Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1942, Qupperneq 11

Fálkinn - 26.06.1942, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 Lincoln AlacVeagh sendiherra og Magnús Jónsson ráðherra skoða ril George Washington. Ljósm.: U. S. Army Signal Corps. Bókagjöf Bandaríkjanna. Hjer fer á oj'tir skeyti Archibalrí Mac Leish þingbókavarðar í Was- hington og ræöa sii, er Magnús Jóns- son ráðherra flutti, er Landsbóka- safninu var afhent bókagjöf Banda- r í k j as t j ór n a r i nn a r: „Kæri dr. Finnbogason: — Vi'ð bókaverðir njótum þeirra' hlunninda að vera umsjónarmenn einnar verð- mætustu eignar siðmenningarinnar — hinna skráðu hugsana og dáða mannfjelagsins. En j)að er sjerstök virðing að vera landsbókavörður ís- lands, því að engin þjóð á ríkari bókmentaarf. Sögurnar, scni ísland hefir gefið veröldinni, inunu ávalt verða lind unaðar og fræðslu, hvarvetna jiar sem prentað orð skilst og hetjudáð hittir sál, sem skilur liana. Til þess að halda þeim anda lif- andi og óflekkuðum, sem skóp sög- urnar og varðveitti þær, liafa frels- iselskandi menn í dag lent í vægð- arlausri baráttu við öfl ófagnaðar- ins. í heimi þeim, sem óvinir vorir mundu skapa, mundi liið skrifaða orð verða notað til þess að full- nægja stundarhag eigingirni og hentistefnu. ísland og Ameríka eru einhuga í viðbjóði sínum á siíkri fyrirætlan. Mjer er ljúft að fá jjelta tækifæri til að senda yður, verði hinna miklu bókmentafjársjóða íslands, innileg- ustu kveðjur mínar. Og sjerstaklega þykir mjer vænt um, að þetta tæki- færi gefst mjer á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, þess manns, sem svo veglega hefir auðgað bókmentir ís- lands jafnframt því að þroska sjálf- stæðishugsjónina. Archibald Mac Leish.“ Magnús Jónsson mentamálaráð- iierra flutti eftirfarandi ræðu: „Við íslendingar hljótum að játa það hreinskilnislega, að okkur finst við ekki vera lieima hjá okkur i núverandi heimi stríðs og blóðs- úthellinga. Við erum of fáir tii þess að taka virkan þátt í þessum mikla hiidarleik, og við erum friðelskari en svo, að okkur langi til þess. Þessvegna kunnum við að meta tilveru annara heima en hinnar blóðugu baráttu; og til þessara heima er okkur ljúft að hverfa og lifa þar lifi, sem við kunnum betur. Einn þessara heima er heiraur bókanna. t þeim heimi hefir ís- lendingurinn dvalið með glöðu geði alt frá því er skriftarkunnáttan barsl til stranda vorra, og bókin hefir eigi aðeins verið íslendingum trygg- ur förunautur, heldur einnig si- streymandi lind lífs og þróttar. Skifti vor við hið mikla lýðveldi Norður-Ameríku eru, nú sem stend- ur, um of mótuð af striðinu; og við höfum fengið endanlegar sann- anir fyrir því, að ísland sje mjög mikilvægt frá hernaðarsjónarmiði, vcgna legu sinnar, svo nærri miðju Norður-Atlantshafi. En jiessi bókagjöf sýnir mjer, vitanlega meðal margs annars, að í auguin yðar er land vort mikil- vægt af fleiri ástæðum en hernaðar- þýðingunni. Ilún sýnir, að í yðar augum er ísland ekki aðeins liættu- leg og mikilvæg stikla í Atlants- liafinu, iieidur einnig heimkynni þjóðar, sem þó lítil sje hefir bæði rjett og vilja til að lifa sínu eigin menningarlífi — þjóðar, sem elur í brjósti mikið til sömu liugmyndir og hugsjónir, sem hið mikla systur- riki í vestri. Ef jeg man rjett — jeg vona að þjer afsakið ef tilvitnunin er röng — var það George Washington, sem einu sinni var spur'ður, all fyrir- litlega: „Hvað ræktið þjer á þess- um ófrjóu hæðum?“ Og hann svar- aði: „Við ræktum menn.“ Slíkur maður hefði skilið oss íslendinga. Meðan við getum ræktað menn ætt- um við að vera ánægðir. Og á einum hrjóstugasta bletti Islands ólst hann upp, maðurinn, sem á afmælisdaginn, cr við höld- um hátíðlegan í dag. Jeg á við Jón Sigurðsson. Vissulega var hann mað- ur. George Washington, liinn mikli leiðtogi yðar, og Jón Sigurðsson, hinn mikli leiðtogi vor, voru báðir menn, hversu ólíkir sem þeir kunna að hafa verið að öðru ieyti, aidir upp á lirjóstugum liæðum, en fædd- ir til þess að vinna hinar mestu dáðir. Jeg lýk þessum fáu orðum, þess- um þakkarorðum fyrir liina veg- legu gjöf yðar, með því að vitna í orð eins mesta kappa okkár er hann tók við gjöf vinar sins. Þan orð hafa varðveist í einni bestu sögunni okkar. Hann sagði: „Góðar þykja mjer gjafir þínar, en betri jjó vinátta Jjín.“ — Þjer hafið stolið skeiðum og göflum hjerna í veitingahúsinu minu og svo ætlið þjer að afsaka yður með því, að það hafi verið mis- skilningur. Hverskonar misskilning- ur er það? — Jeg hjelt að það væri úr silfri. ÆSKUÁSTIR. Frh. af bls. 9. „Hann er víst mjög gamall,“ sagði jeg við Lennox, þegar mjer fanst þögnin vera orðin of löng. „Nei,“ svaraði hann, „hann er ekki sextugur.“ „Hann lítur út fyrir að vera um áttrætt,“ sagði jeg. „Já.“ „Það er gleðilegt að jjetta hörm- ungarlíf skuli vera á enda.“ „Já, l>að er sannarlega raunalegt líf,“ sagði Lennox, „hefurðu heyrt sögu lians, niamma?" „Nei.“ „Við höfum fylstu ástæðu til að vera lionum lnakklát og reynast hon- um vel,“ sagði Lennox, ,,þú hefðir átt að heyra mömmu tala um hann, iiann bjargaði lífi hennar. Það var fyrir mörgum árum, hún var korn- ung og nýlega gift. Pabbi var þá nýbúinn að byggja verksmiðjuna hjerna. Hann átti erfitt með að fá starfsfólk og nokkrir þeirra, sem ráðnir liöfðu verið, voru franskir. Pabbi gat eklci talað við þá og fcrð- aðist því til New York, til jiess að leita uppi mann, sem gæti tekið það að sjer. Þar fann hann ungan og laglegan I-’rakka, scm var fús tii að takast þetta starf á liendur, þvi jiað gerði lionum kleift að gifta sig. Hann kvaðst vera trúlofaður stúlku, sem byggi úti á landi og biði, eins og fleiri, eftir þvi að geta aflað sjer fjár. Hvað er jætta, er þjer að verða ilt, mamma?“ „Nei,“ svaraði jeg, „en saga þin minnir mig á atburði, sein gerðust i æsku minni, haltu frásögn þinni áfram.“ „Pabbi iiafði hann með sjer hing- að og var vel ánægður með hann, Frakkarnir gerðu alt, sem þeim var unt til að geðjast lionum. Vegna þess að ungi maðurinn þurfti altaf að vera viðstaddur, ljetu þeir búa út lítið lierbergi lianda lionum við liliðina á skrifstofunni, sama her- bergið, sem hann liggur nú i. Fyrsta kvöldið, sem hann var hjer, skrifaði liann heitmey sinni, og næsta dag valdi hann sjer stað, jjar sem liann ætlaði að byggja sjer hús. Verka- mennirnir komu sama dag og fyrstu vjelarnar voru settar af stað. Mamma var svo áköf, að hún vildi óvæg fá að sjá j)á vinna. Ilún sveipaði silki- sjali um liöfuðið og liljóp niður i verksmiðjuna, lienni kom engin iiætta í lmg og meðan pabbi snjeri að henni bakinu, gekk liún fast að vjelunum. Einhvernveginn atvikað- ist það svo að sjalið festist í einni vjelareiminni, sem dró liana með ómótstæðilegu afli að hjólunum, hún liefði látið þar lífið ef ungi, l’ranski maðurinn liefði ekki verið þar viðstaddur. í einu vetfangi þreif liann í hana og sleit sjalið í sundur, en um leið vafðist það um handlegg hans, og nú var hann staddur í sömu liættunni, sem liann liafði hrifið hana frá. Það leið ekki nema augnablik þangað tii vjelarn- ar voru stöðvaðar, en það var samt of seint. Hann lenti á milli lijól- anna, sem ungur og laglegur mað- ur og kom jiaðan allur limlestur og marinn. Samt lifði liann og þú hefir sjeð hann.“ „Það fyrsta, sem hann sagði við pabba ltegar hann vissi hvernig komið var, var á þessa leið: „Jeg ætlaði að gifta mig innan skamms, en nú getur ekkert orðið af því. Ef til vill dey jeg hráðlega, en ef til vill lifi jeg enn um stund, en þegar jeg hverf hjeðan, — sendið henni þá þessi brjef, þau segja henni alt. Þangað til bið jeg yður að leyna nafni mínu, svo að hún geti ekki leitað mig uppi. Þegar fram liða stundir, heldur liún að jeg hafi dáið, eða þá svikið sig, og j)á getur hún ef til vill, fundi'ð liamingjuna með einhverjum öðr- um.“ „Pabbi lofaði að láta að óskum hans, og lagði brjefin niður i leyni- liólf i skrifborðinu eftir tilvísun hans.“ Konan, sem hafði beðið okkur að bíða, kom nú aftur og sagði að mosieur væri vaknaður. Jeg gekk inn í herbergið lians. Það leyndi sjer ekki að dauðinn liafði sett merki sitt á ásjónu hans. Það voru þjáningardrættir í fölu andlitinu, en veslings bæklaði lik- aininn var liulinn af teppinu, og jeg sá Eugene einu sinni enn. Æsku- roðinn var horfinn af vöngunum og á ennið voru komnar lirukkur, en samt voru l)að þessir vangar og þetta enni, sem jeg liafði kyst á vori æskunnar. „Lofi'ð okkur að vera einum," sagði jeg og jeg heyrði konuna segja, um icið og hún fór út: „Hún ætlar að biðjast fyrir með honum.“ Ef til vill lijelt Lennox hið sama. Þegar dyrnar lokuðust kraup jeg á knje við rúmstokkinn. Gleymt var þrjátiu ára hjónaband og jeg var aftur Prudence Seymour. „Eugene,“ sagði jeg, „Eugene.“ — Veslings handieggirnir iians vöfðust um háls mjer, um leið og hann hvislaði: „Prudense, ástin min, loksins!“ Jeg horfði i augu hans, sem ljóm- uðu af liamingju yfir því að sjá mig, en alt í einu varð augnaráðið starandi og handleggirnir urðu þyngri og þyngri, sviti spratt fram á enni hans og þcgar jeg: laut niður til þess að lcyssa liann, fann jeg síðasta andvarpið liða frá brjósti hans. Eugene var dáinn! Um nóttina tók jeg gamla brjefið úr leynihólfinu. Það hljóðaði sem lijer segir: „Chere amie! í siðasta brjefi gerði jeg ráð fyrir að skrifa þjer fljótt aftur. Nú hefi jeg góð tiðindi að segja — taktu nú eftir: Jeg er rikur maður — há laun — og heimili lianda ástlnni minni! Jeg vinn hjá mr. Blume, verksmiðjueiganda i Davenport. Jeg hef hjartslátt — hönd min skelfur. Þau hljóta að gefa. samþykki sitt, og þá verð jeg hamingjusamur eins og englar liiminsins. Að vefja þig örmum — að heyra yndisiegu rödd- ina þína aftur, ó! Það verður para- dísarsæla. Á sunnudaginn kem jeg til þín, það er alt of mikil blessun. Vertu sæl á meðan. Eugene." Neðar á blaðinu stóðu eftirfar- andi línur á frönsku: „Aldrei, aldrei, ’aldrei, alt er myrkur, alt er tapað, vesalings van- skapaður krypplingur, aðeins byrði fyrir hana. Ef til vill vorkennir hún mjer, en elskað mig getur hún ekki. Ó, ástin min! Þú mundir lík- lega reyna að umbera mig, cn — heldur deyja en það. Ef jeg aðeins fengi að sjá liana einu sinni! Eitt orð, eitt augnatillit, eitt bros. Getur það aldrei orðið? Nei, það er betra fyrir hana þannig, betra fyrir okkur bæði! Ó, guð! gefðu mjer þolinmæði og ieystu mig fljótt frá þessari eymd!“ Dálitið neðar á blaðinu var önn- ur dagsetning og þar var skrifað, einnig á frönsku, málinu, sem hann liafði kent mjer fyrir óralöngu: „Jeg lief sjeð liana — með mann- inum sínum. Jeg hef snert hönd liennar, talað við hana — og hún þekkir mig ekki. Það er þung raun. Það var að mjer komið að segja við hana: Horfðu á mig, þetta er vesalings Eugene þinn. Guð forð- aði mjer frá því að segja þa'ð, en hún fær að vita það þegar jeg dey.“ Jeg stakk brjefinu i barm minn og iineig grátandi niður við dánar- beð lians. Var það Prudence Hope, sem grjet yfir sínum látna eigin- manni, eða var það Prudense Sey- mour, sem grjet elskhuga sinn lið- inn?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.