Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1945, Side 5

Fálkinn - 30.03.1945, Side 5
F Á L K I N N 5 að ég væri ættstór maður, því að ég hefði svo lítil eyru, hrokkið hár, og hvitar hendur. Bað liann mig að skoða sig sem föður sinn, meðan ég væri í Tyrklandi, og sagðist líta á mig sem son sinn. Hann fór með mig eins og krakka og sendi mér möndlur, ávexti og sætindi tuttugu sinnum á dag/* Þessi ástúðlegi bófi, sem beitti pyndingum og eitri þegar svo bar undir, sá þeim Byron fyrir vopn- uðu fylgdarliði, og á leiðinni til Grikklands fór Byron að skrifa ferðasöguna, sem geymist í hinu heimsfræga ljóðasafni „Chlld Har- o!d.“ Iíomust þeir nú til Mesolongi og þaðan — um Patras, Delfi og Þebu — til Aþenu. Hann var hrifinn af Attiku, en virðist ekki hafa orðið fyrir miklum áhrifum af hinum forngrísku minjum í Aþenu. „Ósköp líkt ráðhúsinu," skrifar hann um Parthenon-liofið. Eftir þriggja mánaða dvöl í Aþenu fóru þeir til Smyrna, og þar lauk Byron við annan flokk- inn af Childe Harold. Hobhause vini lians fannst litið til um kvæðið. En á leiðinni frá Smyrna til Istanbul synti Byron yfir Hellusund, ásamt enska lautinantinum Ekenliead. Var hann montinn af því afreki og kvað það lofsverðara en nokkurt afrek i stjórnmálum, ljóðagerð eða mælskulist. Þeir félagar skildu í Istambul. Fór Hobhouse til Englands en Byron aftur til Grikklands og samdi þar „Hints from Horace“ og „Curse of Minerva“. En nú var lánardrotna lians farið að lengja eftir honum og hótuðu honum öllu illu ef hann kæmi ekki heim. Kom hann til London i júlí 1811, eftir tvegja ára útivist. Sama árið dó móðir lians, án þess að hann sæi liana áður. Byron sýndi vini sínum, Dallas, „Hints from Horace“ og var liann mjög óánægður með verkið. „Er þetta allur árangurinn af ferðinni ?“ Byron lét lítið yfir þvi en rétti honum tvo fyrstu flokkana af „Cliilde Harold“. Dallas sá þegar hvers virði þeir voru og fór með þá til útgefandans, Jolin Murray. Ilinn 27. febrúar 1812 hélt hann jómfrúarræðu sina í lávarðadeild- inni; var hún gegn tillögu um að dæma vefstólabrjótana í Nothing- ham til dauða. Vakt ræðan atliygli. Tveim dögum síðar komu tveir fyrstu flokkarnir af „Childe Harold" út. Kvæðin flugu út og komu sjö útgáfur á einum mánuði. „Eg vaknaði einn morguninn og fann að ég var orð- inn frægur maður.“ skrifaði Byron þá. Fyrirfólkið í London opnaði allar gáttir fyrir Byron, en fríðleiki hans var þó ekki síður dáður en Ijóð- list lians. Iíann varð gimsteinn hvers samkvæmis og lenti nú í fjölda ástamála —■ með lafði Caroline L'amb, lafði Oxford, og, það virðist vafalaust, með Augústu hálfsystur sinni. En jafnframt streymdu frá hon- um Ijóðin, og fólk gleypti þau i sig jafnharðan og þa komu út. „The Waltz“ kom í apríl 1813, „The Giaour“ í maí og „Tlie Bride of Ábydos“ í desember. Næsta ár komu út „The Corsair“, „Lará“ og „Hebrew Melodies“. í janúar 1815 kvæntist hann Annabelle Lamb. Hafði hann beðið hennar 1813 en fengið hryggbrot, en í september 1814 trúlofuðust þau. Þetta lijónaband er eitt af hinum dularfullu fyrirbrigðum í lífi Byrons — hann var ekki ástfanginn af konunni, og þarna var ekki til verulegs fjár að vinna. Hlaut ráða- hagurinn að fara illa. í desember fæddist þeim dóttir, sem skírð var Augústa Ada; fimm vikum síðar skildi lafði Byron við mann sinn og kom aldrei aftur. Það hefir verið deilt um ástæð- urnar til hjónaskilnaðarins til þessa dags, og hægt væri að skrifa heila bók um málið, án þess að lesandinn yrði nokkru nær. En einn greinilegur árangur varð þó af þessu: ofsafeng- in gremja almennings. Blöðin, flng- ritahöfundar og almenningur réðst heiftarlega á Byron. Gjaldþrota —. því að hann taldi það undir virðingu sinni að taka við fé af útgefanda sinum — og hataður af öllum, nema fáeium vinurn, svo sem Hobhouse, var hann hralcinn úr landi. í apríl 1810 Iiélt liann i nýja ferð: Childe Harold tók nú aftur upp pílagríms göngu sína. Hann tók laiul i Ostende i Belgiu og hélt jiaðan til Genf; þar hitti hann síðustu ástmey sína, Claire Clairmont, sem hafði farið í ferða- lag með Mary God'win hálfsystur sinni, og elskliuga hennar, skáldinu Shelley. Þó að skáldin tvö væru gerólik að innræti og skoðun féll vel á með þeim og þeir viðurkenndu yfirburði hvors annars. Hann réri um Genfarvatn með Shelley, og orkti „Bandingjann í Chillon“. í júlí lauk hann við þriðja flokkinn af „Childe Harold“, samdi fjöhla af styttri kvæðum og byrjaði á „Manfred“. Þegar Shelley og Claire hurfu til Englands í ágúst, fór Byron í stutta ferð upp í Alpafjöll með Hobhouse og síðan um Norður Ítalíu og settist loks um kyrt i Venezia. Lifði þar í glaum og gleði en starfaði þó mikið, því að frá þessuin tíma eru „Beppo“, „Mazeppa* og fyrstu tveir flokkarnir af „Don Juan“. Claire Clairmont hafði eignast dóttir, sem var skírð Allegra, 1817, og þegar liún fór með Shelley til Italíu árið eftir var Allegra send til Byrons. Honum var nú kalt til móðurinnar, en telpunni kom hann fyrir í klaustri. Móðir liennar hafði óskaði jiess að telpunni yrði komið fyrir hjá fjölskyldu, einhversstaðar þar, sem loftslag væri holt, og studdi Shelley liað mál, en Byron skeytti því engu. En því meiri varð harmur lians er telpan dó, árið 1822. Vorið 1819 kynntist Byron greifa- frú Guiccioli. Hún var ung, en gift sextugum manni. Gerðist hún fylgikona Byrons í Venezia, og þeg- ar hún fór með bónda sínum til Ravenna, bað liún Byron um að koma á eftir. Og frá Ravenna fylgdi hann henni til Bologna, og fór með lienni þaðan til La Mira, skammt frá Venezia; bjuggu þau saman jiar og hneyksluðu allt nágrennið þangað til greifinn kom. Frúnni tókst að jafna málið og fór með bónda sín- um til Ravenna, en eftir nokkra mánuði bað hún Byron að koma til sín aftur! í júlí 1820 skarst í odda. Páfinn leyfði hjónaskilnað en frúin hvarf lieim til föður síns, Garnba greifa. Árið eftir, meðan liann var að seiiija „Sardanapalus“ og „Cain“, álti Byron þátt í undirbúningi sam- særis gegn Austurríki ásamt ýms- um úr Gambafjölskyldunni, en þetta rann út í sandinn. Ekki var hægt að koma fram lögum gegn Byron útaf þessu, en Gambafjölskyldan var bannfærð. En mikil veður stóðu um „Cain‘. þegar bókin kom út í Englandi, og réðust heittrúnaðar- menn lieiftarlega á Byron. Til eru tvær glöggar lýsingar á Byron frá þesum tíma. Fornvinur lians, skáldið Tliomas Moore, heim- sótti liann í Venezia 1819 og skrifar, að „hann sé orðin feitari á skrokk og í andliti en áður var, og sé það síðarnefnda til óprýði.“ En Shelley sem lieimsótti liann í Ravenna 1821, segir að „Byron hefir farið mikið fram í öllu tilliti — í snilli, skap- lyndi, siðferðishugsjónum, lieilbrigði og gæfu. Samband lians við La Guicioli hefir orðið honum til ómetan lega mikils góðs. Hann berst mikið á en þó ekki umfram efni....“ Undir árslokin fór Byron með fylgikonu sinni til Pisa, og þar var Shelley nágranni lians. Shelley dáðist að skáldinu Byron, en Byron að manninum Shelley. Ýmsir Eng- lendingar voru þarna fleiri, svo sem Leigh Hunt, sem Shelley liafði boðið til sín. Var í ráði að liann stofnaði tímarit með Byron. Eftir dauða Shelley —< hann druknaði 1822 — fluttust Byron og Huntsfjölskyldurnar til Genua. Tímarit þeirra, sem liét Liberal, gekk illa, og útgefendunum kom illa saman, en samt hélt Byron Hunt uppi þangað til liann fór frá Genua 1823. Byron fór nú aftur að vinna að „Don Juan“, sem hann hafði lagt til hliðar áður, og nú miðaði verk- inu vel áfram. Nú voru Grikkir farnir að berj- ast gegn Tyrkjum fyrir frelsi sínu, og Byron, sem brann af áhuga fyrir því að hin forna menningarþjóð yrði affur frjáls, gat ekki látið þetta mál afskiftalaust. Ilann átti bréfa- skilti við grisku frelsisnefndina í London, sendi henni peninga af mikilli rausn, og lagði sjálfur af stað til Grikklands í júlí 1823. Áræði hans, göfuglyndi. skarp- skygni og nafn kveikti eldmóð í grísku uppreisnarmönnunum — en nú átti hann skamt eftir. Fáeinum mánuðum eftir að liann sameinaðist her Mavrcordato fursta við Mesolongi bilaði heilsan, og 19. apríl barst sú harmafregn uin endilangt Grikkland: „Byron er dáinn!“ Þannig fór þessi einkennilegi, göf- ugi hugsjónamaður, sem hafði farið eins og vigahnöttur yfir endilanga Evrópu. Ljóð lians höfðu farið eins og eldur um sinu — aldrei hefir skáld borið eins mikið úr býtum í lifanda lífi og liann — og snilld lians markaði tímamót i bókmennt- um Evrópu. Ilugo, Lamartine, Heine og Puslikin töldu liann meistara sinn, og enn í dag vitnum við til ritsnilldar lians og ádeilu. Mikil- leikur hans liggur, eins og Scotts, eigi síður í áhrifúm hans en í rit- um hans sjálfum, og enginn gnæfir hærra i bókmenntum Evrópu á fyrra hluta 19. aldar en George Gordon, Byron lávarður. Vindla- og Cigarettukveikjarar — nokkrar tegundir, þar á meðal GLÓÐAR-kveikjarar. Það getur komið sé mjög vel að eiga kveikjara. — Lögur á þá og tinnusteinar. — Blýantur og kveikjari einn og sami hlutur Sendum gegn póstkröfu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.