Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1942, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.06.1942, Blaðsíða 3
FiLtlNM 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 30 aura millin!. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. í dag er þjóðardagur Danmerkur og á morgunn er þjóðardagur Sví- þjóðar. Þessar þjóðir voru fyrrum stórveldi báðar tvær. Danir voru um eitt skeið mesta sjóhernaðar- þjóð veraldar, og veldi Svía náði langt austur í Rússland. Þjóðsagan segir, að þjóðfáni Dana hafi fallið af hininum ofan í orustu, sem þeir háðu fyrir austan Eystrasalt. Og menningaráhrifa frá Svíum gætir enn víða í Eystrasaltslöndum og enda þótt lengra væri austur far>ð. En örlög þessara jijóða urðu þau að verða smájjjöðir — á mælikvarða þann, sem nú er notaður um tug- miljónaþjóðirnar, sem að meira eða minna leyti ráða landaskipun heims og örlögum þjóða. Við takmarkanir á landrými beindu Norðurlanda- þjóðirnar allar huganum í eina átl, sem hægast er að lýsa með orðum eins liins ágætasta Dana á síðari helmingi 19. aldar, eftir að Þjóð- verjar höfðu með ofurefli og of- beldi hrifsáð frá jjeim Suður-Jót- land: „Það út á við tapast skal inn á við vinnast.'" Og þjóðirnar ljetu ekki sitja við orðin tóm. Danir gerðu hið litla iand sitt að jjrautræktaðasta land- inu á linettinum og' danska hænda- stjett að fyrirmynd allra hænda- stjetta. Svíar efldu einnig landhún- að sinn og framfarir ljeirra í iðn- aði urðu til eftirbreytni allri ver- öldinni. Þeir ástunduðu — á grund- velli hins sænska stáls — framleiðslu kostagóðrar vöru í stað mergðar af vöru — „kvalitet fremur en kvantitet“. Og Norðmenn urðu mesta siglingaþjóð heimsins, auk þess að verða forustujjjóð i vatnsvirkjun og þeirri stóriðju, sem byggist á ódýrri raforku. Hjá öllum þjóðunum var hygt á kostum landsins. Þær þurftu ekki og vildu ekki sælast til ann- ara um „lífsrúm“, heldur skópu ljær ný lífsrúm í sínu eigin landi. —- Og um leið urðu jjær fyrirmynd að jjvi framtíðarskipulagi, sem heimurinn þarfnast. Þær gengu á undan öðrum jjjóðum í því, að láta sjálfsagðar mannrjettindakröfur ganga fram. Þær urðu brautryðj- endur allra þjóða veraldar, að þvi er- alþýðumentun snerti, bæði í barnaskólum og framhaldsskóium. Norðurlandabúar standa hvarvetna framar öllum, er þeir koma í önnur tönd. Það er engin tilviljun, að meðal bestu hugvitsmanna í Banda- ríkjunum eru menn af sænsku hergi brotnir, að tveii duglegusiu stórframleiðslustjórar Bandaríkj- anna i dag eru Danir, og að norsk- ur verkfræðingur liefir annast frum- idgasta og stórfenglegasta mann- virki Bandarkjanna. — — Stafar þetta alt ekki af því, að þessar þjóðir fóru að efla gildi landsins og einstaklingsins, þegar Grundvallarlagadagur Dana hins siðasta konungs síns, að þvi sem ætlað er lijer með þjóðinni. Og þeir, sem gera sjer far um að skilja rás viðburðanna áður en þeir dæma, munu þakka forsjóninni fyrir það, að síðasti áfanginn i sjálfstæð- isbaráttu íslendinga varð svona greiður. Verið gat, að ísland hefði lent i sambandi við erlenda þjóð, sem liefði orðið svo náið, að það var ekki hægt að rjúfa. Friðrik Hallgrlmsson dómprófastur verður sjötugur næstkomandi þriðju- dag. Það er sjaldgæft um mann, sem hefir lifað í annari heimsálfu Ijettasta skeið æfi sinnar, að liann geti fest rætur á ættarslóðum og samrýmst þeim, ekki síst þegar um jafn gagngerða breytingu er að ræða og varð á Reykjavík á þeim árum, sem sjera Friðrik Hallgrímsson var vestra. En þegar hann hvarf austur um haf reyndist svo, að hann var máske enn gildari íslendingur en þeir sem lieima sátu. Og prýði sú, sem einkennir sjera Friðrik sem kennimann og barnafræðara er kunn eigi aðeins Reykvíkingum lieldur út- varpshlustendum um land alt. — Var almennur fögnuður i Reykjavik yfir því, að stjórnarvöldin urðu við ósk safnaðarins um það, að hinum vinsæla kennimanni yrði leyft að þjóna embætti sínu áfram. Enda hefði íslensk kirkja verið svift ein- um besta starfsmanni sínum, fyrir aldur fram, ef bókstafur laganna liefði verið látinn ráða. Dómprófast- urinn er ern og síungur i anda og á eftir að veita áheyrendum sinum og unnendum kristinnar kirkju margar góðar stundir. Þvi munu honum berast margar innilegar ósk- ir og um leið jjakklæti fyrir það, sem liðið er. Jakob Frímannsson, J'orstjóri, Aknreyri, átti 25 ára starfsaf- mæli h já K.E.A. J). 1. þ. m. Þegar þetta er ritað er ekki vitað, hve mikinn dagamun Danir gera sjer í dag. En fullyrða má, að hann verði með minni fögnuði en að vanda Ijet. Því að vísu liefir þýskur landstjóri ekki verið settur yfir Dan- inörku, — þjöðin býr við samninga þá, sem gerðir voru með ofbeldi að morgni hins 9. apríl. En stjórnar- völdum liennar er sett sú vofa t'yrir dyr, að hvenær, sem hún ekki verði við „vinsamlegum tilmælum“ her- námsþjóðarinnar, eigi hún á hættu, að verða fyrir sömu örlögum og Norðmenn: að stríð sje hafið gegn lienni, og sprengiefnið látið skcra úr, í því landi, sem nú liefir fengið þýsk sprengju-eggjaver á öllum þeim stöðum, sem landinu voru mikil- vægastir. Það þótti skítmenska, ef sigurvegarinn barði á andstæðingn- um, eftir að hann hafði játað sig sigraðan að kröftum. En sú skit- menska hefir þó verið framin af ná- granna Dana í suðri — og þó gættu Danir þess, i siðustu styrjöld að „taka ekki meira en þeir áttu.“ — Margir lágu þáverandi stjórn Dana á hálsi fyrir það og fyrir afhend- ingu Vesturheimseyjanna, gegn nokkru gjaldi og viðurkenningu um algeran yfirráðarjett yfir Grænlandi. Zahle forsætisráðherra, sem er sá maður, sem lengst mun verða minst í sambandi við það, sem gerðist milli Danmerkur og Islands árið 1918, hafði einnig ábyrgðina á þvi, að afhenda Bandaríkjunum þessar eyjar, gegn nokkurri borgun — og viðurkenningu Bandarikjanna á yf- irráðum og eignarrjetti Dana á Grænlandi. I storminum, sem nú geysar, er það konungurinn, sem hæst ber á /+/'+'**'/>s/>'/>'/>//»/>//>//>i/>//>i/>,^j/>,^//>//>,/>//>//>//>//>,/>, hinar stærri þjóðir mörkuðu þeim bás — eða þrengdu básinn? í þjóðmálalifi liinnar dönsku jjjóð- ar. Það er kallað svo, i löndum með fullkomnu þingræði, að konungur- inn sje ábyrgðarlaus og friðhelgur. Hernámsþjóð Dana hefir að svo stöddu virt friðlielgi konungs, en hinsvegar hafa íslendingar, þrátt fyrir samgöngubann og vantandi póstgöngur við sína gömlu sam- bandsþjóð, sannar fregnir af því, livernig þjóðin liefir sameinast uin konung sinn, fastar en nokkru sinni áður, í fyrsta skifti eftir 76 ára skeið, siðan Danmörk komst i neyð. í siðasta mánuði voru liðin 25 ár frá ríkistöku Kristjáns konungs tíunda — konungsins, sem undir- skrifaði sambandslögin frá 1918. Það er áreiðanlegt, að þann dag mintust margir íslendingar með hlýjum liug, þakklæti og virðingu Andrjes Andrjesson klæðskera- meistari verður 55 ára 7. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.