Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1942, Blaðsíða 13

Fálkinn - 19.06.1942, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 fyrir milligöngu frú Lýðs, sem er ein hinna virðingaverðu borgara vorra, ætla jeg að sýna miskunnsemi og sleppa iionum, með því skilyrði, að hann geri ekkert fyrir sjer í tvo mánuði, og sje undir hennar eftirliti.*4 Nú fanst frú Lýðs hún ætla að falla i yfirlið og settist niður á stól. Og dómar- inn sagði: „Fanginn má fara leiðar sinn- ar, þegar hann vill.“ ' Þá herti frúin sig upp ogsagði: „Jeg skal hafa eftirlit með unga manninum, — og í hrifningu sinni hætti hún við: „Jeg skal meira að segja láta hann borða hjá mjer.“ Þessi málalok urðu henni hálfgerð von- brigði. Hún liafði viljað fá hann frjálsan og skilyrðislaust, en nú fjekk hún harin ekki nema með áföstu tjóðurbandi, sem hægt var að kippa i, hvenær sem verða vildi. Ef hann færi að hjálpa henni i kross- ferðinni fyrirhuguðu, gætu þeir stungið honum í langelsi, hvenær sem væri, og fundið til þess einhverja átyllu. Hún sá nú, að gamli dómarinn var slungnari en liana hafði grunað. Og nú fjell snögglega á hana þessi ábvrgð að gæta unga mannsins. Þeg- ar hún leit á liann, var hann ekki lengur laglegur og vingjarnlegur ungur maður, sem gæti orðið sonur hennar, rjett cins og í skáldsögu. Hann var ekkert annað en blá-ókunnugur maður, sem hún þekti ekk- ert til, en hafði hinsvegar tekið að sjer að ábyrgjast. Ilún fann, að hann stóð þarna andspænis henni, frjáls maður, og að þau horfðu hv.orfá annað, þegjandi og vand- ræðaleg. F.itthvað varð hún til bragðs að taka, svo að hún herti sig upp og sagði, næstum hörkulega, eins og hann væri smá- strákur: „Það er víst best að koma með mjer!“ Þetta var sóllagur júnídagur, og hún komst brátt í betra skap, þegar hún var sloppin út úr rjettarsalnum, frá öllu því ískyggilega, sem þar gerðist og út í góða veðrið. Nú sagði hún: „Það er víst hest að byrja á því að ná i einhver föt handa yður “ „Já, það væri ekki svo vitlaust. Ef þjer getið keypt þau, skal jeg borga yður það seinna. Jeg hef enga peninga á mjer, skilj- ið þjer, því jeg fór al* stað alveg auralaus, eins og hver annar atvinnuleysihgi. Jeg vildi geta talað af raunverulegri reynslu.“ Hún flýtti sjer að segja: „Kanske ætti jeg að útvega yður fáeina vindlinga?“ “Já, þakka yður fyrir,“ svaraði hann, „það er nú það, sem mig vanhagar mest um af öllu.“ Hún beið þangað til þau komu að næstu húsdyrum, en veik þá inn í þær, til þess að enginn sæti til hennar, og tók fimm- dalaseðil upp úr öllu ruslinu, sem var í handtöskunni hennar. „Gerið þjer svo vel,“ sagði hún, „þelta getur verið fyrirfram- greiðsla.“ „Þakka yður fyrir. Jeg get væntanlega borgað yður þetla aftur eftir fáeina daga.“ Og hún svaraði: „Bjáni get jeg verið! Við erum alls ekki farin að semja, hvorki um kaup nje annað.“ „Ó, það gerir ekkert til,“ svaraði hann kæruleysislega. Siðan gekk liann frá henni og yfir göt- una, í tóbaksbúð, sem þar var, en meðan liann var í ferðinni, ljet hún sem hún væri önnum kafin að horfa í gluggana á matar- búð, en raunverulega sá hún ekkert af þvi, sem í glugganum var — ekki einu sinni spegilmynd sjálfrar sín í glerinu. Hún var að hugsa um þá heimsku sína að hafa fengið honum fimm dali, i staðinn fyrir fjórðungsdal. Finun dali, þó, þó! Á þeirri uppphæð gætu hún og Adda lifað í heila viku! Og liún hafði fleygt peningunum frá sjer, eins og þeir væri einhver verðlaus brjefsnudda, og það til manns, sem hún þekti alls ekki. Og áður en hún vissi var hann kominn til hennar aftur og með lieila öskju af vindlingum! Þetta var víst ekki sparsamur maður! Hún var svo rugluð við að sjá heila öskju af vindlingum, að hún hætti við að fara með hann til klæðskerans, en fór þess i stað til Frendlichs, þýskarans, sem seldi tlbúin föt. Þar mátaði hún á hann hvern alfatnaðinn á fætur öðrum, þangað til að hún fann loksins einn, sem pokaði á held- ur færri stöðum en hinir liöfðu gert. Þegar þau komu út úr búðimri aftur, skammað- ist hún sín fyrir þetta, því sannast að segja höfðu gömlu fötin farið honum miklu skár en þessi. „En við kaupmanninn sagði hún: „Þjer gerið svo vel að skrifa þetta i auglýsinga- reikninginn minn.“ Svo þegar þau voru komin út úr búðinni, sagði hún við unga manninn: „Ælli yður veiti af að fara að fá eitthvað að borða. Það er víst best að þjer komið heim með mjer.“ En henni til skelfingar, svaraði hann: „Jeg er að hugsa um, að fara hjerna í næsta matsöluhús, og líta svo dálítið kring um mig i borginni, og vita, hvernig mjer líst á hana.“ Það var víst ekki úr að aka. Hún sagði því, með allri þeirri feslu, sem hún átti til : „Jeg býst við yður til kvöldverðar. Þjer getið allsstaðar fengið að vila, liver jeg á heima. Ekkert annað en spvrja um Aula- staði.“ „Klukkan hvað?“ „Klukkan um hálfátta.“ Hann rjetti henni höndina og hún tók í hana. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann. „Jeg er viss um, að okkur kemur vel sam- an.“ Síðan gekk hann niður eftir strætinu, með hendur i vösunum og vindlinginn í munninum. Ilún stóð lengi og horfði á eftir honum. Vissulega var þetta skrítinn náungi. Nú sá hún, að hanri var ekki nokkurn lilut líkur J. E„ og liún gat ekki skilið, hvernig sjer liefði nokkurntíma getað dottið slíkt í hug, nema af því, að hún væri altaf að gá að ungum mönnum, sem líktust J. E„ eins og hann var, þegar hann var á besta aldri. Það var eitthvað kuldarlegt í fari hans, og dularfult — já, þarna kom orðið: dularfult. Hann hafði ekki sagt henni neitt um sjálfan sig, og nú var hann farinn með fiinm dalina hennar í vasanum, og í nýju fötunum, sem hún hafði kevpt lianda honum. Hún var gripin snögglegri hræðslu og nú gerði hún sjer fyrst grein fyrir heimsku sinni og trúgirni. Sennilega sæi lnin hann aldrei framar. Sennilega strvki hann burt, og hún sjálf yrði að athlægi hálfrar borg- arinnar, þegar sagan bærist út. Hún hafði hafði ætlað sjer að segja Sjönu frá mann- inum, þegar hún hitti hana, en nú kom það ekki til mála. Betra að biða og sjá, livort hann sýndi sig aftur. Ef hann hyrfi, þyrfti hún aldrei að segja Sjönu neitt, og skeð gæti, að Sjana heyrði aldrei neitt, úr öðrum áttum. Hún fór nú í skrifstofuna, og ljetli mik- ið, er liún lieyrði, að Sjana hefði farið eitthvað út og sagst mundu koma aftur eftir hádegisverð. Þetta var lika einkenni- legt, því venjulega át Sjana hádegisverð- inn í skrifstofunni, eða þá fór lieim í krás- irnar hjá Öddu. Eftir að hafa setið stutta stund í návist Villa Frilck, óskaði hún þess, að hann hefði lika farið út, í stað þess að jeta brauð og drekka konjak með, i skrifstofunni, eins og liann gerði jafnan á mánudögum. En Villi starblíndi altaf á hana og trufl- aði allar liugsanir hennar. Ilún fann það alveg á sjer, þótt hún sneri að lionum baki og beygði sig yfir slcrifborð Sjönu. Nokkra stund þoldi hún þetta, og hjelt áfram að blaða i aðsendu blöðunum, en þar kom, að hún þoldi ekki lengur við, og svo fór jafnan er Villi var í þessu ástandi. Þegar hann var allsgáður, var liann óframfærinn og feiminn, í meðvitund þess, hvílíkur gallagripur liann var, en svona hálfdrukk- inn, varð hann eins og kynblendingur af ljóni og ofursta frá Suðurríkjunum, og leit þá á alt kvenfólk sem hverjar aðrar heimskar rolur. Og verst af öllu var þó það, að hann þúaði liana. „Jæja, Villa,“ sagði hann, „hvað hefirðu nú verið að gera fyrir þjer?“ Hún reyndi að setja upp móðgUnarsvip, en það tókst ckki betur en svo, að hún roðnaði eins og smástelpa. „Ilvað eigið þjer við?“ sagði hún. Hann skríkii. „Þú ferð nú ekki kring um mig, kelli mín. Þú skalt eklci reyna að telja mjer trú um það, að þú hafir ekki annað gert allan morguninn en ganga hringinn í kring á torginu. Hann reigði upp höfuðið og sagði: „Þú hefir víst ekki verið niðurfrá hjá Gasa-Maríu, ennþá einu sinni?“ „Ónei, ekki hef jeg nú það.“ „Jæja, þú hefir nú eitthvað verið að brugga samt, og láttu þjer ekki detta í hug, að jeg konrist ekki að þvi.“ Nú nægði henni ekki að roðna, heldur varð hún líka reið. „Ónei, þjcr skuluð al- drei komast að því,“ sagði hún. „Að minsta kosti varðar yður ekki um það, Villi sæll.“ Hún sneri sjer á hæli, fór inn í skonsuna sína og skelti hurðinni, því að nú var hún orðin reiðari við sjálfa sig en nokkurn- tima við Villa. Hún hafði sem sje gert það eina, sem hún mátti ekki gera: gefið högg- stað á sjer. Enda þótt hurðin væri nú milli þeirra, vissi hún alveg upp á hár, að nú sæti hann þarna, liálffullur, horfandi á hurðina og tautandi við sjálfan sig: „All kvenfólk er veslings ósjálfbjarga ræflar, og nú hefir Villa enn koririð sjer i einhver vandræði." Frú Lýðs sat við skrifborðið hans J. E. sáluga, með öllu blaðaruslinu á, og var innanbrjósls eins og stúlkunum, sem Villi hafði clt og kvalið og flekað endur fyrir löngu. Hún skildi ekki í því sjálf, hvernig hún hefði komið sjálfri sjer í þennan bobba, nema ef það þá væri af því, að henni hefði rjett sem snöggvast þótt ungi maðurinn líkjast J. E. ofurlítið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.