Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.11.1942, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Gu8m. Einarsson frá Miðdal: VERKSTÆDIÐ í LISTVINAHÚSINU 15 Kanna og vasi hæð ca. 70 cm. meðal sýning- argri pa á hei'mssýning- unni í New York. Fyrir 15 árum í nóvember voru fyrstu munirnir úr íslenskum leir sýndir hjer í Reykjavík, en um mánaðamótin mai—júní 1930 var leirbrensluverkstæðið í Listvinahúsi tekið til notkunar. Vjelsmiðjan Hjeðinn annaðist uppsetningu vjela og flutti hinn þunga ofn (4800 kg.) á sinn stað. Bæjarstjórn Reykjavík- ur sýndi þessu nýmæli þá velvild að lána húsið með góðum kjörum, með þeirri skyldu að halda því við og innrjetta það éftir þörfum. Var þetta ómetanleg hjálp, þvi að undir- búningur allur var erfiður og dýr, og rekstrarfje ekki fyrir hendi. Al- þingi hafði þó veitt kr. 5000.00 — finim þúsund krónur — til fullnað- arrannsókna, en lánstofnanir voru tregar til að styrkja fyrirtækið. Hins- vegar tögðu ýmsir vinir og velunn- arar fram mikið fje að láni og einn- ig lögðu noklcrir „í púkk“. Alls var stofnféð (án innanstokksmuna) kr. 18000.00 — og fengust siðustu 4 þúsundin með útgáfu skuldabrjefa að upphæð 100—400 krónur hvert. Jens Bjarnason skrifstofustjóri, var ráðamaður liinnar fjárhagslegu hlið- ar, en sú lilið málsins var erfiðust. Forsagan er í stuttu máli þessi: Fyrstu tilraunir með íslenskan leir gerði jeg heima i Miðdal, 10 ára gamall. Norskur verkfræðingur vann þar þá við málmleit. Sá hann myndir, er jeg liafði mótað í leir, og vildi fá nokkrar. Hann kendi mjer að brenna i smiðju, á þann hátt að lilaða mó og torfi að hhit- um og' brenna liægt og kæla enn varlegar. Tókst þetta sæmilega. Árin 1920—1925 dvatdi jeg í Þýskalandi (Miinchen) við mynd- listanám. í sumarleyfi mínu 1923 kom jeg heim og safnaði þá víðs- vegar sýnishornum af leir. Ljct jeg reyna 14 þau bestu i leirbrenslu- verkstæðum í Miinchen. Elsta og Sigríður Björnsdóttir við vinnu. þektasta verkstæði þar, Königbauer, sýndi mikla hjálpsemi við þetta mál, Gamli Königbauer ljet þessi orð falla, er hann liafði reynt leirinn okkar: „Leirnámur ykkar eru meira virði en gullnámur“. Um 7 ára skeið hafði jeg sam- band við 3 færustu fyrirtæki Þjóð- verja á þessu sviði. Kennari minn í myndhöggvaralist, Prófessor H. Schwegerle, var vel að sjer í þess- um málurn sem öðrum. Studdi liann mig með ráðum og fyrirhyggju, benti mjer, meðal annars, á, að án efnafræðisþekkingar væri leirvinsla á íslandi óhugsanleg, og verklegt nám lijá jijóð, sem hefir unnið á þeim sviðum í hundruð ára, væri einnig nauðsynlegt að stunda. Með þessi heilræði i huga tók jeg að stunda efnafræði (aðallega stein- efnafræði) og leirbrenslu, jafnhliða listinni. Seinkaði þetta aðalnáminu um eitt ár. Þótt margt væri fyrir mig gjört ódýrt, þá varð undirbúningurinn allur ærið kostnaðarsamur. Hafði jeg notað kr. 9000.00 — níu þúsund —- áður en hægt var að hefjast handa —• voru þó ferðalög og eigið starf ekki reiknað. Margar furðulegar staðhæfingar komu fram um þessar tilraunir. Meðal annars má lesa i Þingtíðind- um frá þeim árum þá gáfulegu á- lyktun, að ofna og áhöld ætti að nota til að brugga áfengi (!), og var jeg þá bendlaður við heimabrugg, enda þótt jeg liefði verið nærri 5 ár er- lendis. Margir bentu mjer á að nált- úrufræðingar teldu „engin jarðefni nothæf á lslandi“ og væri þetta leirskraf tóm vitleysa og „svindl“. Út af þessum og öðrum ummæl- um, risu þá harðsnúnar hlaðadeil- ur; skorti mig skilning á hinni hlægilegu hlið málsins. Ýms blöð og áhrifamenn tóku nú afstöðu til þessara mála. Mikilsverð voru mjer orð og aðstoð hinna á- gætustu islensku vísindamanna þeirra dr. Helga Pjeturss og próf. Guðmundar G. Bárðarsonar. Tók Guð- mundur þátt í ferðalögum, er fyrsti leirinn var sóttur og vakti með mjer yfir fyrstu brenslunni. Einnig skrifuðu ýmsir framsýnir menn um þessi mál. M. a. Ásgeir Ásgeirsson, Baldur Sveinsson og Árni Óla. Vjelar allar og ofn var smiðað í Múnchen að fyrirsögn Königbauer. Var það ætlun hans að koma hing- að og lijálpa mjer yfir byrjunar- örðugleikana, en þá (1930) dó hann, Sonur hans sendi hingað fagntann af verkstæði sínu og var það ó- metanleg hjálp, þar sem efni alt var aðeins prófað í smærri stíl áður. Fyrsta sumarið voru aðeins fram- leiddir 200 munir. Veittist erfitt fyrstu árin, að fá leirinn þjettan og mikið eyðilagðist þegar í þurkofn- um; þótt ofnar og vjelar væru það besta fáanlega, þá var aðbúnaður allur í Listvinalmsi mjög fátæklegur. Fyrstu starfskraftar voru Lydia Zeitner og Sigriður Björnsdóttir. Á öðru ári bættust við Sveinn Einars- son (bróðir minn), síðar Baldur Ásgeirson og Hilmar Árnason. Lydia Zeitner liafði lært í listiðnaðarskóla í Þýskalandi en Sigríður heitin Björnsdóttir unnið á verkstæði í -Kaupmannaliöfn (við postulíns- framleiðslu); vann hún fyrir sig sjálfstætt á verkstæði mínu. Öll verk hennar voru sjerlcennileg og fögur. Eins og áður er sagt, gekk fram- leiðslan skrykkjótt framan af og urðu fyrstu vörurnar tiltölulega dýr- ar. Fyrstu árgangarnir voru tölu- settir, þvi að síðar meir munu jjeir verða eftirsóttir af söfnurum. Þeir Sveinn Einarsson og Baldur Ásgeirsson hafa stundað framhalds- nám i Þýskalandi í 1% ár, Sveinn postulínsiðnað og steypingu mynda en Baldur formsmíðar. Nú á síðari árum hafa tveir nýir lærisveinar bætst við þeir Ragnar Kjartansson og Sigurður Guðnason. Aðaláliersla er lögð á að hver og einn vinni sjálfstætt, til þess að framleiðslan verði margbreytileg. Alt er handimnið. Af rendum hlut- um er aðeins gert eitt stykki af hverri tegund, þótt þegar hafi ver- ið framleiddir fleiri tugir þúsunda af vösum, skálum, könnum og ösku- bökkum er altaf breytt til. Hinsveg- ar lief jeg mótað smærri mynd- höggvaraverk dýr, fugla og ýmsa skrautmuni. Hafa munir þessír ver- ið mótaðir í fleiri stykkjum og hvert mót framleitt í C ár. Eru um 40 mót í notkun samtimis. Mikið hefir verið gjört af út- skornum munum, vösum, könnum og skálum; einnig brend eldstæði (kaminur) og „terrakotta" myndir, sömuleiðis te- og kaffistell og skraut- 'málaðir diskar — en lítið —, þvi að slíkir munir eru mjög dýrir handunnir. (Handunnin keramik hefir ekki fJutst hingað, nema ör- i'áir munir), Stærstu vasar qg könnur hafa verið um 100 cm, liáir — t. d. í glugga i Reykjavikpr Apóteks — og myndir höfum við brept 90 cm. háar. Starfið er þegar margþætt og liöfum við bætt við framleiðsluna hlómapottum og fleiri algengum leirvörum. 1936 hafði jeg samvinnu við hina stjórnskipuðu nefnd atvinnumála að leirrannsóknum. Eftir minni tiliögu var fenginn hingað sjerfræðingur frá Kanada, Vestur-íslendingurinn Jóhannes G. Nordal. Hann er eini íslendingur- inn, sem numið hefir leirvísindi (keram. ing.). Við ferðuðumst ná- lega um alt landið og mældum þær stöðvar, er jeg hafði fundið undan- farin 11 ár, bæði ieir, postulín og liti. Álit J. G. Nordals var betra en jeg liafði þorað að vona. Þó var ákveðin tillaga mín um, að stofna hjer postulíns- og flísaverksmiðju, er fullnægði þörfum iandsins, ékki framkvæmd. Hinsvegar var stofnuð verksmiðja til að vinna litarefnin, fyrir atbeina Osv, Knudsen, Daníels Þorkelssonar og Einars Gíslasonar, Fjekk verksmiðja þessi, „Litir og Lökk“ 5 ára einkaleyfi til að vinna litarefnin, Jafnframt brenslu ieirmuna hef jeg stundað rannsóknir á postulini, þakhellumúrsteini og flísúm, og er þeim tilraunum löngu iokið, Til* raunirnaf liafa kostað mikið fje (18 þúsund kr.). Margap tilraunir hef jeg gjört til að fá innflutningsleyfi fyrir vjelunv og ofnum til framleiðshi þessarar nauðsynjavara, en stöðugt fengið af- svar. Tregða þessi mun hafa kostað landið hundruð þúsunda i erlendum gjaldeyri. Skil ég ekki livað veldur, að hinir reikningsglöggu fjármála- inenn virðast ekki geta reiknað þetta dæmi. Nú, á 15 ára afmæli voru, er Jitlu viðbætt frá upphafi, því að litið hef- ir fengist yfirfært lil að auka við vjelar eða ofna. Reynt hefir verið að smiða hjer vjelar og gera við Lgdia Zeitner að renna vasa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.