Fálkinn


Fálkinn - 31.03.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 31.03.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Tígrisdýrið Stutt skáldsaga eftir PEARL BUCK 3 þessari gömlu skútu, svo að þær gætu ekki sent skeyti til föður liennar fyrr en þau kæmu til Sjanghai eftir tvo daga. Og eftir tvo daga mundi hún verða komin heim aftur, nema því aðeins að. .. . Hvað langt er síðan þú hefir komið liingað, kona? spurði bóndinn upp úr þurru. — Það er orðið mjög langt síðan, svar- aði hún. — Mjer fannsl lika að jeg haíi ekki sjeð þig áður. En jeg hefi ekki verið Iijerna nema eitt ár. Gamli bóndinn dó í fyrra- vor. Hún sagði ekki neitt. — Þú kemst að raun um, að jnargt er breytt þarna efra siðan þu komst þar síð- ast, iijelt hann áfram. — Mjer er spurn: er það gamla eða unga Tígrisdýrið sem ])ú þekkir ? —Jeg þekki þá báða, svaraði hún. — Ertu kanski skyld þeim? spurði liann forvitinn. — Já, laug hún mjög eðlilega. Þau riðu yfir mjóa brú, klett sem lá yfir lækinn. Bóndinn sagði eitthvað, en það heyrðist eklci fyrir niðnum í læknum, því að þarna voru fossaföll. Svo riðu þeir ein- stigið áfram og nú heyrðist rödd bóndans aftur: — Unga Tígrisdýrið er i’jettlátur g'agn- varl þeim, sem ex-u rjettlátir gagnvart hon- um.... — Rjettlátur! Vai-ir hennar bæi'ðust og það kom fyrii'litningarsvipur um munninn. Hún minntist föðurs síns og bæjai-stjóranna þi'iggja, sem höfðu setið og talið saman Tígrisskattinn. — Hjerna er hliðið, sagði bóndinn og vatl sjer af baki og fór að berja járnslegn- ar Jiurðir í liáu múrhliði. Hurð var opnuð í liálfa gátt og maður stakk út stóru, Jubba- legu höfði. — Hver er þar? — ?EtUngi Tígrisdýrsins, svaraði hónd- inn. — Ættingi. Enginn liefir sagt mjer að neinn.... — Jeg lieí'i riðið langa leið, sagði Mollie og liljóp af baki og stakk silfurpening í lófann á bóndanum. — Þakka þjer fyrir fylgdina hingað, bættii hún við. — Jeg skal segja honum frænda mínum hve hjálplegur þú hefir varið mjer. Og áður en þeir gerðu sjer ljóst livað hún ætlaðist fyrir, hafði liún smokrað sjer inn úr gættinni. — Segið frænda mínum að jeg sje komin, sagði liún svo og settist á bekk sem stóð innan við múrvegginn. — En hver er það eiginlega sem er frændi þinn? spurði dyravörðurinn forviða. Tígrisdýrið — auðvitað, sagði hún, en hjarta hennar sló eins og það ætlaði að sprengja brjóstið. — Enginn hefir sagl mjer að þú værir væntanleg, sagði dyravörðurinn og glápti á hana. — Það er heldur ekki neiiin, sem vissi um það — en nú er jeg kominn, hvað sem öðru líður. Dyravörðurinn klóraði sjer í hnakkanum og silaðist inn porlið hægt og með semingi. Mollie varð ein eftir. Hún beið lengi. Hún hafði farið grand- gæfilega eftir áætlun sinni, og nú sat hún þarna alein síns liðs uppi á Tigrisfjallinu. Hún þrýsti hendinni að brjóstinu til þess að fullvissa sig um að litia skammhyssan væri á vísum stað. Faðir liennar liafði ein- hverntíma keypt liana af ameríkönskum umrenningi, sem vantaði fje. Hún hafði laumast inn í bókastofuna í gærkvöldi og tekið liana úr skrifborðsskúffunni. Var það í raun og veru i gærkvöldi? — Henni fanst þetta allt eins og draumur — en það var raunvera, og á þessu augna-- bliki sat hún þarna á beklc í virkinu, sem gainla Tigrisdýrið hafði byggt lianda sjer áður en hún fæddist. Fyrir annara mauna fje! hugsaði hún með sjer og reyndi að gera sig reiða, en það eina, sem hún gat skynjað þessa stundina var nístandi kvíði. Svo marraði í innri porthurðinni og dyra- vörðurinn kom aftur. — Tígrisdýrið segir að hann eigi enga frænku; sagði maðurinn og glotti. — En liann spurði hvort þú værir snoppufrið. — Jeg sagði að þú værir svona sæmileg, og þá sagði hann að það væri liest að láta þig koma inn. Mollie þiýsti hendinni að skammbyssunni og fór með lionum gegnum hvern forgarð- inn af öðrum. Loks komu þau inn í stórl, tómt anddyri; þau fóru í gegnum það og vörðurin opaði ýjar dyr. urinn opnaði nýjar dyr. — Hjerna er hún; sagði hann þegar þau komu inn í herbergið. Hár, ungur maður sat við skrifborð og var að skrifa á ritvjel. Hann leit upp og hún tók eftir, að andlitið var fallegt og djarf- mannlegt. — Sestu sagði liann við liana. Svo snjeri hann sjer að verðinum og sagði: — Þú mátt fara. Mollie settist og lagði pinkilinn sinn á gólfið hjá sjer. Þegar hurðin hafði lokast eftir verðinum, sagði maðurinn: — Ilversvegna segist þú vera frænka mín, úr því að jeg á enga frænku? Mollie var ekki i neinum vafa um að það var Tígrisdýrið sem hún var að tala við. Hún brosti. — Ekki hefði jeg búist við að sjá rit- vjel hjerna. — Það er víst eitthvað að henni, sagði hann með ólundarsvip og hnyklaði brún- irnar. — En mjer er ekki ljóst hvað það er. — Lofaðu mjer að líta á liana, sagði hún i-ólega. — Jeg er alvön að skrifa á ritvjel - jeg skrifaði alla mína stíla á ritvjel þegar jeg var í skóla. Hún færði sig nær skrifborðinu. Hann var í dökkum einkennisbúningi úr ullardúk og hún tók eftir að hendur hans voru gerðarlegar og fallegar. — Lofaðu mjer að líta á hana. Yiltu gera sVo vel og standa upp. Hann spratt upp úr stólnum og hún sett- ist og fór að atliuga vjelina. — Nú sje jeg livað að er, sagði hún eftir dálitla stund. — Blekbandið er ekki rjett sett 1 — það á að þræða það gegnum þessa rifu. Hún lagfærði þetta í snatri og skrif- aði svo setningu á ensku til þess að reyna vjelina: „Nú er mál til komið, að allir góð- ir meíiii berjist fyrir fósturjörð sína.“ — Þú skilur ensku? spurði bann með furðusvip. — Jeg hefi verið í heimavistarskóla í Ameríku i fjögur ár, svaraði hún, og þar notaði jeg alltaf ritvjel, livenær sem jeg þurfti að skrifa eitthvað. Og nú liorfðusl þau í augu í fyrsta sinn. — Jeg á enska hók, sem jeg liefi verið að reyna að lesa, en jeg skil ekki. Getur þú skilið hana? — Já, auðvitað. Hann opnaði skúffu og tók upp hók. — Segðu mjer livað stendur i þessari hók, sagði liann skipandi. Þetta var ensk þýð- ing á „Das Kapital“ eftir Karl Marx. Hún reyndi að verjast brosi — hvers- vegna i ósköpunum var fólk hrætt við Tígrisdýrið? — Jeg skil orðin livert út af fyrir sig, en jeg skil ekki meininguna, sagði liann i gremjutón. — Það verður langt verk að skýra þjer frá hvað stendur í þessari bók, sagði hún — jeg get ekki orðið lijerna nógu lengi til þess. —Hver ert þú? Og livað viltu liingað? — Jeg er hingað komin til þess að tala við þig. — Varstu ekki hrædd? — Jú, jeg var hrædd, en jeg kom hingað i ákveðnum tilgangi. — Hvaða tilgangi? Þú þarft ekki að vera hrædd núna. — Jeg er svöng, sagði hún. — Jeg hefi ekki smakkað votl nje þurrt síðan jeg fór af skipsfjöl — nema eina skál af grautar- lapi. — Skipsfjöl? át hann eftir. Hver ert þú? — Það gildir einu. Dóttir þjóðarinnar í bæ við sjóinn. — Jeg hefi aldrei sjeð neina manneskju þjer líka, sagði hann hægt. — KÍæði þín eru grófgerð eins og sveitastúlku, en and- lit þitt er frítt og hendur þínar fagrar eins og á höfðingjadóttur. Þú ert engin sveita-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.