Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1945, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.03.1945, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N George Crorcfton Bp*on lávarðnr Um síðustu jól kom út á íslensku snilldarfalleg bók um eitt glæsilegasta ljóðskáld Englendinga, Lord Byron, samin af franska höfundinum André Maurois. Hér verður sagt nokkuð frá skáldinu, þó ekki eftir heimild bókar þessarar. En greinin ætti að geta orðið til þess, að lesandann fýsti að kynnast skáldinu betur. A RIÐ 1785, þegar William, fimmti lávarður Byron, sem gekk und- ir nafninu „vondi lávarðurinn“, stytti sér stundir við að kappsigla krakkaskipum og láta kakarlakka þreyta veðhlaup í Newstead Abbey, kvæntist „Vitlausi Jack“ Byron, frændi hans Catherine Gordon í Bath. Þetta var fyrsta hjónaband „Vitlausa Jacks“. Tíu árum áður hafði hann komist upp á milli Car- marthens ávarður og konu hans, og eftir að hún hafði erft tign og 4.000 punda árslífeyri eftir föður sinn, hafði hún hlaupist á brott með „Vit- lausa Jack“. Carmarthen fékk laga- skilnað; en Jack eða John Byron giftist konunni og fór með hana iil Frakklands, og þar fæddist þeim dóttir, sem skírð var Augústa. En 1784, skömmu eftir að hún fæddist, dó móður hennar, og nú stóð John Byron uppi konulaus og auralaus. Iivarf hann þá til Engiands og settist að meðal hefðarfólksins i baðstaðnum Bath, og þar hitti liann Catherine Gordon, sem komin var af tiginni skotskri ætt, og það sem betra var — átti peninga. Þau voru gefin saman á „ógæfudegi ógæfu- mánaðarins", 13. maí, og 22. janúar 1788 fæddist þeim sonur, sem skírð- ur var George Gordon Byron. Tveim- ur árum síðar liafði „Vitlausi Jack“ sólundað eigum konu sinnar, svo að nú liafði hann ekki nema 150 pund á ári til lífsviðurværis. Laug hann þá peninga út úr kunningjunum og flýði til Frakklands. Ári síðar var liann dauður, aðeins 3G ára gamall. Frú Byron, sem var viðkvæm og Ijúflynd, en í liina röndina skap- mikil og ofsafengin, sat eftir í Aberdeen með soninn unga. Hann virtist hafa fengið að erfðum úr báðum ættum geðofsa og blíðlyndi. Hann var snúinn á fæti svo að hann gekk haltur, og þessi helti bakaði honum mikinn sársauka í æsku og sálarkvöl alla æfi. Hann gekk í barnaskóla í Aber- deen. „Eg var sendur, fimm ára eða yngri, í skóla, sem Bowers nokkur stýrði. Þar voru bæði stelpur og strákar. Þar lærði ég fátt nema að þylja utan að einsatkvæðisorð (God made man. Let us love Him), sem höfð voru fyrir mér, án þess að ég lærði að þekkja nokkurn staf. Þeg- ar verið var að grennslast eftir heima, hve mikiS ég hefði lært, þuldi ég þessar romsur í belg og biðu, en þegar blaðinu var flett við í bókinni, hélt ég áfram að þylja sömu orðin, svo að það komst upp hve lítið ég hafði lært, og fékk ég þá löðrung á eyrað (sem það ekki liafði unnið til, því að með eyrunum hafði ég lært orðin), og var uppfræðsla mín fengin fræðara í hendur. Þetta var guðhræddur og dugandi prestur, sem liét Ross. Hjá honum tók ég furðulegum framförum, og ég minn- ist en í dag Ijúfmennsku lians og góðlátlegrar ástundunarsemi. Undir eins og ég var læs, varð mannkyns- sagan mitt upáhald og — ekki veit ég hversvegna — mest dálæti liafði ég á frásögninni um orustuna við Regilluvatn í Rómverjasögunni, sem ég var látinn lesa fyrst. Síðar varð lærifaðir minjn ungur maður og dugandi, sem Paterson hét, alvöru- gefinn og fáskiftinn. Hann var sonur skóarans okkar, en góður kennari, eins og margir Skotar.. Hjá honum byrjaði ég að læra latinu, Ruddimans málfræði, og hélt því áfram þangað til ég fór i Iatínuskólann.“ Árið 1790 fór hann með móður sinni upp í Hálöndin nýstaðinn upp úr skarlatssótt, og í þeirri ferð vakn- aði fyrst hjá lionum ástin til fjall- anna. Um sama leyti varð hann líka ástfanginn í fyrsta sinn — í frænku sinni, Mary Duff. Hann var ekki \iema átta ára þá, en samt sagðist honum svo frá, að er hann heyrði um giftigu liennar, átta árum siðar, „var það eins og ehling lysti mig; mér fannst ég ætla að kafna. Móð- ir mín varð óttaslegin en aðrir steinliissa og ætluðu varla að trúa þessu.“ Þegar Byron var tíu ára gamall dó „vondi lávarðurinn“, frændi lians, og erfði hann þá tign hans. Lávarðssetrið, Newstead, var í mestu niðurníðslu, en frú Byron fékk styrk úr konungssjóði, 300 pund á ári, og fjarlægur ættingi, Carlisle lávarður, var skipaður fjárráðsmaður Byrons. Móðir Byrons vildi umfram allt lækna heltina í honum og sendi hann til skottulæknis í Noltingham sem kvaldi liann óskaplega, án þess að nokkur bót fengist. Síðan var hann settur i skóla í Dulwich, en móðir hans dekraði við hann og skammaði á víxl. ,,Byron'“, sagði eiiin af skólabræðrum hans, „hún mamma þin er flón.“ „Eg veit það“, svaraði hann þungbúinn. 1801 var hann sendur á liinn fræga skóla í Harrow og skaraði þar fram úr í leti. Hann iðkaði* hnefaleika og synti ágætlega þrátt fyrir fótinn, og tók þátt í crickef- keppni við Etonskóla 1805. Saga er til frá þessum árum, sem sýnir drenglyndi Byrons. Svaðastrákur í skólanum réðst á Robert Peel og barði hann. Byron var ekki svo vel að manni, að liann treysti sér lil að hjálpa Peel, en sneri sér að svað- anuni með tárin í augunum og spurði hve mörg högg hann ætlaði að berja. „Hvað varðar þig um það, auminginn þinn?“ svaraði óþokkinn. „Eg ætlaði að biðja ]iig að hita lielm- inginn lenda á mér,“ svaraði Byron. í sumarleyfinu þegar hann var 16 ára, varð hann gagntekinn af ásl til Mary Ann Chawortli. Hún var veimur árum eldri og öðrum heitin, og þessi ógæfuást hafði slæm áhrif á hann. Úr Harrowskóla innritaðist hann i Trinity CoIIege Cambridge-háskól- ans. Dvahli hann nú ýmist í há- skólanum, London eða hjá móður sinni í Southwell og svallaði mikið. En hann iðkaði hnefaleik af kappi og tókst á þann hátt að ná af sér fitunni, sem var orðin honum til útlitsspillis. Hann var farinn að gera sér það til gamans að yrkja ljöð, og 1807 gaf hann út fyrstu ljóðabók sina, sem liann kallaði „Hours of Idle- ness“ ’ (Iðjuleysisstundir). Þetta var ekki meira en miðlungs kveðskapur en gaf þó fyrirheit um meira. En í Edinburgh Review voru Ijóð þessi tætt í sundur. Þegar Byron las hinn ósanngjarna dóm reiddist hann og ætlaði að svara í Ijóðum þegar í stað, en liætti við og afréð að bíða og semja verulega napurt og þaulhugsað kvæði til andsvara. Og ári síðar'kom þetta svar, háðkvæðið ;,English Bards and Scotcli Review- ers“. Það l'éll í góða jörð og varð að endurprenta það mánuði eftir að það kom út. Nú varð Byron fullveðja, tók sæti í efri málstofunni og skemti sér á lénslierra vísú á aðalsbóli sínu í Newstead. Hann hafði slitið öllu sam- bandi við móður sína vegna geð- ofsa hennar, en ekki ætlaði hann sér hinsvegar að verða mosavaxinn í Newstaed. Hann var skuldunum vafinn en tókst þó að særa sér út meira lán, og í júní 1809 yfirgaf hann London og lagði í ferð til austur- landa ásaint John Hobhouse, vini sinum frá Cambridge. Sigldu þeir frá Falmoutli t.il Lissabon, þar sem Byron synti ána Taggus, þaðan fóru þeir ríðandi til Cadiz og svo sjóleiðis til Gibralt- ar. Eftir þriggja vikna dvöl á Malta fóru þeir til Albaniu. Hreifst Byron af hinum tignarlegu fjöllum þar og hálfviltum lýðnum, sem byggði land- ið, og liafði gaman al' að koma á fund ræningjahöfðingjans Ali Paslia, sem „spurði mig að öllu, hversvegna ég færi í önnur lönd svona ungur, og það án þess að hafa með mér fóstru? Hann kvað enska sendiherrann hafa sagt sér, að ég væri af tignum ættum, og bað mig þvínæst að bera níóður minni kveðju sína. Hann sagðist þora að fullyrða,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.