Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1942, Síða 6

Fálkinn - 26.06.1942, Síða 6
G F Á L K I N N Litla sagan: í. S. Leynispæjarlnn. ^tJALLANDI hringinfí í símanum. Zebart lyfti heyrnartækinu þreytulega upp að eyranu og svar- aði. — Ef þjer borgið ekki afnota- gjaldið á morgun, verður síminn yðar tekinn úr sambandi, sagði höstug rödd hinumegin við vírinn. — Já, auðvitað, tautaði Zebart, —það er ekki nema sjálfsagt. Svo sleit hann sambandinu. Og svo fjekk hann sjer fjórða magabitterseninn. Jæja .... svo að þeir ætluðu að loka símanum, líka núna. Sjaldan er ein báran stök .... Nú var hringt á nýjan leik. En áður en Zebart svaraði, fjekk hann sjer í skyndi fimta magahressirinn. Það var aldrei að vita nema .... — Hjer er Nicolaysen & Co., sagði einhver rödd. Sörensen jústits- ráð hefir ráðlagt okkur að leita til yðar. Getið þjer komið í snatri1? — Auðvitað — sjálfsagt — með mestu ánægju. Hvað er að hjá ykk- ur? — Er það herra Zebart sjálfur, sem talar? spurði röddin í síman- um. — Já, auðvitað. Það er jeg sjálf- ur, sem tala. — Þá skal jeg' segja yður, hvað á spítunni hangir, svaraði röddin. Svo er mál með vexti, að ellefu þúsund krónum hefir verið stolið úr skúffunni hjá fulltrúanum okkar. Þetta hlýtur að hafa gerst um miðj- an dag í gær. Sörensen jústitsráð hefir ráðlagt okkur að leita til yð- ar tii þess að kryfja þetta mál til mergjar. Hann telur yður fremstan þeirra einkalögreglumanna, sem hann þekki. Viljið þjer taka málið að yður? — Það er ekki nema sjálfsagt. Jeg' skal koma í snatri. — Nicolaysen & Co. tautaði Ze- bart í hálfum hljóðum, meðan hann var að tygja sig. Nicolaysen & Co., sagði hann aftur og íærði andlitið á sjer í Sherlock Holmes fellingar og stellingar. Stundu síðar var Zebart kominn á vettvang. Gömul kona var að þvo gólfið í anddyrinu, þegar Zebart kom inn. —- Er skrifstofa Nicolaysen & Co. hjer í þessu húsi? spurði Zebart og hvesti augun, eins og hann væri að horfa gegnum kerlinguna. Þrjá stiga upp og svo til hægri, sagði portnaralcerlingin. — Að hugsa sjer önnur eins ósköp! Þjer eruð auðvitað frá lögreglunni. — Ætli ekki það, sagði Zebart og kinkaði kolli. Jeg kem frá lög- reglunni. — Það getur ekki verið um ann- an að ræða en hann Anderson. — Hvað segið þjer, sagði Zebart, — hvern þá? — Jeg meina, það er enginn ann- ar en hann, sem hefir stolið pen- ingunum, auðvitað. Hann hefir ann- að eins og það á samviskunni,' trú- ið þjer mjer til, herra lögreglustjóri. Maður þarf ekki nema Hta á hann. Koníaksanganina leggur af Iionum langar leiðir siðan í gær, en ann- ars leggur altaf af honum brenni- vínsdaun af verstu tegund. Jú, jeg þekki nú mitt heimafólk, og ef það er ekki hann, þá megið þjer kalla mig asna. —- Það er nú gott og blessað, sagði Zebart með miklum virðu- leik og lijelt áfram upp stigann. Honum var tekið með bukti og beygingum á skrifstofunni hjá Nico- laysen & Co. og farið með hann beina leið inn til fulltrúans. — Nú, jjarna er skrifborðið — lásinn sprengdur upp! — Aha! sagði Zebart og brosti og fór að rannsaka læsinguna. — Starfar hjerna hjá yður mað- ur, sem heitir Anderson? Fulltrúinn fölnaði. — Jú, það held jeg .... en hvern- ig vitið þjer ----- hvernig dettur yðui' í hug .... sendiníaðurinn okkar heitir Anderson. — Er jeg leynilögreglumaður eða er jeg það ekki, hvað haldið þjer? hjelt Zebart áfram og setti á sig snúð. — Jeg þarf að tala við þenn- an Anderson! Anderson kom. Nú hvesti Zebart á hann hin djúpsjáandi lögregln- augu sín og góndi á hann þangað til Anderson fölnaði og fór að skjálfa. — Það er best fyrir yður að mcðganga undir eins, sag'ði Zebart. Ef þjer meðgangið þrjóskulaust, er ekki að vita nema húsbóndi yðar sýni linkind og hlífist við að kæra yður fyrir lögreglunni. En ef jjjer meðgangið ekki, þá læt jeg stinga yður inn undir eins. Það runnu tvær grímur á Ander- son. Svo viknaði hann og meðgekk alt. Zebart fjekk 500 krónur íyrir vikið, borgaði símann sinn og l'ór svo að leita að Sörensen jústitsráði í símaskránni. — Jeg heiti Zebart, sagði liann. Ze-bart! Þjer hafið vísað Nicolaysen & Co. á mig sem einkaspæjara! Leyfist mjer að spyrja.... — Þetta byggist á ofurlitlum mis- skilningi. Jeg vísaði Nicolaysen & Co. á Ncúebart . . ... jeg vona, að þjer hafið ekki haft óþægindi af þessu? — Sei, sei, nei, það kom ekki að sök, svaraði Zcbart. Theodor Árnason: Merkir tónsnillingar lifs og liðnir: Kimsky Korsakau. 1844—1908. Nikolai Andrievicli Rimsky-Kor- sakov var fæddur liinn 6. mars 1844 í Tikhvin í Novogorod-fylki. Hann var af aðalsfólki kominn, sein tók þvi mjög fjarri, að liann gerðist tónlistarmaður, þegar honum var það sjálfum ljóst ungum, að einmitt það var köllun hans. Hann liafði þvi mjög erfiða aðstöðu til þess að afla sjer svo fullkominnar mentun- ar, sem hann bóttist þurfa, og var að því leyti litlu betur settur, en fátœkur listamaður, sem reynir að brjóta sjer ieið til mentunar. En þrátt fyrir þessa erfiðu aðstöðu fóru leikar svo, að Rimsky-Kor- sakov bar brátt höfuð og herðar yfir alla rússneska listbræður sina sem tónskáld og varð heimsfrægur fyrir verk sín. Fyrstu kynnin, sein liann liafði af tónlist í bernsku, voru þau, að að þegar menn vildu gera sjer glatt kvöld á heimili hans, var ofl feng- in ofurlítil „hljómsveit“ til að leika undir dansi og söng. Voru þetta fjórir Gyðingar og liöfðu tvær fiðl- ur, symbala (tveir pjáturdiskar, sem slegið er saman) — og „trqmmu“. Á „hljómsveit“ þessara kumpána hlustaði Nicolai með andagt og að- dáun. Foreldrum hans þótti sýnt, að drengurinn hefði ákaflega „gam- an“ af tónlist, og töldu sjálfsagt að lofa honuni „að leika sjer“ við þá dægradvöl. Hann fjekk þannig til- sögn í píanóleik frá því er hann var 6 ára gamall, og níu ára gamall fór hann að fást við samningu tón- smiða. Foreldrar lians voru ekki i nein- um vafa um það, að drengurinn var tónsnillingsefni, — en eins og áður er sagt, var ekki um það að tala, að leyfa honum að leggja út á tónlistarbrautina. Hinsvegar var hann settur, kornungur, í sjóliers- skólann í Pjetursborg (1856), og gafst honum nú lítið tækifæri til að fást við tónlist. Þó var liann ekki af baki dottinn: hann fiekk tilsögn i pianó- og knjefiðluleik hjá góðum kennurum á sunnudögum og frídög- um, og notaði annars hverja tóm- stund til æfinga, Árið 1861 kyntist hann ungum atkvæðamiklum tónsnillingi, Bala- kirev að nafni. Var maður sá fremst- ur i fylking þeirra, sem hjelt fram hinni svokölluðu nýju rússnesku músik-stefnu. En viðkynningin við jiennan tónsnilling varð til jiess, að nú vildi Rimsky-Korsakov — hinn ungi sjóliðsforingi, fyrir hvern mun afla sjer fullkominnar mentunar, til jiess að geta komið í boðlegan bún- ing hugmyndum, sem hugurinn var barmafullur af. En liann var ekki nema rjett ný- byrjaður nám hjá Balakirev, þegar hann fjekk skipun um að fara í þri ggja ára ferðalag. Skildi hann fara með skólaskipi, sem sigla átti ,,i hægðum sínum“ umhverfis linött- inn. Ekki mun hanum liafa líkað jietta, síður en svo, en treysti sjer þó ekki til annars en hlýða. Hann var beygður en ekki brotinn, og á jiessu ferðalagi samdi liann, við hin frá- leitustu skilyrði, hina fyrstu sym- fóníu sína, — en liandritið sendi liann lieini til Balakirevs, jafnskjótt og hann hafði lokið við hvern þátt, til athugunar og endurskoðunar. Þessi fyrsta symfónía Rimsky-Kor- sakovs, (raunar liin fyrsta rússn- eska symfónía) var flutt í Pjeturs- borg i desember 1865 og stjórnaði Balakirev hljómsveitinni. Var verk- inu tekið forkunnar vel, en áheyr- endum kom jiað mjög á óvart, er höfundurinn hafði verið kallaður fram, að jiá kom fram á pallinn — ungur sjóliðsforingi. R.-K. var nú um kyrt í Pjeturs- borg og gal gefið sig að náminu hjá Balakirev á ný. Hann vahn a'ð tónsmiðum en fór sjer liægt, og á tímabilinu frá 1865—71 komu að- eins fram tvö verk eftir liann í stóru broti: symfónisk ljóð, Sadko (1867) og söngleikurinn Pskoviti- anka (Stúlkan frá Pskov), og vöktu bæði þessi verk mikla og verðuga athygli. Árið 1871 var hann svo kjörinn prófessor í komposition og instru- mentation við sönglistarskólann i Pjetursborg og sagði sig þá jafn- framt úr liernum. Gat hann upp frá því gefið sig óskiftan að hugð- arefnum sínum og tók hróður hans brátt að berast út um hinn mentaða heim. Frægð sína vann R.-K. sjer aðal- lega fyrir symfónisk verk. Hann var frumlegt og þjóðlegt tónskáld, bjó yl'ir mikilli hugmyndaauðgi og náði frábærri leikni í því að not- færa á frumle'gan hátt eiginleika hinna ýmsu hljóðfæra í hljómsveit- inni. Hann samdi 3 symfóníur, 2 forleiki (ouvertures), symfóniska „ljóðið“, sem fyr er nefnt, og ýmis- legt fleira en fyrirferðarminna, al þessu tagi. Þá samdi hann allmarga söngleiki, sem allir voru bygðir á þjóðlegu efni, eða voru svo rúss- neskir að anda og efni, að þeir hafa ekki verið leiknir utan Rúss- lands. En þar eru íþeir mjög vin- sælir. Út af liessu brá þó um einn söngleik R.-K. er hann nefndi „Moz- art og Salieri“, ji. e. að efni til. Þegar athuguð eru verk Rimsky- Korsakovs verður maður þess brátt var, að þau bera jjað með sjer, að höfundur jjeirra liefir verið frábær tónsnillingur, djúphugsandi, vand- látúr og vandvirkur listamaður, einn hinna fáguðu og einlægu lista- manna, sem láta sig ineiru skifta það, að fullnægja sinni cigin sam- visku, heldur en sinna því, hvernig jjetta og hitt muni láta í eyrum al- mennings. Utan Rússlands var hon- um um skeið legið á hálsi fyrir það, hversu mjög liann cinskorðaði sig við þjóðleg yrkisefni, sem ekki nyti sín utan Rússlands — menn ættu heimtingu á, einnig utan Rúss- lands, að fá að njóta snillings, sem svo mikið liefði til brunns að bera. Hinsvegar álösuðu sumir rússhesku listdómararnir honum fyrir það, að liann liefði opnað allar gáttir fyrir „wagnerisma". Þetta var sitt livoru megin við jjað sem rjett var. Mörg hin symfónisku verk hans eru nú flutt um allan hinn mentaða heim, tónlistarelskum mönnum til mikils unaðar. Ennfremur eru „kaminer“- tónsmiðar hans margar heimskunn- ar og ýmislegt fleira. Hinsvegar voru söngleikirnir svo al-rússneskir, að þeirra hafa Rússar notið einir alt til jjessa, að því er mjer er hest kunnugt. Eins og áður er getið, varð R.-K. prófessor við tónlistarskólann í Pjetursborg 1871 og gegndi hann því starfi til dauðadags. Árin 1883 —94 stjórnaði hann hirðhljómsveit- inni í Pjetursborg og árin 1883— 90 var hánn hljómsveitarstjóri á hinum svonefndu „rússnesku sym- fóní-hljómleikum“. Rimsky-Karsakov ljest i Pjeturs- borg hinn 8. júní 1908. — Hver er aS koma? — PaS er unnustinn minn. •—- Þá œtta jeg að fara. — Nei, vertu kyr. Jeg vil gjarnan yera hann afbrýðissaman. — Heyrðirðu þrumurnar í nótt sem leið? — Nei! Af liverju vaktirðu mig ekki. Þú veist, að jeg get ekki sofið í þrumuveðri. Kennarinn: — Til hvers notar fíllinn halann, Pjetur litli? Pjetur (sem þekkir bifreiðar): — Hann notar hann til þess að sýna, lil hvorrar hliðarinnar hann ætlar að snúa.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.