Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1942, Blaðsíða 11

Fálkinn - 03.07.1942, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N JM 11 RACHMANINOV. Frh. af bls. ti. En Rachmaninov var enn ungnr. Og enn „tók hann keilurnar“ með hinum frábærilega og fágaða píanó- leik sinum. Árið 1893 var liann kjörinn pró- fessor í píanóleik við Maryinski stofnunina (fyrir stúlkur) í Moskva, — og árin 1897—98 stjórnaði hann „privat“-óperunni þar i horg. Hann hefir samið tvær symfoniur sein báðar eru taldar hin prýðileg- ustu verk, og þrjú eða l'jögur all- stór hljómsveitarverk önnur — ,og jirjá söngleiki, en auk þess allmikið af tónsmíðum fyrir píanó, sem heimsfrægar eru orðnar, talsvert af „kámmer“-tónsmíð.um og loks all- mörg kórverk. Eftir stjórnarbyltinguna í Rúss- landi, flutti Rachmaninov til Am- eriku og hefir dvalið þar siðan. Er hann vinsæll rnjög vestan liafs sem pianósnillingur og tónskáld. Hann liefir oft komið til Evrópu i hljómleikaerindum og látið til sín heyra í hinum stærri borgum álf- unnar. Er honum jafnan vel fagnað, enda mun óhætt að telja liann með ágætustu píanósnillingum sinnar tið- ar. Skal ekki reynt hjer að gera neinn samanburð á Rachmaninov og öðrum tónsnillingum þessarar aldar, en hann er tvimælalaust tal- inn einn liinn allra merkasti tón- snillingur „af Moskva-skólanum“. Enn mun hann vera lífs, og lifa „eins og blóm í eggi“ i Ameriku. LÆKNIUINN FLJÚGANDI. Frh. af bls. 9. hafði sína skammbyssu cn var of seinn í vöfunum. Burton skaut tveimur skot- um. O’Ncill greip höndunum um brjóslið á sjer, riðaði l'ram og datt á gólfið. Arnold virtist lamaður af liræðslu. Johnson hljóp til. Burton miðaði skanmibyssunni á hann, cn var'ð of seinn. Johnson kunni illa við, að' berja særðan mann hnefahöggi en hann átti ekki annars úrkostar. Hnefinn á honum liitti kjammann á Burlon svo hart, að liann lje- magnaðist. Johnson sneri skamm byssuna úr hendinni á honum. En Barley hafði átt við Arnotd meðan þessu fór fram og hafði náð utan um hann og hjelt lionum eins og i töngum. O’Neilt lá þar sem hann var kominn og átti erfitt með and- ardráttinn. „Alt í lagi,“ sagði Johnson, „yður er óliætt að sleppa hon- um, Ted Braley. Og þjer Arn- old, farið þjer upp að veggnum þarna. Upp með hendurnar. Braley, takið þjer nú skamm- byssurnar af þeim!“ Braley var fljótur að þukla á þeim. Hann fleygði tveimur skammbyssum — Arnolds og O’Neitls — á borðið svo a'ð glumdi i. „Þetta er tieill vopnasafn,“ sagði Jolinson. „Ted Braley — lítið þjer eftir, a'ð þeir liági sjer skikkanlega meðan jeg er að rannsaka 0’Neill.“ Það var eins og O’Neill hvísl- aði þegar hann dró andann. Kúlan hafði larið gegnum vinstra tungað. Johnson Ieil upp eftir skainma stund og hristi liöfuðið. „Dauður!“ sagði hann stutt. „En hann á sjálfur sökina á, að svona fór.“ Hann kinkaði kolli til Burtons. „Þjer megið fara á fætúr, sárið y'ðar er alveg hættulaust núna, eftir að jeg er húinn að hinda forsvaran- lega um það. Standið þarna, vi'ð hli'ðina á fjelaga yðar.“ „Nei,“ hrópaði Arnold og röddin tilra'ði af hræðslu. „Lát- ið liann ekki koma nærri mjer. Jeg skal gera alt sem þjer skip- ið mjer en láti'ð liann ekki koma nærri mjer. Hann hefir taugaveiki, og það er skylda yðar sem læknir, að hindra að hann smiti frá sjer!“ Johnson brosti. „Hvaða lndl — hann liel’ir ekki taugaveiki," sagði hann. „Þa'ð gengur ekkerl að Burton nema þessi kúla í skrokknum á lionum og hún er hættulaus. Undir eiris og hún hefir verið tekin, er liann orðinn jafngóð- ur.“ Sóttgljáandi augun í Burlon tindruðu af heift — og lmgar- Jjetti í senn. Röddin skalf al' ofsa er hann hrópaði: „Þjer hafi'ð þá leikið á mig? Var það lygi, þetta með taugaveik- ina?“ „Já, það var meinlaust gam- an af minni hálfu,“ sagði Jolm- son. „En farið þið nú báðir út í bifreiðina. Við ökum á næslu lögreglustöð — og það verður löng ferð. Lílið þjer á, Burton, — mjer þykir leitt, að þjer skuluð ekki vera með tauga- veiki — það hefði sparað rjelt- inum afarmikla fyrirhöfn.“ Burton stóð stúrinn upp úr sófanum og Braley fór með þá út í bifreiðina og hafði skamm- byssuna á lofti. Johnson læknir kom seinast- ur. Aður en hann fór aflæsti hann húsinu og dyrunum a'ð herberginu, sem lík O’Neills lá í. — Nei, herra listamaðnr. Jeg held það sje best að jeg máli andlitið á mjer sjálf. í þennan undirkjól þarf Ys búnt af tvíþættu Lister „Lavenda“ garni, prjóna nr. 9 og 6 litla hnappa. Bakið. Fitjið upp 120 1. 1. pr.: Sljett. 2. pr.: 1 sl., brugðið upp á pr„ prjónið 2 1. saman. Sama pr. á enda. 3. pr.: Sljett. 4. pr. 3. sn., 3 sl. Prjónið 4. pr. átta sinnum í viðbót, prjónið svo 1., 2. og 3. prjón einu sinni til 16. pr.: Eins og 4. pr. Prjónið þennan prjón fjórum sinnum í við- bót og siðan 1.. 2. og 3. prjón. Næsti pr.: 2 sn. saman, 1 sn„ 3 sl„ sama áfram (100 1.). Næsti pr.: 3 sn„ 2 sl„ sama áfram. Næsti pr.: Eins og 1. koma fyrir. Prjónið þessa tvo pr. þar til komn- ir eru í alt 20 cm. Næsti pr.: (Rjetthverfan út) 2 sn„ 2 sl. saman, 1 sl„ sania pr. á enda (80 1.). Næsti pr.: 2 sn„ 2 sl. saman pr. á — Mjer er einn kostur nauðiigiir — jeg nerð láta söguhetjuna skjóta sig. Jeg er orðinn pappirslaus. — Það er eitthvað óvenjulegur svipur á þjer núna! — Já, jeg er að hugsa. enda. Prjónið þennan pr. þar til undirkjóllinn er 22 cm. Handvegirnir: Prjónið 2 I. saman hvorum megin næstu 5 pr. (70 1.). Prjónið svo áfram, þar til komnir eru 27 cm. Iíálsmálið: Næsti pr.: Prjónið 25 1„ fellið af 20 1„ prjónið 2 sn„ 2 sl. frá enda. Næsti pr.: Prjónið 23 1. og svo 2 1. saman. Næsti pr.: Prjónið 2 1. saman og svo sl. og sn. pr. á enda. Prjónið þessa tvo pr. þar til eftir eru 20 I. Næstu 2 pr. slétt. Fellið af. Prjónið hinar 25 1. á sama liátl. Liningin á hálsmálinu. Byrjið á hægri öxl og takið upp 24 I. í háls- málinu. Næsti pr.: Slétt. Næsti pr.: sl„ brugðið upp á, 2 1. saman. Saina áfram. Næsti pr.: Sljett. Fellið laust af. Framhliðin er prjónuð alveg eins og bakið upp að liandvegum þegar búið er að taka úr (70 1.). Þessar 70 1. eru prjónaðar áfram þar til komnir eru 25 cm. Hálsmálið: Eins og á bakinu þar til eftir eru 20 1. Prjónið 5 pr. í viðbót. Næsti pr.: (Byrjað handvegsmeg- in). Sljett. Næsti pr.: 6 sl„ brugðið upp á 2 1. saman. Síðustu 1.: 4 sl. Næsti pr.: Sljett. Fellið af. Prjón- ið svo hinar 1. alveg eins. Liningin i hálsinn: Prjónið eins og á bakinu, nema ,teknar eru upj) 33 1. Svo eru teknar upp 54 1. á hvor- um handvegi. Framhliðin er látin ganga örlítið út á bakið á öxlunum. Næsti pr.: Sljett. Næsti pr.: 1 sl„ brugðið upp á, 2 1. saman. Næsti pr.: Sljett. Fellið laust af. Nú eru liliðarsaumarnir saumaðir saman og þrir litlir hnappar festir á livora öxl á bakinu á móti hnappa- götunum á framhliðinni. —- Hvað lialdið þjer að unnustinn gðar segði, ef hann sœi okkur hjerna ein sarnan eftir skólatima? &Co BRADFORD UMBOÐ FYRIR ÍSLAND: ^ IR^ykjavjk,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.