Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1942, Qupperneq 3

Fálkinn - 14.08.1942, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram Auglýsingaverð: 30 aura millim. HERBERTSpre/d. Skradðaraþankar. Síðustu árin virðist hafa orðið nokkur umbót i gömlu íslensku vandræðamáli. Flestum hugsandi mönnum var orðið það hrygðar- efni, hversu munnsöfnuður blaða- manna þeirra, sem fást við stjórn- mál, svo og stjórnmálamannanna sjálfra, var orðinn ósamboðinn mönnum, sem vilja láta virða sjálfa sig og sem þykjast bera virðingu fyrir þjóð sinni og menningu henn- ar. Og hverjir jjykjast ekki gera það? Þennan tíma, sem „þjóðstjórnin" sálliga sat við völd, varð talsverð breyting til bóta á þessu. Flokkun- um skyldist — og um leið blöðum þeirra •— að það væri leið til að deila um mál, án jjess að skvetta sauri og ata auri, og að það væri jafnvel affarasælla, að ræða lands- mál að siðaðra manna hætti og tefla frernur fram rökum, en persónuleg- Um hnjóðsyrðum, lítilsvirðingum og rógi og ósíjnnindum. Það var að komast lijer á einskonar „borgfrið- ur“ og iniklum meirihluta þjóðar- innar var þetta mikið ánægjuefni. Vitanlega var til minnililuti í þessu máli sem öðrum, því að í öllum tlokkum eru til menn á því stigi, að þeim „þykir enginn matur í“ því, sem eigi hefir að geyma 1‘óls- yrði og mannskemminsar. En Adam var ekki lengi í Paradis og nú mun áður áminstum minni- hluta vera skemt, þvi að nú er aftur upp tekið hið gamla orðbragð, og sýnir það, að þjóðin hefir ekkert lært og vill ekkert læra í þessu efni. Síðan „þjóðstjórnarflokkarnir“ svonefndu gliðnuðu í sundur, fyrst í vetur, og svo fyrir fult og alt um síðastliðna krossmessu, hefir brenni- steinsregn liinnar islensku prúð- mensku í riti dunið yfir þjóðina. Það má aið vísu til sanns vegar færa, að nú hafa verið kosningar og eiga enn eftir að verða kosning- ar innan skamms, og munu sumir vilja afsaka það, sem nú er að ger- ast, með kosningahitanum. í kosn- ingaliitanum verður alt að leyfast, segja menn. En það ber lika að lita á hitt, að einmitt núna er verið að ganga endanlega frá fullveldisskip- un landsins. Og nú geta íslendingar ekki lengur skotið sjer undir það, að þeir sjeu ekki ábyreir orða sinna. Það er sannarlega ekki til mikils mælst, að þjóðin sjálf, og þá fyrst og fremst þeir, sem hafa gerst for- ustumenn hennar í ræðu og riti, sjeu sjer svo mikillar ábyrgðartil- finningar meðvitandi, að þeir reyni að ástunda prúðmensku og sýna al- þjóð, að ef íslendingar eiga að verða raunverulega sjáifstæð þióð, þá verða þeir að verða siðmeut þjóð. Kvikmyndahús Háskólans - Tjarnar-Bíó. Á föstudagskvöldið var hafði hið nýja kvikmyndahús Háskólans, sem fengið hefir nafnið Tjarnar-Bíó, frumsýningu sína. Var liún fyur gesti eingöngu, en á laugardags- kvöldið hófust opinberar sýningar, en þær verða tvær á kvöldi fyrsta kastið, en i ráði er að hafa fram- vegis stuttar (50 minútna) sýning- ar frá kl. 2 síðdegis, þangað til kvöldsýningar byrja. Fyrsta myndin, sem kvikmyndahúsið sýndi, var „Lady Hamilton“, ensk mynd úr lífi sjóhetjunnar Nelsons, og ljeku Vivi- an Leigh og Laurence Olivier aðal- hlutverkin. Myndin er hin ágæt- asta. Svo sem kunnugt er var það á- formað, eftir að Háskólinn hafði fengið rekstrarleyfi kvikmyndahúss í fyrra, að byggja nýtt leikhús milli Austurstrætis og Hafnarstrætis, við Austurstræti 5. En þegar til átti að taka fjekst eigi innflutningsleyfi á efni til svo stórrar byggingar. — Keypti húsnefndin þá, á áliðnu sumri, gamla ísliúsið við slökkvi- stöðina í Tjarnargötu og hefir nú verið unnið að því í vetur og sum- ar, að breyta húsi þessu í kvik- myndahús. Þeir, sem komu þarna á hlutaveltur, eftir að hætt var að nota húsið sem íshús, og koma jiangað aftur nú, munu reka upp stór augu. Því að þarna er kominn hinn prýðilegasti samkomusalúr. Aðaldyr eru á austurgafli og tekur þar við forstofa, með miðasölu, snyrtiklefum o. fl. til liliðanna, en yfir lienni er sýningarkiefi og öft- ustu bekkir á svölunum ná og yfir forstofuna. Inn i salinn niðri er nokkur jjrep upp að ganga, því að gólfinu niðri hallar upp, vestanfrá. Er sýningartjaldið í vesturenda hússins. Gangur er eftir miðju húsi endilöngu, en sætin til hliðanna — einkar þægilegir stólar. Húsið tekur tæp 400 manns í sæti. Sýningarvjelarnar eru frá Western Electric og dáðust menn að því á frumsýningunni, hve hljómhreinar þær eru, enda munu þær vera af allra siðustu gerð. Sýningarmenn kvikmyndahússins verða þeir Karl Guðmundsson og Bogi Sigurðsson. Það er Sáttmálasjóður, sem á þetta kvikmyndahús og rekur það. En Háskóiinn hefir kosið fyrirtækinu sjerstaka stjórnarnefnd, og eiga sæti i henni prófessorarnir Jón H. Sig- urðsson, Gunnar Thoroddsen og Niels Dungal. Það sem knúði fram þetta fyrirtæki var óttinn við það, að með sívaxandi verðfalli peninga yrði Sáttmálasjóði á engan hatt kleift, að koma að sama gagni og áður, nema til þess ráðs væri tekið að gera fje hans arðbærara en það er nú. En það má telja víst, að hið nýja kvikmyndahús verði svo arðbært fyrirtæki, að tekjur Sátt- málasjóðs muni stóraukast með því að taka upp jjennan rekstur. Og það skyldu allir liafa í liuga, að all- ur sá arður, sem verður af rekstri hins vistlega kvikmyndahúss i Tjarn argötu rennur til styrktar íslenskra embættismannaefna og vísindamanna og á þann hátt til þjóðarinnar sjálfr- ar. Enginn sjerstakur framkvæmda- stjóri hefir verið settur yfir þetta fyrirtæki, heldur hefir Pjetri Sig- urðssyni liáskólaritara verið falið að hafa umsjón með daglegum rekstri og bókhaldi. Það er þegar orðið þjóðkunnugt, hve myndarlega þessum manni hefir farist úr hendi rekstur Happdrættis Háskólans og um leið hve mikla hagsýni liann hefir sýnt i starfinu, því að kostn- aður við Happdrættið mun vera minni en við nokkurt happdrætti annað í ve"röldinni. Frágangur hússins, að utan sem innan, er hinn prýðilegasti. Sjer- staklega munu gestir veita lýsingar- útbúnaðinum athygli. Þess má geta, að enn vantar loftræstingarútbúnað í liúsið, en liinsvegar liggja útgöngu- dyr, tvennar, á norðurhlið þess, beint undir bert loft, svo að loft- skifti geta orðið fljót i hljeunum. Bókafregn. Guðmundur Friðjónsson: Utan af víðavangi, kvæði, Rvik 1942. Fjörutíu og fjögur ár eru liðin síð- an Guðmundur Friðjónsson gaf ut fyrstu bók sína. Fyrir rjettum fjöru- tiu árum gaf liann úr fyrstu ljóða- bók sína, Úr heimahögum. Allan þennan tima hefir hver bókin rekið aðra hjá þessum orðhaga þingeyska bónda. Og nú fyrir skömmu kom frá honum ný ljóðabók, TJtan ^af víffavangi, væn bók með mörgum kvæðum og fáum eyðum. í stuttum formála segir höfundur: „Nafn bók- arinnar er valið til að tákna það, að efni hennar nái yfir víðara svigrúm en Heimahaga, en svo hjel fyrsta safn kvæða minna. Það fer að likindum, að roskinn maður gaumgæfi fjölbreyttari málefni en unglingur, sem háður er hjartslætti titrandi viðkvæmni og tengir þess- vegna kveðskapinn of mjög við sjálfan sig.“ Skáldið kemur líka allviða við i þessum kvæðum sínum, þótt auðvit- að velji það enn mörg yrkisefnin úr heimahögum. Guðmundur er ein- hver hagasti erfiljóðasmiður vor nú- lifandi, honum er lagið að gera þau persónules og minnisstæð, og svo er um mörg í þessari bók. Ilann velur sjer að þessu sinni nokkur yrkisefni úr borgarlífinu (Halti Már, Frh. á bls. li. Jóhann Þorbjörnsson, Frei/ju- götu 4.3, verður 80 ára 1b. ágúst. virði fæstir Selfoss viðlits, þó að ekki sje nema kippkorn að ganga þangað, frá Dettifossi. Þessi mynd ætti þó að sýna, að það borgar sig að sjá Jjennan einkennilega foss. Myndin_ er eftir Edv. Sigurgeirsson, prentuð með leyfi Ferðafjelags ís- lands. SBLFOSS i Jöknlsá. Selfossarnir lijer á landi eiga það skylt, að fáir sjá þá. Er annar þeirra Ijó við þá stórbrú landsins, sem fjölförnust leið er yfir, nfl. við Ölf- usárbrú, en sá ljóð- ur er á ráði þessa „foss“, að það sjer liann enginn, því að þetta er eiiginn foss lieldur ofurlitlir há- vaðar, og mundi nufnið löngu gleymt, ef bærinn á árbakk- anum hjeti ekki Sel- foss. — Öðru mali er að gegna um Sel- foss þann, sem lijer er sýndur. Hann er mjög myndarlegur foss, en hylur sig í skugganum, vegna þess hve hann á myndarlegan bróður. Selfoss er sem sje í Jökulsá i Axarfirði, efsti foss- inn i því mikla fljóti og skamt fyrir sunnan Dettifoss. Allir vilja sjá Dettifoss, og er þeir hafa sjeð hann

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.