Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1942, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.11.1942, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YN8/W bC/CHbWRHIR Gamla konan og gullfiskurinn. Veslingurinn hann Palli litli var að rógást með viðarbagga, sein hann hafði tint saman; liann var svo þreyttuf og soltinn, og nú reyndi hann að hugsa til matarins, sem hann átti von á þegar hann kæmi heim, til þess að gefast ekki upp þarna á leiðinni. „En hvað það væri gaman ef hún stjúpa mín gæfi mjer þykka sneið af rúgbrauði og ketsneið með — og svo stóran bolla af mjólk að drekka. Og svo kanske litla brauð- sneið með hunangi á eftir, eins og hún borðar sjálf. Ef jeg fengi þetta þá yrði jeg víst vel saddur!“ hugs- aði hann. Því að meiningin málsins var nefnilega sú, að Palli fjekk sig al- drei saddan. Hún stjúpa lians var skelfing naúm við hann og hann för altaf svangur í bólið. Hún var ósköp vond við hann og rak hann á hverjum degi út i skóg til þess að tína kalvið í eldinn, því að hún nenti því ekki sjálf. Meðan hann var að rogast þarna áfram með viðarbindið mætti liann gamalli konu sem studdi sig við tvo stafi. „Hvert ætlar þú, kunningi, og liverra manna ertu?“ spurði gamla konan konan. Páll sagði henni hver hann væri og hvert hann ætlaði og svo urðu þau samferða dálitinn spöl. En nú varð stígurinn blautur eins og mýr- arfen og gamla konan sökk í og stafirnir hennar festust í eðjunni, svo að hún gat ekki bjargað sjer upp á þurt, eins og Páll gerði. „Jeg sekk, jeg sekk!“ lirópaði gamla konan dauðhrædd. „Fleygðu viðarbindinu þínu hjerna, svo að jeg geti stígið á það, annars seka jeg hjerna.“ Páll sá að þetta var eina ráðið og svo fleygði hann viðnum sínum, þó dýrmætur væri, og liann vissi að stjúpa lians mundi verða afar- reið þegar hún heyrði það. Nú gat gamla konan bjargað sjer von bráð- ar, en viðurinn sökk ofan í fenið og það var ómögulegt að ná honum aftur. „Þakka þjer fyrir hjálpina, dreng- ur minn,“ sagði gamla konan þegar þau komu að litlum kof skömmu síðar, en þar átti konan auðsjáan- lega heima. „Hjerna, taktu við þess- ari glerskál með gullfiskinum; þu inátt eiga hann fyrir hjálpina. Jeg hugsa að hann verði þjer til hain ingju.“ Páll tók skálina og þótti ofurvænt um að Jiafa eignast fallega guli- fiskinn, sgm í lienni var. Ilann var svo ljómandi fallegur — gyltur og rauður og reyndar i öllum regn- bogans litum. Hann þakkaði kon- unni fyrir og flýtti sjer heim. „Jæja, loksins kemurðu þá, ieti- blóðið þitt!“ hreytti stjúpa hans úr sjer þegar hún heyrði fótatakið hans. „Legðu viðinn við eldinn, svo að hann þorni.“ „Jeg er ekki með neinn við,“ sagði Páll angistarfullur. „Hvað hefirðu þá verið að gera?“ spurði stjúpan fokvond, og Páll sagði henni hvernig farið hafði.. „Mikið erkiflón ertu, strákur, til hvers er að hjálpa ókunnugum kerl- ingum og missa viðinn fyrir?“ sagði hún. „En fáðu mjer nú þennan fisk þarna, þá get jeg að minsta kosti fengið eilthvað i soðið. Það er vist óhætt að jeta hann. — Verst er hvað hann er skrambi lítill.“ „Nei, nei!“ hrópaði Palli. „Þú mátt ekki jeta liann. Þetta er minn fiskur og það er gæfufiskur.“ Hann þreif skálina með fiskinum og hljóp á .burt en stjúpa hans stóð eftir i dyrunum og hafði í liótunum við hann. Nú varð hann að bjarga sjer upp á eigin spitur. Hann var svo svang- ur að lionum lá við yfirliði og hann þorði ekki að fara heim, því ao þá mundi hún stjúpa lians taka af honum fiskinn. Hvað átti hann að gera ? „Jeg ætla að láta þig ofan i ána til hinna fiskanna, gullfiskur minn.“ sagði Palli. „Þá verður þú ekki soðinn.“ En þegar hann kom niður að ánni heyrði hann vingjarnlega rödd sem sagði: „Komdu með mjer Palli, og hafðu gullfiskinn þinn með þjer. Við skulum koma upp í kongsliöll- ina!“ „Hvaða erindi á jeg þangað?“ spurði Páll forviðai. En nú sá liann að þarna var komin gamla konan, sem liann hafði liitt í skóg- inum. Ilún stóð þarna og brosti svo blitt til hans. „Þar færðu góðan mat og falleg l'öt, og svo færðu að leika li.jer við prinsinn, og þú færð að læra það sama sem liann lærir!“ sagði kon- an á meðan þau voru á leiðinni upp í höllina. „Já, en mundu að jeg er fátækur, umkomulaus drengur,‘“ sagði hann „Þú ert hjartagóður og miskunn- samur bæði vijð manneskjur og dýr,“ sagði konan. „Jeg reyndi þig bæði í skóginum í kvöld og núna heyrði jeg, að þú vildir fara vel með fiskinn, og jeg hefi sjeð, að það er enginn hentugri til að vera leikbróðir prinsins en þú ert. Kong- inn langaði til að ná í dreng á sama reki og prinsinn, til þess að vera með honum; dreng, sem ekki heíði neitt ljótt fyrir honum, heldur gæfi honum gott eftirdæmi. Svo lofaði jeg að finna svona dreng — jeg e; f.jölkunnuga konan í skóginum — og nú hefi jeg fundið þig. Sjáðu nú til þess, að jeg hafi heiður af þ.jer “ Svona atvikaðist það, að Palli varð heimilisfastur i kongsliöllinrJ og átti bestu daga það sem eftir var æfinnar. Og þetta stafaði alt af því, að hann var góður og lijálpsamur við gömlu konuna. — Konan min skilur mig ekki. tierir konan yðar það. Jeg veil ekki. Jeg hefi aldrei hegrt hana minnast á yður. S k r í 11 u r. — Var gaman ú dansleiknum í gær, fröken? — Þjer getið því nærri, úr því að yður vantaði. —- Jeg jxikka yullhamrana. —• Þjer misskiljið mig. Það var svo gaman af þvi að yður vantaði. — Hvernig líður Júnasi á spítal- alum? , — Ágællega en jeg er hrædnr um að liann komi ekki út í bráð. — Hversvegna ekki? spiirðirðu læknirinn? — Nei, en jeg sú hjúkrunarkon- una. J Sjálfstæðismaðurinn og Fram- sóknarkonan hans, koma við hjá lækninum á leiðinni á kjörfundinn. — Hvaða uskur er þetta inni í kránni? — Annaðhvort eru þeir að láta einhvern lifa, eðu þeir eru að drepa einhvern. Egils ávaxtadrykkir j

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.