Fálkinn - 30.03.1945, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
13
KROSSGÁTA NR. 533
Lúrétt skýring:
1, Lok, 5. ís, 10. gelt, 12. frændur
(fornt), 14. hlaði, 15. hell, 17. ríki,
(Asía), 19. vatnsrennsli, 20. líffæri,
23. forföður, 24. hina, 26. skemmda,
27. býii, 28. fjár, 30. tvíhljóða, 31.
ekki til sölu, 32. bíta, 34. mjög, 35.
braut, 36. ungt, 38. fugl, 40. mjúka,
42. kvenna, 44. henda, 46. áburð-
urinn, 48. kaupfélag, 49. upphrópun,
51. rusl, 52. flýtir (máll.), 53. fram-
andi, 55. mænir, 56. eftirgrennslan,
58. dýr, 59. átt við, 61. krókur, 63.
fóðraSur, 64. forfaðirinn, 65. vafann.
Lóðrétt skýring:
1. Starfstúlkuna, 2. hlé, 3. austur-
lenskur höfðingi, 4. tveir eins, 6.
sýslumaður, 7. vatn í Asíu, 8. klók,
9. t. d. smiðurinn, 10. liagnast, 11.
féllum, 13. hreyfil, 14. æki, 15. álfa,
16. gras, 18. ey i Miðj.h., 21. gælu-
nafn, 22. tónn, 25. stéttina, 27. eru
ennþá, 29. skáldkona (útl.), 31. mög-
ur, 33. skel, 34. kraftur, 37. þilfars,
39. fer snöggvast, 41. reiSust, 43.
elgs, 44. sjófugl, 45. manni, 47. starfs-
samur, 49. titill, 50. samtenging
(danska), 53. slægjur, 54. þræla,
57. efni, 60. sérstök, 62. greinir,
63. vegna.
LAUSN KROSSGÁTU NR.532
Lúrétt, rúðning.
1. Labba, 5. orfum, 10 kögur, 12.
Dinah, 14. sagar, 15. óar, 17. kátra,
19. urr, 20. arðsamt, 23. vön, 24.
slen, 26. tuska, 27. fönn, 28. sagar,
30. Ras, 31. farna, 32. lúin, 34. ólgu,
35. auðsýn, 36. hrauks, 38. sina, 40.
aura, 42. ertna, 44. gal, 46. grunn, 48.
Maja, 49. ornað, 51. apar, 52. skó,
53. skóiðja, 55. mun, 56. taran, 58.
A. N. A„ 59. fleta, 61. rafið, 63
blána, 64. riðar, 65. árann.
Lúðrétt, rúðning.
1. Lögreglustjórar, 2. A. G. A„ 3.
bura, 4. B. R„ 6. R. D„ 7. fikt, 8.
Una, 9. matvörukaupmenn, 10. karla,
11. passar, 13. lirönn, 14. sussa, 15.
óður, 16. raks, 18. annar, 21. R. T„
22. M. A„ 25. nauðina, 27. fagurra,
29. risna, 31. flaug, 33. nýa, 34. óra,
37. lemst, 39. Daninn, 41. garna, 43.
rakar, 44. Gróa, 45. laða, 47. nauta,
49. Ok, 50. D.J., 53. snið, 54. afla,
57. afi, 60. lán, 62. Sa, 63. B. R.
skilja eftir lík. Lögreglan gerir meira veð-
ur út af því en vert er. ViS skulum lieldur
láta greifann leggja við drengskap sinn að
efna loforð sin.
Þeir félagar tóku nú til við spilamensk-
un’a og drukku þéttings-fast, en þó ekki
svo, að þeir yrðu ófærir. Þeir vissu, að
þeir þurftu á öllum dug sínum að lialda.
Zepliyrine reyndi með öllu móti að
lialda sér vakandi, en hún var þreytt eftir
erfiði dagsins og vall út af von hráðar.
— Reyndu að rísa á fætur, sagði Gal-
gopinn niðursokkinn i spilin, — og gættu
að, hvort drengirnir eru sofnaðir, svo
getur þú farið að sofa.
— Greifinn er of kurteis maður til að
gera átróðning, sagði Skipstjórinn. — Hann
hefir um annað að hugsa en gera heimsku-
pör. Hann veit, að hann missir annað eyr-
að á morgun, ef liann lætur ekki undan.
Zephyrine vafraði fram. Hún vissi það eitt
að hún átti að fara, og hún var vön að
hlýða. Hún leit inn í herbergið þar sem
drengirnir sváfu.
Við bjarmann frá kertinu sá hún, að
drengirnir lágu hlið við lilið í rúminu.
— Þeir sofa, sagði hún og lokaði hurð-
inni.
— Reyndu að koma þér í rúmið, sagði
Galgopinn við hana.
— Eg vann, sagði liann við Skipstjór-
ann. — Þú átt að hefna þín.
— Vertu óhræddur, gamli drengur, það
mun ég áreiðanlega gera, nóg er nóttin.
XI.
Feðgarnir.
En drengirnir sváfu ekki þrátt fyrir
fullyrðingar Zephyrine.
Þeir voru ekki fyrr komnir inn í her-
hergi Skipstjórans en geðshræringin yfir-
hugaði Fanfan. Hann fleygði sér í fang
Cl'audinets og grét og grét.
Claudinet vissi ekki, hvaðan á sig stóð
veðrið.
Svo fór hann líka að gráta, en reyndi
samt að hugga vin sinn.
— Þú mátt ekki gráta meira, Fanfan.
Ilvað amar að þér? Hversvegna ertu svo
áhyggjufullur?
— Glæpurinn.
— Hvaða glæpur
— Glæpurinn, sem þeir liafa í hyggju
að fremja.
Ætla þeir að fremja glæp?
— Já, þeir ætla að myrða manninn, sem
er frammi.
— Myrða hann.
Claudinet gat ekki sagt meira fyrir liósta.
— í öllum bænum lióstaðu ekki svona,
sagði Fanfan. — Þau halda að við sofum,
en ef þau heyra þig hósta svona vita þau,
að við erum vakandi.
Það varð stundarþögn.
Claudinet tóks með erfiðismunum að
slöðva hóstann.
— Hvað ætlast þeir fyrir?
— Þeir ætla að selja mig þessum manni
fyrir of fjár, og neyða hann lil að horga
með því að Heita við hann allskonar pynd-
ingum. Svo er ég heldur ekki viss um að
liarin sleppi lifandi, þó að hann horgi. Eg
er svo hrædur , Claudinet, ég held að þeir
drepi hann.
— Þeir þora það ekki.
— Hefi ég ekki sagt þér áður þegar ég
heyrði neyðarópið í Moisdon, sagði Fanfan
lágt.
— Jú, en Iivað eigum við til bragðs að
taka.
— Við verðum að hjarga honum.
— Bjarga honum, livernig getum við það?
— Eg veit það ekki, ég veit það ekki,
sagði Fanfan livað eftir annað, — en við
verðum að hjarga honum.
Þeir þögðu uni stund.
Drengirnir lágu kyrrir i myrkrinu og
heyrðu nú rödd Skipstjórans.
— Hvernig spilar þú, sérðu ekki að
greifinn heldur að þú sért heimskingi.
Svo hlógu þeir hroltalega.
— Þessir gluggar snúa út að nágranna-
húsinu, sagði Fanfan. —Veist þú, hverjir
húa þar?
— Já, fólk sem safnar tuskum og er úti
á nóttunni.
— Hvernig er útidyrahurðin?
— Hún er opnuð alveg eins og okkar,
þar er enginn dyravörður, aðeins gamall
maður, sem býr í stofunni.
— Við verðum að reyna að laumast þar
út.
—Á ég að koma með þér?
— En hvernig komumst við gegnum
járnrimlana
—Þeir liafa einn alltaf lausan, svo að
þeir geti sloppið út ef þeim liggur á.
I sömu svifum gægðist Zepliyrine inn
um dyrnar.
Þeir höfðu aðeins tóm til að skríða und-
ir teppið.
Hún hafði ekki fyrr lokað hurðinni, en
þeir spruttu á fætur.
I eiriu horninu var safn af lmífum.
Fanfan tók einn þeirra og stakk honum
i vasa sinn.
Claudinet stóð á verði við dyrnar, með-
an Fanfan hjó sig af stað og opnaði
gluggann.
Þeir klifruðu upp og Fanfan komst út,
en þegar Claudinet ætlaði að fylgja á eftir
honum, setti að honum ákafan liósta og
hann blánaði i framan. Honum fanst hann
ætla að kafna. Hann slepli takinu og lét
sig síga ofan á gólfið.
Eg get ekki komið með þér, sundi
hann upp. — Eg verð hér.
Fanfan reyndi að telja hann af þvi.
— Nei, nei, farðu einn, ég tef þig bara.
Það er betra að ég verði liér eftir.
Fanfan þrýsti hendi vinar síns, og
Claudinet sagði:
— Þú skalt hjálpa þessum manni, cf
þú lieldur að þú getir það, og hugsið til
mín, ef þið sleppið í burtu.