Fálkinn


Fálkinn - 04.08.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.08.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Indíánar og ameríkanska þjóðin í síðasta blaði Fálkans var sagt frá Indíánum, og þátt- töku þeirra í stríðinu og afstöðu þeirra til þjóðarheildar- innar. Hjer segir frá lífskjörum þeirra og atvinnuháttum. Á þessu ári eru yfir 20.000 Indíán- ar á vígaslóðum og berjast undir fána Bandarílcjanna gegn óvinum lýðræðisins. Þetta er líklega mesta þáttaka í styrjöld, sem Indíánar hafa nokkurntíma haft af að segja, þrátt fyrir það að áður en hvítir menn komu til Ameríku voru þar margar Indíána ættkvíslir, sem áttu i sí- feldum ófriði innbyrðis. Þegar Japanir svikust að Banda- ríkjainöntium i Pejarl Harbor á Hawaii, 7. des. 1941, voru Indíánar manna fyrstir til þess að bjóða sig fram i styrjöldina. Þeir gengu í landherinn, flotann og landgöngu- herinn. Þeir gerðust fallhlífarher- menn, stýrðu skriðdrekum og rjeðust á kafbáta. Lee Gilstrap major, sem stjórnar 2000 Indíánum í liði sínu, kallar þá „bestu skrattakollana í her Bandaríkjanna“. Ein ástæðan til þessarar einstæðu þátttöku í stríðinu, er að Indíánum finst sem nú sje mikið í húfi og að þeir eigi mikið undir sjálfstæði Ameríku og undir þeim kenningum, sem Bandaríkin berjast fyrir. — Fyrir einum mannsaldri var oft talað um Indíána sem „rauða manninn, sem væri að hverfa“. Þetta kom af því að þeim fækkaði þá ár frá ári. Á hverju ári fór dánartalan fram úr fæðingafjöldan- um, svo að rauðskinnar virtust dæmdir til tortímingar. Sjúkdómarn sjerstaklega tæringin, tók þunga skatta af þeim. Og \ærst var þó að Indíána virt- ist skorta alla lífshvöt. Hann var í eðli sinu barn skóganna og sljett- anna, eirðarlaus farandmaður fjalla- slóðanna, öruggur á trjábarkarbát- um sínum á húvöðum fljótanna, en hafði í litlum mæli meðfæddan skilning eða óskir um að fást við verslun, landbúnað eða launaða vinnu. Og oft varð hann að bráð ófyrirleitnum föntum og æfintýra- mönnum. En foringjar Indíánanna, og hvítir vinveittir þeim, hófu starfssemi fyr- ir því að bjarga þeim úr þessum vanda, ásamt ýmsum stofnunum, sem beittu sjer fyrir því að þeir nytu jafnrjettis við aðra menn. Kennarivr, trúboðar og Indíánar sjálfir skýrðu almenningi frá því á safnaðarfundum og öðrum samkom um hvernig hag Indíána væri kom- ið. Og það var þungamiðja þessara frásagna að Indíánarnir væru að tærast upp vegna þeirrar meðferð- ar, sem þeir sættu af hálfu amerí- könsku þjóðarinnar, en hún væri ó- slitin röð af mistökum, þó að vera mætti að þjóðin hefði vilja á að láta þeim liða vel. Sannleikurinn í ljós. Amerísku blöðin sendu frjetta- menn sína og ljósmyndara í Indí- ánabyggðirnar, og prentuðu frá- sagnir og myndir af baráttu hinna tapandi Indíána. Og nú vaknaði samviska þjóðarinnar við vondan draum. Indíánarnir höfðu verið mjög dáðir fyrir hugrekki og kunn- áttu í veiðimennsku, náttúruþekking, listfengi og hugmyndaflug. Það þótti hin mesta þjóðarhneisa að þeir voru nú rændir lífshvötinni vegna vitlausrar meðferðiar liins opinbera; hvort sem góð meining hefir legið að baki. Þessi gremja Bandarikjaþjóðar- innar barst vitanlega þinginu til eyrna, og fyrirskipaði það þegar rannsókn í málinu. Veðurbarðir, gamlir foringjar Indíánaflokkanna komu nú á fund nefndarinnar, úr griðlendum sínum, klæddir á sína þjóðlega vísu i skinn og með fjaðra-- koffur, og báru vitni í málum sín- um og mæltu ýmist á tungu Sioux- Senecai- eða Cherokee-ilndíána. — Einnig voru yfirheyrðir menntaðir ungir og greindir Indíánar úr Charl- isleskólanum og öðrum mentastofn- unum, sem þeir sóttu.. Og nú var tekin upp ný stefna gagnvart hinni hrörnandi þjóð. í stað þess að fylgja stefnu, sem hafði í för með sjer að Indíánar ættu erfitt uppdrráttar — en þá stefnu höfðu þeir valið sjálfir —■ var nú leitast við að gera þeim fært að stunda sjálfstæða atvinnu og arðberandi. Til þess að koma þessu fram kom stjórnin upp nýjum menntastofnunum, svo að Indíánum yrði auðveldara að læra búfræði, verslun og ýmsan iðnað. Einnig voru stofnaðir sjóðir til þess að veita úr fje til verkfærakaupa og kvikfjenaðar. Þegar áætlunin var fullgerð var einn af mestu forvígismönnum Indí- ána, John Collier, skipaður til þess að sjá um framkvæmdir hennar. Var hann skipaður forstöðumaður Indíánamála árið 1933. John Collier liafði undanfarin tíu ár verið ritari „Fjelags til varnar Indíánum“ — (American Indian Defense Associa- tion). Og í einni svipan var fyrr- verandi skæðasti gagnrýnandi stjórn- arinnar i Indíánamálum gerður framkvæmdastjóri hinnar nýju Indí- ána-áætlunar stjórnarinnar. Collier hjelt áfram að heimta í opinberum ræðum og ritum skrif- stofurnar, að stjórnin sýndi þessari minnihlutaþjóð, Indíánunum fullt jafnrjetti. En jafnframt brýndi hann ósleitilega fyrir Indíánum að þeir yrðu fyrst og fremst að vera sinnar eigin gæfu smiðir; og að málefni þeirra kæmust aldrei i trygga höfn nema þeir legðu sig alla fram. Árangurinn af þessu varð sá, að á þessu úri stendur hagur Indí- ána með meiri blóma en hann hefir gert i mörg ár. Margar ættkvíslir eru byrjaðar á jarðyrkju með á- gætum árangri. Þeir tuttugu miljón hektarar lands í griðlendum þeirra, sem ræktanlegir., mega teljast, hafa verið mældir og rannsókn gerð á jarðveginum; þeim hefir verið sjeð fyrir áburði og gert við þau land- spjöll, sem orðið hafa. Fámenn ættkvísl, sem átti 75 naut- gripi fyrir tiu árum á nú 1200 gripi. Navajo4Indíúnarnir, sem eiga 6% miljón hektara af góðu beitilandi fyrir nautpening, sauðfje og geitur, liafa falast eftir meira landi, vegna þess hve bústofn þeirra er orðinn stór. Eru nú ráðagerðir uppi um að gera uppistöðu þannig ,að hægt verði að veita á 20.000 hektara til viðbótar handa þessum Indíána- þætti. Börn Indíána ganga í ágæta skóla, sem stundum eru aðeins fyrir börn ættkvíslarinnar en stundum jafn- framt fyrir hvitra maniia börn. Þessi unga Indíánastúlka, sem ekki viröist ósvipuð Eskimóa- stúlku, hefir sjálf saumað búninginn, sem hún er i. Hann er gerður úr klseði og dúkum og alsettur perluleggingum. Búning- ar Indiána eru afar smekklegir. Ferris Paisano heitir þessi Pueblo- Indíáni, og er ekkert hvítt blóð í honum. Hann er vjelsmiður við eina flgvjelasmiðjuna í Californiu. Þeir sem kæra sig um geta gengið á framhaldsskóla, þar sem kennd eru allskonar verkleg fræði. — Þegar Ameríkumenn urðu að kveðja alla vinnufæra menn til verka í þágu striðsiðnaðarins, voru Indiánar eigi aðeins reiðubúnir til að ganga und- ir vopn heldur og að fara í verk- smiðjurnar. Auk 20.000 manns, sem í stríðinu eru, er annar eins fjöldi Indíána —■ karla og kvenna — í hergagnaverksmiðjunum og gegna þar ‘mikilvægum störfum. Árið 1939 var Indíánum farið -að fjölga meira en nokkrum öðrum þjóðflokki í Bandarikjunum, og ár- ið 1941 voru þeir allra manna fjöl- mennastir til þess að safna liði þegar þjóðin leitaði til almennings um að hervæðast, eða l'ara í verksmiðj- urnar. Þar sem stjórnin þurfti land til hernaðarnauðsynja, svo sem undir æfingavelli, flugvelli og verksmiðjur, og leitað var til rauðskinna, þá ljetu þeir það af hendi möglunar- laust; það voru samtals 000.000 hektarar, í sjö fylkjum og í Alaska. Indiánar ljetu líka af hendi skóla, sjúkrahús og aðrar byggingar. Og þegar eftirspurn fór að verða eftir steinolíu leyfðu þeir að opna 800 nýjar lindir í lendum sinum. „Ef það er eitthvað sem Indí- ánarnir hafa og Ameríka þarfnast, þá skal Amerilca fá það,“ sagði einn af foringjum Indíána. „Yið eigum líka mikið i húfi hvað snertir Ameríku og lýðræðið, og þessvegna eru 20.000 al' sonum okkar í lier- liði Bandaríkjanna. Drengirnir okkar hafa dáið í orustu á landi, i lofti og sjó. Þeir eru í lialdi hjá Japönum og Þjóðverjum. Við erum hreyknir af þeim, eins og við erum lireyknir af jjvi að vera Ameríkumenn — fyrstu Ameríkumennirnir, sem trúðu á lýðræðið og höfðum það í heiðri löngu áður en hvítu mennirnir komu hingað.“ Arfleifð Indíánans. Þegar hvítir menn komu fyrst til nýja heimsins komusl þeir að raun um að þar byggði þjóð, sem þeir höfðu ekki haft neinar spurnir af, og ekki hafði haft neitt sam- band við þjóðir Evrópu, Asiu og Afríku í mörg þúsund ár.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.