Fálkinn - 09.03.1945, Page 14
14
FÁLKINN
Bninnhúsin við Suðurgötu eru neðst ú myndinni til hægri. Til hægri við
húsalindin. — Myndin er tekin umi 1897.
vatnsból í bænum og að ýmsu
leyti það merkilegasta. Er það
Landkotsbrunnurinn, frá árinu
1902. Þá var verið að ljúka við
að smíða Landakotsspítala, en
skiljanlega var slíkri stofnun
þörf á góðu og heilnæmu vatni.
Áður bafði verið reynt að grafa
til vatns norðar og neðar í hæð-
inni, en ekki tekist; var það frú
Finnbogasen, sem það ,gerði og
varði miklu fé til þessa. Nú
hófust prestarnir í Landakoti,
sérstaklega Scbreiber prestur,
handa um að gera brunn banda
spítalanum. Varð að grafa og
bora niður á 20 metra dýpi, en
þá varð fyrir vatnsæð, líklega
ómengaðri en í nokkru vatns-
bóli í höfuðstaðnum. Dæla var
sett á þetta vatnsból og liún
knúin með vindorku. En ýms
liús, einkum við Slýrimannastig,
fengu vatnsæðar heim frá þess-
um nýja brunni. En er liann
liafði verið notaður i sjö ár kom
„brunnur allra Reykvíkinga“
eða vatnsveitan, fyrst úr Elliða-
ám og síðan úr Gvendarbrunn-
um til framkvæmda; en þáð var
á miðju sumri 1909. — Þá fór
þýðing hinna gömlu vatnsbóla
forgörðum, og gleymdust þau
smám saman. En eigi verður
þó skilist svo við þessa sögu,
að þegar stríðshættan ógnaði
Reykavík sem mest, var hafist
handa um að grafa upp sum
gömlu vatnsbólin, svo að þau
væru tiltækileg, ef leiðslurnar
úr Gvendarbrunnum biluðu af
bernaðarástæðum. Þá hefðu
Reykvíkingar orðið að flýja á
náðir gömlu valnsbólanna, og
þá hefðu rifjast upp þáttur í
þeim mörgu örðugleikum, sem
liðin kynslóð átti við að etja,
en unga kynslóðin hefir ýmist
gleymt eða aldrei þekt.
Á gatnamótum Ægisgötu og
Nýlendugötu var brunnur í
miðju þar sem göturnar mælast,
og sóttu vatn í hann mörg heim-
ili þar í nánd, meðal annars
Hlíðarhúsabæir, Doktorsliús og
mörg Vesturgötuhúsin. Brunn-
stígur ber nafn af vatnsbóli
sem þar var, miðja vegu milli
Vesturgötu og sjávar. Næst má
telja Sellandsbrunn, skammt frá
Skuld, þar sem nú standa liús-
in 31 - 33 við Framnesveg. Þá
var brunnur með vindu á Stein-
um, skamt frá Bráðræði, og
beint á móti Vesturvallagölu 6
var Lýðslind, svonefnd. 1 fram-
haldi af Vesturgötu til sjávar
var brunnur með yfirbygðu búsi
kendur við fvarssel. Brunnar
voru einnig í Miðseli, Stóraseli
og Bráðræði. Má svo heita að
vatnsból hafi verið við flest býli
þegar vestast kom í bæinn. Á
Meistaravöllum við Kaplaskjóls-
veg var Brynkalind, og var það
þraulalending fólks þar um
slóðir, þegar önnur nálæg vatns-
ból þrutu í þerritíð eða frostum.
Er lindin um 50 metra fyrir
sunnan Brautarnoltshúsið.
Þess má geta að síðustu árin
áður en vatnsveitan kom var
vöxtur bæjarins orðinn svo
milcill, að ekki þurfti nema
þerrikafla til þess að vandræði
yrðu að vatnsleysinu. Fólk varð
að fara á fætur og til vatnsból-
anna um miðjar nætur til þess
að ná i vatnsleka til brýnustu
nauðsynja. Og lil dæmis um bve
alvarlegt ástandið var orðið, má
nefna að eitt sumarið var’ð
Sigurður Jónsson fangavörður
að láta sækja vatn á tunnum,
sem keyrðar voru á liestvögnum
— ofan úr Elliðaám............
. .------Þessi vandræði urðu
til að flýta fyrir aðgerðum til
húsin var Drun.n-
þess, að ráðist var i vatnsveit-
una. Guðmundur heitinn Björn-
son landlæknir, hinn framsýni
athafnamaður, benti á að mögu-
leikar mundu til þess að leiða
vatn á sjávarbotni hingað yfir
Kollafjörð ofan úr gili við Esju-
berg'. „Er maðurinn vitlaus,"
bugsuðu sumir, en þó varð það
úr að álits fróðra manna í Eng-
landi var leitað, og tillagan
talin framkvæmanleg, af þeim.
Margar tafir og tillögur urðu
enn á vegi þessa máls. Sumir
vildu láta bora eftir vatni í ná-
grenninu, og þá varð Öskju-
hlíðarborunin, sem fræg varð
fyrir „gullfundinn“ fræga. Aðrir
vildu láta gera einhverskonar
vatnsþró eða þrær uppi á Öskju-
hlíð og safna þar rigningar-
vatni, en aldrei varð þó sú til-
laga borin upp á almennum
fundi, sem haldinn var um mál-
ið. Aðrir vildu engar fram-
kvæmdir í málinu, með þvi að
þá yrði fólkið, sem sótti vatnið
í brunnanna, svift atvinnu
sinni ! !
„Einu sinni var það sem oftar,
segir Sigurður, „að ég mætti
Ólafi gamla í Lækjarkoti, sem
lengi var bæjarfulltrúi, suður
á Laufásvegi. Segi ég þá við
hann: „Þið voruð stórstígir í
bæjarstjórninni í gærkveldi!“
„Eg sé nú elcki eftir því,“ segir
hann og stakk niður stafnum
sínum og ljómaði af ánægju og
gleði. En þá hafði bæjarstjórnin
samþykkt að kaupa Elliðaárnar.
En þau kaup urðu öllu öðru
fremur til að greiða götu vatns-
veitunnar.
Því að eftir að skriður komst
á málið var í fyrstu ráðið, að
taka vatn úr ánum, en ekki
Gvendarbrunnum, og koma fyr-
ir vatnssíu neðan við árnar.
Var þetta í ráði þegar byrjað
var á verkinu, en áður en langt
um leið varð það ofan á, að
hentugra væri að spara síuum-
búnaðinn og fara lengra, sem
sé upp í Gvendarbrunna. Þetta
áform sigraði. Og vatnsveitan
bvort neldur er til Gvendar-
brunna eða Elliðaánna er í raun
réttri orðinn til fyrir hugsjón
og atorku Jóns heitins Þorláks-
sonar. Hann var kosinn í bæjar-
stjórn Reykjavikur (með 45 at-
kvæðum) haustið 1905, en jafn-
an síðan var hann hinn ötulasti
forvígismaður vatnsveitumálsins
og kom þvi heilu i höfn með
atfylgi ýmsra góðra og fram-
sýnna manna. Er gott að minn-
ast nú á þessum tímamótum,
þegar bitaveitan, sem líka er
til orðin fyrir bans frumkvæði,
er nýtekin til starfa. En margt
liggur þó á milli eftir starf bans
fyrir Reykjavíkurbæ og landið,
þó að liér sé eigi minst nema
á rafmagnsmál Beykjavíkur.
fljer ern nokkor ráð
til að láta LUX-
SP/ENiNA treynast betur.
ir
*•< ' \ ~S
ÍTJ s.
MÆLIÐ
LUX-
SPÆNINA
Sljettfull nial-
skeið af Lux
nægir aivet! i 1
lítra af vatni.
Það er eyðsla
að nota meira.
MÆLIÐ VATNIÐ
Ef |>jer notið meira vatn
en með jíarf, verðið
þjer lika að nota ineira
Lux. Hafið málið vi'ð
hendina.
SAFNIÐ í
ÞVOTTINN
f stað þess að
þvo sokka, nærföt
og þlúsur á hverj-
um degi, hvað
fyrir sig, þá safn-
ið þvLsaman til eiris dags í
viku og þvoið það saman.
Blúsurnar fyrst, svo nærföt-
in, loks sokkana - í saina
þvælinu. Þjer komist að þvi
að þetta sparar mikið af Lux.
LUX
EYKIJR ENDJNGU
FATNAÐARINS
X-LX 622-786 A LEVF.R PRODUCT
„Það eru tvö tímabil í æfi manns-
ins, sem hann skilur ekki konuna.
„Og hver eru þau?“
„Tímabilið fyrir giftinguna og eft-
ir giftinguna.“