Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1942, Síða 4

Fálkinn - 14.08.1942, Síða 4
4 F Á L K I N N Þegar Adolf Hitler. r I. apríl 1932, fjekk jeg suður i Tyrol boð um að koma til Berlín, því að Röhm, skipulags- stjóri nasistaflokksins óskaði að tala við mig sem fyrst. Jeg fór til Berlín seinni partinn í apríl. Pabst majór stefndi okk- ur Röhm saman á Hotel Kaiser- hof. Jeg varð mjög forviða, er jeg sá að Himmler var þarna viðstaddur. Mjer var ekki enn ljóst, bvað Röhm lá svona á að tala við mig um. Hann hóf viðræðurnar með því að segja að sem foringi S.A. óskaði liann að kynnast mjer, sem foringja vopnaðrar lireyf- ingar, því að stjórnmálamenn- irnir mundu aldrei komast að samkomulagi um neitt. Hann taldi það mjög mikilvægt frá hernaðarlegu sjónarmiði að samvinna gæti tekist með sjer og hinum austuriska landvarn- arflokki (Heimatschutz). Heim- atschutz væri í hans augum af- armikilsvert landvarnarlið, sjer- staklega vegna þess, að svo margir bændur væru í því. Þetta var eiginlega það inerki- legasta, sem liann hafði að segja mjer. Hann spurði mig einnig, hvort jeg væri í sam- bandi við þjóðernissinna i Ung- verjalandi, og bvort jeg gæti komið á hernaðai’bandalagi við Gömbös, sem þá var enn hermálaráðherra Ungverja. Jeg komst ekki að þvi fyr cn löngu síðar, að um þessar mundir hafði Röhm í huga að koma á breiðfylkingu allra sjálf- boðaliðsflokka þjóðernissinna i Þýskalandi, Austurríki og Ung- verjalandi, og hugsaði sjer að þessir hervæddu flokkar næðu eirflskonar einræði. Verið getur, að nærvera Himmlers hafi varnað þvi, að hann segði það, sem honum bjó í brjósti. Jeg var líka varkár og svaraði að- eins óbeinlínis. Himmler sagði jeg hitti Hitler Eftir Starhemberg fursta. STARHEMBERG fursti hafði á árunum eftir 1920 kynst klíku Hitlers í Þýskalandi. Síðar skildi með þeim, og- á árunum 1932 —36 varð Starhemberg1 mikill áhrifamaður í Austurríki sem foringi „Heimatschutz“, fasistaflokks, sem Mussolini studdi með fje, til þess að vinna á móti hinu vaxandi gengi Hitlers. Var Starhem- berg varakanslari í stjórn Dollfuss og Schuschniggs. En þegar Hitler tók Austurríki varð Starhemberg útlægur og eignir hans gerðar upptækar. 1 byrjun stríðsins gekk hann í franska flugher- inn, og flýgur nú í her frjálsra Frakka í Afríku. Hjer segir frá síðustu samfundum hans og Hitlers, árið 1932. varla nokkurt orð; bar aðeins fram nokkrar spurningar við- vikjandi ýmsu, sem bafði gerst i Austurríki, og á þeim sá jeg að bann hafði eigi aðeins á- huga fyrir þeim málum lieldur fylgdist líka vel með. Þegar við Pabst major (sem einnig var líka viðstaddur) böfðum kvatt og vorum að fara út mættum við Adolf Hitler fram við dyraþrepin. Hitler þekti mig: „Góðan daginn! Jæja, svo að þjer eruð staddur í Berlín? Ætlið þjer að standa lengi við?“ „Nei,“ svaraði jeg. „Aðeins stutt.“ Hitler svaraði: „Ilefir ekki Ilelldorf greifi minst á við mig, að við ættum að hittast. (Ilell- dorf var þá aðjútant Hitlers). Mig rámar í, að hann hafi á- kveðið fund með okkur.“ „Ekki veit jeg neitt til þess,“ sagði jeg. Jeg var að tala við Röhni áðan, en meira veit jeg ekki um neina fundi.“ í sama bili gekk bópur ungra mana frambjá, jeg beld að þeir hafi verið búlgarskir stúdentar. Hitler sneri frá og talaði noklc- ur orð við þá. Pabst majór hvíslaði að mjer: „Skiljið þjer ekki — hann vill tala við yður, þó liann kunni ekki við að segja það.“ Hitler sneri sjer nú að okkur og hætti við: „Jæja, þetta er kanske misminni, en mig minti endilega að Helldorf segði, að þjer þyrftuð að tala við mig.“ Jeg svaraði: „Það er mis- minni. Jeg hefi ekki talað við IJelldorf greifa.“ Hitler kvaddi mig svo með handabandi og jeg fór út af Hotel Kaiserhof. En jeg var varla kominn inn í gistihús mijt þegar Josias Waldeck-Pyrmont fursti, annar aðjútant Hitlers hringdi og spurði hvort bann mætti tala við mig. Hann kom og sagði: „Manitu (það var Hitler oft kallaður meðan bann var að brjótast til valda) þarf að lala við yður. En það verður að vera með leynd, þvi að hann vill ekki, að austurríski flokk- urinn frjetti af því, vegna þess ama, sem þjer hafið orðið fyrir hjerna. Foringin veit hve mikil fífl nasistaleiðtogarnir í Ausl- urríki eru. Hann langar til að tala breinskilningslega við yður um málið. Hann metur yður nnikils. Þegar öllu er á botninn hvolft finsl okkur þjer vera gamall fjelagi úr upphlaupinu 1923. Jeg býst við að þjer liafið gott af að tala við foringjann." „Jæja,“ svaraði jeg, „hvenær á það að vera?“ „Klukkan 9l/> í fvramálið, á Ilotel Kaiserhof." Morguninn eftir kom jeg inn í aðjútantastofuna nokkrum mín- útum fyrir hálftíu. Þeir afsök- uðu kurteislega, sögðu að IIill- er væri vant við látinn sem stæði — hvort jeg gæti biðið nokkrar mínútur? „Farið þjer inn um næslu dyr og þar hittiö þjer gamlan kunningja,“ sagði einn af S.S.- liðsforingjunum við mig. Jeg fór þangað. Þetta var ein að móttökustofunum á Iíaiser- bof — fóðraðir veggir, ábreiður á öllu gólfinu — alt eins og á lúxushótelli. Það var skrítið að sjá í þessu umhverfi lítinn ótút- legan mann í brúnni skyrtu, reiðbuxum og svörtum bnjestíg- vjelum, sem lá á silkiáklæðinu á rúminu og var að háma í sig mat. Við rúmið stóð skutull með köldu keti, brauði og smjeri, vínflösku í kæli og' grapefruit. Hann notaði hvorki hníf nje gaffal en stífði ketið úr bnefa og drakk stóra tevga af stútnum. Þegar jeg kom í dyrnar rak bann upp tröllahlátur og sagði á skíru Bæjaramáli: „Nú er jeg hissa. Hvaðan kemur Starhem- berg? Það var gaman að sjá yður aftur.“ Jeg þekti manninn undir eins; þetta var Sepp Dietrich, og við höfðum hitst í sjálfboðaliðsflokknum Freie Korps. Þegar hann kom aftur síðast. Itimmler, forseii Gestapo. úr áróðursferð sinni um Efri- Slesiu lieim til Miinchen hafði hann verið umbúðamaður lijá útgáfufirmanu Eher, þar sem Völkischer Beobachter var síð- an gefinn út. Þetta var ekta bæjerskur ær- ingi, gjörómentaður og stund- um nokkuð svolalegur. Hann hafði verið undirforingi í heims- styrjöldinni en í Freie Korps hafði hann, að mig minti, stjórnað riðli og stundum vak- ið athygli fyrir fífldirfsku og kæruleysi. Mjer þótti skrítið að liitta hann á þessum stað. „Sæll og blessaður, Sepp. Líf- ið virðist leika við þig.“ „Sæmilega. Veistu að jeg er orðinn ríkisþingsmaður og einn í flokki Hitlers. Við þurfitm ekki að kvarta — aðeins full- mikið af þessum járnbrauta- ferðalögum, sífeldar ferðir milli Berlín og Munchen og þau eru talsvert lýjandi." „Þú virðist hafa öll þægindi hjerna?“ „Já, það er ekkert úl á það að setja. Við höfum fengið heila liæð handa okkur og svo hafa þeir meira að segja bygt handa okkur. Við erum að eignast stórhýsi hjerna í Berlin. En þetta kostar nú skildinginn, því að við lifum lijer ókeypis og þurfum ekki að borga fvrir neitt.“ „Hver borgar þetta alt. Það hlýtur að kosla einhver reiðinn- ar ósköp.“ „Hver borgar — livað ætli jeg vili það. Hitler borgar hjerna, en einhversstaðar hlýt- ur hann að fá peningana. En mjer kemur það ekkert við.“ Svo töluðum við um gamlar endurminningar. Mintumst á Austurríki, og Sepp liafði lieyrt að við ættum í brösum við nas- istana þar, en var á mínu máli og móti þeim.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.