Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1942, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.10.1942, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 HERSHÖFÐIN Gli BANDARÍKJ- ANNA 1 EVRÓPU. Maðurinn á miðri myndinni cr Dwight D. Eisen- h'over y/ithers- höfðingi Banda- ríkjahersins á Bretlandsey jnm, að hera ráð sín saman við helstu foringja sína Til vinstri er aðál- landshersforingi hans, Ernest R. Lee, en til hægri flotaforinginn, Harry C. Butler. Eisenhover er með stækkunar- gler sitt á upp- drættinum af meginlandi Evrópu. p'lNHVERNTÍMA hlýtur að koma ^ að ]jví að sólin springi, að þvi er þeir stjörnufræðingar telja, sem liafa l'yrir víst, að allar stjörnur springi einhverntíma. En það er engjn ástæða ti) að fara að berja lóminn út af þessu ennþá, því að stjarnfræðilega sjeð er sólin tiltölu- lega ung. Fyrir þremur biljón árum var stjarna einhversstaðar utan úr geimnum að flækjast i nágrenni við sólina, (ig aðdráttarafl þessarar stjörnu hafði þau áhrif, að flykki tættust úr sólinni og þutu út í geim- inn, og úr þessum flykkjum urðu svo reikistjörnurnar, þar á meðal móðir jörð. Nu er talið, að sólkerfi okkar \ erði nálægt 12.000.000.000.000 (tólf biljón) ára gamalt, og mætti þvi bú- ast við sólsprengingunni einhvern- lima á næstu 9 hiljón árutu. Stjörnufræðingar i Humborg og Erfurt sögðu fyrir skemmstu frá linattsprengingu. Ein af stóru sól- unum í Vetrarhrautinni sþrakk, og varð af glampi mikill. En þó að stjörnufræðingarnir sæu ekki þenn- an ljlossa fyr en á þvi lierrans ári 1942, þá gerðist hann í raun og veru fyrir miljónum ára. Og ástæð- an til þessa er sú, að fjarlægð fjess- arar sprengistjörnu frá jörðinni var svo gifurleg, að þó að ljósið fari 186.000 enskar milur á sekúndu, þá var það samt miljónir ára á leiðinni til jarðarinnar. Sólin er ein af mikilverðustu hnöttum himingeimsins, jafnvel þó aðeins sje litið á hana frá hrein- vísindalegu sjónarmiði. Fjarlægðin milli hennar og jarðarinnar er sá mælikvarði, sem notaður er við aðr- ar mælingar fjarlægða í geimnum. Og nú eftir ítarlegar mælingar stjarnfræðinga i fimm heimsálfum, hefir þessi fjarlægð verið ákveðin, og telst vera 93.005.000 enskar mílur —- 65.000 mílum meiri, en áður var talið. Þýðing þessarar uppgötvunar er afar mikil. Því að villa í mæl- ingum á fjarlægðinni milli sólar- innar og jarðarinnar veldur vitan- lega skekkju á öllum öðrum stjarn- fræðifjarlægðum. Nýju útreikningarnir eru þó ekki nákvæmari en svo, að gert er ráð fyrir, að skakkað geti 9.000 mílum til eða frá. Þetta virðist mikið, en samkvæmt ummælum kgl. stjarn- fræðingsins dr. II. Spencer Jones, svarar þessi skekkja til liársbreidd- ar móti tíu mílum, eða tvieyrings mót 3250 milum. „Þelta er langsam- legasta nákvæmasta mælingin, sem nokkurntíma liefir verið gerð á fjar- lægðinni til sólarinnar,“ segir dr. Jones. „Hefir verið kveðinn upp úrskurður, sem gilda mun um mörg ókomin ár, í þessu sögulega máli.“ Mann sundlar þegar þessi fjar- lægð •— 93.005.000 milur — er nefnd, og J)ó er þún ekki nema örlítill spölur á stjarnfræðilegan mælikvarða. Næsta stjarna utan sól- kerfis vors en 3000.000 sinnum lengra burtu, eða með beinum töl- um nálægt 27.900.000.000.000 milna fjarlægð. Nokkra liugmynd um Jjað ómæli tíma og rúms má gera sjer af samlikingu Hendrik var der Loons. Hugsum okkur, segir hann, eyju á stærð við Bretland, í miðju hafi. Hugsum okkur ennfremur, að miljónasta hvert ár kæmi lítill þúfu- titlingur og brýndi nefið á sjer á kletti Jjar. Þegar eyjan væri afmáð af yfirborði jarðar við þessa „slip- un“ væri ein sekúnda liðin af eilífðinni. EGNA Jjess hve sólin er nærri * jörðinni, er hún fyrir sjónum manna stærsli linötturinn i geimn- um, og við teljum stjörurnar ekki nema agnir í samanburði við hana. En Jjó að lnin sje 864.000 mílur í þvermál, miljón sinnum stærri en jörðin og 332.000 sinnum þyngri, er sólin i raun rjettri dvergstjarna. Flestar stjörnur eru miklu stærri en sólin — sumar miljónum sinnum stærri. En sólin hefir ekki altaf verið lítil, eins og hún er nú. Einu sinni i fyrndinni var hún margfalt stærri. Sannleikurinn er sá, að sólin ljetl- ist um 4.000.000. smálestir á hverri sekúndu, eða 240 miljón smálestir á hverri minútunni. Ilún hefir þegar mist mesl af því efni, sem í henni var þegar hún fæddist fyrir Jjrem bljónum ára. Ástæðan er útgeislun sú og frum- eindaklofning sem jafnan gerist í sólipni. í miðbiki sólarinnar telst mönnum til að sje 60 miljón stiga hiti (á Falirenheit), en. á yfirborð- inu 6 miljón stig. Við þennan feikna hita klofna frumeindir efnanna í sólinni og framleiða orku l)á, sem sólin stafar í allar áttir, meðal ann- ars til jarðarinnar. Þessari útgeislun fylgir efni, sem hægt er að reikna þyngdina á. Iíastljós, sem varpar hirtu frá fim- 1 tíu liestafla orkugjafa „útvarpar" 114 gramms af efni á öld, en yfir- horð sólarinnar er svo stórt og orkumagnið svo mikið, að sólin eyð- ir 240 miljón smálestum af efni sínu á mínútunni. Að áliti margra vísindamanna á hið sama sjer stað allstaðar í himingeimnum. Hnett- irnir eru smámsaman að streyma út í geiminn, með geislunum. Fyrir átján mánuðum tilkyntu visindamenn við Cornell-háskólann i Ithaca að Jjeir liefðu ráðið J)á gátu, hversvegna sólin eða orkuefni hennar gengi ekki til þurðar, en ef sólin kulnaði út, mundi alt líf slokna á jörðinni. En lijer verður þvi ekki lýst, hvernig sú ráðning var, nema að Jjví leyti að Jjeir halda að liringrás sje á kolaefninu, sem sól- in eyðir, þannig að Jjað komi aft- ur lil sólarinnar og myndi sambönd við vatnsefni hennar á ný. NÁIÐ ROMMEL! -------------- Frh. af bls. ti. fyrirkomulag herhúðanna og gátu Jjví stel'nt beinl að setri Rommels i miðju hverfinu. Þegar Jjýsku varð- mennirnir kölluðu til, þeirra l'leygðu Jjeir sjer niður, en einn svaraði á lýtalausri Jjýsku. Þegar Jjeir komu að húsi Ronnn- els börðu þeir hægt á forstofudyrn- ar og kyrktu svo varðmanninn, sem kom til dyra, áður en liann gat kom- ið upp nokkru hljóði. Sumir strand- höggsmennirnir hiðu fyrir utan, til Jjess að varna þvi, að þýskir her- menn kæmust að húsinu, en Keyes fór inn með nokkra menn og ljetu þeir vjelbyssurnar spýta. Þeir kom- usl fyrirstöðulaust inn í stóru stof- una niðri til þess að finna Romm- el Strandhöggsmenn sýna enga mískun og vænta engrar heldur. Þeir hrintu opnum hurðunum og skutu af - vjelbyssunum til ljess að drepa alt, sem fyrir kynni að verða. í einni stofunni hittu þeir fyrir nokkra lierforngja, sem sátu yfir landsuppdráttum og voru að gera áætlanir. Og nokkrir varðmenn, sem höfðu verið uppi á lofti og heyrðu skothríðina niðri, voru drepir þeg- ar Jjeir komu ofan stigann. Keyes hraut upp nýja liurð og sleig inn fyrir Jjröskuldinn. En |já dundi á lionum kúlnahríð frá vjel- hyssu, tætti sundur magann i hon- um og hann dó undir eins. Rohin Campbell kapteinn gat dregið lik foringja sins inn í salinn og kastaði r.okkrum handsprengjum inn í her- bergið, svo að bar sprakk alt í mola. En nú var alt liðið í herbúðun- um komið á kreik. Strandhöggs- mennirnir við, dyrnar börðust eins og ljön til þess að varna Þjóðverj- unum inngöngu í húsið. Campell tók við stjórninni og kom nú út til þess að safna saman liði sínu. lín* að- eins 8 af Jjrjátíu svöruðu er hann hljes í blístruna. Áður en strandhöggsmennirnir reyndu að komast burt köstuðu Jjeir handsprengjum inn um gluggana á efri hæðinni í húsinu, í þeirri von að einhver þeirra mundi hitta Rommel í rúminu. En kúla frá naz- istum fótbraut Campbell og hann fjell til jarðar. Hann vildi ekki verða fjelögum sínum til trafala og sagði þeim að skilja sig eftir, en sprengja púðurbirgðageymslu Þjóðverja í lofl upp. Þeir gáfu honuni morfín- sprautu og settu liann upp við ávaxta- trje. Það er ósennilegt, að Þjóðverj- ar hafi sýnt Campbell nokkra misk- un, er Jjeir fundu hann um morg- uninn. Þeir sem uppi stóðu komust með furðulegu rnóti út úr lierbúðunum, 'en Jjegar þeir komu í fjöruna sáu jjeir, að fjelagar Jjeirra höfðu orðið fyrir árás og gúmmíbátarnir voru gereyðilagðir. Þeir hjeldu ]jví inn í eyðimörkina, í Jjeirri von að þcir mundu rekast á breska framverði. En í staðinn rákust þeir á Jjýska njósnarflokka, og aðeins tveir af hinum 50 komust til stöðva Breta — 41 degi síðar. Hin djarfa hugmynd um að ná Rommel mistókst. Hann var fjar- verandi þessa nótt. Hann sat í af- mælisveislu i Róm. Egils ávaxtadrykkir KAUPIÐ »FÁLKANN« HVENÆR SPRINGUR SÓLIN?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.