Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1945, Side 10

Fálkinn - 30.03.1945, Side 10
10 F Á L K I N N VNGfW Dóttir töframannsins Einu sinni iangt aftur i fornöld var ganiall og góc5ur töframaður, sem alltaf var bo'ðinn og búinn til þess að lijálpa öðrum og gera gott, þeg- ar þess var þörf. Hann átti heima í höllinni kongsins, og þar hafði hann herbergi litaf fyrir sig, fullt af allskonar kynlegum krukkum og glösum. Og þar voru líka vísinda- bækur hans, sem enginn gat lesið nema Iiann og hún dóttur hans. Því að töframaðurinn átti dóttur, sem var jafn falleg og liún var góð og vitur — og það var ekki lítið. Hún hafði lært margt af föður sín- um, en því miður var liún ekki alltaf eins varfærin og liann þegar hún var að leika töfralistir sínar. Prinsinum þótti ofur vænt um þessa fallegu stúlku — hún liét Flóra og það þýðir blóm, og í rauninni var hún falleg eins og blóm — og þau voru mikið saman. Sérstaklega höfðu þau gaman af að hlaupa um úti í skógi, og það var einmitt þar, sem Flóra sagði einu sinni: „En hvað ég hefði gaman af að vera orðin að hreindýri, því að þá gæti ég hlaupið miklu liraðar en ég get núna! — Nei, það er gott að þú ert stúlka en ekki lireindýr, sagði prins- inn. — Annars kæmi kannske hund- ur og færi að elta þig, eða að úlf- arnir reyndu að granda þér. En Flóra gat ekki varist að liugsa um hve gaman væri að geta hlaupið eins hratt og hreindýr, og þegar liún kom heim fór hún upp í turn- herbergið, þar sem öll töfralyfin hans pabba hennar voru. Og svo skeði það hræðilega — Flóra fann leiðbeiningar í einni töfrabókinni um hvernig hægt væri að breyta sér í hreindýr, og áður en hún vissi af var liún horfin, en Ijómandi fallegt, Htið hreindýr stóð þarna í staðinn hennar! En í sama bili fór dragsúgur um herbergið svo að blöðin flettust í töfrabókinni, svo að ekki var hægt að sjá hvar töfrauppskriftin stóð. Og nú tók hreindýrið til fótanna og hljóp út í skóg. — Hvar skyldi hún dóttir mín vera?. Hefir enginn séð hana Flóru? sagði gamli töframaðurinn og leitaði og spurði í allar áttir. En enginn hafði séð hana og enginn hafði tekið eftir hreindýrinu, sem hljóp fram og aftur um skóginn. Nú varð mikil sorg í konungshöll- inni. Prinsinn varð svo sorgmæddur, að það lá við að hann spryngi af harmi, en töframaðurinn lokaði sig inni i herberginu sínu og reyndi alla þá töfra, sem honum gátu dottið í liug, til þess að reyna að finna dóttur sína aftur. En hann varð einsleis visari um þetta, og öll töfraspakmælin end- uðu með þessum orðum: „Sá sein- færasti finnur þann fljótasta. Ástin sigrar óttann!“ En þetta skildi hann vitanlega ekki. Svo var það einn daginn þegar hann sat inni í herberginu sinu, að boðberi kemur inn með silfurlúður- inn sinn og tilkynnir, að prinsinn vilji tala við hann áður en hann deyi. Töframðurinn varð mjög hrygg- ur er hann heyrði, að prinsinn væri svona veikur, og flýtti sér til hans, eins og liann gat. Þá sagði prins- inn: — Hefirðu ekki komist að neinu sem getur gefið okkur vísbendingu um hvar Flóra er niðurkomin? — Nei, svaraði töframaðurinn. —Eg liefi ekki fundið neitt nema nokkur einkennileg orð, sem ég ekki skil: — Sá seinfærasti finnur þann fljótasta. Ástinn sigrar óttann!" En hvað þýðir þetta? — Eg veit það ekki, sagði prins- inn, — en hver veit nema ég geti ráðið það-------ég lield að ég verði að reyna að komast niður í garð- inn! Þó að hann væri veikur var hann samt klæddur í fötin og leiddur niður í garð, og þar settist hann og fór að liorfa á snígil, sem skreið yfir gangbrautina. — Hvað fer jafn hægt og snígill- inn? hugsaði hann — og hvað jafn hratt og hreindýrið? Gæti ]jað hugs- ast að......? En nú fór snígillinn að stækka og varð eins stór og liestur. Prinsinn settist á snígilhúsið og nú fór sníg- illinn að mjakast út í skóg. Ekki vissi prinsinn hve lengi þeir voru á leiðinni, en loks komu þeir að gamalli höll, sem stóð mosavaxin í skógarþykkninu. En út úr höllinni kom hreindýr hlaupandi, og prinsinn fann strax, að það lilaut að vera Flóra. — Flóra! Flóra! hrópaði liann. — Komdu aftur heim til okkar, við söknum þín svo mikið. Og ást prinsins sigraði ótta hrein- dýrsins; það kom til hans og hann gat tekið það og sett það fyrir framan sig á snígilinn. Og nú héldu þau af stað heim í konungshöllina, og þegar þangað kom varð snígillinn lítill aftur, en hreindýrið hvarf og prinsinn stóð eftir með Flóru i fanginu. Hún var laus úr álögunum. Og svo giftist prinsinn stúlkunni, en hún varð að lofa lionum þvi, að fást aldrei framar við galdra, heldur skyldi liún láta hann föður sinn um það. Þeir höfðu ekki sést í noklcur ár, kunningjarnir. „Er konan þín alltaf eins falleg og hún var forðum? spyr annar. „Já, víst er hún það. En það tek- ur liana miklu lengri tíma.“ Adamson þolir ekki hitann. S k r í 11 u r. — Sýnið þér okkur trúlofimar- — Það er öruffgara hérna inni hringa, gullsmiður. Fljótt! Liónið er slonDÍð. Samúðarfullur náganni kemur til konu, sem var að missa manninn sinn: „Mér er sagt að maðurinn yðar sé dáinn. Hörmung er þetta? „Já, víst er það ógaman. Því maður veit alltaf hverju máður sleppir, en ekki livað maður hrepp- ir.“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.