seint. Lendir honum þegar í ryskingum við bar- óninn, eftir að hann hefir sýnt honum móðgun. Svo að samvinn- an byrjar ekki efnilega. Madeleine hyggur sjer gott til glóðarinnar að nota Douglas Fair- banks til þess að gera baróninn af- brýðisaman, svo að hann hraði bónorði sínu til hennar. Þetta mis- tekst, þvi að Fairbanks sjer hvað fyrir henni vakir. En lnin biður þann ósigur að verða ástfangin af hinum karlmannlega ofurhuga og veiðimanni. Og er þau fara í flug- ferð saman, til þess að athuga stað- hætti undir veiðiferðina, og verða heila nótt i burtu, verður barón- inn viti sínu fjær af reiði og af- brýðisemi. Og þegar veiðin byrjar sætir Carminanti lævísu lagi til þess að stofna lífi fylgdarmanns síns og keppinauts í voða. Lengra skal þessi ástríðuþrungna ástarsaga úr frumskógunum ekki rakin. Hún er sjerstæð hvað um- hverfi snertir og borin uppi af á- gætum leik allra aðalpersónanna. Edward H. Griffith hefir annast leikstjórnina og tekist að gera mynd- ina svo áhrifamikla, að Iiún verður minnisstæð þeim sem sjá hana. Takmarkið er: FÁLKINN inn á hvert heimili. Frú Karoline Smith, Bergstaða- stræti 52, verður 70 ára 8. júni Ludvig Á. Einarsson málara- meistari varð fimtugur 29. mai. Halldór Friðjónsson, skrifstofu- stjóri, Lundargötu 5, Akureyri, verður 60 ára hinn 7. þ. m. Noregssöfnimin Um 90 þúsund krónur hafa safn- ast til Noregssamskotanna og er það ekki nema byrjun, ef samskotin eiga að verða þjóðinni til sóma. Um eina gjöf er sjerstaklega vert að geta af þeim, sem hafa borist söfn- unarnefndinni nýlega. Er hún frá Þingvallahreppi — eitt þúsund kr. að upphæð og er það risnuleg gjöf, ekki síst þegar þess er gætt, að hreppurinn er með þeim minstu á landinu og að þar eru aðeins tutt- ugu búendur. Það var lireppsnefndaroddvitinn, Jón Guðmundsson gestgjafi í Val- höll, sem átti tillöguna að þessari stórmyndarlegu gjöf, og hefir þann- ig gefið öðrum hreppsfjelögum á landinu fagurt dæmi til eftirbreytni. ÓGÆFUSÖM DROTNING. Helena prinsessa, fyrverandi kona Carols Rúmenakonungs, varð að skilja við inann sinn vegna þess að hann gerði sig þrásinnis beran að þvi að taka fram hjá henni, og dvaldi liún erlendis eftir það en allar tilraunir til að sætta þau lijónin strönduðu á madame Lupes- cu, hinni rauðhærðu frillu konungs- ins. Þegar Carol konungur varð að segja af sjer, 6. sept. i liittifyrra og Antonescu hershöfðingi myndaði stjórn, varð Michael rikiserfingi konungur að nafninu til. Var þá Helena móðir hans kvödd heim. En hún hafði 'aðeins dvalið stutta stund i Bukarest, er liún varð þess vör, að setið var um líf liennar. Varð hún þá að liröklast úr landi á ný. — Helena prinsessa sjest hjer á myndinni (t. v.) ásamt vinkonu sinni. SIGRARNIR BÓKFÆRÐIR. Það var siður í sveitum gamla daga, að menn hjeldu spilareikning á þann hátt að krota með krít á baðstofusúðina og var sama reikn- ingnum haldið áfram allan vetur- inn.Flugmennirnir í styrjöldinni hafa líka aðferð: þeir mála svart stryk á vjelina sína fyrir hverja óvinaflugvjel sem þeir skjóta nið- ur. Hjer á myndinni sjest þýskur flugmaður vera að mála tólfta strik- ið á sína vjel. t+/ r>/ r» r» />/ Drekkið Egils-öl AMERÍKANSKUR NÝLIÐI sjest hjer á myndinni. Amerikumenn liafa ráðið ógrynnin öll af mönnum i herinn or* nota ýmsar aðferðir, sem ekki hafa áður tíðkast til að æfa þá. Meðal annars læra nýlið- arnir að liandleika byssuna frammi fyrir stórum spegli, svo að þeir sjái sjálfir livort þeir geri eins og þeim er sýnt. GAMALL SJÓMAÐUR ENSKUR sjest hjer á myndinni ásamt tveim- ur hjúkrunarkonum, sem eru að hjálpa honum að heiman. Ilann átti heima á austurströnd Englands, þar sem loftárásir voru mestar, en flutti sig á tryggari stað inni í landi. KAUPIÐ »FÁLKANN« Egils ávaxtadrykkir Er miðstöð verObrjefaviOaklftanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.