Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1945, Qupperneq 2

Fálkinn - 30.03.1945, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N Magnús S. Magnússon, prenlari í Iiikis prentsiniðjunni Gute.nberg, ú fimtíu úra starfsafmœli 1. apríl, en verður 66 ára 31. mars. Sigurður Ólafsson, gjaldkeri Sjó- mannafélags Reykjavíkur varð 50 úra 25. mars. Ilver fstiiii: Loftvogina? Torricelli hét maður suður á ítalíu trúmaður mikill, sem árið 1608 eign- aðist son, er hann nefndi Evangelisto Þegar Evangelisto Torricelli kom til vits og ára, komst hann í kynni við Galiieo Galilei, og varð bráðiega aðstoðarmaður hans.' Hann var frá- bær að þekkingu sinni í stærðfræði og eðlisfræði, og mun hafa ált djúg- an þátt í þvi, er Galilei húsbóndi hans gerði á ýmsum sviðum. Meðal annars gerði hann ýmsar umbæt- ur á stjörnukíki Galileis, og á heiður af því undratæki, ásamt lærimeist- aranum. Svo er talið, að loftvogin hafi orðið til, í framkvæmd mannsand- ans, árið 1643. Þá var Torricelli prófessor við háskólann i Firenze, sem ýmsir rangnefna Florenz. Þar var prófessorinn að gera loftvogir. Hann notaði kvikasilfur í mæliásinn, en tveim árum síðar frétti hann, að hinn frægi þýski eðlisfræðingur, Otto von Guericke, væri að sýsla við samskonar tilraunir, en notaði vatn til að sýna útþenslu, við misjafnan loftþunga. En ioftvog Guerickes var yfir tíu metra liá pípa, hol að innan og með vatnsgeymi að neðan. Var Þórður Þorkelsson, ökumaður frú Grjóta, varð úttrœður 24. marz. hún gerð úr messing að neðanverðu, en úr gleri að ofan. Vatnsgeymir- inn, sem pípan stóð í, var lokaður að ofanverðu. Eins og sjá má af lýsingunni var þetta áhald Guerickes svo fyrirferðamikið, að það var vel til þess fallið, að halda á því sýn- ingar fyrir almenning, svo sem oft liefir verið gert á ýmsu, sem minna máli skifti fyrir framtíðina. En fólki þótti skrítið að sjá, að vatnið í liinni tíu metra háu súlu Guerickes steig jafnan þegar gott veður kom á eftir, en hneig fyrir leiðu veðri. Þetta þóttu galdrar. „Veðurmaður- inn“ hans Guerickes varð töfra- þing, fólk trúði á hann — en vitan- lega var göldrum til að dreifa þarna. Guericke hlaut að hafa svarið sig sjálfum djöflinum og lofað hon- um sálu sinni, fyrir þessa galdra. Þeir voru fæstir, sem gátu iátið sér detta í hug, að það væri bara loft- þrýstinguriiap, sem væri þessum hreyfingum á súlunni i glerhylkinu valdandi. Súla Guerickes með vatninu, sem þarf yfir tíu metra til að ná að sýna hæðarmun, datt fljótt úr sög- unni. En kvikasilfrið hans Torri- celli stendur enn við lýði. — Siðan hafa aðrir komið til sögunnar, og gert loftvogir með öðru móti. Þeir hafa notað útþenslu málmanna til þess, að gera loftvogir — nákvæmar og vissar — með vafningsstreng úr málmi. Á flestum heimilum ver- aldar, þar sem loftvogir eru til, er það þesskonar loftvog, sem sést á veggnum. Aneroid Barometer eru þær kallaðar. Þessi loftvog er í raun- inni gerð úr blikkdósum, en mis- munandi þensla loksis á dósinni, stýrir vísi, sem segir til um loft- þyngdina, eins og vísir á úri. Þessar loftvogir eru býsna góðar og ábyggiiegar til notkunar almenn- ingi. En veðurstofur og jivílikar vís- indastofnanir, nota enn i aðalatrið- um uppgötvun Torricellis: súluna með kvikasilfrinu. Hún verður einna ábyggilegust, einkum síðan liægt var að gera glersúluna þannig, að hún yrði ekki fyrir sam- eða sundur- drætti, sem gæti villt sjónir um þann rétta aflestur, sem veðurfræðingur nútimans þarf að liafa, ])egar hann ályktar um örsmáa hreyfingu vind- sveipa eða annara fyrirbrigða — i mörg hundruð kilómetra fjarlægð. En veðurspár og veðurfræði eigum við fyrst og fremst loftvoginni að þakka — og Torricelli. NINON------------------ SamkvöEmis- □g kuöldkjólar. Efíirmiðdagskjólar Peysur Dg pils. Uattzraðir silkislappar □g suzfnjakkar Plikið lita úrual Sent gegn pústkröíu um allt land. — Bankaatræti 7 ¥í§an han§ Kolbein§. — Fálkinn hefir komist yfir nokkrar nýjar vísur eftir Kolbein í Iíolla- firði. Munu þær verða birtar, ein og ein í hverju blaði framvegis, til þess að verða við tilmælum þeirra, sem Iiafa beðið Fállcann um að birta góðar ferskeytlur. Efnið er ýmis- konar, eins og Kolbeini er lagið. Hér kemur sú fyrsta: Sólarlag. Drafnir grána. Dagga tún. Dalir blána, rökkna. Út við Ránar ystu brún eldar fránir slökkna. Kolbeinn frú Kotlafirði. Ný bók „Á ég að segja þér sögu‘“ heitir safn af stuttum sögum, sem Bókaút- gáfan Norðri hefir sent frá sér ný- lega, en Brynjólfur Sveinsson mennta skólakennari valið og islenskað. — Geymir bókin útján sögur, allar eftir úrvalshöfunda, er hlotið hafa frægð. Fimm þeirra eru eftir Somerset Maugliam en fjórar eftir Anton Tzcltekow, og ættu þau nöfn að gefa nokkra bendingu um, að höf- undarnir eru ekki valdir af verri endanum. Þarna eru og sögur eftir Sigrid Undset, Maupassant, Rhys Davies og Saki. Tvær sögurnar eru alllangar, eða um 60 bls. livor, en hinar af þeirri lengd,sem kallaðar eru „stuttar sögur*. Það inun hafa vakið söknuð nargra, sem halda upp á smásögu” að útgáfa Bókaversl. Sigf. Eymunds- sonar ó söguúrvali Jóns Sigurðsson- ar og Kr. Albertssonar liætti, því að það voru eingöngu smásögur er höfðu bókmenntalegt gildi. En sama verður sagt um þetta nýja safn. Úrvalið er prýðilegt, söguefnin fjölbreytt og þýðingin ágæt. Frá- gangur er góður. Svo að bókin er mjög eiguleg. .«dky, LÖKIN 0G f- HANDKLÆBIN^ ENDAST Mikið nudd slítur lökum og iiandklæðum. En Itinso þvæl- ir þau hrein á 12 mínútuin, svo að þau endist lengur. Notið helniingi minna vatn, og aðeins tvo þriðju af þvi Rinso, sem þjer hafið verið vön að nota. Látið hvita þvottinn fyrst liggja i Rinso- bleyti i 12 ininútur, og síðan inislita þ'vottinn í sama bleyt- inu. Þá er ekki annað eftir en að þvo þvottinn og skola hann. LJEREFTIN ERU DÝR NÚNA. Hlífið þeim með Rinso-að- ferðinni næsta þvottadag. RINSO X-R 2TO-786 Leikkona - Söngkona Þingmaður Helen Gahagan Douglas, þingmað- ur demókrata fyrir 14. kjördæmi Kaliforniu, er há, fríð kona, 43 ára göniul, og hefir verið dáð leikkona og söngkona. Við stjórnmál hefir hún fengist síðan 1937. Áhugi heniiar fyrir stjórnmálum færðist í aukana eftir síðustu Evrópu ferð hennar, 1937. Á ferðinni um Þýskaland var henni bannað að syngja tónverk eftir tónskáld af gyðingakyni. Auk þessarar persónu- legu reynslu hafði hún kynst að öðru leyti því livernig er að lifa undir einræðisstjórn. Hún fann að stríðið var yfirvofandi og hvarf þvi aftur til Bandaríkjanna og sagði upp samn- ingnum, sem liún hafði gert við óperuna í Vin um að syngja þar. Þegar liún var komin aftur heim til Kaliforniu afréð hún að fara að Játa sig einhverju skifta þjóð- mál og þá einkum það, sem vissi að högum Kaliforniu. Hún setti sig inn í eitt viðfangsefni, sem þá var mjög ú döfinni, sem sé að finna lausn á því livernig best væri að haga fyrirkomulagi á starfi aðfeng- ins kaupavinnufólks, sem Kaliforn- iubændur voru svo mjög háðir. Hún las alt sem hún náði til um málið, ferðaðist um og talaði við kaupa- fólkið, hélt ræður á mannfundum og talaði fyrir nýrri löggjöf um kaupafólk í Kaliforniu. Þegar Cul- bcrl L. Olsen var tilnefndur sem fylkisstjóraefni í Kaliforníu, fyrir demókrataflokkinn árið 1938, gekk Niðurlag á bls 15.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.