Fálkinn - 18.05.1945, Side 9
F Á L K I N N
9
á hvert af fjórum aðaltungumálun-
um sem þér óskiö.
Eftir ofurlitla þögn sagði hann
hæverkslega: — Ritvélin stendur a
horðinu, ég vona að þér getið notað
hana. John segir að hún sé góð,
en í þetta sinn get ég ekki látið
hann skrii'a fyrir mig. Og ég ætla að
biðja yður að segja mér blátt áfram
ef yður l'innst að það sé eitthvað —
eitthvað — sem hljómar — eins
og ekki ætti að vera — þvi að mér
er áríðandi að..............
— Sjálfsagt, sagði hún. — Eg er
tilbúin!
Hún settist við borðið, þar sem
litil ferðaritvél stóð. Hjá henni lá
bók. Hún leit á kápuna: „Blindur
farþegi“ hét bókin. En höfundar-
nafnið var James Lennox.
Hún ætlaði að reka upp undrunar-
óp, en tók sig á, og sagði:
— Eg er tilbúin.
Hann stóð og studdi höndunum á
stólbak og horfði upp i loftið og
las nú fyrir:
— Madonna — nei, enga yfir-
skrift — látið hana eiga sig, en
skrifið bara:
„Síðan ég hitti þig liefi ég oft
spurt sjálfan mig, hver sé eiginlega
sá miðdepiil veru þinnar, sem hrífur
mig svo og vekur aðdáun mína. Eg
hefi ekki fundið anrtað orð en
„þokkágyðja“, — óviðjafnanlegasta
þokkagyðjan, í liverju sem er. Eg
á ekki við hið ytra, sem náttúran
hefir gefið þér. En allur þinn hugs-
unarháttur og tilfinningar eru í
svo ljúfu og öruggu samræmi, að
eigi er hægt að lýsa því nema með
orðinu „þokkagyðja".
Það lag, sem þú hefir á að skilja
aðra og láta þá njóta réttlætis. .. .“
— Hann er brjálaður, hugsaði
hún, — ástin brjálar nienn — liún
liefir aldrei skilið nokkra sál------
Afsakið þér, sagði hún svo — láta
njóta réttlætis, sögðuð þér....
„jafnvel þó að þú hafir alls ekki
samúð með þeim,“ las hann áfram
fyrir. „Hin undursamlega hæfni þín
til jiess að taka smásmuguskap ver-
aldarinnar eins og leik — láttu þér
ekki detta í hug að ég sjái ekki það
afrek, sem liggur að baki, eins og
að baki öllum listaverkum, en hinir
— — umhverfi þitt dáir aðeins hve
létt verkið er unnið og hin þægi-
legu áhrif þess.
Hafir þú ekki skilið það fyrr þá
segi ég þér nú, að þú hefir örlög
mín i hendi þér. Að þú getur þýlt
klakað hjarta mitt, og að þú eigin-
lega hefir þegar gert það.
Þú hefir það i hendi þér; hjarta
mitt — líf mitt. Lífsferlar okkar,
sem nú liafa runnið i einn farveg,
hófust ekki 22. marz og þeim getur
heldur ekki orðið lokið 27. marz.
Eg vil faðma þig eins og maður, ég
vil halda í hönd þér sem iífsföru-
nautur þinn, ég vil leggja liöfuð mitt
í skaut þér eins og barn.
Svaraðu mér. Eg er lijá þér á
degi, i draumi og nóttu, elskaða sál,
elskaða manneskja.“
Þetta var hávaðalaus ritvél. Samt
hafði hún barið hvern bókstaf inn
í höfuð hennar, svo að henni fannst
heilinn vera glóandi.
Hana langaði til að segja: — Nú
er ég búin, en liún gat ekki taiað.
Hún vildi standa upp en gat ekki
lirært legg eða lið.
Það var hann, sem rauf þögnina.
Hann laut liöfðinu, en hafði sitið
uppréttur áður, eins og hann læsi i
loftinu það, sem liann var að lesa
lienni fyrir. Svo sagði hann alvar-
legur:
— Viljið þér segja mér hvort eitt-
hvað er i bréfinu, sem yður finnst
— forskrúfað —- hvort þar er eitt-
livað, þar sem orðið virðist ekki
ná yfir meininguna — eitthvað sem
gæti komið lesandanum til að finn-
ast, að bréfritarinn væri viðvan-
ingur á ástarbréfum?
— Nei, svaraði hún.
Hann gekk fram fyrir stólinn, sem
hann hafði stuðst við, og settist á
hann. — Þá er ekki annað eftir en
að finna nafnið á perSónunni, sem
bréfið er stílað til. Getið þér hjálp-
cð með það líka?
Hún þagði. Hana sveið svo sárl
fyrir lijartanu. Hann sagði:
— Þér skiljið að þetta er ritað tii
mánaðarrits, sem liefir beðið mig
um ástarsögu, ég hefi aldrei getað
það fyrr en nú. Hvað á ég að kalla
hana?
Hún hgsaði: — Hann getur ekki
séð, að tárin hafa gert augu mín
þrútin, og hann skal heldur ekki
lieyra neitt á röddinni í mér. Hún
svaraði létt og kæruleysislega, eins
og. hún lirósaði sigri:
— Kailið þér hana Margaret!
í sama vetfangi hefði hún getað
stungið rýting í hjarta sér, ef lnin
hefði haft hann við hendina. Svo
illa fannst lienni hún liafa komið
upp um sig.
Hann sagði hægt: — Yður fiijnst
að ég ætti að kalla hana Margaret?
•— Eg get minnst á það við hana. —
Þakka yður fyrir. Innilega. .. . !
Hún tók í höndina, sein liann
í PARÍS
er til hunda-veitingahús. Þar er
framreitt — auk allskonar kjotbeina
— ýmislegt sælgæti, svo sem hunda-
kex, brauðtcningar með lifrarkæfu,
ketbúðingur með hlaupi og lirís-
rétli henni, stóð upp og tókst að
komast út að dyrunum án þess að
velta nokkru um koll. Og liún gat
meira að segja stamað til svars: —-
Ekkert að þakka. Góða nótt!
En um leið og henni varð litið
á lásinn og hafði einbeitt sér að
því að taka í handfangið, var hann
kominn út að dyrunum og stóð þar.
— Þér skuluð ekki hræðast, sagði
hann, — ég ætlaði ekki að koma
yður að óvart! En frá því augna-
bliki að þér töluðuð um tóma borð-
ið i kyrrláta garðinum, hefir mér
verið það Ijóst, að ég vildi ekki ó-
neyddur bera fórnina og þegja. —
Margaret gaf mér hugrekki til að
tala við yður — en hún á ekki að
bera sökina, því að sökin er mín!
Bréf mitt var liugsað til yðar —
það er satt að ég var byrjaður á
ástarsögu, en hún var um mig og
yður. Eg hélt að ég mundi geta af-
borið þennan ósigur, ég liefi áður
sýnt hæfileika til þess að þjást, en
þetta gat ég ekki. — Viljið þér
ekki vera hjá mér. Sitja hjá mér
við borð lífsins, sem hingað til
hefir verið tómt. Má ég ekki njóta
nærveru yðar — viljið þér ekki
giftast mér. — Af meðaumkvun!
Það heyrðist kjökurhljóð frá
henni, liljóð sem stafaði þó af gleði
og hún lagði höfuðið að brjósti
hans í hjartastað.
Hann lyfti höfði hennar með báð-
um höndum og lokaði blindum aug-
unum eins og liann liefði fengið of-
birtu í þau.
— Líttu á sælan mann, sagði liann
lágt, en röddin titraði.
grjónastappa. Fyrir jurtaætuhunda
og náttúrulækningahunda er þarna
sérstök deild, þar sem, eingöngu er
boðin jurtafæða: kartöflur, gulrætur,
grænar baunir, spínat og ávextir.
Þið kaiuiist vafalaust öll við hana Eleanor Poivelt úr ótetjandi söngva-
og dansmgndnm, sem hún hefir haft aöalhlutverk í. Aftnr á móti er ekki
eins víst að þið þekkið náungann, sem er hér með henni á myndinni,
enda þótt hann sé að vísu nokkuð svo kunnur leikari. Hann heitir
Gleiui Ford og er sem stendur að gegna herþjónnstu í landgönguliði
Bandaríkjanna. Myndin var teki.n af þeim, daginn sem þau gengu i
heilagt hjónaband, og að líkindum er það ástœðan fgrir ,,lukkuleg-
heitunum,“ í andlitum þeirra. Iiann er 27 ára en aldur hennar kemnr
ykkur bara hreint ekkert við.
Þeir, sem hafa séð gamlar myndir
af baðstöðum og fólki í sundfötum,
kannast við hinn spaugitega blæ,
som yfir þeim hvílir. Einkum er
það þó baðklæðnaður kvenna, sem
kemur manni tit að brosa. Sund-
botir með Imjésíðum skálmum, erm-
um fram fgrir olnboga og kyrfilega
hnepptum krögum upp undir höku.
En þetta tíðkaðist í þá daga, þegar
konur gerðust brotlegar við almennt
velsæmi, ef þær leyfðu sér að ganga
á götum úti í pilsum, sem ekki tóku
nið.ur fgrir ökla — og er því tífuv
skiljanlegt. — En síðan hafa miklar
breytingar orðið á ollum hlutum,
og ekki hvað síst á sundfötum
kvenna. Þróun tísknnnar hefir á
því sviði eingöngu miðað að sí-
minnkandi ummáli klæðnaðarins. —
En nú virðisl margt benda til þess,
að þessi þróun hafi náð hámarki
og muni óðum taka að renna til baka
um sama farveg i áttina til sið-
skátma sundfata.
Þessu til sönnunar birtist hér ein
altra ngjasta mgndin af JRitu Hay-
worili. Sundboliirinn hennar gæti
talist fyrsta stigið í umræddri öfug-
þróun.
DÝR OG HLJÓMLIST.
í dýragarðinum i London hafa
verið gerðar margvíslegar tilraunir,
er miða að því að rannsaka álirif
tónlistarinnar á ýms dýr. Það hefir
t. d. komið í ljós við þessar tilraun-
ir, að úlfar liafa megnustu óbeit á
fiðluleik, og eru enda hræddir við
hann. Þegar fiðluleikari fór að spila
við úlfabúrið fóru þeir undir eins
að skjálfa, iögðu rófuna milli fót-
anna og hárin risu á hryggnum á
þeim.