Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1942, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.06.1942, Blaðsíða 10
10 JF Á L K I N N VNG/9V U/SNMIRHIR Jónsmessuæfintýrið. Það var yndislegt veður, enda var þetta rjett fyrir Jónsmessuna. Skóg- urinn var orðinn grænn og garð- arnir þaktir í . blómum, fuglarnir tístu og kvökuðu og lömbin ljeku sjer í haganum og háfættu folöldin hlupu og settu upp rassinn. Það var svo sem nóg skemtilegl að sjá úti, en samt lá ekki vel á henni Elsu litlu. Hún sat á græn- um bala fyrir norðan garðinn og var svo raunaleg. Það stóð svoleiðis á þessu, að henni leiddist svo eftir henni ömmu sinni, en nú var amma langt í burtu og Elsa vissi ekki hve nær hún kæmi heim. — Þetta var í gamla daga, löngu áður en gufu- skipin og bílarnir kornu til sögunn- ar, og þá var maður marga daga að komast leið, sem nú er hægt að fara á nokkrum klukkutímum. „í kvöld er Jónsmessukvöld,“ sagði mamma liennar. „Ætlarðu ekki út og horfa á brennurnar, Elsa mín?“ (Þessi saga gerist í Dan- mörku, og þar eru altaf einskonar álfabrennur á Jónsmessunótt). „Bara að hún amma væri komin. Á síðustu Jónsmessu fórum við sam- an að sjá brennur, en mig langar ekkert til þess núna, fyrst hún amma er ekki heima.“ „Hver veit nema hún komi þá og þegar; vertu ekki að setja það fyrir þig,“ sagði mamma liughreyst- andi, en hún hafði svo mikið að hugsa, því að börnin voru mörg og nú var hún að sjóða matinn. Það átti að vera veislumatur um kvöldið, svo að hún mátti ekki vera að því að sinna Elsu. Elsu fanst hún eiga skelfing bágt. Hún læddist upp í kamersið henn- ar ömmu sinnar og settisl þar við gluggann og horfði út. Það var farið að skyggja — eins mikið og skygt getur um Jónsmess- una — en svo sá liún alt í einu að grá ský þokuðust upp á himin- inn. Elsa varð lirædd við þetta, þau voru svo geigvænleg þessi ský, nú urðu þau blásvört, en með glóð- rauðum rákum, eins og eldur væri bak við þau. Skyldi þetta ætla að verða þrumuveður? Hún gat ekki hreyft legg eða lið, en sat þarna grafkyr og horfði á skýin. Alt í einu gægðist tunglið fram bak við þau, gríðarlega stór hálfmáni og andlit á honum eins og á gömluin geðvondum karli. „Nú get jeg sjeð sjálf, að það er gamall karl i tunglinu,“ hugsaði Elsa, því að þetta hafði hún aldrei sjeð áður. En í sama bili sá hún lika annað: allar rákirnar í skýjun- um urðu eins og vegir á landsupp- drætti, og eítir þessum vegum komu nornir riðandi, hver eftir aðra. Sum- ar voru gamlar og kengbognar, aðr- ar sátu þráðbeinar og skimuðu i allar áttir, en þó fóru þær allar i sömu áttina — þær voru að fara til Blokksbjargs, því að þar ætluðu þær að haída Jónsmessuhátíð. Æ! Elsa varð lafhrædd. Aldrei hafði henni dottið í hug, að svona margar nornir væru til í heiminum! En svo sá hún alt í einu, að hrífu- skaft kom þjótandi í gagnstæða átt — og á því sat gömul kona. Og þegar Elsa atliugaði þetta betur, þá gat liún ekki betur sjeð, en að þetta væri hún amma hennar. „Amma!“ hrópaði Elsa í angist, „getur þú flogið — ert þú norn?“ „Hvað ertu að segja, blessað barn?“ heyrðist sagt, og þetta var röddin hennar ömmu hennar, þarna alveg við hliðina á henni. Elsa leit við og þá stóð amma hennar þarna alveg fyrir aftan hana, í hálfdimmri stofunni. Elsa gleymdi alveg skýjnn- um og tók báðum höndum um háls- inn á ömmu sinni. „Hvernig gastu komið heim?“ spurði hún og leit svo út um glugg- ann aftur, til að vita livort hún sæi ekki fleiri nornir. En nú var him- ininn orðinn heiður aftur og langt í fjarska sá hún nokkur bál bera við sjóndeildarhringinn, eins og of- urlitlar stjörnur. „Jeg var orðin svo óþolinmóð ei'tir að sjá hana Elsu mina og ykk- ur öll,“ sagði amma, „og svo fjekk jeg ferð með skipi, og við fengum svo góðan byr, að okkur gekk fljótt að komast heim.“ „En, heyrðu amma, jeg sá þig áðan ríðandi á hrífuskafti þarna uppi í skýjunum, og jeg sá marga fleiri — og skýin og bjarmann.“ Og svo reyndi Elsa að segja ömmu sinni l'rá þvi, sem hún jióttist hafa sjeð. En amma hennar fór að hlæja. „Veistu ekki, að það eru engar nornir til, væna mín. Þetta er bara göinul og bjánaleg hjátrú. Og ekki kallar þú mig víst norn, er það? En þú liefir sofnað af þvi að þú varst þreytt, og að visu dró saman skýjaþykni fyrir rúmum klukkutima og það hefirðu sjeð rjett áður en þú sofnaðir, en svo hefir jiig dreymt alt hitt.“ Elsa hló. Nú var liún glöð og svo hljóp hún við hönd ömmu sinnar að Jónsmessubálinu þeirra með öllu liinu fólkinu, og bálið var svo stórt 'að það sást úr heillar mílu fjar- lægð. „Það var meira Jónsmessuæfintýr- ið, sem jiú upplifðir,“ sagði amina. — Mamma, ó, að við hefðum al- drei gifst honum pabba! Læknirinn: — Þjer þurfið a'ð hreyfa yður hressilega undir beru lofti. Sjúklingurinn: — Jeg er sprett- hlaupari. Læknirinn: —Jæja, þá verðið þjer að hlaupa hraðar. — Hvað verður hann sonur yðar, þegar hann hefir lokið náminu sínu? — Gamall maður, er jeg hræddur um. — Ætlarðu strax að fara að kertna henni að nota andlitsduft? — Er það alvarlegt, sem qengur að konunni minni, leeknir? — Já, bað kostar yður minst nýj- an kjól, eða tvo nýja hatta. — Ef tveimur eggjiun hefir verið verpt í hreiður, og jeg bœti tveim- ur við — hvað mörg verða eggin þá? — Getið þjer verpt eggjum? !>egar reipdráttarkappinn œtlaði að draga inn akkerið. — Jeg lieyri, ungfrú,, að þjer hafið opinberað trúlofun yðar. — Já, en því miður er slitnað upp úr trúlofuninin aftur. — Það er leitt að heyra! Hver er sá hamingjusami? í dýragarðinum: — Þetta er ind- verskur fíll og þessi er afríkanskur. -—• Hver er munurinn á lieim? — Annar þeirra heitir .Tumbo, cn hinn heitir Gudda. — Ilvar er best að ’wra að sytida? — / vatni. — Ilana nú, þarna misti Pjetur brauðsneiðina sína einu sinni enn — og smjerið vitanlega niður. Mundu, Stína, að smyrja hinumegin handa honum. — Jeg ætla að segja þjer eina fyndni, en jeg er ekki viss um nema að jeg hafi sagt lijer hana áður. — Er hún góð? — Afbragð. — Þá hefirðu áreiðanlega ekki sagt mjer hana áður. Listdómarinn: — Hafið jjjer vil á músík? Sessunauturinn: — Ójá, dálítið. Listdómarinn: — Hvað var það þá, seimmaðurinn var að spila núna? Sessunauturinn: Slagharpa. Ferðamaðurinn (við bílstjórann): — Fljótur nú, bílstjóri! Ef þjer ak- ið mjer í hvelli niður að „Esju“ þá fáið þjer ...... Bílstjórinn: — Ójá, jeg veit hva'ð jeg fæ. Ætli það verði ekki sekt hjá lögreglunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.