Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1942, Page 7

Fálkinn - 26.06.1942, Page 7
FÁLKINN 7 Enginn stuðuv á hnettinum hefir orðið fyrir viðlika eins mörgum loftárásum og Malta. Þessi nu/nd er þaðan og sýnir írska hermenn þar ganga i skrúðgöngu á degi St. Patreks, verndardýrlings Irlands, framhjá foringja sinum, major-general fíeak. Georg Englakonung- ur sæmdi nýlega ibúa Malta i sameiningu æðsta heiðursmerki fíreta, St. Georgskrossinum. Erjálsir Danir í Englandi hafa í vetur safnað yfir 38 þúsund sterlingspundum til kaupa á Spitfire-flugvjelum, sem taki þált í stríðinu. Mgndin er af flugmönnunum, sem eiga að fljúga þessum vjelum. Þeir eru að hlýða á ræðu danska söfnunarstjórans, er hann aflienti vjelarnar. Flugmennirnir cru allir danskir en flugsve.it Jieirra rennur inn i enska flugherinn. Mennirnir, sem sturfu að þvi að leggja út tundurdnfl, vinna hættulegt starf. Hjer sjást hásetar á duflaskipi vera að taka við dufli um borð af bryggju i Engtandi. Kínverjar hafu nú varist Japönnm i fimm ár. Og mikið af landi þeirra er á valdi Japana. En þeir eru einráðir í að berjast, uns yfir lýkur. Þessir kínversku stúdenlar eru sjúkraberar og horfa núna á Japana skjóta á Kanton, og biða eftir skipun, því að brátt verður nóg að gera, eftir að árásinni er lokið og fjöldi 'fólks liggur flakandi í sárum í vclnum. Canadamenn hafa sjálfstæðan her í fíretlandi og sjást hjer æðst.u yfirmenn hans, (frá vinstri): Leutinant-general IJ. S. G. Crerar, Leutinant-general B. G. L. McNaughton, sem er yfirhershöfðinginn, Major-general G. E. lurner og major-general P. J. Montague, aldur- forseti hershöfðingjanna. Canadaherinn i Englandi var i vor orðinn tvö herfylki 00.000 —60.000 manns hvort) og sjer Canada um allan útbúnað og gögn þessa hers.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.