Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1942, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.11.1942, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Louis Bromfield: 33 AULASTAÐIR. „Dettur yður í hug, að jeg' þyrði það? Hún dræpi mig ef hún kæmist að því “ .„Hvernig vilið þjer það? Hefir hún sagl eitthvað í þá átt?“ „bess þarf ekki. IJað þarf ekki annað en að sjá stúlkuna.“ „Ójá, það stendur eittlivað illa í hólið hennar, eins og Villi Frikk myndi segja.“ „Já, og það þýðir ekkert að reyna að koma fyrir hana vitinu. Hún segir og seg- iir aftur, að sjer sje fjárans sama, og kæri sig ekki um að sjá Kobba aftur í þessu lífi. ,Segisl ekki myndu tala við hann, J>ótt hún sæi hann á götu. Já, það er þetta bölvaða stolt Lýðsættarinnar.“ „Það virðist ekki hjá yður eins,“ sagði lir. Rikharðs. „Jeg hafði nóg af þvi fyrir eina tið, en jeg hefi lært margt síðan. Jeg er orðin gömul kona, og er farin að skilja, að sloltið getur stundum verið versti óvinur manns. Já, það getur spilt lífi manns fyrir fult og alt.“ „Jæja, þjer eruð nú alveg einstök," svar- aði hr. Rikharðs. „Að minsta kosti skal enginn geta flækt betur fyrir manui málin en þjer.“ Alt í einu varð liann alvarlegur. „Hve miklar eru þessar veðskuldir?" spurði hann. „Það eru tíu þúsund dalir með fyrsta veðrjetti i Aulastöðum. Og svo tveggja ára vextir." Nú urðu augu hennar vol og hann hjelt að hún ætlaði að fara að gráta. „Þessvegna þarf jeg svo mjög á þessum 2500 dölum að halda. Þeir nuuvdu ljetla töluvert undir.“ „Já, en bara ekki nægilega. Hafið þjer nolckuð annað, sem hægt væri að veðsetja, til þess að bjarga þessu?“ „Nei, hjer er alt veðsett og ekki hægt meira.“ „Jeg ætla að fara og lala við karlana,“ sagði hr. Ríkhatðs eftir ofurlitla þögn. „Það þýðir ekki nokkurn skapaðan hlut, eins og nú er komið málum.“ „Bara að jeg hefði vilað þetta svolillu fyrr.“ „Mjer datt ekki í hug, að þeir myndu grípa ,til svona ráða.“ Aftur þagði hr. Ríkharðs, steinhissa á einfeldni hennar. Loksins sagði hann: „Ilvern á jeg að tala við i bankanum?“ „Það er víst skárst að tala við Hoskins, bankaráðsformanninn.“ „Jæja, jeg ætla þá að tala við hann. Reynið þjer að glevma þessu á meðan. Mig grunar, að jeg geti einhvernveginn bjargað því“. Nú gat frúin ekki lengur ráðið við tár- in, sem runnu niður eftir kinnum hennar, án þess að lienni tækist að stöðva þau. Hún sagði snöktandi: „Jeg get bara ekki skilið, hversvegna þjer gerið yður alla þessa fyrirhöfn mín vegna. Þjer eruð svo góður við mig, og jeg er ekki annað en gamall kerliugarhjáni.“ Hálf vandræðalegur laut hr. Ríkharðs niður og lagði annan handlegginn um mjóu herðarnar á gömu konunni. „Það er af því, að mjer þykir vænt um yður og finst þjer vera svo dásamleg kona.“ Eftir ofurlitla þögn beit liann á jaxlinn og bætti við: „. .. . og af því að mig lang- ar að gefa þessum hundingjum það, sem þeir eiga skilið.“ Það var satt, sem Villi Frikk sagði um Sjönu, að „það stóð eitthvað illa í bólið hennar.“ Hún varð fölari með liverjum degi. Vann verk sitl að vísu, en áhugalausl, og ólíkt því, sem verið hafði áðui- en her- förin hófst. Og nú kom það, sem Villu frænku þótti verst af öllu: Það var eins og liún liefði sætt sig þegjandi við það, sem orðið var, og eins það, að öllu væri lokið milli þeirra Kobba. Hún var meira að segja orðin sæmilega vingjarnleg við hr. Rikharðs og hætl að jagast við Vilia Frikk. Hún var komið með það, sem frænka hennar kallaði „piparkerlingar- svip“, sem bar þess vott, að bún hefði sæll sig við orðinn hlut og gerði sjer nú alt að góðu. Frúin þekti svo vel þennan svip frá ýmsum jafnöldrum sínum, sem höfðu orð- ið fvrir, vonbrigðum i ástaAiálum á unga aldri. Og þessi svipur var ekki sjerlega skemtilegur á stúlku, seiu enn var ung og lagleg. Frú Lýðs hafði haldið að slikt væri algerlega komið úr tísku og gerðist ekk i framar, en liér var ekkerl um að villasl, Þvi Sjana eins og visnaði upp með degi hverjum. Hún haí'ði jafnan haldið, að Sjana gæti ekki elskað á annan llátt en hún sjálf og jafnöldrur hennar, í þá daga, en nú komst hún að þeirri niðurstöðu, að ástin væri altaf söm við sig, á livaða tíma sem væri. Nú var svo komið, að Sjana fjekst ekki til að fara í Bíó, enda þótt hr. Ríkharðs byði lienni, hvað eftir annað. „Þetta er alveg eins og Rómeó og Júlía," hugsaði frú Lýðs og var rómantisk upp á gamla móðinn. Og kanske hefir það verið þetta, sem kom henni til að skrifa brjefið. Áhril' þess á Kobba voru ekki heinlínis lík ])ví, sem brjefritarinn liafði búist við, en Kobbi notaði það nú samt ekki á þann hátt, sem lrr. Ríkharðs hafði óttast. Þegar hann liafði lesið það, glaðnaði snöggvast yfir honum, en það var ekki nema eitt andartak. Hann þekti Sjönu nógu vel til þess að vita, að auðvitað hefði brjefið ver- ið ritað án hennar vitundar. Þetta var ekki annað en ein vitleysan til, sem kerlingunni gat dottið i hug. Og jafnvel þótt þetta væri alt satt, sem i brjefinu stóð, gat liann ekki vfirgefið föður sinn nú, og gengið í lið með Sjönu, nú þegar gamli maðurinn varð að taka á öllu sínu, til þess að verjast árás- um, og var auk þess lieilsuveill og þrevtt- ur. Nei, Kobbi sá fullvel, að eini mögu- leikinn var sá, ef algjörlega var liætt við herförina, og hann vissi einnig, og það bet- ur en frú Lýðs og hr. Ríkharðs, að það gat ekki komið lil nokkurra mála. Snjó- kúlan var komin af staði og þá var ekki fyrir fjandann sjálfan að stöðva liana, allra sist þegar ofsafólk eins og prestur- inn og Umhótafjelagskerlingin og svo fólk eins og Gasa-María liöfðu veilt málinu sitt, og átti sín í að liefna. Og svo síðast en ekki sísl Bill Swan, ríkisstjórinn. sem hafði árum sainan biðið eftir tækifæri til ])ess að ná sjer niðri á keppinaut sínum. Það gat vel verið hugsanlegt að slöðva frú Lýðs og meira að segja hr. Ríkharðs, sem Kobbi leit svo til, að væri í rauninni hreint ekki. svo bölvaður náungi. En liitt fólkið!! Nei .... enginn vonarneisti Hann liefði getað farið til föður síns og ítrekað uppá- stungu sína, að hann ta>ki sig upp og flytti úr borginni .... en nú kom það lieldur ekki til greina. Það var sama sem að ganga í íið með óvinunuin. Og nú var hann orð'inn raunverulega liræddur við hr. Ríkharðs. Ef Sjana væri liætt að hugsa um sinn gamla elskhuga á annað borð, lá ekkert nær en það, að Rik- liarðs krækti í hana, þar sem þau unrlu svona saman daglega. Kohbi hvorki svaraði hrjefinu, né held- ur sýndi það föður sínum eða neinum öðr- um. Hann r.eif það bara i tætlur og kast- aði þeim i brjefakörfuna og gekk síðan út krána, til þess að fá sjer hressingu og spila hilliard, til þess að glevma þessu öllu. Hann sagði sjálfum sjer, að þetta væri all búið að vera, og hans málagjöld væru ef lil vill makleg, fyrir að fara að verða skotinn í ahnennilégri stúlku, eins og Sjönu Baldvins. „Kanske er jeg ekki annað en kotungs-íri, og FHða Itatts rjetta konan handa mjer,“ hugsaði hann þung- húinn. Gasa-María hjelt áfram áróðursferðum sínum um nágrenni sitt á Árhakkanum, og fór ef til vill full djarflega að. Bæði sjómennirnir og fátæklingarnir í hreysun- um, svertingjarnir og götukrakkarnir — allir þektu Maríu. Ilvar sem hún fór, glumdu við kveðjuorð, gamansemi og jafn- vel fagnaðaróp. Því Gasa-María var áróð- ursmaður af guðs náð — í fornum stíl. Um jólaleytið sendi liún út fullar körfur af mat um fátækrahverfin og hafði auk þess „opið hús“ á daginn í danssalnum sínum, þar sem allir gátu matast ókeypis, sem þörf höfðu fyrir það. Hún hjálpaði bágstöddum fjölskyidum með smá-lánum og borið hafði það við, að hún hjálpaði mönnum úr vargaklóm bankahna. Hún hafði gert þctta af hreinum brjóstgæðum, en hinsvegar hafði hún, alt fram að þessu, haldið sig sem lengst frá stjórnmálastarf- semi :—þangað til hr. Rikharðs og Gunn- fáninn hófu herför sína. Þá stakk hún sjer á kaf i hringiðuna, og' þá komu launin fyrir margra ára góðgjörðasemi hennáf.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.