Fálkinn


Fálkinn - 25.02.1944, Síða 10

Fálkinn - 25.02.1944, Síða 10
10 F Á L K I N N VNCS/Vtf U/SNbURHIR Sigvaldi smíðadrengur Þegar smiðirnir söínuðust saman 'ið lokinni vinnu á kvöldin og fóru að rabba saman, heyrði Sigvaldi smíðadrengur sagt frá mörgu, sein honum þótti skrítið. Meðal annars voru þeir að segja frá unga kon- ungssyninum, sem livarf fyrir mörg- um árum. ■— En sem betur fer er þó fallega konungsdóttirinn eftir! sagði einn smiðurinn, — svo að þegar konung- urinn deyr þá verður húi> drotning hjerna í landinu. — Veit enginn livað varð af kon- ungssyninum? spurði Sigvaldi. — Hann hlýtur að vera dauður fyrir löngu, annars hefði hann víst komið í Ieitirnar. Það voru ræningj- ar, sem námu hann á brott, sagði smiðurinn. — Hann mun vera eitt- hvað á aldur við þig, Sigvaldi, svo að ef hann verður á vegi þínum þá þekkirðu hann líkast til. Hinir smiðasveinarnir hlóu a 3 þessu, en þeir tóku ekki eftir göml- um manni með tuslculegan hest, sem kom fil þeirra. — Mig langaði til að fá járn und- ir hestinn minn, sagði maðurinn óframfærinn, —■ en jeg hefi ekki nema lítið af peningum til að borga með. — Við vinnum ekki eftir vinnu- tímal sagði smiðurinn, —og úr því að þú getur ekki borgað eins og upp er sett, þá er þjer best að láta okkur í friði. Sigvalda fanst gamli maðurinn svo raunamæddur og þreytulegur að hann stóð upp og sagði: — Má jeg járna hestinn fyrir hann, húsbóndi. Jeg kæri mig ekkert um borgun fyrir það. — Þú ert sjálfráður um það, sagði smiðurinn. — En þú verður aldre) ríkur á því. Sigvaldi fór með manninn og hestinn hans út í smiðju, og nú járnaði hann hestinn svo vel, að gamli maðurinn sagði á eftir: -—■ Mig langar til að gefa þjer dá- Jítið i þakkiætisskyni. Líttu á, hjerna er helmingurinn af gulllijarta; það skaltu geyma vel, og þegar þú finnur hinn helminginn þá liöndlar þú hamingjuna. Svo fór hann á burt, en Sigvaldi geymdi vel hálfa gullhjartað. Það var ekki löngu síðar, sem að hann heyrði hörmungafrjettina um prinsessuna. Hún var liorfinn — hafði verið numin á brott alveg eins og bróður hennar fyrir mörg- um árum. — Nú ættir jiú að finna prinsess- una! sagði smiðurinn, — nú reyna allir, ef þeir mögulega komast liönd- um undir. —• Það liefi jeg líka liugsað mjer! svaraði Sigvaidi alveg óvænt,------ Jeg ætla að biðja þig um brynjuna, sem jeg smíðaði — annað kaup þarf jeg ekki! Sigvaldi hafði sjálfur smíðað fall ega brynju, sem var mátuleg hon- um, og sverð líka. Hinir smiðirnir hentu gaman að honum og spurðu hvort hann ætlaði aö gerast ridd- ari, en það ljet hann eins og vind um eyrun þjóta. Svo lagði liann af stað, en áður en hann hafði komist Iangt mætti liann gamla manninum, sem hafði gefið honum gullhjartað. — Taktu þennan hest, Sigvaldi smíðadrengur! sagði maðurinn og kom með ljómandi fallegan, fann- hvítan hest til hans, — og riddu þangað sem hann fer með þig. Þá muntu finna það sem þú leitar að. Og nú reið Sigvaldi af stað i steindri brynjunni á livíta hestinum og kom bráðum í stóran skóg þar sem villugjarnt var. Enginn rataði leiðirnar úm skóginn, en hestur Sigvalda hjelt áfram. Hann rataði. Nú komu þeir að gamalli höll og áður en sást til ferða Sigvalda það- an, þar sem hann var inni i skógin- um, sá hann gamla konu koma gangandi og hún leiddi litla stúlku við hönd sjer. — Farðu þangað inn! sagði kon- an skipandi og benti á stórt hlið með járnslegnum hurðum, en litla stúlkan maldaði i móinn og sagði: — Þú hefir gabbað mig! Þú sagð- ir að jeg mundi hitta hann bróðir minn lijerna, en þú liefir farið með mig út í skóg, sem ómögulegt er að rata heim úr! — Þú sjerð aldrei liann bróður þinn eða föður þinn framar! sagði kerlingin, en hún var galdranorn. —■ Þú átt að verða hjerna og þræla fyrir mig, þessvegna lokkaði jeg þig hingað úl í skóginn. Og þegar telpan reyndi að skjót- ast undan þreif nornin til hennar og liristi hana, þangað til Sigvaldi heyrði glamra í einhverju, og sá hálft gullhjarta detta niður á jörð- ína. — Vertu óhrædd, nú skal allt ganga vel! kallaði hann og hljóp til telpunnar, sem var farin að gráta. — Þú ert vafalaust horfna konungs- dóttirin, og nú skal jeg frelsa þig frá vondu norninni. Og áður en nornin gat sagt nokk- uð hrinti hann henni inn úr hlið- inu og skellli í lás á eftir henni og aflæsti svo hurðinni, því að hann var smiður og vissi hvernig átti að opna hurð og læsa henni. — Líltu á þetta hjerna! sagði Sig- vahli og sýndi henni sinn liluta af gullhjartanu, og svo sagði hann lienni hvernig hann hefði fengið það. ■—■ Þennan helming átti hann bróð- ir minn, sem livarf fyrir mörgum ár- um, þegar við bæði vorum börn, sagði konungsdótíirin. — Bara að jeg vissi hvar hann er niðurkominn! — Hann er hjerna! sagði gamli maðurinn, sem liafði geíið Sigvalda gullhjartað, og nú stóð lijá þeim. — Það er hann sem fólk heldur að sje smíðadrengur, en hann er konungs- sonurinn. Þú getur sjálf sjeð hvað hann er líkur þjer! Þessi gamli maður var góður galdra- maður, s,em liafði lengi leitað að konungssyninum, sem vonda norn- in liafði stolið og gefið smiðnum, svo að liann skyldi alast upp sem fátæklingur. Nú hafði Sigvaldi borg- að norninni fyrir sig, —■ hún gat aldrei komist út úr galdrahöllinni sinni framar. Og svo fóru þau syst- kinin og gamli maðurinn heim i höllina til konungsins, og hann gat undir eins þekkt son sinn. Nú varð mikil gleði um allt kon- ungsríkið, bæði vegna þess að prins- essan var kominn aftur og af því að prinsinn var fundinn. Og eftir þetta varð engnn var við gömlu vondu nornina. I-------------------------------- S k r í 11 u r. _________________________________i Ungur maður, nýútskrifaður af verslunarskólanum fór á fund harð- duglegs kaupsýslumanns og spurði hann ráða: „Gerið þjer svo vel að segja mjer hvað jeg á að gera til þess að komast áfram í heiminUm?" „Seljið jijer armbandsúrið yðar og kaupið yður vekjaraklukku," — svaraði sá harðduglegi. Jón (í síma): — Ætlið þjer að borga okkur þennan ’ reikning eða ekki? Ójón: — Nei, ekki núna. Jón: — Ef þjer borgið ekki reikn- inginn núna þá hringi jeg til allra sem þjer skuldið, og segi að þjer hafið borgað okkur!<l Dómarinn: — Þessir tveir menn börðust með stólum. Reynduð þjer að stilla til friðar? Vitnið: —- Nei, það voru ekki nema tveir stólar í herberginu. — Endurtakið þjer orðin, sem verjandinn notaði, sagði lögfræðing- urinn. — Jeg vil lielst vera laus við það. Þau eru ekki þannig, að hægt sje að segja þau lieiðarlegum mönnum. —- Jæja, sagði löfræðingurinn. — Hvíslið þjer þeim þá að dómaran- um. Dómarinn liorfði alvarlega á litla, rjóða manninn, sem hafði verið stefnt fyrir liann. „Svo að þjer hentuð húsbónda yðar ofan stigan?“ spurði dómarinn. „Haldið þjer að þjer hafið rjett til þess, sem leigj- andi?“ „Jeg skal sækja liúsaleigusamning- inn minn,“ sagði litli maðurinn og varð enn rauðari, „og jeg þori að veðja um, að þjer verðið mjer sam- mála um, að mjer sje leyfilegt að gera alt, sem gleymst hefir að banna i þeim samningi." Ken.narinn: — Hver er besta leið- in til að láta mjólk ekki súrna? Dóra litla: — Að geyma hana í beljunni. Tveir kunningjar, sem ekki höfðu sjest um hríð, mættust á götu. Ann- ar þeirra gekk við hækjur. „Heyrðu,“ sagði liinn, „hvað gengur að þjer?“ „Jeg varð undir strætisvagni," sagði hækjumaðurinn. „Hvenær gerðist það?“ „Fyrir sex vikum.“ „Og verður þú að ganga við hækj- ur ennþá?“ „Já, að vísu segir læknirinn mjer að jeg þurfi þess ekki, en lögfræð- ingurinn minn heimtar að jeg geri það þangað til skaðabótamálinu er lokið.“ Gamall sverlingi var ákærður fyr- ir að hafa stolið hænuungum, ■ og dómarinn spurði hann hvort hann hefði engan verjanda. Hinn kvað nei við. „Þjer verðið að hafa verjanda. Jeg skal skipa yður verjanda.“ „Nei, fyrir alla muni gerið þjér það ekki,“ sagði svertinginn. „Jeg vil engan verjanda.“ „Hversvegna ekki? Það kostar yður ekki neitt. Hversvegna ekki?“ „Það skal jeg segja yður,“ sagði svertinginn og lækkaði róminn. ■— „Vegna þess að jeg vil fá að jeta kjúklingana einn.“ Lögfræðingur var • að verja mann sem ákærður var fyrir innbrot, og sagði: „Herra dómari, jeg staðhæfi, að skjólstæðingur minn hafi alls ekki brotist inn í húsið. Hann liom þar að opnum glugga, rjetti inn handlegg- inn og tók einhverja muni á borðinu fyrir innan gluggann. Nú er hand- leggur skjólstæðings míns ekki hann sjálfur, og jeg get ekki sjeð, hvernig þjer getið refsað öllum manninum fyrir það, sem handleggurinn hans hefir gert.“ Dómarinn hugsaði sig um nokk ur augnablik og sagði svo: „Þjer eruð rökfimur maður. Og rökrjettan dóm skal jeg kveða upp. Jeg dæmi handlegg skjólstæðings yðar í eins árs fangelsi. Maðurinn ræður því svo sjálfur, hvort hann vill verða handleggnum samferða eða ekki.“ Verjandinn brosti, en ákærði losaði af sjer gerfihandlegg, lagði hann á borðið fyrir fraan dómar ann og gekk út. Kennari: — Hversvégna sagði Jósúa sólinni að standa lcyrri? Óli: — Jeg liugsa að hún hafi ekki gengið rjett eftir klukkunni hans.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.