Fálkinn - 14.08.1942, Page 2
2
F Á L K I N N
Bodd um ísland - frá Ástralíu.
í BLAÐINU „THE AUSTRALIAN WOMENS WEEKLY“ í MEL-
IÍOURNE ER VIÐTAL VIÐ DR. ANITU MUHL, LEKTOIi í SÁL-
SÝKISFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLANN ÞAR. ER ÞESSI KVEN-
DOKTOR — HÚN ER AMERÍKÖNSK AÐ ÆTT — MJÖG HRIF-
IN AF VERU SINNI HJER Á LANDI EINS OG SJÁ MÁ AF
EFTIRFARANDI:
Talar hann í hljóði
nm hörundsfegurð þfna?
Minsta þá
mildn sápunnar
(^CUHCiU
Þessi töfrandi fegrunarsápa,
er gerð' samkvæmt ráðum
sjerfræðinga í hörundsfegr-
un. Hún er uppáhaldssápa
fagurra brúða.
Þjer varðveitið best hörunds-
fegurð j’ðar með því, að nota
eingöngu milda sápu. Fjöldi kvenna liefir liætt að nota
sáputegundir, sem þóttú góðar og byrjuðu að nota
CAMAY — mildustu sápuna. Og hörundið varð ung-
legt og töfrandi. Notið hana kvölds og morgna!
Þjer finnið til vellíðánar í andlftinu er þjer hafið notað
CAMAY, því að hún er i raun og veru mildari en flest-
ar fegrunarsápur. Og þjer sjáið muninn á liörundi vðar,
er þjer Jiafið notað CAMAY um stund.
Minstu ávalt C A M A ¥ - mlltfn sápunnar
Dr. Muhl talar um ísland af þekk-
ingu, því síðan á námsárum sínum
hefir hún gert s.jer það að aðal-
tómstundastarfi, að afla sjer fróð-
leiks um Island.
„íslendingar eru s.jálfstæðasti hop-
urinn af mannlegum verum, sem
hægt er að liitta fyrir,“ segir hún.
„Siðan samband Danmerkur og ís-
lands slitnaði, 1940, og Bretar tóku
landið hernámi, hefir þessa eylands,
sem er 298 mílna langt og 194 milna
breitt, oft verið getið i heimsfrjett-
unum.“
„En þeir eru sára-fáir, sem vita
nokkuð að ráði um ísland," segir
dr. Muhl. „Fólkið er framtakssamt,
friðsamt, kurteist og skáldhneigt.
Enda eru, í alþ.jóða „Who is "Who“-
bókum, fleiri nöfn íslensk, að til-
tölu við fólksfjölda, en frá nokk-
urri annari þ.jóð í veröldinni.“
„Þeir meta s.jálfstæði sitt öllu öðru
fremur og jjó að j)eir kunni því
vel, að hafa lent undir enskri her-
vernd, þá þrá þeir allir þann dag,
að friður komist á aftur .... en
ísland liefir engan her, herflota eða
flugflota, n.je neinar aðrar hervarn-
ir sjálft ....
Stjettamunur er enginn á íslandi.
Þar er enginn minni maður en ann-
ar, af jæirri einföldu ástæðu, að
allir geta rakið ætt sína til forfeðr-
anna juisund ár aftur í tímann.
Bifreiðarst.jórinn getur .... og
gerði jiað í minni áheyrn .... á-
varpað heimspekidöktorinn með
fornafni.
•fslendingar eru heimakærir menn,
og l)ó hafa fæstar konur náð eins
miklum þroska og hinar töfrandi
og fögru dætur fslands. Þær liafa
haft kosningarrjett til Aljiingis síð-
an 190ö (sic.) og að minsta kosti
ein kona á sæti á Aljhngi. — Þeg-
ar konur giftast þá taka þær sjer
eigi nafn eiginmanns sins, en halda
sínu eigin nafni. Og svo lieita börn-
in enn ný.ju kenningarnafni. Þetta
veldur dálitlum ruglingi fyrir ó-
kunnuga, Jjví að jjeir lenda stund-
um í vandræðum með að skilja,
hver, sje kona hvers,“ segir dr.
Muhl.
íslendingar eru mjög gestrisnir og
háttprúðir við útlendinga, cn hætl-
ir stundum við, að vera full form-
legir. Ef jjeir fella sig við yður, þá
gera ]>eir alt undir sólinni fyrir yð-
ur, en ef ekki .... j>á láta j>eir
eins og J>jer sjeuð ekki til. — Þeir
eru sífeit starfandi, og glæpir eru
m.jög sjaldgæfir í landinu. Vand-
ræðabörn eru engin á Islandi.
Það þykir kanske lygilegt, en á
íslandi er aðeins eitl fangelsi til —
í höfuðstaðnum, Reykjavík. Ef em-
Iiver brýtur lög j>á er hann settur í
fangelsið, en um leið er honum
fenginn lykill, svo að hann geli
gengið út og inn (!!!)
Þjóðin er af ágætum ættum og
hefir háleitar hugsjónir. Fátækt er
Jítil, en fátl um auðmenn. Ef mann-
esk.ja neyðist til að segja sig til
sveitar, l>á missir hún kosningar-
rjett, og varla þekldst meiri hneysa.
Konurnar kunna prýðilega lil
matargerðar og maturinn er óbrot-
inn en mjög tjúffengur. Fólk hefir
mestu andúð á fuglaketi en kýs
miklu fremur fisk. Sjúklingar á spil-
ala einum í Reykjavik neituðu þvert
að borða kjúklinga, sem þeir átlu
að fá vegna sjerstaks mataræðis,
sem j>eim hafði verið fyrir sett.
Þeir heimtuðu fisk. Þeir telja
hænsnin aðeins til ]>ess gerð að
framleiða egg.
Á íslandi er skólaskylda. Öll börn
kunna að lesa, skrifa og reikna ein-
faldan reikning áður en þau koma
i skólann. Og í höfuðstaðnum er á-
gætur háskóli. Það er ekki auðvelt
að læra íslensku, en íslendingar
eru sjálfir ágætir málamenn og
flestir geta talað ensku eða þýsku,
auk íslensku og dönsku. Jeg liafði
gaman af að komast að því, að upp-
áhaldshöfundur fólks, að því er
snertir íjettar bókmentir, er P. G.
Wodehouse.
„íslendingar eru nútímamenn i
hugarfari og hafa orðið fljótir til
að notfæra sjer náttúrugæði lands-
ins, svo og jarðhitann, sem velhir
upp frá hundruð hvera og lauga í
]>essu ddfjallaríka landi."
Dr. Mulil lýsli einnig tilraunun-
um, sem gerðar hafa verið til þess,
að not’a hveragufuna og heitt vatn
til hitunar húsa.
íslendingar hafa gróðurhús, gerð
eftir allra nýjustu tisku, til þuss að
rækta ávexti og tómata og eigi síð-
ur blóm, .... og I mjólkurbúum
sinum hafa þeir gert mikilsverðar
tilraunir með notkun hveragufu.
Á íslandi eru ljómandi góð sjúkra-
liús, og læknalistin stendur þar á
mjög háu stigi. íbúarnir eru um
120.000 og yfir sjúkramálin eru ,sett-
ir 52 hjeraðslæknar, sem launaðir
eru af ríkinu. Á síðustu árum hefir
holdsveikin verið upprætt í landinu,
og heilsufar þ.jóðarinnar er mjög
gott.
„Þó að flestum virðist landiö
ekki vera nema lítilsverður dí.ll á
heimsland abrjefihu, þá sýnir lega
]>ess þó, hve mikilsvert það er. Og
ef þaö hefði verið óvarið mundi
það hafa orðið heiitug flugstöð. fyr-
ir Þjóðverja.
íslenski bóndinn getur stundiim
verið bæði skáld og stjórnmálamað-
ur, en hann telur það. 'fyrstu skyhiu
sína að lifa i friði við nágranna
sína, hvort heldur þeir eru inn-
lendir eða útlendir.
„Það eru fá lönd i allri veröld-
inni, seni eiga s.jer glæstari sögu,
bæði í fortíð og nútíð, en ísland,“
segir dr. Muhl að lokum. Hún liefir
nýlega stofnað íslandsvinafjelag i
Melbourne.
Aljjm. Einar Ölgeirsson ritstjóri
verður fertugur í dag, H. ágúst.
Brazzavi.lle heitir bær í franska
Kongó og er heitin eftir Frakka ein-
um af ítölskum ættum,, sem var
greifi og hjet Pierre de Brazza, og
tók að s.jer stjórn hjeraðsins þarna
i kring fyrir 00 árum. de Brazza
var hinn mesti öðlingur, hann sá
við því að ‘svertingjarnir væru beitt-
ir ofbeldi eða þrælkaðir meira en
góðu hófi gegndi. Fyrir það hlaut
hann ámæli ýmsra franskra hú-
syslumanna i Kongó, en svertingj-
arnir elskuðu hann og kölhiðu hann
„föður þrælanna". f suniar hafa
sameinuðu þjóðirnar sett upp loft-
skeytastöð í BrazzaviIIie, aðallega
til þess að útvarpa þaðan frjettum
til þeirra Frakka, sem nú eru undir
oki nasismans.
Kaupmenn — Kaupfélög
Nú eru síöustu forvöfS að panta tilbúinn fatnað
fyrir veturinn frá Englandi, ]>ví útflutningskvótinú þar
ftír stöðugt minkandi.
Útvega dömukápur, kjóla og dragtir frá stærstu
franileiðehdum í Bretlandi.
Þar eð úrvalið er mjög mikið, getur hver kaupandi
fengið sjerstakar gerðir fyrir sig.
Úvega einnig herrafrakka og fatnað, hnappa, belti
og allskonar leggingar..
Einnig sokka frá Ameríku.
H. Sigurðsson
Vesturgötu 3. Sími 2315.