Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1942, Side 7

Fálkinn - 14.08.1942, Side 7
F A L K I N N Ægilegustu orustur hafa veriö háðar á uigstöövunum i Rússlandi, siömi „vorsókn“ Þjóðverja, sem hófst ekki fgr en í sumar, var hafin. Hjer er mynd frá þeim tima, sem talið var að „Vetur konungur“ hefði hjálpað Rússum. Rússneskur riddaraliðsmaður ríður framhjá þgskum skriðdreka, sem yfirgefinn hefir verið á flótta. Margir af striðsföngunum itölsku, frá eyðimerkurhernað- inum — þá stundina sem Bretum gengur vel — eru fluttir til Englands. Hjer sjást nokkrir ítalskir stríðsfangar, sem settir hafa verið á land á enskri höfn, vera að koma að járnbrautinni, sem á að flytja há til fangabúðanna. lljer til hægri á blaðsiðunni birtasl nokkrar myndir af þeim flugvjelum, sem þykja reyn- ast best i styrjöldinni —- en lofthernaðurinn er nú orðinn öllu mikilvægari en landhern- aður og jafnvel sjóhernaður líka. Efsta myndin er af ornstuflugvjelinni „Airicobra", sem er smiðnð i Ameriku, en Bretar fá mikið af og likar ágœtlega við. Er hún afar hraðfleyg, en getur þó lent á 120 kílómetra hraða. Hreyfillinn er loftkældur Allison-hreyfill, og er ekki fremst í vjelinni heldur fyrir aftan flugmannssœlið, og gengur ásinn til skrúfunnar undir flugmannsklefanum. Að' vopnum hefir vjelin hríðskotabyssur i báðum vængjum og auk þeirra 37 mm fallbyssu, sem getur unnið bug á skriðdrekum. Ameríkumenn kalla þessa vjel „skriðdrekaldjúfinn“ og ensku flugmönnunum likar ágætlega við hana. Þetta er hin fræga „Swordfish-vjel“, sem aðallcga starfar i sambandi við flotann og hefir m. a. útbúnað til þess, að senda frá sjer tundurskeyti, eins og kafbátur eða ofansjávar- skip. Fyrstu afrek sín unnu þessar vjelar í sjóorustunni við Taranto i fyrra, þar sem Ital- ir mistu svo mörg skip, að varnir þeirra í Miöjarðarhafi urðu litils virði fyrst á eftir. „Sword- fisli“ flýgur ekki nema 750 km. frá bækistöðsinni og fer mjög hægt. Það reyndist svo, að Rússar áttn öflugan flugher, þegar á þá vár rciðist. En um gerð flugvjetanna og stærð hcifa engar skýrslur verið gefnar. Þessi flugvjel er lík enskri „Blenheim“-vjel, en almenningur veit ekkert um hana. Þetta er „Miles Master 111“. Er hún mikið notuð til æfinga. En æfingaförin, sem verið er að gera, þegar þessi mynd var tekin, var dálitið sjerstaks eðlis. Vjelarnar erti sem sje með eintómt kvenfólk sem farþega — stúlkur, sem vina sjálfboðavinnu sem vjelfræðingar hjá flughernum. Þær eru látnar fljúga við og við til þess að kynnast hreyflunum og vjel- nnum víðar en „á jörðu niðri", eins og sagt er í frjettnnnm.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.