Fálkinn - 30.03.1945, Side 12
12
F Á L K I N N
Pierre Decourelli: 38
Litlu ílakkararnir
villu, sem væri nóg til þess að gera banka-
mennina tortryggna.
— Þeir eru einkennilegir þessir ríku
menn.
— Þessvegna væri æskilegt að fá greif-
ann til þess að skrifa undir af frjálsum
vilja.
— Eg slcrifa aldrei undir, sagði greif-
inn.
—- Eg leyfi mér að vekja athygli yðar
á því, að ég hefi ferðast víða, og séð siÞ
af hverju, hélt Skipstjórinn áfram, —
þannig hitti ég á Cayenne einkennilegan
negra. Já, það er alveg rétt þessi negri dó
líka á einkennilegan hátt, ég hefi sagt
þér frá þvi áður, Galgopi, og því liafðirðu
gaman af.
— Já, eg man eftir því.
— Þessi negri fór þannig að, ef fangar-
hans þverskölluðust við að greiða lausn-
argjald sitt, að liann skar fyrst af þeim
annað eyrað, síðan eftir nokkra daga skar
hann hitt. Þá nefið og varirnar svo fing-
urna, hvern af öðrum með viku millibili.
Hann fullvissaði mig um að ekkert fórnar-
dýranna —< að einum undanskildum, sem
tók öll stigin og dó reyndar af því — hafi
komist lengra en að nefinu.
— Jæja, sagði Ramon og liorfði beint
framan í þorparann.
— Já, herra greifi, ég sé á svip félaga
míns að hann er samþykkur gerðum mín-
um. Hús okkar er á afskekktum stað og
hér getum við gert hvað sem við viljum,
án þess að eiga á liættu að vera ónáðaðir.
— Þetta er alveg satt, sagði Galgopinn.
— finst yður það ekki einnig.
— En við höfum nú í svo mörgu að
snúast, að við verðum að hafa. hraðann á.
Við tökum hægra eyrað á morgun og liilt
tveim dögum seinna.
— Fyrst ég á annað borg er nauðbeygð-
ur að horfa á þennan skrípaleik vil ég
liafa sem skemst hlé á milli þátta, sagði
Galgopinn.
„Viðliorfið mundi hreytast mjög mikið,
ef þér létuð yður segjast eftir fyrstu að-
gerðina. Þá látum við drenginn samstund-
is af hendi og verðum góðir vinir.
Ramon svaraði ekki, en kuldalirollur
fór um hann allan.
Hann var alveg hárviss um að þessir
piltar mundu framkvæma hótun sina.
Hann leit á Fanfan. Drengurinn stóð
grafkyrr og virtist ekki taka eftir neinu.
En liann var staðráðinn í því að frelsa
Ramon, hvað sem ])að kostaði.
Hann sýndist ekki vongóður, en þó var
liann gagntekinn af bjartsýni.
Hann liorfði lengi á Ramon og gagn-
kvæm fórnarlund og skilningur endur-
speglaðist í augum þeirra.
Galgopinn og Skipstjórinn voru svo nið-
ursokknir í bollaleggingar um glæp sinn,
að þeir tóku ekkert eftir drengnum.
— Ilerra greifi, sagði Galgopinn, — yð-
ur finst ef til vill óþægilegt að liugsa mál-
ið í návist okkar. Þér getið fengið sér-
lierbergi, ef þér óskið þess.
Þeir báru Ramon inn í herhergi drengs-
ins og létu hurðina standa í liálfa gátt.
Svo hundu þeir hann rammlega við rúm-
stöpulinn.
— Aðstaða greifans minnir mig helst á,
þegar bannsettir fangaverðirnir í Cayenne
ríghundu okkur til að húðstrýkja okkur.
Galgopinn liafði á meðan leitað ög snú-
ið við öllum vösum Ramons og tínt til sín
alt verðmæti, sem var finnanlegt. Ilann
lalaði í sífellu.
„Þetta er eins og tvíhaka, sagði hann
fyrirlitlega og skoðaði úrið í krók og
kring. — Eg er liissa á svona fínum manni
að ganga með svona giúp aðeins vegna
þess að hann fer í heimsókn til lítilmót-
legs fólks. En herra greifi, hafið þér að-
eins tvö hundruð franka í veskinu yðar.
Það nægir varla lil að fá sér ærlegan sopa
og drekka skál yðar. En þessi hringur,
hann er ekki sem verstur. Það er skjaldar-
merki i steininum. Þér skulið fá hann aft-
ur, þegar þér hafið skrifað undir, ef yður
langar elcki til að gefa okkur hann. Þarna
hafið þér ágæta skammhyssu. Ég tek liana
í mínar vörslur. Þér segið ekki orð. Við
skulum fara, ef yður er nærvera okkar
ógeðfeld.'
Svo gengu þorpararnir glottandi inn í
stofuna.
Ramon titraði af bræði, en tókst þó að
stilla sig.
Honum fanst liann vera að tapa vitinu.
Hann lial'ði oft staðið augliti til auglits
við dauðann, síðan ógæfan skall yfir hann
og aldrei brugðið hið minsta.
En nú var hann i fyrsta skifti skelkaður.
Hann óttaðist hinn smánarlega dauðdaga,
sem heið lians.
Hans yrði áreiðanlega ekki hefnt. Hver
mundi leita hans hérna í svaðinu, hver
mundi sakna hins einmana manns, sem
kom og fór, án þess að nokkur skeytti
um það. Þá kom fram í liuga hans minn-
ingin um hina liræðilegu nótt, þegar liann
tók hefndina i sínar liendur og sá glæpa-
manninn hverfa út í myrkrið með sak-
laust barnið á handleggnum.
Þetta var refsing Guðs.
Honum lá við að hrópa á miskunn. En
honum þótti það svo ókarlmannlegt og
ósennilegt að hróp lians hefðu nokkur á-
hrif á illmennin. Þeir hefðu þegar gengið
of langt, til að láta hann lausan og gera
sig ánægða með það, sem þeir voru húnir
að sölsa undir sig.
Hvað yrði svo um harnið?
Mundu þeir hlífa þvi?
Reyndu þeir ekki fremur að losa sig við
hið óþægilega vitni.
Hann yrði að minsta kosti gerður með-
sekur í liinu glæpsamlega líferni þeirra,
sem hann sjálfur hafði komið honum í.
Það skyldi aldrei verða. IJann ætlaði að
horga hina umræddu hundrað þúsund
franka.
Hann yrði að lúta svo lágt að þakka
þorpurunum væga refsingu og lofa þeim
að liann skyldi eklci koma upp um þá
barnsins vegna.
Honum varð litið á drenginn.
Drengurinn leit á hann einbeittur á svip.
Þá komu Zephyrine og Claudinet inn.
—■ Þarna kemur liún loksins. Þey! sagði
Skipstjórinn, þegar hann sá að Zephyrine
ætlaði að spyrja, livað liefði komið fyrir.
— Þey, þey, við segjum þér síðar, livern-
ig í öllu liggur. En nú vantar okkur góðan
mat og vín. Við getum einnig spilað á
spil okkur til afþreyingar.
Zephyrine hlýddi umsvifalaust, eins og
var venja hennar.
Galgopinn liafði bent á fangann og hún
skildi slrax, hvað við átti, því að hún var
ekkert barn lengur.
— Strákar, í rúmið með ykkur! sagði
Galgopinn. — Farið þið inn í herhergi
Skipstjórans. Hann leyfir ykkur að sofa
þar meðan við herum saman ráð okkar.
Við þörfnumst ykkar ekki.
Fanfan leit einu sinni ennþá á Ramon
áður en hann fór út úr herberginu og
honurn óx hugur við hið djarflega augna-
ráð drengsins ......
Ilonum fanst tíminn liræðilega lengi að
líða.
Illþýðið sat við borðið og horðaði, drakk
og spilaði, án þess svo mikið sem líta af
honum. Þau skiftu ránsfengnum hróður-
lega á milli sín. Skipstjórinn bauð Zephyr-
ine kurteislega hringinn. Þau virtust vera
örugg um sinn hag og töluðu hástöfum
um fyrirætlanir sínar. Þau ætluðust auð-
heyrilega til þess að Ramon skildi, að þau
létu ekki standa við orðin tóm.
„Eg þori ekki að óhyrgjasl að ekki hlæði
ögn, en þá er lieillaráð að strá púðri í sár-
ið og hera eld að. Það er ekkert sárl, að
minsta kosti ekki fyrir þann sem horfir á.
Svo ræddu þeir um aðalvandamálið,
livernig þeir ættu að fá ávísunina greidda.
Skipstjórinn sagði:
— Við förum þannig að: Við kaupum
okkur þokkaleg föt fyrir þá peninga er
við höfum þegar fengið. Þú þykist vera
skrifari greifans. Eg bíð í vagni fyrir utan.
Svo ökum við á burt og skiptum með okk-
ur peningunum. Svo látum við greifann
og drenginn sigla sinn sjó.
— Já, og svo siga þeir á okkur lögregl-
unni jafnskjótt og þeir sleppa.
Heiðursmenn fást ekki við slík fanta-
hrögð. Það væri liliðstætt því, ef við hlyp-
um í burtu um leið og við hefðum fengið
peningana, án þess að koma liér við og
leysa greifann úr böndunum, svo að hann
hefði mátt æpa og liljóða í hálfan mánuð,
án þess til hans lieyrðist.
— Hann mundi fljótlega deyja úr
liungri, sagði Zepliyrine.
— Hvað getum við gert við því. Ef við
erum óánægðir með liúsið, þá flytjum við,
og okkur er lieimilt að gleyma því sem
okkur þóknast, því að við höfum greitt
þriggja mánaða leigu fyrirfram.
Mér er ekki um, sagði Galgopinn, að