Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1942, Page 11

Fálkinn - 30.10.1942, Page 11
-i'ÁLRlNN 11 Fríðill drottningarinnar on svipa Rússlands. ÖLDIN er öðrum tímum * frémur öld hirðgæðinganna. EjítiHætisgoð þ.ióðhöfðing.ja og drotn- iriga setja mót á sögu þeirra tíma, því að þessir einvaldar virtust mjög hneigðir til að láta stjórnast af upp- skafningum er að jafnaði voru frémri að líkamlegu atgervi en and- legu. Sjerstáklega stóð þessi uppskafn- ingaöld í blóma í Rússlandi. Þar óðu hirðgæðingarnir uppi. Ög þó að ótrúleg æfintýri verði sögð um flesta þeirra þá skaraði samt einn langsamlega fram úr að ófyrirleitni. Það var Ernst Johan Biron, Kúr- landshöfðingi. — — — Árið 1710 slangraði ungur og laglégur maður um St. Pjetursborg, sem þá hafði verið stofnuð fyrir 7 áriim, og var að leitast við að ná sjer í stöðri í stjórnarráðunum eða við hirðina. Hann kallaði sig de Biron, var fæddur í Kúrlandi og hafði stundað nám í Königsberg um hríð en verið rekinn ]>aðan fyrir ósæmilegt framferði. í St. Pjetnrsborg var öllum hurðum skelt fyrir nefinu á þessum ófyrirleitna æfintýramanni. Það kvisaðist sem sje, að l)essi ungi maður væri son- ur kúrlensks skógarvarðar, sem lijet Biihren, og að hann hefði stolið sjer franska aðalsnafninu, de Biron, til að láta fólk lialda að hann væri af söniu ættinni og hinir t'rægu frönsku m arskálk ar. Biron varð að hröklast lieim afl- ur lil Mitau, höfuðstaðar Kúrlands, hreldur og vonsvikinn. Þar rikti Anna Ivanovna erkihertogafrú, bróð- urdóttir Pjeturs mikla, og var hún aðeins 19 ára. Eftir nokkrar um- ieitanir tókst Biron að fá undirtillu- stöðu við hirð hennar og brátt fór hertogafrúin að taka eftir honum. Heimurinn er ekki stór, því að skömmu áður hafði Anna Ivanovna verið bráð-ástfangin af öðrum Bir- oh, sem að vísri var ekta, og fransk- ur hertogi af Lauzun. En þessi ljett- úðugi Frakki liafði dregið hana á tálar. Hann liafði flæksl í ástaræf- intýri með einni af hirðfrúm Önnu ívanovna, í sjálfri hertogáhöllinni. Og Anna Ivanovna liafði því fulla ástæðu lil að snúa baki við honum og l'ará að gefa sig að Ernst Johan. Hún varð bráðlega ástfangin af honum. Ernst Johan Biron hækk- aði ört í tigninni og varð kammér- junkari. En nú hafði hefðarlöng- Unln vaknað og liarin gekk að því tneð oddi og egg að verða tekinn inn í aðalmannastjettina. Anna Ivánovria var íús að hjálpa honum til þessa og taldi hjin hann á að giftast stúlku af aðalsættum, þvi að þá mundi gatan verða greiðari. Gift- ist hann svo fátækri aðalsmær kiirlenskri, en ekki vildu aðalmenn í landinu viðurkenna hann samt. Þeir tóku ekki í mál að taka þenn- an dularfulla Ernst Johan de Biron ^ með útflúraða franska aðalsskjöld- irin, góðan og gildan. Og þegar Bir- on fór til St. Pjetursborgar — lióndadóttirin Katrin L, ekkja Pjet- urs .mikla, og Mensiekoff stjórnuðu þar þá — neitaði rússneski aðalinn líka að viðurkenna hann. jp*INVALDAR Rússlands sátu sjaldn- ■*"* ast lengi í hásætum í þá daga. Árið 1727 sálaðist Katrín I. og arf- taki hennar, Pjetur II., safnaðist lil fcðra sinni árið 1730. Og öllrim á óvart var nú Anna Tvanovna,—sem var bróðurdóttír Pjeturs mikla, tek- in til drotningar yfir Rússlandi. Hinir eiginlegu valdamenn í Rúss- landí þá, Dolgoruki, Miinnich og Ostermann. töldu víst að völdum jieirra mundi verða borgið í land- inu, ef kvenmannsvæfla, er átti upp- hefð sína þeim að þakka, sæti í há- sætinu. En þeir gleymdu alveg Bir- on, sem faldi járngrimu undir blíðu og brosandi andlitinu. Og Dolgoruki fursti, voldugasti maður Rússlands, gróf sjer gröl' sjálfur, er hann færði Önnu Ivanovnu boðskapinn uin, að liún væri kölluð lil ríkisstjórnar. í fordyrinu hjá lienni mætti hann ungum manni, og benti honum að fara út. En þegar ungi maðurinn stóð kyr tók Dolgoruki i hálsmálið hans og henti lionum út úr dyrun- um. Þetta var Biron. Anna reyndi að koma á sáttum, en Dolgoruki var ósveigjanlegur og tók af henni nauðungarloforð um, að de Biron mætti ekki koma með henni til Pjet- ursborgar. Það kom brátt á daginn, að Anna Ivanovna virti litils loforðin, sem hún hafði gefið í Mitau, því að þegar til Pjetursborgar kom fór hún því fram, sem henni sjálfri þóknað- ist. Biron var gerður hirðmaður. Sama dag sem Anna settist í hásæt- ið settist Biron að i höllinni ásaml konu sinni. Á þann hátt gat hann hitt Önnu óhindraður og án þess að vart yrði út í frá. Hún . skipaði hann yfir-kammer- herra sinn. Hann fjekk sæg af orð- um og vegur hans fór vaxandi. Nú fansl alt í einu öllum, að Biron væri óvenjulega snjall og tiginn maður. Kúrlensku aðalsmennirnir, sem nokkru áður höfðu ekki viljað skíta aðalsmannatalið sitt út á nafn- inu hans, sendu nú nefnd manna til þess að biðja hann náðarsamleg- ast um leyfi til, að liann yrði skrá- settur,Þýskalandskeisari gerði hann að rikisgreifa og franska aðalsættin de Biron ljet spyrjast fyrir um, á hvern hátt hann væri skyldur henni, því að ættargrein hans mátti ekki vanta í ættartöluna. Biron var eins og silungur í sjó. Hann var mest hataði og mest heiðr- aði maðurinn í Rússlandi. Hann var alveg mentunarlaus, en sjeður og slóttugur og lærði fljótt rúss- nesku valdamannaaðferðina: að beita ruddalegu ofbeldi þegar hann vildi fá einliverju framgengt. Hann var viss um vald sitt á Önnu og fór nú að gefa svallfýsnum sinum lausan tauminn. Rússar fengu og brátt að kenna á drotnunargirni hans og grimd. Hann hafði ekki gleymt livernig Dolgoruki móðgaði liann forðum og gerði nú hann og fjölskyldu hans útlæga til Síberiu. Stjórn hans var grimm og órjettvís. Böðlarnir höfðu nóg að gera. Allir skulfu af ótta við Biron og tiltektir lians. Jafnvel drotningin var lirædd við hann, en þó var ekki við það komandi, að hún fengist til að taka af honum völdin. Hann var alger- lega einráður. Hann hjelt sig eins og hann væri keisari og rakaði sam- an fje með öllum ráðum, bæði leyfi- legum og óleyfilegum. Til dæmis græddi hann stórfé á okri. ÁrIÐ 1737 beit Anna höfuðið af ^ skömminni með því að leggja til, að Biron yrði gerður hertogi af Kúrlandi. Biron hafði fyrirfram mútað ráðamönnum Kúrlands, svo að ekkert var að óttast úr þeirri átt. Og allir skutu skolleyrum við mótmælum ljenslierrans sjálfs, kon- ungsins í Póllandi. Nú varð Biron, sem kúrlenski aðallinn hafði lítils- virl nokkrum árum áður, hertogi og einvaldi Kúrlands. Nokkrum árum eftir að liann hafði tekið við tign- inni gerðu fjendur hans uppreisn gegn honum. En liún var bæld nið- ur með mestu grimd og Biron ljet dómstól, sem liann hafði sjálfur skipað til þeirra liluta, dæma seka og grunaða — sjerstaklega persónu- ltga óvini sína. Dolgoruki fjekk á ný að kenna á hefnigirni valdhaf- ans. Ta’o af ættingjum hans ljet Biron hjólbrjóta en fimm voru háls- h.öggnir og sumir settir í fangelsi í Schliisselburgkastala. Og fjölda kvenna setti liann í klaustur. Biron var nú voldugri en nokk- urntíma áður. Þýskalandskeisari gerði hann að „durchlaut" og franski liertoginn af Biron gerði út sjerstakan sendiboða til að færa ,,frænda“ sínum hamingjuóskir. Anna drotning lagðist veik árið 1740. Á banasænginni varð hún að skrifa erfðaskrá, eins og Biron las henni fyrir. Samkvæmt þeirri erfða- skrá skyldi barnið Ivan, sonur Önnu Karlovnu, frænku drotning- arinnar, erfa ríkið eftir hennar dag, en Biron skyldi verða meðráðamað- ur barnsins og ríkisstjóri. Óvi nir Birons höfðu beðið ])ess með óþreyju að Anna drotning hrykki upp af og höfðu ráðið ráð- um sínum um að steypa Biron al' stóli undir eins og hún- væri fallin frá. Munnich greifi var foringi sam- særismannanna. Biron grunaði ekk- ert. Hinn gamli slægvitri marskálk- ur heimsótti liann í mestu vinsemd kvöldið áður en byltingin fór fram. En morgunin eftir hjellt hann skot- liðum sinum inri í sumarhöllina, þar sem hertoginn bjó, að gerði aðsúg að honum. Þeir rjeðust á Biron í svefnherbergi hans. Ilann var tekinn og bundinn og fluttur i vetrarhöllina. Þaðan var liann flutt- ui ásamt fjölskyldu sinni í Schluss- elburgkastalann, en móðir Ivans, Anna Karlovna, var skipuð ríkis- stjóri. Og tíðindin vöktu mikinn fögnuð í Pjetursborg. Engin vorkendi hinum fallna harðstjóra. Pólverjakonungur gerði tilraun til að mótmæla, aðallega til málamynda, því að hertoginn af Kúrlandi var þó fullvalda fursti og stallbróðir hans. En enginn tók mark- á þessuni konunglegu mót- mælum. TtL málamynda var höfðað mál gegn Biron. Yöru eignir lians allar, sem vöru ranglega fengnar, gerðar upptækar og námu þær 14 miljón rúblum. Þeltít voru aðallega gimsteinar og listverk. Loks fjell dómurinn yfir honum og var lesinn upp i öllum kirkjum. Það var dauða- dómur, en var breytt í æfilanga fangelsisvist í Síberíu. Miinnicn læfði þegar gert ráðstafanir til að láta byggja ofurlitið hús handa fanganum austur í Pelym. Var hár skíðgarður kringum lnisið og úl fyrir hann mátti Biron og fjölskylda hans ekki koma. En stjórnendur Rússlands voru ekki fastir í söðli í þá daga. L’Est- occi, sáralæknir Elísabetar prins- essu, dóttur Pjeturs mikla, sem var óstjórnleg ástriðumanneskja, beitti sjer fyrir byltingu með þvi mark- miði að setja Ivan litla af en koma Elisabetu í hásætið. Þessi bylting fór fram 1741, mjög þegjandi og Mjóðalaust. Anna Karlovna var handtekin og sat í fangelsinu Chol- mogory við Dvina, þangað til dauð- inn leysti hana þaðan. En keisarinn Ivan, sem aðeins var þriggja missira gamall, var lokaður inni i klefa i Schliisselburgkastala. En jiað sem örlagarílcast varð ÍK'i'ir Biron í þessu sambandi var að erkifjandmanni hans, Munnicli marskálki, var steypt af stóli. Áður en Biron hafði verið í Síberíuvistinni i eitt ár kom sendi- boði frá Elisabetu drotningu með úrskurð þess efnis að Biron væri leystur úr fangelsi. Hann tygjaði sig í flýti til ferðar. Á tveimur vögn- um ók liann vestur yfir Síberíu eins og liestarnir gátu komist. En lionum miðaði samt hægt, því að vegirnir voru vondir og mikil um- ferð austur á þóein n, til mesta trafala. Það var fólk, sem var að fara í útlegð. Biron liafði ekki farið langt þeg- ar liann mætti vagni, sem riðandi kósakkahermenn fylgdu. Hann sá manninn sem sat í vagninum og þekti þar Munnicli, sem einnig virt- ist bera kensl á liann. Þeir störðu hvor á annan en vöruðust að láta geðhrif sín í ljósi. En Biron hertogi átli þó bágt með að leyna meinfýsni sinni, því að þetta ferðalag Munnich aristur í Síberíu sagði honum betur en mörg orð frá því að nú hefði Miinich fengið að kenna á þeim meinlegu örlögum, sem rússneskir valdamenn hafa orðið að sætta sig við, fyr og síðar. Nýju valdhafarnir höfðu ekki aðeins gert Miinnich útlægan til Síberiu lieldur höfðu þeir einiiig af bölvun sinni ,senl liann i sönui hí- býlin, sem hann sjálfur hafði látið gera handa Biron. Þar lifði liann í tuttugu ár, raunalegu lífi og gleði- snauðu. En sigur Birons var ekki eins mikill og hann sjálfur hjelt. Óvinir hans liöfðu fengið Elisabetu drotn- ingu til að senda liann í einskonar útlegð til Suður-Rússlands. Og ])ar beið liann í þeirri von að fá upp- reisn á nýjan leik. Hann gerði sjer vön um, að ólíklegustu tíðindi gæli gert hann að frjálsum manni aftur. I-L.N nú komst kyrð á rússneska ■*“* stjórnarhagi, aldrei þessu vant, og Elisabet drotning ríkti til 1762. Þá tók Pjetur III. ríki og nú hófst mildara stjórnarfar en áður. Fang- elsin voru opnuð og þeir, sem útlægir liöfðu verið gerðir vegna stjórn- málaaðgerða fengu leyfi til að koma heim á ný — þar á meðal Miinnich og Biron. Biron fjekk ekki kúrlenska her- togadæmið sitt aftur, en lifði kyr- látu lífi í Pjetursborg og þorði varla að sýna sig við hirðina. Þó var það þar sem hann liitti Miinnich greifa. Þegar keisarinn sá þá kallaði hann: „Lítið þið á fornkunningjana þarna. Þeir verða að skála saman!“ Hann lielti víni á glös handa þeim báð- um. Biron og Miinnich fölnuðu af reiði, en þorðu elcki annað en skála og keisarinn hafði gaman af að nið- urlægja þessa Ivo fyrverandi valda- menn Rússlands í augum hirðar- iunar. En viku eftir þennan atburð voru stjórnardagar Pjeturs III. taldir. Hann var kvæntur Ivatrínu II., sem síðar varð ein af frægustu stjórn- endum Rússlands, en hún Ijet fang- elsa hann og myrða. Kaírínu, sem varð alræmd fyrir friðlaliald silt, fjell vel við Biron og fjekk honum aftur hertogadæmið Kúríand, aðal- lcga til að gera Pólverjum bölvun. Hjelt Biron nú á ný til Mitau og liafði rússneskt herlið sjér til trausts og lialds. Þannig komst hann enn á ný í þjóðhöfðingjatöluna á gamais aldri, þó að Kúrland væri þá að visu komið i skugga rúss- nesku krúnunar. Biron var meira litilmenni en svo og valdafýkn hans meiri en svo, að Kúrland gæti orðið farsælt undir stjórn lians. Þegar liann fjekk Pjetri syni sinum stjórri furstadæmisins i liendur, árið 1769, voru fagnaðar- liátíðir lialdnar um alt landið. Gamli hertoginn hafði látið sjer skiljast, að sú dýrð, sem var gefin Frh. á hls. 13.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.