Fálkinn - 14.08.1942, Blaðsíða 11
FÁLKINK
11
ROMMEL
HINN AFRÍKANSKI
Það var einu sinni snemma morg-
uns fyrir löngu, áður en Hitler var
farinn að ráða yfir Þýskalandi, að
Reinhard Heydrich, böðulinn sem
ljest í vor, var að flýta sjer inn lil
Hitlers húshónda síns, því að hann
átli áríðandi erindi við hann. Ilann
æddi gegnum herbergið fram af
svefnherbergi Ilitlers og af því að
hann átti aidrei að venjast- neinni
fyrirstöðu þá rak hann þunga stíg-
vjelatána í skrokk á manni, sem lá
þversum fyrir framan svefnherberg-
isdyrnar lxjá H'itler, og átti að verja
hann tilræðismönnum.
Þessi sofandi lifvörður, stór og
sterkur stríðsmaður úr fyrri heims-
styrjöldinni, spratt á fætur. Það
höfðu brotnað í lionum tvö rif. Ef
til vill liefir það verið óhepni fyrir
Heydrich að Hitler var svona nærri.
Þvi að annars hefði Heydrich lík-
lega verið drepinn þarna — að vísu
fyr en ella, en hinsvegar liefði hann
fengið miklu fljótari og þjáninga-
minni dauðdaga en hann fjekk eftir
tilræðið i Tjekkoslóvakiu.
Rifbrotni maðurinn var Ewin
Eugen Johannes Rommel, núverandi
hermarskálkur. Hitler er eini mað-
urinn, sem Rommel litur upp til.
Og hann lítur með fyrirlitningu
niður á alla menn á meginlandi
Afriku.
Meðal herfróðra manna heyrasl
mismunandi skoðanir á Rommel.
Hann er talinn: 1) áræðinn og á-
gætur öræfaherstjóri, sem stundum
skjátlast eins og öðrum, 2) besli
vjelsveitahershöfðingi þessarar styrj-
aldar, 3) einn af inestu herstjórum
vorra tíma. Undir úrslitum orust-
unar um Egyptaland og Vestur-Asíu
er það komið, hvaða sess hann hlýt-
ur í sögunni.
En hvernig sem liann er þá er
hann líkur hershöfðingium þeim,
sem Napoleon safnaði að sjer í ung-
dæmi sinu: harðskeyttur, ómentað-
ur, almúgalegur og happasæll.
Þýska útvarpið hafði nýlega þessi
orð eftir honum:
„Ef þú sparkar Englendinginn í
magann í dag, í tanngarðinn á morg-
unn og i bakið hinn daginn, þá
stenst liann það ekki. Hann getur
ekki vanist þessháttar aðgerðum."
Atliugasemdin lýsir manninum.
Sjálfmentaður hershöfðingi. Rom-
mel er ekki prússneskur junkari
frernur en Ilitler. Faðir hans var
barnakennari i Suður-Þýskalandi.
Hann var i l'yrri lieimsstyrjöldinni,
eins og flestir þýskir piltar, sem
fæddust 1891. Byrjaði sem einfaldur
undirlautinant, en eftirtektarvert
live hratt hann hækkaði í tigninni. )
Hann stýrði fjallasveit í fyrstu or-
ustunni í Champagne, 1915, og náði
þá mikilsverðum stað úr höndum
Frakka og neyddi lieilt franskt fylki
til undanhalds. Fyrir það fjekk
liann ,,Pour le Merite", æðsta hern-
aðarheiðursmerki Prússa. Árið 1917
gat liann sjer orðstir fyrir vask-
lega framgöngu gegn ítölum við
Isonzo. Þýska útvarpið var nýlega
að segja æfisögu lians og gat þess
þar, af venjulegri prúðmensku i
garð núverandi samherja sinna, að
Rommel „tók 9000 ítali liöndum á
minna en hálftíma.“
Samt fjekk almúgamaðurinn Rom-
inel ekki inngöngu í landvarnarliðið
— Reichswehr — sem Þjóðverjar
stofnuðu eftir fyrra striðið, og löng-
un hans til að komast í herþjónustu
aftur sneri hug hans snemma til
nasismans. Hann kyntist Hitler i
Wúrttemberg, varð foringi í Storm-
sveitardeild, tók þátt i hinni blóð-
ugu árás gegn sócialistuin og komm-
únistum í Coburg, en þá árás telur
Hitler liafa valdið straumhvörfum
í lífi sínu. Síðar varð Rommel
stjórnandi S-S, lífvarðarsveitar
Hitlers, og ferðaðist nú með honum
og Brúckner, sem var Ititlers hægri
hönd, og skiftust þeir Rommel og
Brúckner á um að sofa fyrir utan
svefnherbergisdyr foringians. Þegar
Hitler sló striki yfir Versalasamn-
inginn fór Rommel þegar í herinn,
gaf út handbók um Árásaraðferðir
fótgönguliðs, sem Paul Joseph
Göebbels var nýlega að gefa út í
12. sinn. Ennfremur lagði hann
stund á vjelahernað.
Þegar innrásin var gerð i Pólland
var Rommel orðinn ofursti. Þegar
Þjóðverjar rjeðust inn i Frakkland
var liann hershöfðingi og stjórnaði
7. vjelaherfylkinu, sem rauf herlín-
una við Maubeuge og álti mikinn
þátt í að flýta fyrir sókn Þjóðverja
norður að Ermasundi. Og þegar ráð-
ist var inn í Gyðingaland var Romin-
el her-marskálkur.
List skundiframkvæmdanna. Napo-
leon sagði, að ef stríðslistin væri
iolgin í því að forðast hætturnar,
þá mundu miðlungsmennirnir liljóta
mesta frægð í hernaði. Allir hers-
höfðingjar gera skissur. Bestu hers-
höfðingjarnir eru þeir, sem leio-
rjetta skissur sinar með sem minstu
tapi. Stríðið er í stuttu máli list,
að kunna að framkvæma hlutina í
skyndi.
Framsókn Rommels í Libýustyrj-
öld þeirri, sem hann liefir háð ný-
lega byrjaði með reikningsskekkju.
Hann sendi skriðdreka sína suður á
hóginn ' í breiðfylkingu kringum
Bir Hachéim, þar sem þeir áltu að
umkringja fylkingararm Breta, en
þeir komust að ráðagerðinni í tíma
og tókst að mæta atlögunni með of-
urefli liðs. Þar beið Rommels ósig-
ur og nú fór liann að leggja áherslu
á skyndiframkvæmdirnar. Verkfræð-
ingar hans hjuggu skarð i jarð-
sprengjuvarnir Breta við Ain el-
Gasala og á meðan fipaði hann Breta
með ýmsum hernaðarhreyfingum,
sem ekki voru annað en látalæti og
myndaði fallbyssugarð fyrir handan
skarðið og skipaði svo hernum að
sækja fram.
Bretar hjeldu, eins og Ghurchill
komst að orði, að orustan væri að
iognast út af, og bresku hershöfð-
ingjarnir sættu sig auðsjáanlega vel
við það. En Rommel var á öðru
máli. Hann kom 88 mm. fallbyssum
sínum fyrir í launsát. Með ljettum
skriðdrekum, og sennilega eftir að
hafa iitvarpað fölskum fyrirskipun-
um, sem viltu Breta, ginti hann þá
út í blóðbaðið. Að kvöldi þessa
dangs höfðu 230 af 300 skriðdrek-
um Breta verið eyðilagðir. Þann
dag töpuðu þeir orustunni um Libýu.
Mest af liði Breta var ekki nógu
fljótt til undanhaldsins; 25.000 af
því settist upp í Tobruk og bjó sig
undir langa umsát. En Rommel
eyddi ekki einu sinni heilum degi
til að búa sig undir flóttann. Hann
gerði áætlun sína á einu kvöldi.
Morguninn eftir, áður en Bretar
voru viðbúnir ók skriðdrekaher
Rommels upp að varnarvirkjum
Tobruks, rudidst frahi á milli þeirra
og var farinn að skjóta á skipin á
höfninni áður en Bretar höfðu svig-
rúm til að láta undan síga úr horg-
inni. Rommel liafði reynt, að það
var erfitt að ná Tobruk með átta
mánaða umsát — það mundi vera
miklu auðveldara að taka hana á
einum degi, ef það væri gert nógu
fljótt!
Daginn eftir fór Rommel að gera
ráðstafanir til þess, að leifar breska
hersins fengi ekki ráðrúm til að
koma sjer upp bækistöð og búast
til varnar á undanhaldinu. Á einni
vikup harkti hann hreska lierinn úr
Halfaya-skarði, frá Sidi Barani, fra
Matruh og frá Fuka. En þegar kom-
ið var að E1 Alamein, aðeins 70
mílur frá Alexandríu var her Rom-
mels orðinn svo úrvinda af þreytu,
að hann varð að liægja á sjer.
Hann hafði ekki unnið neitt
kral'taverk. Hann hafði aðeins barist
viturlega og snarlega á hverju st:gi
málsins, sjeð hvað ætti að gera næst
og gert það í dag í stað þess að
fresta því til morguns. Ilann hafði
ávalt byrjað á því næsta áður en
því síðasta var lokið.
Æfingar í heitum bgrgjum. Þegar
Hitler ákvað haustið 1940, að fela
Rommel stjórn Afrika Korps, sem
liann sendi til lijálpar ítölum, er
þá voru að niðurlotum komnir i
Libýu, fór Rommel þegar að æfa
lið undir þessa för.
Fyrir strið hafði Rommel fcrðast
um eyðimörkina sem „túristi" og
kynt sjer landslagið. En hann hafði
enga reynslu í öræfahernaði. Þess-
vegna setti hartn um æfingaherbúð
ir á sandnesi einu við Kuriskaliaf i
Eystrasalti, þar sem kvikmyndafje-
lagið UFA hafði oft tekið eyðimerk-
urniyndir. Hann valdi sjer lirausta
menn og ljet þá hafast við i brögg-
um, þar sem jafnan var sjóðandi
hiti. Ennfremur ljet hann þá lifa
á þurkuðum matvælum og fjörefn-
um, en vatn fengu þeir af mjög
skornum skamti. Með vindvjelum
gat hann látið sandinn rjúka, til
þess að venja mennina við sand-
byljina i Libýu.
Én þegar herliðið kom til Libýu
sá Rommel því fyrir eins góðri að-
búð og unt var. Ilver maður fjekk
grænt tjald, með botni, ofn með
eldsneyti, augnasmyrsli, munnvatn,
snyrtiduft, þvottatæki, ljósker. Til
matar liöfðu þeir nýtt kett og niður-
soðið, sítrónur, kartöflur, lauk,
bjór og kaffi. Og sjúkraliælin höfðu
nóg af öllu. Við hvíldarherbúðirn-
ar voru bjórstofur, leikvellir, kvik-
myndahús skemtunar. og hornaflokkar til
Ronunel segir aldrei við sína
menn, að Bretar sjeu þróttlausir.
Hann segir að þeir sjeu seigir, en
að hinir ungu úrvalsmenn Hitlers
verði að reynast seigari.
Rommel er, eins og margir heppn-
ir menn, hjegómagjarn, dramblátur
og ráðrikur, enda tekur liann
á sig alla ábyrgð og last, en lika
alla frægð vegna verka sinna. Þegar
ille fer í orustu umsnýst hann af
vonsku og skammar alla og byrjar
þá með orðinu ,Sch\veinhunde“.
Hitt veifið er Rommel kurteis en
kaldhæðinn. í dagskipun sinni, dag-
inn sem hann hóf sóknina, vitnaði
hann til Victors Emanuels, og kall-
aði hann „keisara Abessiníu“.
Undirmenn hans, liðsforingjar og
óbreyttir liermenn, óttast hann og
líta upp t'il hans. Hann er ávalt á
ferð og flugi fyrir framan hersveitir
sínar, ýmist i bifreið eða á mótor-
lijóli. Stundum verða þeir að þola
margt misjafnt af honum, en þeir
dáðst að honum samt. Þeir hafa
myndað nýyrði: þeir segja um faíl-
ið enskt vígi, að það sje gerommelt,
Stundum er liann ekki upp úr þvi
hafinn að volgra þeim með fölskum
áróðri. í vetur sem leið, þegar hann
var kominn of langt fram úr að-
flutningsstöðvum sínum og Bretar
ráku liann til baka til Benghasi,
sendi liann þessi orð út, með
merkjaskeytum: „Verið ekki eftir-
bátar fjelaga ykkar i Rússlandi. Nú
hafa þeir tekið Moskva.“ í vor þeg-
ar Bir Hachéim varðist lengur en
hann hafði búist við, ók liann nulli
skriðdrika- og fótgönguliðssveitanna
og ljet kalla: „Menn í Afrika Karps.
Verið hughraustir. Hinn dýrðlegi
Fulirer okkar liefir tilkynt mjer,
að lið lians liafi tekið Sebastopol!“
Á kvöldin, þá sjaldan sem lianii
er ekki að gera áætlanir fyrir næsta
dag, gerist Rommel oft lærifaðir og
safnar þá að sjer liðsforingjum af
skriðdrekunum og heldur fyrir þá
ræður um fegurð nasismans og þá
list að koma hlutunum í framlcvæmd
á friðartímum. Harold Denny blaða-
maður, sem var handtekirtn í Afriku
í fyrra en komst undan, hefir sagt
frá, að Rommel liefði gaman af því
að segja enskum liðsforingjum, sem
hann hefir tekið til fanga frá þvi
hvaða veilur sjeu i lierstjórn þeirra.
Eitt er það, sem enskir lierfor-
ingjar hafa ekki lært af lionum, sem
sje livee mikilsvert það er, að sjá
alt með eigin augum, og kanna hef-
stöðvarnar sjálfur, eftir því sem við
verður komið, en á þvi hefir hann
grætt mikið. Enda leggur liann ofl
líf sitt í hættu til þess að fara um
viglinurnar á nóttinni. Og hann
byggir áætlanir sínar á staðreynd-
um.
— — — Meðan Bretar voru að
reyna hvern hershöfðingjann eftir
annan á Libýustöðvunum hjclt
Rommel áfram að læra það, sem
læra þurfti til liernaðarins i öræi-
uinim. Meðal annars livers virði það
er, að hafa nægileg viðgerðartæki
nærri sjer. Viðgerðarvagnarnir hans
eru ekki steinsnar frá víglinunni
og gera oft við ónýttan skriðdreka
meðan á orustunni stendur. Stóru
hjálparvagnarnir lians tína saman
það sem skemmist og flytja það á
næsta viðgerðarstað, undir eins og
skyggir, og þar er gert við það í
tjaldbúðum, sem ekki er liægt að
sjá nema að deginum til.
Þegar Rommel hrakti Breta ausl-
ur frá Banghai síðast i febrúar hirti
hann kynstrin öll af birgðum, sem
þeir höfðu skilið eftir í hrúgum.
Siðan hefir síður þurft að halda á
slíku, þvi að birðgalestir lians kom-
ast til herbúðanna á hverri nóttu
og sjá þeim fyrir öllu, sem með þarf.
Vatn, bensín, matur —- þetta kemur
alt á nóttinni, stundum loftleiðis,
ef þörf gerist. En alt nýtilegt, sem
til felst frá Bretum er notað. Jafnvel
enskur skriðdreki, sem var skilinn
eftir bilaður i gær, er kominn í or-
ustu Rommels á morgun —með
hakakross á fallbyssuturninum.
íINDVERSKUM BUNGALO.
Frh. af bls. 9.
sjer von um af hans hálfu. Og áður
en hún vissi af lá liún í faðmi hans
og liann kysti hana þangað til hún
gat varla dregið andann.
„En jeg hjelt að þú .... hataðir
allar stúlkur,“ sagði hún.
„Það gerði jeg líka,“ sagði liann
og brosti til hennar. „En jeg vissi
ekki að það væri til svona dásam-
leg stúlka eins og þú á jörðinni. Þú
gerðir húsið mitt að heimili, Sheila.
Þú brást mjer ekki. Flestar stúlk-
ur liefðu flúið lafhræddar undan
nöðrunni en þú flýðir ekki ....“
Hann faðmaði hana að sjer aftur.
„Þú verður að fara frá mjer,
elskan mín, undir eins og fjarað
er úr ánni og bróðir þinn kemur
að sækja þig. En þú kemur aftur
— og verður konan min.“
Útbreiðið „Fálkann“